Lbs. 1830, 4to Bréf frá Sigurði málara líklega til Páls stúdents Vigfússonar

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: Lbs. 1830, 4to Bréf frá Sigurði málara líklega til Páls stúdents Vigfússonar
  • Safn: Landsbókasafn
  • Dagsetning: 6. maí 1874
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Líklega Páll stúdent Vigfússon
  • Staðsetning viðtakanda: Líklega Hallormsstað

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

Bls. 1

               
Reykjavík 6/5 1874
Goði vin!
Við Islendingar hofum nú lifað þúsund ár,
og það eptir efnum og ástæðum okkur til sóma
meira enn vanvirðu - því er full astæða til
að halda hátíð í minning um þessi liðnu þúsund
ár - enn það vesta er ef þettað síðasta ár verður
þjóð vorri til smánar; og ef sú nýa kinslóð
synir sig með öllu vilja og þjóðernis tilfinningar
lausa, með viti á við 6 vetra krakka - mer þikir
ilt ef utlendir höfðingjar koma hingað því eg
er nærri viss um að öll hátíðinn verður þjóð vorri
til skammar nema óþekktir andar rísi upp,
2 júlí svo líklegt er að einginn þingvallafundur
verði haldinn, eða þá tveir alveg onítir í
útbúð og trássi <add>hvur við annann</add> bara til mála minda, altaf
þjóta nýjar og nýjar uppástúngur um eyrunn
á manni æ til heimskulegri; um hvað géra
egi í minningum 1000 ára bigging landsins,
og allar likur eru til að þettað haldi áfram
þar til komið er í eindaga, svo ekkert verði
gért að lokonum, - það leiðir af þessu gargi
og þessari ó vissu, að einginn föst samtök géta
orðið hvurki með að géra neitt landinu til sóma,
né til að priða á þíngvelli, og þar við bætist
að menn láta ekki flaggið það í fyrra
hlutlaust heldur verða menn þar að koma
með coutra uppástungur og semja ný flögg
svo ekkert f géti haldist stundu leingur
hvað á að géra við þessa þjóð?

Bls. 2

               
um búningana er lítið að segja og þó mikið,
hvenn búningurinn hleipur áfram núna
meir enn nokkurn tíma aður yfir alt land
og það er vafalaust þjóðhátíðinni að kénna
því þjóðernið er ríkast í kvennfólkinu þegar
á herðir - karlmansbúningnum líður þettað við
það sama hann þarf nítt líf enn dauða mörk
sé eg einginn enn, að þettað geingur svona illa
er alt eingöngu piltum að kénna því hefðu þeir
eins margir borið hann eins og ætlast var til fist þá
væri hann kominn um alt land, hann verður að
breiðast út héðann því það er ekki hugsandi að
menn hér géti gért klæði eptir sniðum eða
teikningum - þar við bætist að stúdenta lífið
er það aumasta sem verið hefir her leingi annað
hvurt svín eða sauðir að mönnum má leita með
logandi ljósi einginn andi félagskapur né karacter
til framkvæmda, hvur höndin móti annari.
Þó þér þiki undarlegt þá er eg í ráðaleisi að
hjálpa þér með kápuna, mér er orðið svo óljóst
eptir svo lángann tíma hvurninn hún var sniðinn,
uppdráttur gérir ekkert gagn, og snið heldur
ekki nema í fullri stærð og það er valla hægt
eg held því að stutt lísing verði það af fara besta
dugi það ekki þá irði kapann að gérast hér,
Hún á að ná niður fyrir miðjann kálfa,
dúkarnir vóru ef eg man rett allir uppskornir?
hún á að falla slétt um herðarnar, og hvurgi
meiga vera á henni fellíngar, legji maður hana
á gólfið og breiði út, mindar hún nærri

Bls. 3

               
heila krínglu, með gati í miðju fyrir hálsinn
víddinn að neðann var 9-10 álnir það má vera
minst 9, á henni var lítill krægi sem var um
þverhandar breiður, (hann var einginn á þeim
fornu) þessa lísing skilur hvur, góður skraddari
sem hefir séð Spánskar kápur
eg hefi látið búua til herí vetur einn af þessum fornu
kápum með ermum og hött, þær eru miklu hent-
ugri, og hér um bil helmíngi ódyrari, þær má hafa
til als bæði á ferðum og í bæjum og fara mjög vel,
enn þessar stóru sem þú talar um, má ekki hafa
nema í bæjum bara til að ganga í - eg mæli
því miklu meir fram með hinum nema handa þeim
sem ætla altaf að verða í bæjum, þú veist nú best
sjálfur hvað þú ætlar fyrir þér og set eg þer því
ekki frekari lög um þettað.
hvur heldurðu hér hafi svo mikinn karracter að
þora að rasskella Gísla þó hann komi, nei
þá va væri hér alt öðruvísi enn það er, og þá skildi
eg ekki kvarta
Eg hefi mjög áríðandi bón að biðja þigum:
það er að fara til Ólafs læknis Sigvaldasonar
og spurja hann um kvurt hann hafi af hent
Páli Sveinssyni þá 4 rd. sem eg sendi með honum,
svo stóð á að eg beiddi Pál Sveinsson bréflega
að kaupa fyrir mig d<add>r</add>æel terreð (það er lérept
til að mála á altariss töflur sem fæst hjá þeim
sem versla með malara liti, til dæmis Ernst,
alininn kostar vanalega 9 mörk eg hefi því
líklega sent um 4 rd. Olafur skrifaði það hjá
sér og veit það, lereptið átti að vera 1 alinn
og 12 þumlúngur á breidd, og 2 alnir og 6 þumlúnga á leingd.

=Bls. 4

               
nú er það bón mín að þú farir til Páls
og ólafs og sjáir um að eg fái þettað,
því mér liggur lífið á, því fyrir þennann
drátt þá setnd eg uppi aðgjerðar og
atvinnulaus sé Páll dauður þá vona
eg samt að þú hafir einkvur ráð að koma
þessu til leiðar bregstu mer nú ekki
í þessu eg skal þá senda þér penínga
með næstu ferð.
ef eitthvað skildi vanta á kápu lísinguna
þá sem skraddarinn ekki skilur þá skrifaðu
mér aptur, eg vona hún sé nægileg,
for lættu nú þessar línur
þinn
Sigurðr Guðmundsson

Brjef þetta er til líklega til Páls Vigfússonar
stúdents, er síðast bjó á Hallormsstað.
Gjefið 2/8 1912 af frú Elísabetu
Sigurðardóttur á Hallormsstað



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir: Athugasemdir fyrir neðan undirskrift Sigurðar Guðmundssonar eru síðari tíma viðbót, skrifað með blekpenna á bréfið sjálft.
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa Ósk
  • Dagsetning: 24. júní 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar