EBtilJS-68-30-07

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:46 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 06:46 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

  • Texti:

bls. 1


Rannveigarstöðum í Álftafirði, 30. júlí 1868
Háttvirti herra!
Eg vil eigi draga lengr að svara
bréfi yðar, 1. maí þ.á. þó að eg að vísu
vildi reynast verr þess trausts, sem þér virð-
ist bera til mín, þá er mér eigi hægt
um vik, og get eigi að svo stöddu orðið
við bæn yðar. Versti hængurinn er sá, að
allar rímur mínar (eða rímnahandrit) eru
norðr á Akreyri (ásamt miklu af bókum
mínum), og eg hefi enga von um að eg
nái þeim til mín í sumar, en það dróst
úr hömlu fyrir mér í fyrra haust að koma
þeim til Khafnar og fá þær svo upp á
Djúpavog í [..?] vor, og óvíst er, að eg komi
því við í haust, að þar verði sendar út í
haust. Auk þess er eg hér eigi sem bezt
settr til ritstarfa, hefi ekkert herbergi fyrir
mig og verð að hafa bækr mínar í aftr-
negldum kössum, svo eg er latr að opna
frá nema sem sjaldnast, en hefi lítið
næði, því eg verð þetta árið einnig að
þjóna Stafafelli, svo að eg (eg) er sjaldnast

bls. 2


heima. Ennfremur verð, ef eg hefi aukastundir
að sæta barnakennslu, og því um líku, sem
eg get fengið hér til lítilla hagsmuna.
Yðr kunna að þykja þessar afsakanir mín-
ar hégómlegar, en eg vona að þér misvirðið
þær eigi, enda eiga það eigi að vera um-
kvartanir. Ef mér síðar gæfist tæki-
færi, skyldi eg hafa yðr í hyggju með
þetta. Annars er rímnasafn mitt mest
ómerkt, ef eigi allt. Flest er ritað af
Þorsteini í Málmey, sem virðist hafa verið
hirðulítill ritari. Eg veit varla og eigi,
hvað eg á af rímum, og hefi að eins mjög
ófullkomið [..?] yfir þær eftir annan mann,
og hefi enda aldrei í þær litið, því þær hafa
allt legið á Akreyri, meðan eg var á Ísa-
firði og í Reykjavík. Auk rímna og kvæðasafns
föður míns, eru rímur og kveðlingar Sigfúsar
[..?] Jónssonar á Laugalandi hið helzta
eða eina safn, sem eg á eftir einstaka
menn. Lítið safn af vísum og kveðlingum
Páls Vídalíns gamla með hendi Gísla Konráðs-
sonar, veit eg til eg á, og nokkra syrpur
átti eg að eiga af kvæðum eftir Gísla sjálfan.
Ýmislegt á eg og af kvæðum á lausum

bls. 3


blöðum (ef eigi eru glötuð á Akureyri) eftir Gunnar
Pálsson, Svein Sölvason o.m.fl., en víðast
mun þó höfundanna ógetið, og margt af
þeim líklega prentað, því eg hefi aldrei
haft tækifæri til að rannsaka það. Enn-
fremur eru ýmis [..?] og sálma kver, sem eg átti, svo
sem (ef mig minnir rétt) sálmar nokkrir
eftir Þorstein prófast Ketilsson (og eitt-
hvað fleira eftir hann). Þér sjáið á
þessu, að eg er eigi mjög djúpfróðr um
rímnakveðskap. Meðal annars man eg
eftir í [..?] mínu [..?] yfir rímna-
skáld (eftir Sigfús Jónsson?), sem var í staf-
rófsröð, og vantaði lítið eitt aftan við,
en það á að vera fyrir norðan, eins og
annað, ef það er eigi týnt eða stolið,
því lykillinn að bókahirzlu minni þar,
hefir eigi jafnan verið í sem beztum
höndum. - Þér verðið að lifa í voninni,
að ég reyni það fyrsta [..?] er að sýna
einhvern lit á því, sem þér beidduð, ef
okkr endist líf, en bráðlátr megið þér
eigi vera né vonast til mikils. Ef ein-
hverjar rímur eru hér til í sveitinni
skal eg forvitnast um það, og taka tillit

bls. 4


til þess á sínum tíma. Fyrirgefið ófull-
komlegleika minn í þessu efni og [..?]
aftrandi krinumstæður.
Virðingarfyllst
Eggert Ólafsson Briem.  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar