Dramað

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Brot úr leikriti eftir Ólaf Gunnlaugsson.
© Det Kongelige Bibliotek.
  • Höfundur: Ólafur Gunnlaugsson (1831-1894)
  • Handrit: Det Kongelige Bibliotek. Håndskrifter. Gisli Brynjolfsson d. yngres Brevveksl. NKS 3263 kvart, G.
  • Safn: Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn
  • Dagsetning: ódagsett

  • Lýsing: „Leikurinn er handskrifaður á örk, að stærð um það bil A4, sem brotin er saman þannig að úr verða fjórar síður. Örkin, sem er ódagsett, leyndist meðal bréfa frá Ólafi Gunnlaugssyni, manni sem Benedikt Gröndal lýsir sem „fínum mjög og óíslenskulegum“ í ævisögu sinni, Dægradvöl.“ [1]
  • Efni: „[S]tutt brot úr leik eftir fyrrverandi íslenskan stúdent í Höfn og kemur persóna Sigurðar [Guðmundssonar] þar fyrir.“ [2]
  • Persónur: Grímur [Thomsen], Garða Björn, Sigurður sjéní (Blyphemus).

Texti

Bls. 1

NKS 3263 kvart, G.
© Det Kongelige Bibliotek.


Það er brot úr drama og koma fyrir í því Garða Björn og Blyphemus, Grímur og Alexander mikli, Þjóðólfur, kaupmaður Smith og andi Repps osfrv.


Grímur liggur í rúminu með Byron á yfirsænginni. Björn fyrir utan dyrnar og ber uppá.


Gr. Hvað er þetta?

B. Það er jeg

Gr. Hver andskotinn?

B. O’ekki er það nú eiginlega hann.

Gr. Hver skrattinn er að lemja?

B. Það er drengur.

Gr. Það er Rykkari.

B. Það er Björn.

Gr. Er það Björn?

B. Sex dalir.

Gr. Jeg kem strax.

B. Ljúkið þér upp.

Gr. Jeg verð að klæða mig.

B. Jeg brýt hurðina!

Gr. Bíðið þér solítið

B. Sex dalir!

Gr. Já jeg kem

B. Nú brýt jeg upp.

Gr. Þá kem jeg berlæraður

B. Það mun valla líða yfir mig

(Grímur birtist á snjóhvítri skyrtu)

B. Sex dalir, Monsieur Doctor.

Gr. Já, það er rétt, í þetta sinn.

B. Hvað þá

Gr. Peningaekla

B. En jeg hef ekkert að lifa á.

Gr. Jeg ekki heldur.

B. Það var Satans.

Gr. Það kostar mikið að eiga Byron.

B. Er það Biblían

Gr. Nei.

B. Sex dalir.

Gr. Núna sem stendr … rétt núna.

B. Hvað þá

Gr. Rétt ‒ rétt ... rétt.

B. Hver andskotinn gengr að manninum

Gr. Hér er frakki.

B. Til hvers

Gr. Hann er þó alténd sex dala

virði.

B. Ekki kemst jeg í hann.

Gr. Hann gæti gliðnað út.

B. Hver andskotinn!

Gr. Já það er leiðinlegt.

B. Jeg tek þessa Ljóðabiblíu.

Gr. Nei, blessaður Björn.

B. Jæja, þá er bezt jeg

taki frakkann, ekki er hann

nú raunar Gesandti-

-legur.




Bls. 2

NKS 3263 kvart, G.
© Det Kongelige Bibliotek.
Gr. Já það er leiðinlegt þetta.

(Syngur)

„Háum helst und öldum

hafs á botni köldum

vil jeg lúinn leggja bein.“

B. Ætlið þér að drepa yður?

Gr. Nei, en frakkinn kostar meir

en 6 dali.

B. Nú...

Gr. Já, jeg vil hafa á milli.

B. Það er trúlegt, þér sem aldrei

gétið borgað.

Gr. Jeg heimta það á milli að þér

séuð sannur Íslendingur.

B. Já, ég er nú ekki vel inni í

því; hvernig ætti það að vera?

Gr. Það er að jeta hákall, drekka

brennivín, setja upp hunds-

-haus og kveða rímur ...

B. Já, þá held jeg, jeg verði ósannur

Íslendingur alltaf í yðar augum.

Gr. Hvað?

B. Þér ættuð raunar skilið að

þér væruð rassskelltir með há-

-kallshaus.‒

Gr Sýngur:

„Á hálu hvílast þangi

Á hörðum sjóargangi

Undir höfði unnarsteinn.“

(Barið)

[Gr.] Ætli það sjé annar Rykkari?

B. Hafið þér marga?

Gr. (syngur)

„Andinn mælti af móði

Mitt nafn er Legio


Það hafa hyggnir menn

Sex þúsund saman reiknað

Sex hundruð þar við teiknað

Sextíu og sex til enn.“

B. Guð hjálpi yður

Gr. Hnerraði jeg?

B. Nei, þér súnguð.

Gr. Syng jeg svo illa?

B. Onei! Ekki nema það er

gorhljóð.

Gr. Hvað (Barið) ... Má, jeg

kalla „Kom ind“ uppá yðar

an og Tilsvar.

B. Það var helvíti ef jeg á

að standa fyrir yðar hel-

-vítis Rykkurum.

Gr. Nei ... já ... „einstak-

-lingur vertu nú hraustur“

„Kom ind“!

Sigurður Sjéní. Nei, sko

andskotans manninn í skyrt-

-unni, með Byron í hendinni.

Gr. Hvað segið þér í fréttum,

Sigurður minn?

S. Feldardálkur!

Gr. Hjartað í mér var á leiðin-

-ni ofaní lærin.

S. Bryntröll.

Gr. Hvað viljið þér eiginlega?

S. Tíglamöttull.

Gr. Þér hafið víst ætlað

að biðja mig um Ideer.

S. Koffur! Nei, hamingjan

forði mér frá því ...

Björn, kond’ út)


Bls. 3

NKS 3263 kvart, G. © Det Kongelige Bibliotek.

Björn. Já, jég held eg megi verða feginn ... (fara)

Grímur (sýngur): Og þó enginn gráti

Yfir mínu láti

Hvorki sveinn né svanni neinn

O, Herregud, það fer svona hvað eftir annað og

jeg, sem átti að finna hann Krieger kl. 10, hann

bíður eptir fréttum frá Fróni …



„Annað brot, þar kémr andi Repps og

Grímur rekr við af hræðslu.“.


Repp: í hvítum klæðum með gullsveig um höfuðið:

„Dimmt er og dimmt er

yfir danskri foldu

bjart er, og bjart er

yfir bláum ísi

hver kaus þig kögursveinn,

konúngborna

jökulmey að játa

föntum fláum.“

Kr Hvaða ólykt er hér inni?

Gr Ekki hefi jeg rekið við.

Kr Þér skrökvið, það er svartur blettur á tungunni á yður.

Gr Það er af því að jeg lét upp í mig pennann þegar jeg

var að skrifa fréttir frá Íslandi

Kr Það er sama, hér er makalaus ólykt.

Andi Repps. Ó ekki er það að furða það er af Dönum.



Bls. 4

NKS 3263 kvart, G.
© Det Kongelige Bibliotek.

Kr Hvaða maður er þetta?

Gr Æ, spyrjið þér mig ekki að því blessaður

herra, hann er dauðr og fyrirgefr mér ekki

þann dónaskap, sem jeg gerði honum með ...

..... það var út úr kortinu eins og þér vitið ....


Og svo framvegis meira

sem ég ekki nenni að skrifa

þér!



Til Steingríms Thorsteinsson

















  • Skráð af: María Kristjánsdóttir, o.
  • Dagsetning: 12.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

  1. María Kristjánsdóttir. Skopmyndir af Grími Thomsen og Sigurði Guðmundssyni.
  2. María Kristjánsdóttir. Skopmyndir af Grími Thomsen og Sigurði Guðmundssyni.

Tenglar