Fundur 16.jan., 1868

Úr Sigurdurmalari
(Endurbeint frá Fundur 16. jan. 1868)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Hallldór Guðmundsson, Herschel, Eiríkur Breim, Páll Blöndal, Kristján Jónsson, Hannes Stefánsson, Páll Blöndal, Sveinn Skúlason, Árni Gíslason, Kristján Eldjárn Þórarinsson, Sigurður Guðmundsson, Helgi Helgesen, Sveinbjörn Sveinbjörnsen, Sveinn Skúlason, Jón Bjarnason

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0039r)


1868.

16. dag janúarmán. var fundur haldinn í kveld-

félaginu. Fundarefni var fyrst og fremst, að svara

spurningunni um víðattu himinsins. andm Frum-

mælandi var Halldór Guðmundsson. Byrjaði hann

tölu sína með því að taka fram aðalinnihald þessarar

spurningar, það, að víðátta himinsins væri óendanleg.

Hann sýndi ljóslega fram á með ýmsum dæmum, h

hversu lítill depill jörð vor væri í samanburði við alheims-

kerfið. Hann tók fram ennfremur, að með hraða ljósins

mældu menn fjarlægðinna milli himintunglanna.

Hann gat um, að hver langt mikið menn væru komnir á-

leiðis í því, að rannsaka fjarlægð fastastjarnanna

frá jörðunni; að fjarlægð 30-40 þeirra væri fundin.

(3 1/2 ár þarf til að komast fyrir ljósið til næstu fasta

fastastjörnu). Því næst gat hann um uppgötanir

ýmissa stjörnufræðinga t.a.m. Herschels <ref group="sk">Annað hvort William Herschel (1738-1822) eða sonur hans John Herschel (1792-1871).</ref> o.fl. á

vetrarbrautinni. Vetrarbrautin er nokkurskonar

skífa eða flöt kúla og þar í liggur sólkerfi okkar vort

nálægt miðjunni, þannið að ljósið þarf circa 450

ár til að komast frá miðdepli þessarar skífu til sólar-

vorrar. Þár eru þokusky stjörnuþokunnar þar fyrir

utan, sem eru mönnum lítt kunnar, en fjarlægð



Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0039v)


þeirra er ógurleg. Frummælandi sló botni í þessa

ræðu sína með sláandi dæmum upp á hina afar-

miklu víðáttu himingeymsins, t.a.m. af ferðamani,

er hann hvað þurfa 11.000 ár til að komast frá jörðinni

til sólarinna. - Andmælandi Eiríkur Briem

samsinnti því, er frummælandi hafði tekið fram,

í öllu, en kvaðst því einu hafa við að bæta, að menn

kynnu að efast um hina afarmiklu fjarlægð stjarn-

anna í vetrarbrautinni, og hvað hann það að nokkru

leyti mundi vera ónákvæmt málið á þessum fjar-

lægðum, því að ljós stjarnanna væri all-mismundi.-

Hinn annar andmælandi Páll Blöndal var ekki

við fyr en á leið fundinn, og var því engum frek-

ari andmælum hreift gegn því, er frummælandi hafði skýrt

frá.

Þá stakk forseti upp á, að skemmta sér það, sem eptir

var kveldsins, með seðlaspurningum og var því samsinnt af

fundarmönnum.

1. Kristján Jónsson: "Er það satt, að sérstök forsjón

"vaki yfir "Fulde og Forelskeda"? Það, sem frummælandi

"hafði tekið fram upp lýstu þeir Hannes Stefánsson, Páll

Blöndal, Sveinn Skúlason með dæmum, sömuleiðis

Árni Gíslason.

2. Kristján Eldjárn Þórarinsson: "Verður því



Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0040r)


"ekki komið við, að slá minnispening með þýðingarmik-

"illi incription, er Sigurður Guðmundsson hugsaði upp, í

"minningu þjóðhatíðarinnar?" - Halldór Guðmundsson talaði

líka.

3. Eiríkur Briem: Sagt er sá vondi hafi hófa;

"er hann skaflajárnaður í frosti."

4. Hannes Stefánsson: "Hvort er betra brúnn

"eða rauður"? -

5. Benedikt Kristjánsson: "Getið þið neitað því,

"að fjandinn sé föðurbróðir okkar?" - Páll Blondal

talaði nokkuð í nafni Mortensens. Árni Gíslason tal-

aði og, o.fl. -

6. Forseti Helgi Helgesen: "Hvort er betri vegurinn

"til himnaríkis eða vegurinn í Garðahrauni"?

7. Halldór Guðmundsson: "Hvaða samband er á

"milli skáldskapar og songlistar"? - Sveinbjörn Svein-

björnsen talaði líka og því næst Sveinn Skúlason og for-

seti.

8. Sveinn Skúlason: "Hvað læra menn af þjóðsögum

vorum"? Fundi slitið

H.E.Helgesen

Jón Bjarnason.



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar