Lbs. 1827, 4to Bréf frá Sigurði málara til Guðmundar föður síns
- Handrit: 1827, 4to Bréf frá Sigurði málara til Guðmundar föður síns
- Safn: Landsbókasafn
- Dagsetning: 22. maí 1850
- Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Guðmundur Ólafsson
- Staðsetning viðtakanda: Hellulandi
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Texti:
Bls. 1
Kaupmannahöfn þaň 22 Mai 1850
Elskulegi faðir
Marter þér í frjettuḿ að sejga eň fyrir þá sök að tímiň er naumur og verd eg því að fara fljótt
yfir, mart er að a sjá og væri seint að seigja frá því öllu, og hefi eg þv ásett mjr að segja frá því
stærsta af sögu miňar æfi eins og hún hefur til geingið frá þí firsta og til þess seinasta, eg kom fyrst til
Hafnar þaň 20 september 1849 og til Málara mestara Holm k: 24, og sagði haň mjer straks
upp alla skilmála, fyrst að ef eg vildi ? vera hjá sér þá yrði eg að vera í 5 ár og gjæti
ekki lært aňadð eň að máta iňaň hús og skapa og rúm, því haň kjendi ekki aňad og vildi
ekki þó haň gæti, og þar að auki yrði eg að legga mjer til öll klæði, mjer varð seint til
svara sem meň mundu gjera ráð fyrir, þar er eg stoð þar einn og kuňi ekki að svara fyrir
mig orði og urðu það mín úrræði að eg beiddi haň að filgja mjr til en hvers islendings, eň
haň færðist undaň því, og sagði mjer strags að fara að viňa eg gjerði svo go fór að fylla
upp med lím rifur og kvist holur á rúm göblum eftir hans firirskipan og að því var eg
í 5iḿ daga þaň sama dag beidði eg hann aftur að filgja mjer til en hvers íslendings
en haň hvaðst enga þekkja, dægjiň eptir kom haň til mín og sa kláða bólu á hen
diňi á mjer, og gaf sjer það að orsök til að reka mig burtu og hvaðst ekki vera þurfandi
firir neina kláða drengi, þegar eg vildi ekki læra það sem haň kjendi, og setti
mig og alt mitt niður til Gúdmaňs, Gúdmaň varð illur við það og undir eins ráða
laus og urdu það hans úrræði að haň setti mig eil einrar Islenskrar þvotta
konu þaň 11ta Octóber, og var eg þar fraḿ á miðja jóla föstu litt haldiň og hafði
ekkert að viňa eň af til stuðlun Konráðs Gíslasonar van talad vid, minda-
smid Jeríkó og han uḿ sínt það sem jeg hafði gjert og líkaði honuḿ það
vel og bauð mjer til sín firir ekkert, og teiknaði jeg þar á dagjinn fraḿ undir
jol, og vóru það manshövud, eirn dag kom þar prófessor Hets sem er eirn sá
ædsti yir yfir öllum íþróttaskólum í bænuḿ, þá var eg að teikna manshöfuð
haň leit á hjá mier og sa geti það væri mikið vel gert og helst af mjer
sem ekkert þekti þær reglur sem þar til þirfti, og bauð mjer straks á
teikningaskólaň fyrir ekkert, og var eg sá eini sem fjekk það firir
ekkert, þangad ganga meň 2 tíma á hvurju kvoldi, litlu fyrir Jóliň
sagði professor og mindasmiður Jerikó til mín að það væri ekki til
neins að eg væri hjá sjer því haň gæti ekki ként mjer það betur eň
aðrir og það væri líka of kalt firir mig að stanða þar því (
(því það var kuldi mikill) eň haň gat ekki látið mig vera
hjá sjer í því sama húsi, því það var of lítið, eň þeirs tveir þar
iňi haň og málari, og fór eg þá þaðaň og var einúngis a skó-
lanuḿ, og hefi eg átt þa sídaň firir góð kuňingja og er
það betra en eki því Jerikó er haldiň einhver sá besti minda=
smiður sem uppi er). eitt kvöld æði laungu þar eftir
kom prófessor Hets upp á skólaň að sjá á hjá okkur haň
leit á hjá mjer og sagði það væri mikið gott og leit fram=
an á mig og spurði mig að hvurt eg væri sá sami sem hefði
verið hjá Jerikó eg sagði já haň spurði gað mig að hvört eg
hevdi nokkuð að gera eg sagði nei, haň sagði eg skildi
sína sjer alt þad sem eg hefði gjört og það gjerði eg eň haň
sagði það væri undrunarlega gótt helst peňa mindirnar
Bls. 2
haň sagði það lysti náttúru gáfum að geta teiknað með þeim
verkfæruḿ, og bauð mér strags að keňa mér að teikna heima hjá sjer
firir ekkert, og hefi eg verið þar sidaň allaň dagjiň (altaf til þessa dags)
en frá þvotta konum Md-am Jensen fór eg þaň 1sta Martz og til eins þjen=
ara hjá kónginuḿ og bjó þar sramaň með einuḿ islenskuḿ kandídat Gísla
Magnússyni og þar hef eg verið sidaň vel haldiň svo eg hefi ekki getað kos=
id mjer það betra eg hefi haft þar nógar bækur að lesa og hefi eg lesið
i gegnuḿ allar islendsku sögurnar sem eg hefi vitað af prentuðuḿ og
og mart aňað fleira því maň brestur hjer ekki bækur, eg hefi alt=
af verid heilsugóður svo að eg hevi alltaf verið hei ekki verið einn
dag sjúkur, mér geingur bærilega að læra málið) nú verð eg að seia
upp allaň malavögst og mína fyrirætlan eg hfi lært hjá prófessór Hets
í vetur mikiň hluta af þeim förstu grundvallar regluḿ og mæling=
um sem kallast geometri (mælingarfræði) og svo er eg næri búiň med
sterómetri sem er mikklu stærri þad er og svo mælingarnar sem
ómögulegt er utaň að vera til dæmis <symbol>ferningur í þrívídd</symbol> teningur með sýnduḿ
ölluḿ köntuḿ og einni gégnuḿ það að er ekki= <symbol>ferningur í þrívídd</symbol> til nens að sína meira
af því, Málari helsteð hefur boðið mér til = <symbol>ferningur í þrívídd</symbol> sín (og svo fyrir ekkert)
og skal eg vera þar á dagiň til kl: 12 en hjá Hets seinni partiň og á skólan=
uḿ á kvöldiň, og sjá meň að mig vantar ekki keňenður, og er gott að
fá þá svo fyrir ekkert, því það eru einir þeir berstu í bænuḿ haldnir,
og eru víst fáir sem hava ordið firir því láni, eň hefdi eg orðið að
borga kensluna þa hefevdi kosnaðuriň orðið hálfu meiri þá að
nokkur muni þika, því það er ekki géfið það jafnaň kostar jafnaň
10 dali um mánuðiň, eg hefi brúka i alt þenaň tíma sem eg hefi verið hér
121-rd 48-sk: og mun möňuḿ þikja mikið eň þá hefur það ekki ver=
ið fyrir anað en mat og vesöl klæði eň aldrei hefi eg haft einn skild=
ing í vasanuḿ að kaupa fyrir, nú þegar að kom að eg þurti að skrifa þér
til uḿ þettað alt þá þótti mér skodunar mál þettað alt og hafði eg fáa
ad raðgast við eň þó réði eg það af að eg fór til bin Brynjúlfs Péturs=
sonar og sagði honuḿ allaň málavögst honuḿ þotti úr vöndu að ráða
og varð það hans ráðlegging, að ev eg gæti bedid til vorsiňs af mínuḿ
eiiň peninguḿ þá yrðu meň að treista á hamingjuna að eg gæti fengið
styrk einhver staðar frá ef eg fengi bærilegar með mælingar og vit=
þegar eg væri búiň að nisburð frá þeim sem eg væri hjá og þegar
eg væri búiň ad eida því sem eg ætti þá gæti eg sótt með meira
krapti eň ef það feingist ekki þá irði eg að fara heim heim sjálfsagt,
og held eg það sje ralegast, eg veit að Hets og Jerikó órð mega mik=
ið og va því þeir eru badir einir þeir æðstu <add>yfir</add> íþróttaskólanuḿ
og þeir muni verða fáaňleiir til meðmælingar því þeir hafa
verid badir mikið goðir við mig og hafa báðir sagt að eg tei=
knaði vel og reglulega alt sem eg gerði og það veit eg líka að
þeir islendíngar sem hér eru muni ekki sitt til spara að mæla
með mér því eg er kuňugur þeim flestuḿ, eg vona að þad
geti engiň ámælt mjer fyrir þad hvurniň skildi með okkur
Hólm því það var ekk hægt ad verjast þegar að haň vildi ekki
aňad eň reka mig burtu fyrir þær orsakir sem ádur eru
greindar, eg vona líka að þeir sem þektu mig áður eň eg
sigldi hafi matt leida sér í hug að eg mundi ekki vilja
Bls. 3
sigla til að læra að mála iňaň hús og skapa, og vera
þrællí 5 ár og sjá nærri aldrei bjartaň dag, ens og þeir eru herna
kénslu dreingirnir og fá aldrei að koma á nein gripasöfn,
sem maður getur mest lært af og þegar þettað er það sem eingiň
islendíngur hefur gagn af utaň að vera æviňlega hér í Dan=
mörk og er það ekki betra eň að vera bóndi á Íslandi þegar
það er ekki meiri list eň það er, eň það gefur raunvitni að
handverksmeňirnir verða ekki særli eň bændurnir,
eň það er öðru máli að gegna þegar maður vill læra einhvurja
íþrótt sem maður er náttúraður fyrir eins og að mála út af
sögónuḿ sem meň munu þakka að mér muni merst hafa
verið nattúrlegt, eň hitt fjarstædt það getur og verið land=
inu til gagns og gamans (og sóma) ef það skildi lakast, eň hitt getur
verið gott fyrir þá sem það vilja stunda (an þess að lasta það)
eň ef svo illa tækist að eg irði að fara heim, þa verður það að
taka sem að hönduḿ ber, en það vona eg að eingiň geti fyrirlitið
mig þó fátækt hafi hamlað mér þessa firirtækis sem eingiň
mun geta lastað og ein mundi eg stand jafn upprjettur og seia
við sem gömlu islendíngar meira hefði eg þurft liðs en ámælis því
þettað er engiň velgörníngur og koma óforuḿ? oft radiň
illa í hag eň það gétt eg sagt að meira hefi eg sjeð eň meň sjá
heima á Íslandi, og ekki hefdi eg sett samaň stórt bú af þess=
uḿ penínguḿ, það mun og eigiň geta kastað mér það í nasir
ad eg hafi brúkað mikla peníga að óþarfa eð aldrei skikkanlega lá=
ta, eingaň hlut hefi eg að sýna eftir mig sem eg hefi teiknað
því það eru ekki utaňmæliňgar og vill það eiga engin og verður
það að bíða til þess seirna, allir meňirnir a skipinu vóru mikið góðir
við mig eň þó er helst að greina Kapteiniň því haň eirň veit eg
koma híngað í sumar og haň vill altaf vita hvað mer líður ekki gét
eg sent fleiri bréf að siňi því eg hefi ekki tíma og verða meň að
láta sjer þettað næja en með Kaptein Pétur sem vildi eg senda
mida ef eg gæti, og væri gott að spurja haň uḿ mig því haň
veit það héruḿ bil hvurniň mer liður, eg held að Guðmaň skrifi heim
heimeð þessu skipi, eki ætla eg að biðja uḿ öňur föt að siňi eň
þreňa sokka og þirvtu þeir að vera nokkuð stærri eň hinir
þvi eg hefi mikið stækkað, ekki gét eg meira sagtí frjettuḿ að siň
þí eg verð að flíta mer, eg bid að heilsa öllum frænduḿ mínum
og einlæglega óskandi þeim allrar blessunar og farsældar um
tíma og eilífð þiň elskandi son
Sigurður Guðmundsson
- Skráð af: Elsa Ósk
- Dagsetning: 24. júní 2013