Dramað

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 22. desember 2015 kl. 14:07 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2015 kl. 14:07 eftir Olga (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Höfundur''': Ólafur Gunnlaugsson (1831-1894) * '''Handrit''': Det Kongelige Bibliotek. Håndskrifter. NKS 3263 kvart, G. * '''Safn''': [http://www.kb.dk Konunglega bókasafnið...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lýsing: „Leikurinn er handskrifaður á örk, að stærð um það bil A4, sem brotin er saman þannig að úr verða fjórar síður. Örkin, sem er ódagsett, leyndist meðal bréfa frá Ólafi Gunnlaugssyni, manni sem Benedikt Gröndal lýsir sem „fínum mjög og óíslenskulegum“ í ævisögu sinni, Dægradvöl.“ <ref>María Kristjánsdóttir. Skopmyndir af Grími Thomsen og Sigurði Guðmundssyni.</ref>
  • Efni: „[S]tutt brot úr leik eftir fyrrverandi íslenskan stúdent í Höfn og kemur persóna Sigurðar [Guðmundssonar] þar fyrir.“ <ref>María Kristjánsdóttir. Skopmyndir af Grími Thomsen og Sigurði Guðmundssyni.</ref>
  • Nöfn tilgreind:

Texti

Bls. 1

Það er brot úr drama og koma fyrir í því Garða Björn og Blyphemus, Grímur og Alexander mikli, Þjóðólfur, kaupmaður Smith og andi Repps osfrv.


Grímur liggur í rúminu með Byron á yfirsænginni. Björn fyrir utan dyrnar og ber uppá.


Gr. Hvað er þetta?

B. Það er jeg

Gr. Hver andskotinn?

B. O’ekki er það nú eiginlega hann.

Gr. Hver skrattinn er að lemja?

B. Það er drengur.

Gr. Það er Rykkari.

B. Það er Björn.

Gr. Er það Björn?

B. Sex dalir.

Gr. Jeg kem strax.

B. Ljúkið þér upp.

Gr. Jeg verð að klæða mig.

B. Jeg brýt hurðina!

Gr. Bíðið þér solítið

B. Sex dalir!

Gr. Já jeg kem

B. Nú brýt jeg upp.

Gr. Þá kem jeg berlæraður

B. Það mun valla líða yfir mig

(Grímur birtist á snjóhvítri skyrtu)

B. Sex dalir, Monsieur Doctor.

Gr. Já, það er rétt, í þetta sinn.

B. Hvað þá

Gr. Peningaekla

B. En jeg hef ekkert að lifa á.

Gr. Jeg ekki heldur.

B. Það var Satans.

Gr. Það kostar mikið að eiga Byron.

B. Er það Biblían

Gr. Nei.

B. Sex dalir.

Gr. Núna sem stendr … rétt núna.

B. Hvað þá

Gr. Rétt ‒ rétt ... rétt.

B. Hver andskotinn gengr að manninum

Gr. Hér er frakki.

B. Til hvers

Gr. Hann er þó alténd sex dala

virði.

B. Ekki kemst jeg í hann.

Gr. Hann gæti gliðnað út.

B. Hver andskotinn!

Gr. Já það er leiðinlegt.

B. Jeg tek þessa Ljóðabiblíu.

Gr. Nei, blessaður Björn.

B. Jæja, þá er bezt jeg

taki frakkann, ekki er hann

nú raunar Gesandti-

-legur.





  • Skráð af: María Kristjánsdóttir, o.
  • Dagsetning: 12.2015

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar