Ritgerð (SG-05-3) Um Íslendska karlmanna búninga til 1400

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 5. nóvember 2012 kl. 12:11 eftir Edda (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2012 kl. 12:11 eftir Edda (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': SG: 05:3 Um Íslendska karlmanna búninga til 1400 * '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Þjóðminjasafn Íslands] * '''Dagsetning''': XXX ---- * '''Lykilorð'''...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni: Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafns Íslands, bls. 99: „Um Íslenska karlmanna búninga til 1400. Mappa, hefur upphaflega verið band á bók, klædd gráleitu lérefti, 22 x 30 cm. Spottar eru festir á spjöldin til að binda þau saman. Í möppunni er nær fullfrágengin ritgerð um klæðnað karlmanna til forna á Íslandi að mestu byggð á rannsóknum á fornsögunum.* Ritgerðinni er skipt í þessa hluta:

„Yfirhafnir aðrar, en herklæði. Höfuðbúnaður. Bolklæði. Fótabúnaður. Handagjörfi. Ýmislegt lausaskart og áhöld er heirði til hinum forna daglega búning og fleir þar að lútandi”. Undir síðasta efnisflokkinn flokkast m.a. greinarstúfur um litunargjörð fornmanna á klæðum. Einnig er í möppunni: „Gamalt ágrip um karlmanns búning (ófullkomið)” Samantekt um búninga úr lögum og annálum. Nokkrar búningateikningar. Frásögn um kýl á 19. öld ekki með hendi Sigurðar.

  • Titillinn hér að ofan er ritaður framan á möppuna með hendi Sigurðar.”
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

Um Íslendska karlmanna búnínga til 1400

  • Texti:

Kápa


um Íslendska
karlmanna búnínga
til 1400.

Spari búningur


[Framhlið]
7 als
[Teikning af þremur stjörnum tvíundirstrikað]
borði á brókonum
spari buningur B
[Tvær teikning af spari búning]
[bakhlið]
Sigurðr
[Teikningar af útfærslum á munstri. Þær hefur Sigurður teiknað á afrifu af bréfi frá G E Briem. Það sem sést af bréfinu er eftirfarandi:]
góður!
að skrifa utaná
til
varið er Hay<ref>[ath! Hay kaupmaður í Edinborg?]</ref>
í sumar og
hann á heima.
G E Briem

Spari búningur


[Framhlið]
6-7-8 hnappar opt niðrur, enn
þó ekki alt af
lagir og barðastórir
hattar, almenn astir, brækurnar
ætið bundnar utaná og stuttar nær brækr
sem opt sjást niðrundann hinum,
erma hnappa þarf ey fremur en vill,
saum urin altaf
rétt framan á
erminni __
brækurnar stundum
þraungvar og
settar ofani sokkana?
og mikið skorið af víddinni að neðann
stundum –
eíngar axla rikkingar, erminn slétt framm,
og opt ekkert lín fram undann –
opt með axla legg ing og saum um fram
eptir erm on um –
[Á hægri spássíu stendur:]
2 álsl.<ref>[Ath! Óskýr skrift]</ref> tjöldum
2 ut grafnir – 3
2 skornir í tré
alt í kring
margir teiknaðir
(á safninu)
[Teikningar af spari búning. Þetta hefur Sigurður teiknað á afrifu af umslagi. Þar stendur:]
herra barnaskóla kennari H. E Helgesen
Reykjavík
borgað 10 sk.
[Bakhlið]
þessi treyjur er
líka frá 15 öld enn
hvað það hefur kallast
er ó víst –
líklega stakkur eða hempla

[Kýl]

bls. 1


Stúlka sú, er Haldóra hjet og var Sveins-
dóttir frá Brekku á Ingjaldssandi vestur
í Ísafjarðarsýslu, sagði mjer, að eitt sinn
hefði maður komið, er Sigurður hjet að
Brekku, þar sem faðir hennar bjó, og hefði
hann haft kýl, hún sagði að hann
hefði svo verið, að hann hefði verið prjón-
aður, og líkastur því að lögun, sem pokar
eru, er hafðir eru fyrir hrúta, mjóstur
efst um fiýtina og smá víkkað svo fram
undir úrtökurnar, hann hefði verið með grænum og rauðum röndum og gengið
út um gat á lokunni, sem til þess var
ætlað. Þessi stúlka dó í fyrra sumar og
var þá um fertugt, en hún var eitthvað
milli 6. og 10. ársins, þegar hún sá þenn-
an mann, en svo var það þá orðið

bls. 2


óvanalegt að hafa kýl, að maður var
hafður að háði og spotti fyrir það og lá
við, að hann væri rifinn af honum.

[Laus meðfylgjandi miði]


Móður ser Páls á
völlum í Svarfað ardal
Mun di eftir þeg ar hún
var barn að húnsá á
ein hvurjum höfðingja
kíl sem hún lek sér að
á hon um hún var ur
dala síslu síra Baldvín
Jonsson sagði mér frá

bls. 3


maður að austan gat um að
han hefði séð hringa brinju
slitur með negldum hringum
sem fun dust í kál garði
hvur maðurin var hefi eg
gleimt.

bls. 4


Sigurður Guðmundsson. Reykjavík á Islandi í Juni 1859.
Sigurður Guðmundsson. Reykjavík á Islandi í Juni 1859.
_______________
Sigurður Guðmundsson.
Reykjavík á Íslandi í Juni 1859.

Kalmansbúníngur 14 öldinni og seirna fram að siðabót úr lögum og annálum

bls. 1


Karlmansbúníngur
14 öldinn
og seirna fram að siðabót
úr lögum og annálum

bls. 2


14 old
Norges gamle love III No2
bls 14 1282

skinnarar taki fyrir „ halfa mork
fyrir hin bestu skinn kyrtil af
norrænum lamba skinn um.
rein kálfa skinn áttu ærtughar, eða
fóðr af kiðskinnum. mork fyrir skinn
kyrtil af hinum bestu enskum lamba-
skinnũm
ólafs konung hákonar sonar réttar bót
frá 1384 Norg g.l. No 120. bls. 221.

skinnarar taki „tvo skillinga firer hinn
bezta skinn kirrtill. af Norrenom
lambskinum. hálfa mörk firir fóðker af
lamba skinnum.
(þettað sínir að kyrtlar á 14. öld hafa opt
verið ur lambskinni og öðru skinni og
foðraðir með skinn um, í réttar bót frá
1282 No2 bl.14
er skinnurum bann að
hafa brydd ingar til sölu, samabr. bréfi
No 120 bls. 221 frá 1384
(sinir að men hafahaft skinn briddingar)
i rettarbót Olafs konungs Hakonarsonar
frá 1384. No 120, bls 219
sést að í
Noregi hefir þá verið orðið titt að hafa
hnappaða kírlta [sic]

bls. 3


„item skulu skræddarar taka firir
karlmans kjurtell knappaðnun hettu
ok hosor. þrea aura„ saman ber
mind í uppsala Eddu og mind a Enskum leg stein frá 1343. og þískum mindum
frá sama tíma það bendir á að
kneptir kirtlar hafi verið komnir
til Íslands nálægt miðri 14 öld
enn valla fir nema slæður (sjá
slæður)
rettar bot hakon ar Magnussonar um
klæða skurði Norege 1314 í Björgvin
físt talað um „brreitni þá er men géra ok
hafa á klæðum sínum„ síðann „þá vilja
wer att allir menn vita att ver
fyrir bíóðum fullkom líga parterat[??] lappa-
klæði [klæðnat]<ref>[Hornklofi er í frumhandriti]</ref>. allz kyns. þyskar klæða skurð.
plátrbúnat á kyrtlum æðr a hettum.
nema konr ok mæyiur viljum ver att
have (annaðkonr ok mæyum loffum ver hoffva)<ref>[ath! skrift]</ref>
eptir því sem við vandi hefir í verit.
þeir dugandi menn sem brauð laup sín gera
æða vild orar verða.
láti skera þau
klæði sem þeir gefa síðann leikorom

=bls. 4


á þann hátt sem hverjum líkar.
Enn slíkan klæða skurð ok búnað
viljum ver att allir hafri vem ver
berum sealfir tið og ligast. ......
Norg es gamle love III bls 109-10
No 40
. sama kan rettar bot fra 1315
i Tunsbergi „yðr mankunnigr vera [um]<ref>[hornklofi í frumskjali]
þann mikla úsið ok mikla kostnað sem
menn hafa inn dregit í landit
únýt sam líga framarr enn forn iðvenia
hefir á verit eðr þeirra nylsemd sé till
sem landit byggia um skakkerar, parteran<ref>[ath! skrift]</ref>
ok leppa klæðaskurð. okk pennínga bunað
á þorlm anna klæðum. önur (mjósniðra)mjósniðá kyrtla
ok annan þyrs kan klæða skurð.„ (en men
máttu hafa þess konar buníng til brullaupa
og gefa samt leikurum eins og í hinu)
er er lekið fram að þelluð er þjóðverikr
klæða skruður og jafn vel á honum.
Norges gaml III 116 No 45.

=bls. 5


hakonar Magnus sonar eða hákon II réttarbot
um varning sölu útlendra ovíst artal
„Item skraddarar tæiki öyri fyr kyrtil
og syr kott, eff ther botuna(!)<ref>[ath! óskýr skrift.]</ref> kyrtill
enn fir norrænan kyrtil ein fallan
xv peníng„ fyr tvíbyrða kápu= með tveim borðum ærtog.
Norges gaul. III bls 142 No59.
Eíriks Manússonar réttar bót um verslun
og verð lagi Björg vin 1282.
„ skraddarar taki eyri (silfrs) fyrir kyrlil [sic]
ok útt á öxlz, enn fyrir norrænan
kyrtil hálf ærtugh. fyrir tví byrða-
kápu xv penninga vegna.„
Nor ges gaml III. bls15-16 No 2.
réttarbót Olafs hákon arsonar
um verslun og
verðlag manna Björgvin 1384
skinnarar taki „firer sor kot fodher
æðer mattals XII aura. af goð ham
rakka skinnũm. IX aura, fyrer koprúns
fóðer af hinom baztu skinnom. IX aura.
broddingar engar tillsala. Norg gaml III.
bls 221. No 120.

[Meðfylgjandi miði]


klæði
Skardsar annall
bls 126
segir að Oggmundr bisk
var í fót síðri skírtu er þeír Dönsku
riddar tók hann um nátt og leid
du hann út. 1542
128 segir að Asdís sístir Öggm.
sendi suð urr hálf tunnu af gjaldi
og gjörðu silfri til að leísa broðir
sínn hér er og talað um merkilegt
nísti erhún átti (sem er í hínum
annálonum kallað (ogna dei)<ref>[ath! skrift]</ref>
bls. 172 segir að Daði í Svógsdal hafði
rauða fjaður í hatt nũm er ein af mann
um Jóns bisk skaut af Gísli Finn bogasar
að nafni 1550 bls 180 geliið [sic] um físk
er veiddist í Eyrar sundi „ er hafði húð
af skeljum að mind sem múka Kápu
bls 18 II sko vörp 56 II getið um stíf
elsí
blátt í [I]Skáney í Svíþjóð
158II hóf= stör brúðkaups veisla

92 lalaðum [sic] börn sem voru að
smára lestri (sjá laz)


ein hver staðar hefi eg séð
hlöð með upp kast i máldaga
tík lega [sic] blöð

Yfir hafnir fornmanna

bls. 1


II II flokkur
yfir hafnir fornmanna.
1
hött og erma lausar yfir hafnir

a) loði = feldur
b) varafeldur
c) hafnarfeldur
d) röggvar feldur
e) vesl = slagningur til að slá yfir sig
f) kast
g) möttull
h) Skykkja
2
yfir hafnir bæði með ermum og hött


a kápa
b loð kápa = raggaðarkápa
c kufl
3
yfir hafnir með ermum en eíngum hött
a) ólpa<ref>[úlpa]</ref>
b) loð ólpa<ref>[loð úlpa]</ref>
4
Yfir hafnir erma lausar með hött
a) hekla
b) skaut hetta
c) kjafal
___________
d) hökull ermalaus og höttlaus
heill aptan og framan en opin
á hlið onum

====bls. 2====
varar feldur 732 bði<ref>[bæði]</ref> sem
yfir höfn og rúm á breyða, og af góðu
vaðmál
þorbjorg spákona aður völfa
nótkafur svort lambskin

glæfa svarta bætur nutuvið
finnur al leggar kafr í hettu eður
kufu sjá II bl 375 og 463 en ekki
er han viss um hvert er réttara

þorfinssaga skrifað um 1263
kap 3 kjaf<ref>[ath! óskýr skrift]</ref> heldur finnur 20 angel saxíska

bls. 3


[Sjá mynd varðandi uppsetningu]
1 II
Yfir hafnir fornmanna
1
1 I a1 feldr = loði, röggfeldur
b2 loði
c3 vesl = slagningr
d4 slagníngr
e5 kast = slagningr
6 möttull
skíkkja? sjá kvenn búníng
_____________
2
II a 1 kápa, (loðkáparaggaðar
b 2 úlpa
c 3 kufl flekka?
d -----------
3
2 III a 1 hekla hökull
b 2 skaut hetta
c 3 kjafal 13
flekka?

[Sigurður hefur flokkað í eftirfarandi flokka. Sjá hægri spássíu:]
1 flokkur hött og ermalausar
yfirhafnir

2 flokkur yfirhafnir bæði með
með ermum, eðaur hött
og hött[?] erm um,

3 flokkr yfirhafnir
erma lausar en með hött

______________________
kjagg (oþektur miðalda búningur afbakað kast eður kjafal? ef til vill

Búníngar formanna að frá skildum
her klæðum
_____________

Feldur = Loði

bls. 1


Feldur = Loði

Feldurin sem öðru nafni heitir Loði,
er sú elsta og tíguglegasta yfir höfn er
fornmen báru. Í Eddu hviðonum eru sjálfir guðirnir látnir bera feldi, og
feldurin er sú einasta yfir höfn sem eg
man eptir að gétið sé um í elstu kvæðum og
sögum, [∫] og það mun vera víst að feldurin hefir
verið mest tiðkaður af öllum yfir höfnum hér á
norður löndum á elstu tímum er men hafa sögur af.
Feldurin mun upprunalega draga nafn sítt af
bjarn dírsfeld eður bjarndírs skinni, líkt og yfirhafnir
úr hreina skinum hétu hrein bjálfar sjá ólafs sögu
Tryggvasonar kap
og eins hétu yfir hafnir úr úlfa skinnum
úlf heðnar af því að úlfa skinnin hétu héðnar sjá sögu
Haraldar hárfagra kap
feldurin mun því uppruna
lega hafa verið gjör af bjarnar feldi eður bjarn dírs skinni
sem nafnið sannar. [∫] enn þá hefir það verið firir laungu
niður lagt að hafa skart feldi höfðíngja úr því efni
er þau elstu kvæði og þær elstu sögur er vér nú þekkjum
urðu til, því í elstu sögum og kvæðum eru allir
skraut feldir höfðíngja jafnan úr guð vef eður skarlati
eður öðrum dyrindis vefnaði en all líklegt er að
þeir hafi oft verið fóðraðir með dírum safölum eður
grá skinnum. En þegar sögurnar géta um skinn
feldi þá eru það ætíð vas feldir er men báru eínúngís
í kulda og ill viðrum, en aldrei til skarts. þettað
vottar sturlúnga 5 þátt kap 28 þar er bein línis tekið til þess
að Sighvatur Sturlu son hafði yfir sér skinn feld,
og af sögunni má ráða, að þáð þókti óvið óvirðug
legur búningur og jafnvel kotkalla legur. sama
vottar og Orkneyíngasaga kap 79 þar segir svo „húsfreyja
ein bar skín feldar skikkju(1) at (Rogn valdi) jarli
hann tók víð hlæandi ok rétti hendr á móti ok hvað
Skék ek hér skínn feld hrokkin,
skraut er mítt æfa lítit.
stórr er sá er stendr yfír orum
stafn vauldr yfír höfnum.
___________________________________________
1 hér merkir skikkja sama og yfir höfn

[Eftirfarandi athugasemdir eru á hægri spássíu:]
[∫]að karlmenn hafi borið.
[∫] sjá blómstur vallasögu kap 10 þar er gétiðum
bjarn skinsfeld

bls. 2


í Bárðar sögu snæfells áss kap segir að Ingjaldur
var í skinn feldi er han réri til fiski veiða.
í sturlúngu 5 þátt kap 9 segir að Jón prestur
krókur „ var í skín feldi„ í sama þátt kap 27
segir að Kálfur Guttormsson er var akolúthus, að
vígslu hafði skinn feld yfir sér. í Olafssögu Tryggva:
kap
segir að þorkétt þurra frost var í hreín bjálfa
yfir sér er hann kom af veiðum, og mun sá hrein bjálfi
hafa verið eins konar feldar tegund, ver sjá um nú
af þessum dæmum úr sögonum, að það var í fornöld
á lítið ruððalegt enn ekki fagurt að bera þess konar
skínn feldi.
Af Grímnissmálum1 vísu sjá men að feldur og loði er
eitt og hið sama, þar segir first að Óðín „var í
feldi bláum„ er han kom til Geirröðar konúngs
og kallaði sig Grímnir, Geirröður lét handtaka
Oðinn og setja milli elda tveggja svo„ feldrin
brann af Grimni„ þá hvað Grímnir:
Heítr ertu, kripuðr!
ok heldr til mikill;
göngumr firr, funi!
loði sviðnar,
þótt ek á lopt ber ok,
brennumk feldr fyrir.
af þessu er auðséð að feldru og loði er eitt og hið sama
því hér er sama yfir höfnin kölluð bæði feldur og
loði í sömu vísunni. men géta heldur ekki
vilst svo mikip í orðinu loði, að men haldi að
hér sé eínúngis verið að tala um skinnin eður
loðnar röggvar á feldin um, því loði finst
bíðar í kvæðum, og merkír jafnan yfir höfn
í heílu lægi, en ekki loðíð fóður eður röggvar [∫] á
yfir höfn, í Guðrúnar kvíðu 2, 19 vísu segir svo
Inn geíngu þá
jöfrumlíkir;
Lángbardslíðar
höfðu loða rauða,
Stuttar brynjur,
steypta hjálma,
skálmum gyrðir
höfðu skararjarpar
í Hamdís málum 17 vísu segir svo um þá
Hamdir og Sörla
Skóku loða
skálmir festu,
ok góð bornir
Smugu í guð vefi
af öllu þessu finst mér vera ljóst að loði sé
yfir höfn, en ekki sér skildur hluti af yfir höfn,

bls. 3


eg sé heldur ekki neina astæðu til að reingja
að loði sé sama og feldur, af hinum firgreindu
á stæðum. það lítur út að loðarnir þeirra
Hamdis og Sörla hafi verið gjörfir af guðvef,
loðarnir þeir er gétið erum í, Guðrúnar kviðu
vóru rauðir, en sá loði er Óðin varí var blár, [sjá hér að neðan]
af öllu þessu er eðli legast að á likta að allir
þessir loðar hafi verið úr dyrindis vefnaði
en ekki úr skinni, því hvergi hefi eg séði í
sögum eða kvæðum veitt sem bendir á að men
hafi litað skinn eður skin feldi blá eða rauð.
en alllíklegt þikir mér að loðarnir eður feld-
irnir
hefi opt verið fóðraðir með dyrm
grá skinnum, eður s afölum, eður öðrum dyra
skinnum, ogmun því feldurin hafa feingið
auknefnið loði af því að han var opt fóðraður
loðnum dyra skinnum. líka mun mörgu þikja senni
legt að nafnið loði sé komið af feldar röggon
um sem líka var eins konar loðna á feldinum.
sem síðar mun sagt verða að feldirnir eður loðarnir
hafi opt verið úr vefnaði en ekki ur skinni sannar og

vígaglúms saga kap 14 þar segir að Glúmur gaf Ingólfi þorvalds
syni “feld góðan þann skipti han í skarlats kyrtil„
auð séð er að þessi feldur hefir verið gjör af skarlati
en ekki úr skinni, og bendir það á að að skraut-
feldir hafi helst verið úr dírindis vefnaði
skarlati eður guðvef eður þelli en ekki úr skini
nemað hefði það verið g´ra skin, og munu þá skort
feldir skjaldan hafa verið loðnir beggjamegin
(tvíloðnir) heleldar heldur eínúngis annars vegar.
það væri heldur ekki eíns stráng lega tekið fram í
sögonum, eins og gért er, þegar men höfðu skinn feldi,
hefði það verið vana lekt, men hefðu heldur
ekki tekið til þess á höfðingjum [∫] hefði það þótt
fagort, og bendir það á, að skraut feldir höfðingja
hafi skjaldan verið al veg úr skinni, á sögu öldinni

[Eftirfarandi athugasemdir eru á hægri spássíu]
og víðar í sögonum er gétið um
feldi=loða bæði bláa og
rauða.
[∫] sem ann arar óhæfu

====bls. 4====


heldur úr dyrum vefnaði, og eín úngis fóðraðir
með dírum gráskinnum eður savölum eður með
vönduðum röggvum. það er ekki hægt að
sanna hvort af nöfnum þssarar [sic] yfir hafnar
er eldra feldur eða loði, en þá hígg eg að feldur
sé eldra. ekki gét eg séð neinn mismun á feld
og loða, og á lít eg það sömu yfir höfn.
Eptir því sem mér hefir gétað skilist af
sögonum þá þ hefir það verið ein kénni
feldarins að han hefir verið leíngri víðari
og að öllu efniss meiri en allar aðrar yfir hafnir
vóru vana lega, þettað vottar Grettis saga kap 35 þar segir um feld þan er Grettir hafði
er han er han átti við Glám” han hafði
röggvarfeld yfir sér, ok knepti annað skartið
niðr undir fætr sér, en annað snaraði hann
undir höfuð sér, ok sá útum höfuð smáttina„
þettað dæmi sínir að feldurin hefir verið
mjög lángur og víður, er han gat þannig
sveipað honum um sig allan, það er líka aug ljóst
að þettað hefir verið feldur, sem Grettir hefir borið
sem yfir höfn, því hér er talað um höfuð smátt (=
hálsmál) á þessum feldi. en þeir feldir er
men köstuðu undir fætur sér í hólmgaungum,
vóru ekki gjörfir á þann hátt að men gætu
borið þá sem yfirhöfn það vottar Kórmakssaga
kap 10
þar segir svo: “ þat vóru hólmgaungulög:
at feldr skal vera 5 álna í Skaut, ok
likkjur í kornum, skyldi þar setja niðr
kæla þá, er höfuð varu á öðrum enda,
þat hétu tjösnũr„ allir géta séð að ómögulegt
var að svo lángir og breiðir feldir hefðu
verið gérðir handa mönnum til að bera sem
yfír höfn, þótt menn géri hina fornu alinn
ekki meír en 18 þumlúnga danska er eg hígg
réttast, eingum gat heldur dottið í hug að
hafa yfir höfn er férð var til að gánga í, jafn lánga
milli allra skautanna.

Gamla alininn
[Meðfylgjandi blað]


gamla alininn
þegar um alnar marks tein in á þíng
velli er að ræða, þá gétir eín úngis
veriðtalaðum það mark á þeim steini (sem
er 17½ þuml. frá neðsta marki) en
forna alin. það kemst vel heim við
grá gas því þegar 2 álnir eru 17, þuml og ½
í stiku, og þumalfingur lagður firir
hverja stiku þá verður alin um 18 þuml.
eða hálff stíka en stíkr = jorð eður 36 þuml.

en þumal alín leíngri en forn al. eður
al. sem er 17½ þumal fíngur lagður við
17 og ½ þuml. verður 18 og 2/2 en lagður
við 18 þuml 19 þumlungr þumal alin
eptir því irði Bæju tjaldið rétt hálf
stíku og ein 2 axir en fundist hafa
á Islandi nær því þumal álnir fyrír
manna. 14 og 18 Laxdæla öx álnar
fyrir munna
stika eða2 álnir = jorðs var sagað eptir
útlenda máli um 1200 biskups sogur bls 135
gamla merkið 17 og 1½ á breiðð

hefnð
nefa alnortorf<ref>[ath! skrift]</ref>
Norges gamle love
III bls. 15 No2
í rettarbót fra 1282
.
torf stakkr lángt
143 No 59
biskupa sögur
bls. 135

tekið til að kona
var svo mögur
að húnþurfti ekki
meir eñ 1½ alinn
umsig bisk. 375
áður var hún 4½

[bakhlið á sama blaði]


sjá [[Heimildir_Sigurðar_málara | Diplamenlorinn<ref>[ath! óskýr
skrift]</ref> No 81 og No 23

Guðmũndsson. Reykjavík
jan til 1 ta April á 3½rd eru 10 rd 3 [?]
Jan/Apríl 1863.
Margrét Steinsěn

borgað allt til 1 apríl.

otur fiska otur
hefir dýrt skin.

gapa = lossin<ref>[ath! óskýr skrift]</ref>


sabeldirið safalín
skinnið glá andi
dökk brúnt að lit
(dirt foður skinn
lifir í Siberíu

bls. 5


í grá gás, og í alþíngís samþykt um fjárlag
manna
á meðal á Islandi, er samin var um 1100
er greinilega skírt frá hvað stór lög gildur
vorar feldur átti að vera sjá Isl fornbréfasafn
23
“ varar feldr fur 2 aura sá er fjogorra
þumal álna er lángr en 2 breiðr 13 rögvar um
þveran fell(d), nu eru feldir betri þat er virð-
ingar fé„ það er mönnum mjög oljost hvað hér er
kallað þumal alin, sumir hafa á litið að það væri
þegar men mæla frá olnboga framm á þumalfíng
urs góm, en það finst mér óhugsandi, því eptir
því hefði feldurin ekki átt að ná leíngra en
tæplega níður á mitt lær á meðal manni, svo stuttur
hefir feldurin aldrei verið. eg vil géta þess til að sú
alín sem hér er gétið um, sé meðal mans olnboga alin og
bætt við 1 þumlúngi verður það 17½-18 þumlúngar
enn er þumlúng er bætt við 18½-19 þumlúngar NB
þettað finst mér ekki ó sennilegt því grá gás vottar
að mönnum vartítt að leggja þum alfingur fyrir alin stíku
hverja er men mældu enda higg eg að hin forna alinn
hafi verið frá 17½ þumlúng til 18 þumlúngar, og finst mér
mart í sögonum benda á það og eins imsir gamlir hlutir
er enn eru til og til hafa verið, en þó einkum mörkin
á hinum merki lega steini á þíngvöllum er allar álnir
vóru mældar epitr, og eptir þessu hefði lög lega stór
varar feldur áttað ná lítið eitt niður firir kné
á meðal manni. en góðir og vandaðir feldir
higg eg að hafi verið bætði víðari og síðari því
það þótti fegurst enda segir lögbókin “nú eru feldir
betri þat er virðíngar fé„ eg higg því að skrautfeldir
hafi analega náð niður á miðjann legg eður leíngra
og stittri munu skraut yfir hafnir fornmanna skjaldan
hafa verið hvorki feldir möttlar ne kápur, því
ef men á líkta svo þá komast men í bága við sög-
urnar og fleira, því það finst opt í sögonum gétið um
að forn men festu svo á sig yfir hafnir sínar að

bls. 6


sverðið var hulið, eður með öðrum hætti földu
sverð sín undir yfir höfnum sínum, en til þess
þeir gætu það varð annað hvert yfir höfnin
að hafa verið síð eður sverð formanna
hefðu átt að hafa verið fram úr öllu hofi
stutt, en sjón er sögu ríkari, þau voru það
ekki. þau sverð er men hafa fundið í jörðu
sína sig sjálf. þess má og géta að það var
eín kénni lekt við Norðmen í saman burði við
Skota og Íra að þeir höfðu leingri yfir hafnir
en þeir, sem Noregs konungasögur votta á
nokkrum stöðum. líka má géta þess að á þeim
elstu mindum sem eg hefi séð t.a.m. á tjaldinu
frá Bayeux
1) eru feldri nír síðir svo að þeir ná
niður hér um bil niður á miðjan legg, lík eru til
gamlar Íslendskar míndir frá endir 12 aldar
eður byrjun 13 aldar þar sjást feldir mindaðir
þar eru þeir og síðir sjá Bestíaríus. það
er að gjætandi að í sögu Sigurðar jórsala fara
kap 39
er tekið fram að þorarín stutt feldur
varí stuttum feldí er han var ný komín úr
suður gaungu, af öllu sam bandinu er auð séð
að það hefir verið orðið slítið neðan af feldinum
af einlægu ferða lægi og vos búð, líka er auðséð
að það þótti opríði að hafa stutta feldi því
fírir það fékk þorarin auknefni og var han
síðan kallaður þóarain stutt feldur að
það hafi þótt ljótt að bera stutta feldi sannar
best vísa þóraríns er han kvað við sama tæki færi
Hykk ek at hér megi þekkja
heldri stutt feldi
oss, enn ek læt þessa
ó príðí mér hlíða
þettað saman ber því sem segir í soju sögu
Gautreks konúngs kap 9 þar segir að Gjafarefur
Nera jarls, auð séð er af öllu sam ban dínu

[Eftirfarandi athugasemd er á vinstri spássíu:]
1) þettað tjald segja menn að
hafi saum að Matthildur
dóttur Balldvíns greífa
hins milda af Flandr

bls. 7


að það hefir þótt um renninga eður
flökku manna búningur að bera stutta feldi
eg higg því að feldir þeir er heldri men báru
hafi ætíð verið síðir.
Ég á lít að feldurin hafi verið víðastur allra
yfir hafna, einkanlega skraut feldir og ef maður
hugsar sér feldin lagðan niður og breiddan út
þá hefir hann að minni higgju mindað meir en hálfkringlu
eður fram undir ehila krínglu, og var kríngt úr
miðjunni firir hálsinum því feldurin var með
reglulegri höfuðsmatt sem Grettis saga vottar og
sem gamlar mindir sína, en sögurnar geta aldrei mér vítan lega
um höfuðsmátt á möllt möttlum, og gamlar mindir
sína að það hefir ekki verið vana legt, og mun það
helst koma af því að möttullín hefir verið efnis
minni en feldurin og mindaði hann að eins hálf
krínglu eður minna, en þótt lög gildur varar feldur
þirti ekki að vera meir en 4 álnir á vídd og 2
á leingd eður svo mjór að han vantaði þriðjúng
til þess að hann mindaði hálf krínglu, þá er
auð séð að skrautfeldir vóru að öllu vandaðri
og efniss meiri en var ar feldir, sem sama grein í
Grágás vottar: “ nú eru feldir betri þat er virðíngar
fé„ á gömlum mindum er feldurin jafnann mind-
aður víðari og flestar aðrar og að öllu efnis meiri en
flestar eður allar að rar yfir hafnir, eg sé því ekki
neína á stæðu til að reíngja að skraut feldir
hafi verið víðir og að öllu efnissmiklir, þótt lög
bókín á keði að varar feldir megi ekki
vera mjórri en fjörar4 alnir, því það var sú
minsta vídd sem gat verið, enda votta sög
urnar að varar feldirnir vóru mjög mis jafnir
að gæðum sem von var því þeír vóru eins
konar verslunar vara manna á meðal sem

bls. 8


auð séð er af nafninu varar feldur líkt
og vöru voðir sölu voðir varar skinn
og fleíra.
Það er auð seð af sögonu um að vararfeld
irnir hafa verið að öllu leíti full gérðir handa
mönnum til að bera sem aðra yfir höfn, en optast
mun þeir þ hafa verið gérðir handa minni háttar
mönnum líkt og þess konar vörur hjá oss
nú á dögum, í Kormakssogu kap 16 segir
er þeir Haldör og hólmgöngu Bersi höfðu
drepið vala bónda, að þeir breiddu á hann var
ar feld hans til að hilja hræ hans, af
þessu er auð séð að men hafa vorið varar feldina
og sannar það einnig Harðar saga kap 13 þar
segir Geirr hafði yfir sér varar feld, og
að hirðmaður einn er Arnþórr hét vildi ræna hann
feldinum, og að þeir börðust um feldin, það er
fullkomin ástæða til að halda að þessi talsvert
hafi verið variðí þennan varar feld, er
hirð maður vildi á girnast han, og vinna það til
að berjast um han við ókunnan mann.
það er líka auð séð að varar feldirnir hafa opt
verið tiltalsvert verð miklir og vandaðir því þeir
vóru opt röggvaðir sjá gáragás og Ljósvetningas:
kap 13
grágás segir að göggildur [sic] varar feldur átti að
hafa 13 rögvar um þveran fell(d) han átti og að vera
4 þumalálnir milli skautanna að naðan þar sem
han var breiðastur en 2 þumal álnir frá hálsmáli
niður í gégn, sá feldur átt að kasta 2 aura það eru
hérumbil 4 lóð silfurs eður 2 spesíur danskar, en
men verða að gæta þess að peninga verðið var á
þeim dögum miklu hærra, en alt fyrir það hafa
þessir feldir ekki gétað verið mjög dírir eptir

Meðfylgjandi blað


ísl fornbefa [sic] safn
I. bls. 166 til 167 No23 alþíngis sam
þykkt um fjárlag
manna á meðal á
Islandi frá 1100

hafnar vað mál
ny ok ó notir.
1hafnar feldir nyir
þat er alt metfe„
1 skrúð klæði ný ok
skorin eða óskorin.
sama bref bls. 164
varar feldir for II
aura sá er fjorgorra
þum al álna er laugr
er II. breiðr XIII. roggvar
um þverann fell.
nú eru felldér betri
þat er virð ingurfé.
hér eru bæði hafnar
feldir og varar feldir
métfé þegar baðir eru
vandaðir og sest ekki
hverjar hafa verið
dírar maske hafnar
feldir er menn gerðu
handa sjálfum sér
hafi verið dyrari en
sölu feldir.
hafnar voð Eip. arbækr<ref>[ath! skrift]</ref>
1 þátt bls 84

bakhlið


1353 keypti
Ormar biskup eignar
hluti Spá konfelli
firir 30 hundrað
vöru og hafnar
voða

(hér eru að skildar
hafnar voðir og
vöru voðir.)
ár bækr 1 þátt bls. 84.
voðir til slit eða
ígáng fata
sjá hafnarklæði
og skjald hafnar
klæði

bls. 9


penínga verði forn manna, og það vendir á
að varar feldirnir hafi vana lega verið ættaðir
handa minni háttar mönnum . en vandaðir
röggfeldir hafa auð sjáannlega veirð dírir því
þá baru jafn vel stór höfðingjar sem sög urnar
votta, t.d. Guðmundur ríki enda voru þesskonar feldir á litnir
metfé af því þeir voru að öllu vandaðri enn
þeir vana legu varar feldir er men höfðu
firir veslunar vöru, [∫] en nú er eptir að vita
hvað röggfeldur merkir, öll þau dæmi sem
eg hefi séði sögonum um það efni erumjög
óljós, en eg hugga mig við það að röggvorrar
við koma ekkert læginu á feldinum, og er
þess vegna ekki eins á ríðandi að vita um þær,
enda vóru margir feldir sem ekki höfðu
röggvar þótt skraut feldir væru, en síðar
skal eg samt segja úlitmitt[sic]um hvað eg held
að röggfeldur merki.
Hafnarfeldur higg eg hafi verið feldir þeir
er menn höfð, eður báru dag lega til slits, men
kalla en í dag skjaldhafna föt, klæði þau er
men bera til hatiða brigðis, og sem eru vandaðri
en þau er men bera daglega. firir austan hefir tíðkast
framm undir vora daga að kalla í gángsklæði eður
skjólföt hafnarklæði sem samstæður eptir síra
Þorstein á Jónsson a Dvergasteini
votta
sendi enn á svæði
Sæta ey góðu næði
skóbót þurfa og skæði
og skjólsöm hafnarklæði
eður sem sama skáld segir í annari vísu
biðlar breita höfnum
þó bónorð er fyrir stöfnum
með kliptum kampi jöfnum
og krúnum hnífí sköfnum.
hafnar feldir higg eg að hafi verið óvandaðastir af öllum
feldum, því þeir munu hafa verið gírðir eín úngistil slits, 1)
_____________________________________________________
1 hafnar vaðmál eður hafnar voðir munu hafa verið efni í
óvönduð í gáng klæði

[Eftirfarandi athugasemd er á hægri spássíu og á við innsetningar merki [∫] hér að ofan:]
(nota)
Finnur Magnússon segir í
atlaijagrein i Grönl.hist.m. bl732
„varar feldur lítur út að hafa
verið á bregða (teppe) af góðu
vaðmáli, er menn gátu haft
bæði fyrir yfir hafnir og
rúm á breyðu„ þettað er mjög
ó ná kvæm lísing og að rörgu [sic]
ekki alveg rætt því sögurnar
sína að feldur in varað öllu
leiti sniðin sem önnur yfirhöfn
og einnin röggvaður, og sínir það,
að það var eingan vegin einkenni
varar feldarins, að hann væri
á bregða úr tómu vaðmali,
þótt sög urnar géti um að men
breiddu ifir sig varar feldi
er men köstuðu sér niður í
set til svafns, í öllum klæðum
enní dag leggja men oft ofan á
sig stappa eður föt sem eru
þikk, og líkjast þau þá ekk
i á breiðum

bls. 10


Það var eitt af eín kénnum feldarins að han var
jafnan erma laus, og eg sé að minsta kosi einga
á stæðu til að halda að han hafi verið með ermum
fírst sögurnar géta hvergi um það, enda mundi ein-
hverstaðar í sögonum finnast gétið um erm ar á
feldinum eingu síður en á kápunni hefðu þar verið
til, því feldurin var eins al mennur og kápan
með erumum sést feldurin heldur aldrei mindaður á
gömlum mindum, það er og líka þessu til stirkíngar
að feldirnir vór tíðum gjörfir á þan hátt að þeir vóru
svartir annars vegar en hvítir annars vegar, og gátu
menfljótlega snúið út hverri hliðinni á þeim er men vildi. þannig
var sá hín tvíloðni feldur er þormóður kolbrúnar skáld
hafði er handrap þorgrím trölla Fostbr, kap 9.
ekki gátu men með góðu móti fljótlega snúið feldin
um hefði han verið með ermum, og það hefði
þormóði aldrei komið til hugar er óvinir stóðu á allar
hliðar. eg þekki aðeins eitt dæmi í sögonum hvar
gétið er um að fledurín hafi verið með hand-
vegum, sjá ólafssógu Tryggvasonar fornm kap 173
þar segir svo “Oggmundr (dittr) tók yfir sík feld,
hálfskíptan ok hlöðum buin um hand vegiimnn
var þat ágætr gripr„(1 þann feld gaf han síðan Gunn-
ari helming, það sem hér er kallað handvegir á
feldinum mun eiga að skiljast á þann hátt, að
göt hafa verið á báðum hliðonum á feldinum,
líkt og eru í dag er títt að hafa á erma lausum
kápum í útlöndum, til þess að það sé hægra
að taka til höndonum og að men géti haft hol
handleggina lausa ef men vilja í kríngum þessi
göt hefir ferlurin Gmundar verið hlað búin.
í Droplaugar sona sögu hinni laungu kap 26 segir að
þeir Droplaugar synir vóru i “váru í varar feldum
okhneptir at þeim undir höndum „ef þessisaga væri áreið-
anleg og maður gæti á litið hana gamla þá væri þettað
nokkur sönnun firir því að feldirnir hafi opt

[Eftirfarandi athugasemd er á vinstri spássíu:]
1 samannber flateyjar bók
kap 276 bl 335

bls. 11


haft handvegi eður göt á hliðonum, því
án þess var valla hægt að hafa feldin hneptan
að sér undir höndonum, en þessi saga higg eg sé mjög
óáreiðan því eg hefi tekið eptir því að henni ber
yfir höfuð ekki saman við hinar sögurnar hvörki
við víkjandi búníngum bíggíngum eður vopnum
og er mér því grunsamt að hún sé mjög úng.
þótt sögurnar géti um á fám stöðum að feldir hafi
verið lil [sic] að búnir í skaut víður, eingu síður er möttlar-
nir, enda sjást þeir hlaðbúnir víða á gömlum mindum
og í sturlúngu 1 þátt kap 27 segir eitt handrit af sturl.
að feldurin blái er þorgils oddson gaf Hafliða
Márssyni í sáttagjöf, var „hlaðbúin„ en hin handritin
sleppa því, en hvað sem þessu dæmi líður, þá álit
eg senni legt að hinir fornu feldir hafi opt verið hlað
búnir alt í kríng, first men hafa dæmi uppá að þeir
vóru hlað búnir um handvegina,
Sagan segir að feldurin Oggmundar dítts hafi verið
hálfskíptur, en ekki hefi eg víðar í sögum séð það
um feldi, og yfir höfuð kémur það skjaldan fyrir
að klæði voru hálfskipt eður “hálflit„ og mun það
hafa verið óvana lekt því það er hér tekið fram
sem eitt hvað sérstakt, og Gunnar helmingur var
uppnefndur fyrir það að honum þótti “gaman at hafa
háflit[sic] klæði„ og mun það hafa þótt kátlegt, sem
það líka var, oriði hálf skipt merkir auð sjáanlega
klæði á hverjum sin helmíngurin var með hverjum lit
hægra og vinstra megin frá hrígnum, sama Olafssaga
Tryggvasonar
segir að feldurin Oggmundar var
tví skiptr 1) þettað merkir að sá sami feldur hafði
ímislega lita skipun hverju megin og að maður gat snúið út
hverri hliðin á þeim feldi er men vildu, líkt og á tvíloðna
feldinum þormóðar kolbrúnskálds sem fír er gétið um, og á
veslinu tvískipta er víga skúta hafði er var svart og hvítt 2)
___________________________
1) samanber Flateyjarbók bl 336

og skálholts útg.

vem 2) vem, og vigaskutu s. kap 26

bls. 12


Það var ein kénni feldaríns, að menn báru
hann ekki eins og möttulin, eða kápuna, menn
festu han ekki vanalega saman framan á brjóstinu
síst þegar men vildu hafa mikið við, heldur festu
men hann samann á hægri öxlinni með stórri nál
eður spennu, sem einungis var gjörð til hins sama,
þessi nál hét dálkr eður feldurdálkr að menn
hafi fest faldinn saman með þessum hætti vottar
best saga Gísla Súrssonar þar segir um þorkél
súrsson að han hafði “grán feld yfir sér ok
gull dálk um öxl„ sama vottar og að nokkru-
leiti Harladar saga hárfagra kap 42 en
Haukur há brók var sendur vestur til Englands með 30
menn á fund Aðalsteins konúngs” hann skipaði mönnum
sínum áðr þeir geingu í höllina at hverr þeirra
skild hafa svarða vinstri hlið, ok pesta svá yir-
höfnina at egi sjái sverðit„ (1) það lítur út þó það
sé ekki tekið hér framm, að þeir hafi allir verið í feldum,
og hafa þeir þá fest fest feldina saman á hægri
öxlinni, en látið feldin lafa niður vínstra megin,
til þess að sverð ið væri hulið. í fagurskinnu kap
13
segir að þeir höfðu sverð á vinstri hlið undir
möttul skauti, ok snöruðu mottlonum á vinstri
hönd sér, þettað er alt önnur frá sögn og miklu
ó líklegri en sú áður nefnda, er fleiri bækur hafa, því
þessi að ferð hefði vakið meir eptir tekt hjá mönnum Aðal
steins, og á lít eg því að þettað þurfi ekki að raska minni
fírri til gátu, en hvað sem þessu líður þá á lít eg víst
að feldurin hafi vana lega verið festur saman á hægri
öxlinni með þessum hætti, sem fjöldi af gömlum mind
um votta á tjaldinu frá Bayeux og öðrum eldri útlend
um mindum sést yfirhöfnin jafnan næld saman á
hægri öxlinni, og eins sést á gömlum Íslendskum
mindum, þegar men nú sjá á gömlum mindum þessa
stóru erma lausu yfir höfn, nælda saman á öxlinni,
og Gísla saga Súrssonar segir að þorkéll súrsson
_____________________________________
1) samanb. Olafs.s. forum, kap 8, og flateyjar bók kap 9,

bls. 13


hafði feld ok gull dálk um öxl, og men
vita að feldardalkurin er ein mitt sama og
nálin er feldurinn var nældur saman með 1)
á öxlinni, og sögurnar géta hvergi um að aðrar
yfir hafnir en feldurin væru með dálk á
öxl, þá gét eg ekki séð að men géti ef ast
um að þessi yfir höfn er men sjá svo opt
mindaða saman festa á oxlinni sé feldurin
einkan lega þegar mindonum og forn gripa söfnonum
ber svo vel samann við sögurnar, það sést viðar i
sögonum að það var eín kénn legt við feldin að
han var optast nældur saman en skjaldnar bundin
saman eins og tygla möttull, í Kormakssögu kap 25 segir
“at maðr stal frá Kórmaki dálk til spots, er hann
hafði lagt af sér feldin, ok er han skildi til taka
var úr dálkrin„ í vígaglúmssögu kap 8 segir Glúmur
við Vigdísi frændkonu sína “ því veik ek híngat
at dálkrin er ór feldi mínum, ok vil ek at þú
saumir á nísting „ nistíngr merkír hér saum að kapt eður
þráð ar likkja, [∫] af þessu má sjá að feldar dálkurín
hefir tíðum verið saumaður á felin, en da sanna
það líka sumir gamlir feldar dálkar er fundist
hafa í jörðu, her á landi þess konar dálkar eru vana lega
þrihirndir eður réttara sagt smára lagaðir, með
nála hjörum á baka til, líkt og á brjóst nálum,
sú nál liggur milli tveggja blaðanna, en á bakatil
á þriðja blaðinu er fótur líkt og a krapp, með augu
í gégnum, og þarí hef hefir nistíngurin verið saum
aður til að festa dálkin við feldin annars vegar
við höfuð smáttina, en nálinni hafa men nælt í
feldin hinsvegar við höfuð smáttina, þesskonar
feldar dálkar eru nokkrir til á forngripa safn
inu í Kaupmanna hofn og þess konar feldardálk
hefir Víga Glúmur haft. en þeir vana legustu
feldar dálkar vóru með eíngum fæti og
__________________________________________________
1)sjá Aunder for Norðisk oldyndigheð og historie 1850 bl 281
þar er gétið um dálk er fanst við Largs á kvern var ritað með rúnum: malbriþa á
dálk
þanaeða þans...... dolk ... þettað er sú besta sönnun firir því að hinar firgreindu
spennur eður nálar séu það sem fornmen kölluðu dálk eður feldar dálk,

[Eftirfarandi athugasemd er á hægri spássíu:]
(nóta)
[∫] í Snorra eddu bl. 85
er nísting ef til vill
sama og men með nisti
þar segir:
skorða varí föt færð
fjorð beins afar hrein,
nýrri slörg naddfreyr
nístíng af mjaðar Hrist
í Sturlaugssögu starf sama
kap 16
finst at nista atgeir
í klæði sem dragnál
hér er að nísta (=næla)
því eru sumar dálka
tegundir kallaðar nísti
af nálinni sem er á
baka til á þeim einkum
þeir kringljóttu og þrí
blöðuðu.

bls. 14


og urðu þeir því ekki saum aðir á feldin
heldur nældu men þeim lasum í feldin
líkt og brjóst nál, margir af þeim feldar dálk
um er men hafa fundið í jörðu, eru mjög
skraut legir. sumir úr silfri og smet smelt
inni þá bláum rósum [∫] og á allan hátt skreittir. sumir eru kríngt
óttir, sumir sporöskju lagaðir, sumir tigul mindaðir,
sumir eru í orms eður dreka mind, með stórri
bugðu í miðjunni sem var gérð til þess aðfillíngarnar á feldinum gætu fallið uppí bugðu
drekans er búið var að næla dálknum í feldín,
sumir hafa líkíng af dreka höfði, sumir af þeim
eru lagaðir líkt og krínglótt hrug hrinja með
laungu þorni, en hríngurin er vana lega opin
á ein um stað er líka varð að vera, því annars
gátu menn ekki komíð feldar hornonum uppá
þornið, því fírst urðu men að stínga þorninu
gégnum feldar hornin, og síðan smegðu men
þorninu uppum opið á hríngnum á samt með
feldar hornonum, og færðu síðan þornið til hliðar
að það gæti eí aptur fraið í gégnum opið á
hringnum, þess konar feldar dálkur sest minaður í
A. M. safninu, á mind af Karla magnúsi, og
á gamallri mind af Haraldi Guðina syni sem er á
gömlu handríti sést líkur feldardálkur á baðum þessum
mindum sjást feldar hornín toguð upp í gégnum
hríngin eður dálkin. flestir þeir dálkar er-
fundist hafa hafa veríð mjög vandaðir og vitna
þeir ef tilvill mestaf öllu því er fundist hefir
í jörðu um hag leik og ákaf legt skraut forn-
manna. men hafa fundið mjög marga dálka í jörðu
bæði í Danmörk og Svíþjóð, og eru þeír geimdir á
forngripa söfnum, það hefir og viljað til að men
hafa fundið þá á Íslandi.

[Eftirfarandi athugasemd er á vinstri spássíu og á við innsetningarmerkið [∫] hér að ofan:]
[∫] úr samstettum málmi

bls. 15


af þessu má sjá kvað mönnum hefir þótt
á ríðandí að skreíta dálkana sem mest
sem líka var von því þeir vóru eín hver
helsta príði feldarins, en feldurin var í
forn öld á litin sú tígug legasta yfir höfn.
orðið dálkr hefir 2 merkingar first sama og
tví eggjaður knífur er gerður var til að leggja
með sem jóms víkinga saga bendír á, í sumum
handrítum sögunnar segir að jómsvíkíngurin
hélt á týgilknífi 1) en í sum um handritum segir að
han helt á dálk 2) þettað sannar og best danska
orðið dolk er merkir sama og tví eggjaður knífur
og er það án efa sama orðið þótt það sé orðið lítið
eitt breitt, önnur merkíngs orðsins er feldar
dálkr
sama og feldar prjónn sem kémur af
því, að það var ætið nál á baka til á feldar
dálknum er men stúngu í gégnum feldin hjá
höfuð smáttinni, og þar af kémur að feldurin er
í hveðskap kallaður feldar stíngi sem Eyvindur
Skálda spillir kvað, haraldar sögu grafelds kap
Feingum feldarstínga
fjarð ok galt við hjarða
þann er ólhimins utan
oss lengíngar sendu.
Eyvindr hafði ort lofkvæði um alla Íslend
ínga, enn þeir launuðu honum kvæðið á þann
hátt, að þeir skutu saman sildri á Alþíngi,
og varð það svo mikið fé að þeir gátu látið
smíða úr því feldar dálk er vó 24 merkur,
sildurs, þann dálk sendu þeir Eyvindi og
firir þau dálk keipti han sér bú og sild
því hallæri var, eingin má halda að þessi dálkr
hafi verið gérður til þess að Eyvindur skildi
bera han, því hann var lángtum of stór til þess.
______________________________________________
1) forum XI bindi bl 149
samanb. Flateyarb. blkap 160
2) fronm. I bindi bl 180 kap 90

bls. 16


þeir vildu smíða ein kvern eigu legan grip úr silfrinu
til að senda Eyvindi, og völdu til þess feldar
dálk af því það var eitt af því tíguglegasta
og skrautlegasta af skarti fornmanna.
nú þikist eg hafa komið með nokkur rök fyrir því
að það hafi verið einkénni feldarins að han var
optast festur saman á hegrí öxlinni, sem sögurnar
votta og margar gamlar mindir, en þó votta gamlar
mindir að menn hafa stöku sinnum snúið feldinum
svo að dálkurin varð framan á miðju brjóstinu
sem ein mind af Vilhjálmi bastarð votar á tjaldinu
frá Bageux
, einnig finst í sögonnum að feldurin
hefir ekki ætíð verið festur saman einungís með
dálknum, heldur höfðu men einníg týgil i feldinum
auk dálksins til vonar og vara ef men kínnu
að tína dálknum, þettað vottar sturlúnga 5
þátt kap 28
þar segir að Sighvatur Sturluson
hafði týgla skínfeld á herðum, sama vottar og [
[Heimildir_Sigurðar_málara | tjaldíð frá Bageux]] á einum riddara Víljálms
Rúðu jarls sést mindaður feldur, sem er festur
sem er festur saman á hægri öxlinni með dálk
en týglarnir blakta lausir firir vindinum því
han ríður hart, á endanum á týglonum eru skafar,
sama votta Frakkneskar mindir fra 12 öld.
þóðþóað bæði sögur og minir syni að það var
var vanalegt ein kénni feldarins að han var
jafnan vanalega nældur saman með dálk, þá
vil eg samt eingan vegin neita að möttlar og fleiri
yfir hafnir hafi stundum verið festar samann
með dálk eða spennum, einkan lega með þeim
stóru og flötu spennum, en munurin var sá að
möttullin var jafnan festur saman á miðju brjóst
inu en ekki á öxlinni [∫] enda var möttullinhan
efnísminni
en feldurin og höfuð smáttarlaus, í þætti
Hemíngs Aslakssonar kap 8
segir að haraldr “konúngr
(sigurðarson) hafði möttul rauðan yfir sér á tuglum„
„han snéri dálkúr Skikkjunni„ því han vildi hafa
möttulín lausan, það er jafnan tekið fram í
þellað er vafa samt hér er rugla saman skikkju og mollti<ref>[eftirfarandi athugasemd Sigurðar er skrifuð með blýanti neðst á síðunni.]</ref>


[Eftirfarandi athugasemd er að vinstri spássíu:]
[∫] að minsta kosti géta sögurnar
hvergi um það, og af gömlum
míndum géta men heldur
ekki seð það.

bls. 17


sögonum þegar möttullin var með týglum,
og sannar það að möttullin hefir opt veriðtil festar
saman með dálk eður spennu, en þá mun það skjd
skjaldnar hafa verið, því dálkurin heitir feldardálkr
af því að han heirir meir til feldinum en möttl inum
Eitt af því sem görir feldín frá brugðin
möttlinum er það, að hann hefir ekki ætíð
verið með skautum að neðan (hornum) þótt sögurnar
géti um skaut á honum t.a.m. Grettiss. kap 35
heldur mun feldurin tíðum hafa verið kríngl-
óttur neðann firir, sem Vígaglúms saga bendir
á kap 6
er Glúmur gékk firir Vígfús hersir
móður föður sin, þar segir að „han sá mann mikin
ok vegligan í öndvegi í Skaut feldi blam„
það var vígfús hersir, hér er það tekið fram sem
eitthvað sér staklegt að feldurin var með skaut
um og sinir það að skaut eður horna lausir feldir
hafa veirð til, eður almennari en hinir er skaut
voru á, eður í þriðja lagi að skaut feldir hafa
verið lítt þekktir er sagan var rituð, 1)
Nú hefi eg talið alt sem eg hefi fundið í sögonum
sem við kémur læginu á feldínum, þegar vér
nú tökum þettað alt saman og að gætum að feld
urín var ermalaus og mjög víður og lángur og opt
krínglóttur neðan fyrir og einnin nældur saman
á hægri öxlinni með dálknum, eður festur saman
með stórum knapp sem líka var til, og einnin
hlaðbuin alt í kring [∫] og með díríndis skinn fóðri
þá sjáum vér að feldurin hefir veríð nesta
fögur og glæsileg yfir höfn bæði að efni og að
læginu til, forn men kunna líka að bera faldin
kurteislega sem bæði sögurnar og gamlar mindir
votta, þegar þeir báru feldin sem skart yfir höfn
létu þeir jafnan annan jaðarin feldaríns hanga í
_____________________________________________
1)en þará móti mun það hafa verið eitt af aðal einkénnum möttulsins að hann
hefir ætíð verið með skautum því það finst mjög víða í sögonum og er hvergi
tekið fram sém neitt sérstaklegt.

[Eftirfarandi athugasemd er á hægri spássíu:]
[∫] og úr dýrindíss vefnaði

bls. 18


í fellíngum niður af hægri öxlinni að aptan, enn
þeím hluta feldarins er lá um brjóstið framan vert
köstuðu þeir aptur af vinstri öxlinni svoað
feldurín lá í boga fellíngum á brjóstinu, er
gjörði þá mjög hrotlega og her mannlega, þeir
vóru og með mörgum örðum hætti æfðir í að bera
feldin fagurlega á vinstri handleggnum, og að
sveipa honum umsig á allar lundir og höfðu þeir
hann tíðum firir skjöld. það sem mér finst
vera mjög athuga vert við þettað er það, að
men sjá af öllu þessu að feldurin er að læginu
til öldúngis eins og χhαĩνα<ref>[ath! skrift]</ref> eður ĩμáπον<ref>[ath! skrift]</ref> forn
Grikkja, sú kápa var mest meiri háttar hjá forn
Grikkjum, þeir létu sínar hétjur og goði
bera hana, eins báru jafna guðir og hetjur
Norðmanna feldin, af því þeir á lítu han
tigug legastan, Grikkir báru þessa sína yfir
höfn eins og Norðmen báru feldín grikkir
nældu og sína yfir höfn saman með næl á
öxlinni er hét πεϑονϒ<ref>[ath! skrift]</ref> og var hún nær því
eins í læginu og feldrdálkur Norðmanna tíðum
vóru feldar dálkar norðurlanda búa beínlínis
frá Grikkjum sem forngripa söfnin sanna,
opt festu Grikkir sína yfir höfn saman með
stórum knapp, eins og norðmen og Íslendingar feldín,
Hómer lætur feldin oddíseifs vera tvöfaldann
þeir tví skiptu og tvíloðnu feldir er
Norð men og íslendíngar báru vóru og tvöfaldir
feldurín Oddiseifs var og þikkur og loðin það
voru og oþok okkar þikkvu og loðnu röggfeldir
feldar dálka hafa men fundið í jörðu hér á norður
löndum frá eldgömlum tíma og ef til vill
frá því mörg hundruð árum firir kristsfæðing
og mun því vera óhætt að fullirða að feldur
inn muni vera svo gamall hér á Norðurlöndum,
og mun hann hafa sínn uppruna fr Gríkkjum
heldur en frá Rómverjum.

bls. 19


eg held því að það sé ekki of mikið sagt
þó men segi að feldur in sé sú elsta og
tig ug legasta yfir höfn er fornmen báru
hér á norður löndum í fornöld, því
han mun vera komín með þeim að austan
úr Asíu, eins og faldurinn, sem mun vera
eins gamall að sínu leiti eður eldri og komin
til vor sama veg
Feldurin hafði imsa liti, sögurnar géta
ekki um nemað 3 liti á feldinum, sem eru
blár rauður og grár sá rauði litur mun mikið
hafa verið tið kaður á feldum á elstu tímum og mun
hann hafa þótt skraut legastur og hermann legastur,
þeir 3 konungar er beiddu Guð rúnar Gjúka dóttur
höfðu rauða loða(=feldi) og Hornklofi<ref>[ath! skrift]</ref> telur
til gildis hirðmönnum Haraldar hár fagra að
þeir höfðu rauða feldi, og segir “feldum ráðr þeir
rauðum | ok velfagr renduðum„ | i Landnámu
eru 2 men kendir víð rauða feldi, líklega af því
að þeir hafa borið rauða feldi, Asgeirrauðfeldur
Hrjúlfsson ogtu<ref>[ath! skrift]</ref> rauð feldur son Gríms loðinskinna 1)
i Brandkrossa þætti er Geitir látin bera
rauðan feld er han sat í öndvegi, og fleira
er það sem bendír á að það hafi þótt tíg ug lekt.
forn mönnum þókti og tíg ug lekt og öldur mannlekt
að bera blá a feldi, þess vegna er Oðin látin bera
bláan feld og Vigfús hersir og víga Glúmur höfðu
bláan feld er þeir frændur höfðu haft svo miklar
mætur á að honum matti ei lóga úr ættinni, því
þeír trúðu því að ef þeir lóguðu hönum úr
ættínni mundi þverra virðíng þeirra. sem líka
varð er Glúmur hafði lóg að þeim ættar grip.
slíkt dæmi finst hvergi mér vitanlega [∫] um
nokkra aðrara yfir höfn en feldin
___________________________________
1)Gaungu hrólfssögu kap 1 er gétið um Hálfdán rauðfeld son brennu Kóra


[Eftirfarandi athugasemd er á hægri spássíu og á við um innsetningarmerkið [∫] í textanum hér að ofan:]
[∫] í sögonum

bls. 20


í sturlúngu 1 þátt kap 27 segir að Þorgils Oddasson
gaf Hafliða Marssyni í sátta bót og til vínfengis
við sig: feld bláa er honum hafði gefið Sigríðr
dóttur Eyólfs snorrasonar sonar goða austan frá Höfða
brekku. auðseð er að þessi feldur hefir verið
ættar gripur, eins og sá er eg gat sein ast um, og
líkast til að Snorri goði hafi haf í fírstu átt
þennan feld, enda er auð séð að mönnum hefir
þótt mikið varið í þennan feld er þorgils gaf
han í sáttagjöf slíkum höfðingja sem Hafliði
Mársson var. grair feldir tíðkuðust mjög
á 10 og 11 öld, það þótti skraut legt að hafa
gráa feldi, og mun það hafa komið af því að
grá liturinn hefir þótt eiga vel við rauða
og brúna kírtla er hofðíngjar báru opt, enda
géta men valla valið saman betur saman liti,
gargir skraut men höfðu gráa feldi Harladr
grá feldur, þorkéllssarsson, í Laxdælu kap 29
segir að Geirmundur gnyrr hafði gráan feld yfir
rauðum kyrtli, í sömu sögu kap 37 segir að Rútur
hafði gráanfeld, og kap 63 segir að Lambi þor
bjarnarson hafði yfir sér feldkápu eður fellikápu
grá, í Jóns víkínga sögu kap er gétið um gráann
feld, er húskall Eyólfs valgérðarsonar keipti firir
öxi, í sturlúngu 3 þátt kap 15 segir að Brandur
Runólfsson„ var í feldi grám„ ekki er mér vel
ljóst hvað grá feldur merkír, en mér er samt nær
að halda að það merkí opt feldí alveg úr
grá skinnum og safala skinnum, eður fóðraðir
með grá skinn um, því þeir eru taldar um leið
og grá vara eður skinna vara, en auð séð er að ekki
hafa allir gráir feldir hafa verið úr grá skinni t.a.m.
sá er eg gat áðurum, er var eín úngiseinnar axar virði,
heldur hafa þeir verið úr góðu klæði. eða vaðmáli

bls. 21


í [[Heimildir_Sigurðar_málara | Fagurskinnu er getið um fagur rendaða
faldi, þettað er það einasta dæmi er eg þekki í
sögon um, er gétur um að feldir hafi verið
röndottir, og það er mjög á víst hvert þeir hafi
nokkurn tíma verið röndóttir, eg þekki að mista
kosti ekki nemað þettað eina dæmi uppá að skraut
yfir hafnir hafi verið röndóttar [∫] á gömlum mindum
hafi eg aldrei séð það á tjaldinu frá Bayeux er
eínúngis eínu niður hlutur á kirlti röndóttur,
það er því mín tilgáta að þettað sé af bakað
eður rit vílla og egi að vera fagr röggvuðum
firir fagur renduðum, eður að rönd merkí hér ein-
göngu hlaðið eður giltu röndina sem opt hefir
verið alt í kring á feldinum, eíns og á feldínum.
m öttlínum

[Eftirfarandi athugasemdir eru á hægri spássíu:]

[∫] í sturlúngu

vantar feld þormoðar<ref>[Athugasemdin er skrifuð með blýanti og sést illa á mynd]</ref>

Röggfeldr

bls. 1


röggfeldr
eftír því sem eg hefi komist næst af sögonum
er röggvar feldr; ekki ann að en feldr sem er lagðr
(eða foðr aðr) ann ars vegar með breiðum leggíngum
úr breíðulonngu flossi eða fíra skinni, þess ar leg íngar náðu
ufr um þveran feldín og hvar legíng skoraði aðra
á þann hátt að neðrí brún efstu röggvarinnar eða leggíngar ínnar
uríðí talsvert ofan á efri brún þeirrar er þar næst firir
¬neðan þann íg er röggvon um líst í bragða Móusar sögu
og er þar auð séð að röggvar merkír þar ekki ann að en leggíngar
sem skora hvurjar aðra á þenn an hátt. [∫]
í hróka refs sogu kap 19 segír svo „skikkjur eru þær a Íslandi er
feldir heitta, ok er ímíst kallað á feldin um, röggvar eða
lagðr: nú mun hann hafa svo til máls tekít, at hall lagðann,
ok mun hann hafa lagt í gégnum han, er han kvaðst
fagr röggva hann„<ref>[ath! óskýr skrift]</ref>. [∫∫] ekki er her alveg ljöst hvað röggvar merkir
það er tví rætt í það gétr hér ver íð bæði leggíng ogfoðr úr
loðnu skínniog það mun réttara, en þettað þar ekki að raska því sem áðr
er sagt í því það má hvoru tveggja til sans vegar færa
breíðar randír úr skinni eða flosi gátu er skör uðu kvejar [sic]
aðra gátu vel heitið bæði leggíngar rögfar og lagðr
en þær vóru úr loðnu díra skinni eða með longuflosí.
og sögurnar votta að röggvar har hafa jafn an
verið eíns lags loðnar leggíngar eða flet fór annars
vegar á feldínum þeim var svo sem var með svo
lunngum hárum eða þráðum að það hristister men hrærðu
sig [∫] þegar það er nú sann að að röggvarnar vóru með
þessum hætti gátu þær að vísu heítíð lagðr eín kann
eín kan lega hafi þær stundum verið úr loðinna díra
skinnum eða sauða sem ekki er ó lík legast að það hafi oft verið
kallaðir röggfeldír í feldír sem vóru fóðraðir með ímís
leg á lítum díra skín um og mũn sín leggingín eða röggín
hafa veríð með hvurjum lit til dæmís önnur úr hvítru
skinni en mun ur úr brúnu skínni og mun kvur
skína legíngín hafa skar að aðra um þveran feldín og
alt níðr í gégn, þettað hefði verið fagrt og fagrar urðu
röggvar nar naðu rogfranar að hafa veríð stundum því
þær eru tekn ar fram eínsog helta príðí á feldinum
sem Björn hítdæla kappí kvað víð þorð kolbeínsson
feld gáfuð mér
fagr röggvaðan [∫] saman ber Krókarefsogu
alt þettað síníst mér meiga til sans veg ar færa og
með þeím hætti higg eg að röggvarnar á skart feldum
hafi verið og þær röggvar gátu vel hrísts er men hrærðu
sig eða hlögu einkan lega það af röggvan er er lág laust og
skoraði hina röggína, enn hafi feldur röggfarnar á
skr aut feldum veríð úr sk svo lang þráð áttu flosi að það
gat hrísts ermen hlöggu þá gat það valla verið talið með
skarti á feldinum því þad gl gat valla veríð gafrt og
því hígg eg að röggvarnar á skraut feldum hafi ekki
veríð með þeím hætti heldr úr díra skínni loðum, það
gátu vel heítið röggvar er skínnín lágu í laeingjum um
þveran feldín sem sköruðu hvurjar utra

[Eftirfarandi innskotsetningar eru á hægri spássíu í þeirri röð sem þær birtast og eiga við innsetningarmerki [∫] og [∫∫] í textanum hér að ofan:]
4 2
[∫] þar segi hekluna bragða
máusar„ þessi hekla var svo
um búkin alt níðr í fald, at hún
var gjör á mínd sem úlpa eðr
loð kápa, þá er önr rögg féll
ofan ífir aðra„ þó að þessi saga
sé ekki af þeim sönnu þá er þó þessi
hluti hennar talsvert gamall, og
sannar þess vegan eins mikið og jafn
gamlar sögur þótt sannar séu,
[∫∫] nóta
margir munu segja að til lítils sé
á til færa hróka refssögu því hún
sé bæði úng og ó á reíðanleg, það er
að sönnu satt en hún hlítur þó að
vera frá 14 öld, því hún var á
skin bók er kallaðist Vatns horns
bók
skrifuð um 1400 en brann 1728.
og met eg hana þvímikíls. q

[∫] að röggvar nar hafí veríð með
þessum hætti vottar best Ljósvetnínga
saga kap 17.
er Einar þveræíngr
sá að röggvarnar á feldi Guðumudar
ríka „hrærðust er hann hló„

[∫] og er þó rettnefni að kalla þær lagð
einsog ullá kind er kölluð lagður q
qallra helst þegar þettað kemur
alveg heim við [[Heimildir_Sigurðar_málara | snorra eddu Höfn
1852 II bls 18 þar segir „þel er á
hnefa hnefa bundnum, eða hlutr
feldar
, en þél er smíðutól „hér
virðis þél að vera = skinn leingjor
á feldinum eða rögvar úr sauð skínni
sem tagið er klípt af, sem mũn hafa
saman ber krókarefssögu bls veríð
al titt að hafa á varar feld
um, að þeir irðu hlírri, og
og gétur það verl heitið tog
þél ef það er stutt hært enn
lagður ef það er lánghært
smbr. Kirjalaxsögu sýnisbók bls. 402 þar segir um Gríffóninn
að „hann hefir hala mjök láng
an ok á neðann þrír stórir
lagðar þettað bendir að rögvarnar hafi verið til
tölu vert lánghærðar-

bls. 2


nafníð gat vel haldíð sér þótt röggfarnar breittust
nokkuð frá því upp runa lega, og með þessu móti heldeg
að men géti feingíð sam an heíngí í þessa staði í sögonum
sem eg hefi áðr gétið um.
þær upp runa legu röggvar munu hafa ver ið þar
er vóru með laungu flosi og þær umun [sic] mest hafa
verið tíðk aðar á varar feldum og var feldum í
staðin fírír skínfóðr í og „eínkan lega til skjóls heldr en
tílskorti en á þraut feldum munu men valla hafa
haft röggvar með þeím hætti„ [∫]
sögurnar og lögín votta að fel verð varar feldanna fór
mest eptír því hvað röggvarnar vóru m argar og
vandaðar lög gíldr varar feldr þurti ekki að hafa
fleiri röggvar enn 13 frá efst til neðst, en dir ari
feldr atti auðsjá an lega að hafa eleiri rögfar og þar
af leiddi að röggvarnar urdu mjórri; og þó gat
flosið verið stíttra og smá gjörfara eða skinnin smá gjörfari ef þær vóru ur skinni og var því ekki
furða að þess konar feldír írdu dír ari, í Ljós vettnínga-
sögu kap 13
segir er Akra<ref>[ath! skrift]</ref> sekggi keipti varníng að
helggArnsteínssyní „ok vórm mæltir fyrir var ar feldir,
okáskilit, hvörsu þýkk röggvaðír vera skildu„
hér merkir líklega þíkt sama og þétt sem opt fínst
í sögon um og af öllu þessu má sjá að rögg varnarhafa
veríð eptir því mís dýrir, í sögunni af þorsteini Skélk
segir að þorsteinn skelkr vafði að hofði sér þíkkan feldi
er hann glettíst víð púkan og lítr út að það hafi verið rögg-
feldr þétt röggvaðr og líka þíkkur grettir hafði rögg feld
er han átti við glám og mun það hér vera tekíð fram
að han af því að þess konar feldir hafa verið sterkari
en aðrir feldir, og það var því meiri aflraun er þeir
kíptu fildinum í sundr á milli sín, feldir vóru opt með
aungum rögg vum bæði varar feldir og skart feldir
sem sogurnar votta merkí legt er að það að aldrei hefi eg
seð á neinum gömlum mindum af feldum neitt móta
firir röggum eða neinu þess konar þeir eru jafnan sléttir
og víðir sóað þeir fall í fellíngar, hefðu feldirnir á sögu
ol dín
ar röggvarnar verið stórir skúfar eða mjög loðið
kogr utan á feldínum sem sumir halda þá er það næ[∫]ta [∫]s
kinlegt að það sést aldrei mindað mervítanlega og men hafa þá
fjölda af mindum af feldum bæði frá 11 og 12 öld og
þaðan af eldri einmitt frá þeim tíma sem rögg feldirnir
vóru tíðkaðir; þettað síníst mér benda á ann að hvort
það að það hafi ekki borið míkið á röggvonum ellegar
hítt að men hafi oftast snúið röggfánum inn á feldin
um, men gátu eíns séð rögfarnar firir því, fornmen
köstuðu jamfnan jafnan feldín um aftrr af
vínstri öxlínni á þan hátt að fóðríð snéri
oftut, skíkkjur og möttlar forn man a
voru jafn an fóðraðar með dírum grá skinn
um og sínir það að fóðríð a skikkjonum
hefr veríð dírara en skíkkju efníð sjálft
og eins gat verið að stunðum hefi verið á
feldín um,

[Eftirfarandi innskotsetningar eru á vinstri spássíu í þeirri röð sem þær birtast og eiga við innsetningarmerki [∫] í textanum:]
[∫] að röggvar egi að skiljast hér um bít
með þessu móti sannar Bragðamagusar
saga
„ er segir um hekluna Mágusar
„hún var gjör á mínd sem ólpa
eð er loð kápa, þá er önnur rögg
fellr ofan yfír aðra „ hér segir bein-
línis að ólpur og loðkápur hafi
hafi verið með röggvum loðólpa
og loð kápa eru alþektar ifír hafnir
er kvern tveggu dragr nafn sítt af
því að þær hafa verið með loðnu
fóri annars vegar eður röggvum
og hetu því loð kápur, óhugsandi
er að loð kápa dragi loðkápu
nafnið af fíllingum eður ferðum
því það er eíngín loðna, þessi
sogu rítari hefir því auðsjáanlega
skilið röggvar sama sem loðið
fóður
sama vottar og þáttur af
Ragnarssonum kap 1
þar segir
að Ragnar loðbrók var í
Braggaðar kápu(=röggvar
kápu) er han drap ormin,
en í Ragnars sogu kap 2 segir að
Ragnar varí loðkápu þettað sannar
ogað loð kápa og röggvar kápa
sé hérum bil sama, og að sogu skríf
uronum hafi þess vegna staðíð á sama
hvert þeír létu han vera í loðkápu
eður röggvar kápu því kvöru-
tveggju var loðna, en það er þess
vegna tekíð fram að han var í
loðkápu, að áður en han for á stað
lét han vella kápuna í bíki
en er han sté á land velti han
sér í sandi, en tjörugur röggvar
var eður loðnan tók bestu mati
sandínum en þettað átti að
verja han firir eitri ormsin
það er því auðseð að þessir sögu
rítarar hafa á lítið röggvar
sama og eins konar tíðun<ref>[ath! skrift/merkingu]</ref>

bls. 3


nú hefi eg sagt mínar gét gátr um feldar röggvar
hvurt eg hefi komíst nærri því sann ar er [∫] ó ljóst [∫] en ér
því viltr er sá sem géta skal,
aðrir sumir hafa haldið að röggvar merkti sama og fellingar eða
hrukkur og sagt hefir mér verið að í snorra eddu hand riti stæði „rögg er
ferðá fati„ það hefi eg ekki en gétað fundið þar af mun koma að sumir halda að orðið rögg
og latínska orðíð ruga=) hrukka séu skild, en hvert sem það er
eða ekki þá gét eg ekki komið því sam an við neít af því áður
greínda, án þess að oníta mörgu stoði í sögonum og það þíkir
mér í sjór vert að svo komnu.
Beni díkt gröndal á lítur röggvar = loðið díra skin sjá musteri mannorðsins
Sveinbjörn Egilsson heldeg að hafi skilið það sjá eíns sjá forsvar hans
um Sigurð Breíðfjörð, en í kvæða bók Eggerts Ólafssonar segir í
nótu að rögg sé ferðá fati en hvert Eggert sjálfur hefir sett þá nótu er mér
oljóst
eg hefi séð feldi er suður landa búar bera en í dag, og eru þeir fóðrarðir með loðnum
skinleíngjum, er skora hverjar aðra afrum þvert á feldinum eins og eg hefi áður
haldíð að hinir fornu norrænu feldir hafi verið, og munu þeir það hafa sinn upprũna
ef eg man rétt þá mun einn Róm Verskur rít höfundur lísa feldum hínna
fornu Geírmana á sama hátt með mjög loðnu flæsfóðri, en hver það er hefi
eg gleimt

Vesl=Slagníngr

bls. 1


Sú önnur yfir höfn er tíðkaðist hjá hinum forna
Íslendíngum og Norðmonnum var vesl, þegar
sögurnar géta um það yfir höfn, var það jafnan
meiri manna eður höfðíngja yfir höfn, og það
er víst að forn men töldu veslið með einum
af sínum helstu skraut yfir hofnum.
þettað vottar Vatnsdæla kap 31 þar segir
um skraut mennið og oflátan Berg „ þeir
(hofsverjar) sáu eirn dag at 10 menn ríðu
í eingjum ok ein kona þeir vóru allir í
lít klæðum, Vesl hafði einn yfir sér
ok slæðu af góðu klæði, þau sáu hvað
þessi maðr gérði, han brá sverði ok sneið
af neðan þat saurugt hafði orðit í reiðinni,
ok var þat spannar lángt„ af þessu másjá
hvaða ofláti Bergur hefir verið er han spilti svo
gripum sínum, af Olafssögu Tryggvasonar Forum
10da bindi
má sjá að veslið hefir verið skrautyfirhöfn
sjá kap 4 þar segir að Eres seldi Reas Olaf
„ok tók sá firir han dyrlekt klæði þat er
vér köllum vesl eða slagníng á vora túngu„
af þessu er ljóst að veslið hefir verið skart yfir höfn
first það er hér kallað dyrlekt klæði.
i Olafs söguTryggvasonar Forum 1ta bindi kap 46,
segir að Reas gaf fyrir Olaf Tryggvason „vesl
gott eðr Slagníng„ i Flateyjarbók kap 51segir„ hin
príðé maðr keypti sveinana lítlu síðarr ok tók firir
þá vesl gott ok slagníng.„ hér er vesl og slágníngur
skilið að og mun það vera rít vílla, því bæði af þessu

bls. 2


tvenna sem í undan er komið og af öðrum á stæðum,
gét eg ekki betur seð en veslið hafí verið eins
konar feldar tegund, eður að minsta kosti mjög
líkt feldínum því í báðum þessum fir nefndu
sögum er veslið kallað Slagníngr, sem mun koma
af því að veslið hefir verið ermalaus yfir höfn
er men hafa gétað slegið um síg eptir því er
mönnum þótt best hafa í þann svipín.
og mun því vera rétt að kalla veslið slagníng sem hinar
2 fir greindu sögur géra sem munu vera edlri en Flateyjar
bók
, það er og því til stirkíngar að veslið
hafi verið með þessum hætti sem segir í sögu
Vemundar og víga Skútu kap 26
er Skúta
satum Víga glúm hjá selínu, þar segir: „hann
(Skúta) hafði vesl yfir sér tvískipt, svart ok
hvítt„ rétt á eptir segir að skúta „snyr vesl-
inu„ er honum hafði misheppnast að ná Glúm
og men Glúms þustu að, þettað saman ber víga-
Glúms sögu kap 16
það er ljóst af báðum þess um
dæmum, að vesl tvískipt svart og hvítt á að skiljast
þannig að veslið hefir verið hvítt annars vegar
en svart annars vegar, og að men hafa gétað snúið
út hverri hlíðinni er men vildu, efmen þurtu
fljótlega að breíta bún aði sínum, og vildu ekki
láta kénna sig, sem Skúta gérði er han vílti sjón-
ir manna Glúms. þessar yfir hafnir munu hafa verið
til þess gérðar [∫] sem Fóstbræðra saga bendir á kap 9
þar segir um feldín „tví loðna„ er þormóður átti
að hann var hvítur annars vegar, en svartur
annars vegar, og er þormóður gekk til búðar
þorgríms trölla áður en han vóg han snéri
han „út því hinu svarta á feldínum„

[Eftirfarandi innskotsetning er á vinstri spássíu og á við um innsteningarmerkið [∫] hér að ofan:]
[∫] að hafa þær til
víga eður launvíga

bls. 3


en er han hafði vegið þorgrím og þurti að
forða sér „ þá lét han horfa út hít hvíta á
á feldínum„ til þess han skildi síður þekkjast, [1]
af öllu þessu er auðséð að vesl og feldr hefir
verið mjög líkt bæði að því eliti að hvöru tveggja
mun ætíð hafa verið erma laust og eins að því leiti
að men gátu opt snuið út hverri hliðinni er men
vildu á bæði á feldinum og veslinu, enn ekki
munu samt öll vesl eður feldir hafa verið gjörðir með
þessum hætti því það er tekið fram sem eitthvað sér
staklekt.
að veslíð hafi verið ermalaus yfir höfn sannar
að nokkruleiti Saga Magnúsar berfætta
kap 10
þar er þannig líst búnaði Sigurðar ullstreings
er han hélt töluna til elfar grímanna „hannvar
í rauðum skarlats kyrtli, ok hafði vesl(1) blatt yfir (2)vetzl
sér sigurðr stóð upp ok var reiðuglígr varpaði
veslinu „ok mælti síðan helt han lánga tölu til elfar-
grímanna, en er hann settist níðr stóð Sveinki
bóndi upp með stór írðum og mælti til Sigurðar:
„ putt putt, skömm hunda! Skítu refar í brunn
karls, heyr á fíru ok endimi, ermlaus maðr
ok af bak skyrtan! hvat boðar þú mér af löndum?„<ref>[Sigurður vitnar oft í þessa setningu í örðum skjölum til rökstuðnings máli sínu]</ref>
þessi orð Sveinka munu sigta til þess að veslið hafi
verið erma laust, er han segir erm laus maðrin, og hefir
Sveink þótt það spjátrúngs lekt, einig hæðist hann
að því að Sigurður varpaði veslinu, og segir að það sé
af honum bak skírtan, það er að gætandi að það
þótti ósvinna að vera yfir hafnar laus á mannfundum.
sögurnar géta hvergi mér vítanlega um ermar eður
hött á veslinu og ekki heldr á fedinum, enda eru og
mikil líkindi til að hvogugar þessar ifir hafnir
hafi haft hött eður ermar, er men slógu þeim um sig á
allar lúndir, og létu ímsa vegu horfa út á þeim

[Eftirfarandi innskotsetning er á hægri spássíu. Númeramerkt hér:]
[1]í þættinum af Oggmundi
ditt og Gunnari helming
erog tekið ram að Oggmundur tók ifir sig
feld hálfskiptan sem
og var tvískiptur er
han bjó sig til að drepa
Hallvarð háls

bls. 4


og köttuðu veslið slagning.
sögurnar géta ekki um hvernig veslið var fest
saman um halsin og er því bágt að víta með
vissu hvert það hefir ver fest saman með dálk
tuglum
eður með nístum likt og kápan sem
siðar mun sagt verða
ekki géta men með hægu móti seð hvaða munur
hefir verið á vesli og feld, hvoru tveggja var
tiginna manna yfir höfn og skraut yfir höfn
eg vil aðeins géta þess til að veslið hafi verið
efnis minna en feldurin, og ef til vill þinra,
og munu men ekkí hafa fest það saman á öxlinni
eins og feldin, þettað var undir eins nokkur mísmunur.
Kast í Njálu kap 119 segir um þórhalla Asgrímsson:
„þeir Njálssynir hlógu at honum er han varí kasti
mórendu
, ok spurðu hveleingi hann ætlaði at
hafa þat? han svaraði. kastað skal ek hafa
því hafa þá er ek á at mæla eptir fóstra mínn.„
kast mun hafa verið erumalaus yfirhöfn, kíktog [sic]
slagníngur eður vesl, og mun það hafa dregið
nafn sítt af því, að men hafa gétað kastað því
um sig eptir vild, er það var ermalaust,
að mínu áliti mun vesl slagníngur og kast vera
sam slagt yfir hafnir og alt samann feldar tegundir.
kastíð sem þórhalli var í mun helst hafa þótt óvírðug
legt vegna þess að það var úr óvönduðu efni, en
þá má vel vera að þettað kast hafi verið að því skapi ó vandað í sniðinu
eður als ekki sniðið, sem dæmi fínnast til i sögonum. sjá Sturlungu 7 þátt
kap 57
, þar segir að Sæmundur Ormsson „hafði kastað yfir sig söluvoð
ok vóru saumaðir saman jaðrarnir, því at þoka var mirk ákafíga [sic], ok
hraut ur af vætu „af þessu má sjá að forn men þott þeir veru skartsamir
þá kærðu þeir sig samt ekki um að hafa skraut klæði nemað þegar það átti við,
í orustum og íll viðrum hugsuðu þeir mestum að fá það sem hlífði þeim
best í þann svipin, þannig höfðu þeir opt söðul þófa og hráar nautshuðír
firir brynjur, og í íll viðrum sölu voðir ásaumaðar, og á saumaða floka fírir
hettur sjá sturlúngu

bls. 5


það er mjög ójóst af hverju orðið vesl eður vetzl
er komið og mun verða bákt að segja um það með vissu,
enda kím ur það ekki neitt við læginu á veslinu,
men hafa gétið til að veslið dragi nafnið af því að
það hafi vererið úr vesel eður hermelin díra skinni 1[sjá
innskotsetningu hér að neðan]
1 á Íslensku vizla [∫] það dir er hérum bil 10 þuml. lángt
á sumrin er það rauð brúnt, en á vetrunar er það hvitt
nema rófu broddurín sem er ætið svartur, þettað dir er
bæði í Noregi og finn mörk ?og danmörk skinnið af þessu diri er alþekkt og nafn frægt
bæðí að fornu og níu, því nær þvi ein gaungu konúngar og
stór hofðíngjar máttu bera skikkjur úr hermeilín díra skinni,
eður fóðraðar með því, og íþróttir og af reks verk launuðu
þeir optast með kápum, sem vóru fóðraðar með þess konar
skinni því það þóttu þær firustu ifir hafnir, þettað
díra skin heldeg sé það sem forn men kölluðu grá skín=bjórskinn eður[2]
2 safala skinnin munu ekki vera sama og gráskin því
sögurnar skilja það hvað frá öðru X Zobel dyríð eður a Ísl:
safalin er nafn frægt dír vegna þess að á því er mjög
fagurt gljaandi svart brúnt skin sem er af þeim dírustu skinnum
sem til eru og kosta hér um bil 56 Rdl. ef þau eru góð,
og heild kápa ur því meðfornu sniði hefði þá eptir okkar
verði kostað ifir 4000 rdl., þettað dir er 18 þuml. lángt
og er í Síberíu X Egilss kap 14 og 17.
3 mörðarnir (Moarene) er brúnn að lít með svartar eða dokkar fætur og
rófu herumbil 20 þuml. áleingd skinnið af því er mjúkt
og gláandi og talsvert dírt [∫], hús mörðurin er hvítur
en skinnið af honum er ó dirara en af skofar merðin
um mörðurinn er mjög víða í norður hálfunni og í
danmörk öll þessi dir eru af sama flokk,
Morðskín hígg eg að forn men hafi og haft undir
sín um skort yfir höfnum og efeg man rétt þá er
getið um þau í fornum íslenskum bókum, og af því
þau eru hvít til munu þau geta talist með grá skinn eður kvitskinnum
um [∫∫] forn manna, [∫∫]eður grá vöru =
eður ljósri vóru


[Eftirfarandi innskotsetningar eru á hægri spássíu í þeirri röð sem þær birtast. Númeramerkt hér ef innan hornklofa:]
1 eða af að verja
= að velja
[∫] (gömulnorskr
hreysi köttur)
isl hreysí visla
eður hrey
hreisi visía
sjá Rymbeglu
bl 356 3 part
kap 13

[2]hvitskin eð a
vöru ljósa
Egílss. kap 167 þsegir
að þorólfr let bera á
skip sitt „húðir og
vöru ljósa. þar lét
hann og fylgja grá-
vöru mikla ok aðra
skinna vöru „þá er
hann hafðí haft
af fjalli„ hér er vara
ljós skilin frá grá skínn
um. hvit skinn skilinn
fá grá skinnum Norg gaml
bls 14 No 2.


[∫] og hafa ríkismen það
sinn til að fóðra með
kápur sínar. það kostar
nær því 50 dali

bls. 6


morskina gauka og áísl. gaupa del>eður gomul(eður norsku)
Lossin = Mastela xhytiek<ref>[ath! skrift]</ref> tala forn rítum sem konungs
gérsemí því Skinnið af honum mjúkt og gott til klæða
fóðurs og kostar nú hér um bil 50 dali, lossín er grábrúnn
á hríggunum en hvítur á hvið num, han er bæði í
Norvegi og Sví þjóð

Bjórin? eða Bifurín er lóðs og lagardýr er enn þiskalandi, Sviþjóð, og Noregí, ameríku,
hefir aður verið i Danmörk er alt að hálfri annari alin á leingd
og dökk brúnt að tít [sic] skinnið er haft til fóðra og kostar
10-20 dali,

1


fisku otarnir<ref>[Þetta á líklega að vera þýsku otarnir.]</ref>. loðsog lagar dír
er dökk brúnn að lít á bakið enn hvít grár á hvíðnum
half önnur alin á leíngd skinnið er hafl [sic] til klæða og kostar
8-10 dali hann er víða í Europu og víða í Danmörk
(haf otirnir er við kyrrahafið skinnið er svart gljáandí og kostar
slundum [sic] 100 dalí)

Meðfylgjandi blað
bls. 1


hvit skinn = hermelin skinn og kaninusin
hvít refa skin
hvit mauðskinn
hvít bjorn skinn?

grá skinn: refaskinn sem eru brungrá aðlit
loss skinn því lossin er grá brúnn á hriggjunum
er hvítur á kviðnum, og er í Noregi og sví þjóð,
Morkinn eða Morðskinn skinnið er mjúkt
og gotttil glæða og kostar nær því 50 dali

morðskinn talinn með dýindis skinur vorra
Norges gamle love III bl 119 No 47 220 No120.
timbur Morðskinnu kostaði 1384. 3 aura, morðskinn
nefd bls 149 No2


bjórksinn = bifur skínn fínst mér sannast af að
bjór skinn erutalin með sel vöru og tann vöru.
bjórskinn eru og talin með ottra skínnum og
smá skinnum Norges gamle love III. bl 119 N 47
frá 1316 Eydss. kap 13 bjórksín talið sem konúng
dý gripir. og sama saga kap 14 X
sama No gétið að eíns um gauka skínn = gaupas.
X og frá skilið safala og askaskrokkr<ref>[ath! óskýr
skrift]</ref>. bjóra kalla menn
enní dag í daglegu tali lítil og þunn sauðskin, í Snorra
eddu Rv. bls 42 segir að skorir Viðars var ur bjórum
þeim er menn sníða úr skóm sinum fyrir tám eða hæl, því
því skal þeim bjórum braut kasla etc
grá skinn nefnd Norges gaml l. bls 14
No2.


mörk fyrir syrkotz foðr eða möttuls af
góðum notka (nacka) skinnum. Norges.g.l.
III. bls 14 No2. bls 221 No 120 nokka skinn

[Eftirfarandi er á hægri spássíu:]
nefnd Norges gaml b 14
No2
og skilin fá grá skinnum
(eða að greind).
sem er dýrt foður skínn

bls. 2


dekur huða = Deyer
[tákn] 10 skinn ( útleggr
s. Egilsson Norges gamle l.
No 2 bls. 13


oskrokka (skin)
Eiglu kap 14 konungs
gersemi

tíunda statuto Isleifs bisk
fra 1096
. fornbrefasafn No 22
bls. 98

melrakka skinn 6 og lamba
gærur 6 það er hvor tveggja
lög eyrir [tákn] 1 dalur
samabr samþykt um fjárlag manna
frá 1100 forn bréfa safn I. No23 bl. 164.

en þar kosta kattbelgir af fress um
gömlum halfan eyri eð 2 skinn
fyrir eyri enn af saurungum [tákn]
sumar gomlum 3 fyrir eyrí.

[Á hægri spássíu stendur eftirfarandi lóðrétt:]
Guðmundsson

Mindina, sem jeg bað yður um, skuluðuð þjér ekki
hyrða um að senda mjer, þó þjér yrðuð búnir
með hana fyrri. jeg kjém aptur, að öllu óbreyttu,
um 20 marts nastkomandi, og finn yfir þá
með vinsemd og vyrðingu
Rvk 30/1 62
L H Schewing<ref>[Hér ritar Lárus Hallgrímsson Scheving (f. 25. maí 1825 d. 8. febrúar 1870) til Sigurðar. Lárus var prestur „Fekk Selvogsþing 20. apr. 1860, vígðist sama dag, fekk Fljótshlíðarþing 1. nóv. 1866, en fór þangað eigi, fekk Selvogsþing af nýju 8. apr. 1867 og hélt til æviloka.” Páll Eggert Ólason: Íslenzkar Æviskrár. Frá landnámstímum til ársloka 1940 III. bindi, Reykjavík 1950, bls. 389.</ref>

Heklan

bls. 1


Heklan
Um hekluna er talsvert óljóst, það fírsta
sem men munu géta sagt um hana með vissu
er það að hún mun ætíð hafa verið með hött,
uppaf, í sögu Ólafs Tryggvasonar kap 173 segir
um Gunnar helmíng „ þá gekk maðr ofan ur
bænum, sá var í heklu, hún var gjör af
skarlati ok saumat öll bröðum1„ réttá eptir
segir um sömu heklu að að Oggmundr dyttur
lek„lét koma steín í höttín (heklunnar) ok fley=
gði útá ána (Nið) okk sökk hún til grunna„
auðs eð er að þessi hekla hefir veríð með hött
uppaf, og það á föstum við, sama vottar og
Laxdæla kap 67 þar segir„ Þorgíls(Hölluson)
átti blá-heklu, hún var breidd á búðar veggín.
men heyrðu at heklan hvað þetta:
hángir vót á vegg
veit hatt – kílan bragð,2
3þíngít optarr þurr,
þeygi dyl4 ek at hún víti tvö.„
hér er heklan kénd við hött, og bendir það á
það sama, i Olafssögu helgu kap 139 segir að
þeir Leifur og Karl hin Mærski „ sau man
gánga hjá sér ok hafði refði í hendi, og
hatt síðan á höfði ok heklu græna „samanb
Forey. s kap 46, ekki sést hér bein línis hvört
þessi hottur sém hér er gétiðum hefir verið
á fastur við þessa heklu, en þó er líklegt
að svo hafi verið, því eingin á stæða er til
að halda að men hefðu boríð lausa hött
víð yfir höfn sem auð sjáanlega hefur jafnanhaft
hött á fastan víð, sem hin frir greindu dæmi
nokkurn vegin votta, þar að auk segir völsúnga
kap 3
„ nú er þess víð gétið, at þá er men

[Eftirfarandi orðskýring er á hægri spássíu:]
1 af brögðum Skálk:

[Eftirfarandi orðskýringar eiga við ljóð hér að ofan:]
2 brögð
3 þiggi
4 gét

bls. 2


sátu við eldana um kveldít, at maðr einn gékk
inní höllina, sá maðr er mönnum úkunnigr at syn
sjá maðr hefír þess háttar búníng, at hann hefir
heklu flekkótta yfir sér; sá maðr var ber fættr
ok hafði knýtt lín brókum at beini; sá maðr
hafði sverð í hendí, ok gengr at brau(d) stokkín
um, ok (hafði) hatt síðan á höfði „það var óðin en frem ur segir
í Örvar oddssogu kap 19 „Han (Örvar Oddur) sá þá,
hvar maðr gékk, hann var í blá flekkóttrí heklu,
upp háfa skó (á fótum) ok reyr sprota í hendi;
hann hafði gullfjallaða glófa, meðalmaðr á vöxt,
kurteislegrat sjá; hann lét síga hottin fyrír andítið [sic]„
þessi maður nefndist rauð grani það var óðin, í völsúngu
kap 11
segir svo „ þá kom maðr í bargagan með
síðan hatt ok heklu blá; hann hafði eítt auga
ok geir í hendi það var og óðin. [∫] af í eingum
af þessum dæmum í sögonum sem hér eru talin sést
það tekið fram, sem neítt sérstaklegt, að heklan
var með hött, og þaug dæmí þekki eg ekki, eg
víl þvi þar af álikta að heklan hafí ætið
verið með hött uppaf, sem var áfastur víð hekluna
Heklan mun aldreí hafa verið með ermum
að minsta kosti hefi eg ekki séð neitt í sögonum sem
bendir á það, og er því lítíl á stæða til að halda
að það hafí veríð, heklan mun aldreí hafa
verið opin að framan, og ekki heldur að aptan,
er þárá mótí opin á báðum hlíðonum, að men gjætu tekið
til höndonum ó híndraðir,
fírst heklan [∫] sem Bragða Máusar saga vottar
þá hafa men orðíð að steypa henni yfir síg er
men foru í hana, þettað vottar og sama saga,
einnig segir að Öggmundr díttur fór í hekluna
en sagan segir ekki að han hafi kastað henn eður
lagt hana yfir síg, sem er vana legt orðatil tæki
þegar talað er um feldi vesl möttla og kápur,

[Eftirfarandi innskotsetningar eru á vinstri spássíu og eiga við innsetningarmerkin [∫] hér að ofan:]
[∫] heklan Bragða mausar
var og með hött upp af sem
síðar mun sagt verða,

[∫] varalveg heil að framan
og aptan

bls. 3


eður yfir hafnir sem vana lega vóru alveg heilar að
fram ann, hvert heklan hefir verið fest saman
með tígli eður dálk um halsín, sest ekki af sög onum
Til þessað géra þettað betur skiljanlegt
þá hefir heklan að mínu á líti verið hér um bíl
eíns í læinu og persta hökull ef men hugsa sér
að han væri með hött á föstum við háls málíð.
heklan hefir líklega verið síðari á hlíðonum
og náð fram fyrir olnbogan, eíns og lítt<ref>[títt]</ref> var að
hafa alla hökla á firri öldum, heklan munog
hafa veríð með hvössum hornum eður skautum
bæði aptan og framan, sem títt var á fronum
höklum, sú fírsta á stæða sem eg hefi firír
því að halda að heklan hafi verið lík hökul
er það, að orðín hökull og hekla eru auð sjáanlega
mjög skild, og er því fullkomín á stæða til
að á líkta að báðar þessar yfir hafnir hafi verið
mjög líkar að læginu til, er þær höfðu lík ef ekki
mjög skild nöfn, ekki mun vera mjög hægt að
segja með vissu hvert orðið er eldra hökull
eða hekla, men géta að eíns sagt að eptir
almennum mál fræðis reglum ætti hekla
að vera komíð af hökull hokull hökull
hekla liktog monom mönnum honom hön
um, en af því orðið hekla fínst í áreíðan
legri, og líklega eldrí sögum, en orðíð hökull
sem leík manna búníngur, þá er mjög valt að
segja með víssu hvert orðið er eldra.
orðíð hökull er alþektí í sögonum sem presta og
biskupa búníngur er ver verðum samt um leið
að géta þess að orðið hökull kémur firir í sögum sem
leikmanna búníngur í sögunni af Hrolfi
Guatrekssyni kap 25
[∫] um staf kérlíngu eina
á Englandi „ kérlíng satí palls horni, ok
hafði yfir sér feld ok hökul illan„.
[Eftirfarandi innskotsorð á hægri spássíu á við innsetningarmerki [∫] hér að ofan:]
[∫] segir

bls. 4


þó að sumt af sögu hrólfs Gautrekssonar
sé tals vert úngt, þá mun samt eíað síður meíga
telja margt í henni gamalt, og sprottið af gömlum
sögum og gömlum siðum, sem hvorki vér eða
aðrir getum sagtt hvaðan hefir sín uppruna
ver vitum að þessi saga er að mörgu leiti til =
búníngur, en hvað sem um það er, þá mundi
sögu rítarín valla hafa látíð þess kerlíngu
bera hökul, ef að ein ungís presta og biskupar
hefðu boríð hökul á haus dogum, eð ur firir
hans daga, það hefði þótt hneixlanlegt, eg higg
því að þessi sögu rítari hafi þekt hökul sem leikm
anna búníng, sem þettað stírkíst við það sem
segir í einu gömlu kvæði um eínn ríkan bónda
er hljóðar þanníg:
Bjó ein bóndi upp með á
í pauser og í platu 1
átti óska dætur þrjár
í hófin og í stússin2 reið
hökulsmokkín
vopna rokkin
reiðan rei
og ríttu ríttu rei rei rei

[Eftirfarandi orðskýringar eiga við vísuna hér að ofan:]
1 plátry
2 drikkir

ekki þekkjum vér aldur á þessu kvæði eða þess
uppruna, en hvað sem því líður, þa er oss af öllu
þessu grunsamt, að hökullín kunni að vera
gam all vorr dun leikmanna búníngur eíns og
heklan, er bæði karlar og konur hafí borið, og
ef þettað veri rétt þá irði mjög eðli legt að orðið
hekla sé komíð af hökull hokull hökull hekla [∫]
sú önnur aðal á stæða er eg hefí firir því
að halda að heklan hafí verið með því
sníði sem eg hefí áður sagt er lísíngín á
heklunni Bragða Mágusar, sjá Bragða Máguss:
kap 24
þar segir; „ þá sá Eínarr, at þetta
var gjört svo sem eín hekla, hún var

[∫] likt og monom mönnum
honom hönum

bls. 5


svo síð, ok hvergi opín, nema taka mátti
út hönd onum tveim megin, hottur var
uppaf bæði mikill ok síðr fyrir„ gríman
hattarins var gjör á sjónu, hún var mjög elli
lig,
rétt á eptir segir um sömu heklu „ síðan steypir
han (Mágus) yfír sík þessum búníngi, en þat var
honum hæl drep, svo ekki sá fætur hans„
hér segír bínlínis að þessi hekla náði niðura hæla
á Mágusi, og mun upp runa lega hafa veríð vana=
legt að hafa þær svo síðar [∫], en þá higg eg að heklan
hafí egí ætíð verið svo síðar, heldur hefi þær
tíðum einúngís náð níður á miðjan legg, eíníg
segir hér að Mágus steypti yfir síg heklunni,
og sannar það það eg hefi áður sagt, að heklan
var ei opín að framan eður aptan, hér segir
einnig að þessi hekla var hvergi opin nema
taka mátti út höndonum tveim megín, og
skil eg það á þann hátt, að heklan hafí veríð
eín ungís opin á hlíðonum alveg eíns og presta
höklar, en af því þettað er orðað nokkuð óljóst
í sögunni, þá hafa sumir á líktað þar af, að
heklan hafi verið heil alt í kring að neðan,
og alt í kríng jafn síð, en einungís með götum
á hlið onum, er men gátu stúngíð handlegg=
junum útum er men þurftu að taka til höndonum,
eg verð og að segja fyrir mítt leíti að mér þikir
alt stríða á móti því að halda að heklan hafi
verið með þessum hætti, það hafði að minsta
kosti veríð heimskulegar og í alla staði ó
mjög ó hagan legur búníngur, firir forn men,
er opt urðu skjótlega að taka til höndonum,
men eru nú hér um bil vissir um að heklan hefir
verið heil að framan og aptan sem bragðas Mágusar
saga
segir beínlínis, og sögurnar votta víða að men

[Eftirfarandi innskotsetning er á hægri spássíu og fylgir innsetningarmerki [∫] í textanum hér að ofan:]
[∫] og mun heklanhökull draga
nafn sítt af ökla líktog
líktog hökul eður ökul skór,
skór er náðu uppað ökla, eður
hökul brækur er tíðum kallast
ökulbrækur brækur er náðu
niður að ökla, eður hökul=
bolir leista lausir bolir er
náðu níður að ökla, en
heklan mun hafa drgið nafn
sítt af hökul verður þettað
þá senni legt.

bls. 6


báru heklur jafnan íst klæða, og það í herferðum
eður er men bjuggust til víga Ljótur hín bleiki
varí„ rauðum skarlats kírtli ok (hafði) heklu
bláa yfir sér„ er han stóð á skípi sínu, og talaði
við Þorstein svörfuð, svorfd, kap 5 þorsteinn
svarti varí hafði„ ysta heklu blá„ er han fór að Helga Harðbeinssyni Laxd. kap 65,
og Öggmundur díttur var í heklu er han drap
Hallvarð háls, og víðar í sögonum er gétið um
að men höfðu heklur ístar klæða er men bjuggust til
víga, það er alkunnugt að fron men gírtu vana
lega sverðíð utanum kirtilin, en létu yfir hafn=
irnar hánga lausar þar utan yfir, á þessað girða
þær að sér, helst ef þær vóru erma lausar
ef men vidlu nú hugsa sír hekluna skósíðá og
þar að auki heila alt í kring, og ein úngís með
götum á hlíðonum firir handleggina, hvern
ig hefðu þá fornmen átt að géta fljótlega
gripið til sverðsíns er þeir voru girðir með innan
undir heklunni, þeír hafðu orðið að fletta
henni uppum sig, eður að bora handleggoum
inní gatíð á hægri hlíðinni til þess að géta
brugðið sverðinu, að forn men hafí buíð sig til
víga með þessum hætti, er þeir urðu að grípa
fljótlega til vopna sinna, er öldungís ó hugsandi.
men géta að sönnu sagt að sverðíð hafi veríð gírt
utan um hekluna, eins og men gírtu sverðíð utan að
kápum, en sögurnar géta aldrei um það, og ekkert
er sem ben dírá að men hafí gért það, þar að
aukí segir að Bragða mágus brá töfra sprota sínum
undan heklunni, og bendír það á að hon hafí
hulíð bæðí handleggín og sprotan undir heklu=
nni, eitt af því sem stríðir á móti því að

bls. 7


hekaln hafi verið heil alt í kríng að neðan, er
það að þá irði heklan ekkert lík höklin um í
læginu, og hafi lægið ekkert verið líkt, þá
gátu síður nöfnin víríð skild, en eg hígg að báðar
þessar yfir hafnir hafi verð líkar að læginu til
og hafi einmitt þess vegna haft skild nöfn.
þar að auki sínir Svarfdæla að heklan Ljóts
híns bleíka hefir hverki vérið fótsið ne heil alt í
kríng að neðan því Þorsteinn sá að Ljótur
hafði rauðan skarlats kyrtil undir heklunni og vóru þá
kírlar víkínga í þá daga skjaldan síðír sem
sögurnar votta. en vil eg telja því til
stírking, að heklan hafi verið með því lægi ereg
fyr hefi sagt, að á mjög gömlum mindum hafi
eg séð míndaða men í yfir höfnum, sem eru eíns
í lægínu og eg hefi áður sagt að heklan muni
hafa verið, með hér um bil sama lægi og hökull,
opnar á hlíðonum og með hvössum skautum að
aptan og framan, og hött uppaf með laungum strút
eður skotti, þessí ifir höfn var nokkuð síð en ekki
fót síð, það er auð vitað að men géta sagt að þettað
sanní lítið, og að það sé eíngin. sönnun firir að
þettað séu míndir af heklum, það erað vísu satt
en það sannar að mínsta kosti að þess konar yfír =
hafnir hafa verið til, og hvaða yfirhafnír
ættu þettað að vera aðrar en heklan? það
verða men að géta sagt áðður en menn alveg
hrínda þessara sönnum sem ógíldri, eg higg
því að heklan hafí hér umbíl verið eins og hökull
með hött uppaf. en fremur segir um hekluna Mágusar:
[∫]hattur var uppaf bæði míkill og síður fyrir„ (og) [∫] framan
um andlítít á hettunni voru skíllíngar og olboga=
skéljar, en á strútnum var hlaðíð humar klóm,

[Eftirfarandi innskotssetning er á hægri spássíu og á við innsteningarmerki [∫]
hér að ofan:]
[∫]en um hettuna var
gjör rögg af kófúngum,
en önnur af kráku skéljum

bls. 8


ok skrapaði þat einna mest, er han veík sér nokkur„
þettað ástam því sem áður er gétiðum sannar beinlínis
að heklan hefir jafnan verið með hött upp af á föstum
við, heklu hötturin hefir og jafnan verið með strút upp=
af eins og hér er gétiðum , og títt varað hafa á kápu og
kufl höttum, eður lausa höttum. einníg segir um þá sömu
heklu „ grímar hattarins var gjör á sjóna. hún var
mjög elli lig, með löngu ok síðu skeggí; þat var hvítt
af hærum sem dúfa þessi ásjóna var sköllott, ok
ok hafði hrukkur margar á enni„ það lítur út í
fljótu bragði að þessi gríma hafi verið á fost víð heklu
höttín, en þá mun það ætíð hafa verið laust hvað frá
öðru, og hvergi hefi eg séði sögonum að, grímur
hafí veríð fastar víð hetti, þegar þess er gétið í sögonum
að men höfðu undír eíns bæði hött og grímu, þá líur
jafnan út að það hafi verið laust hvað frá öðru
og hefði það verið sam fast, þurtí ekki að aðskilja
það, því þá var það ein ungís gríma, og var óþarfi
að nefna höttín,
en fram ur segir um þá sömu heklu „þessi hekla var
svá um búkin alt niður í fald, at hún var g gjör
á mind sem úlpa eður loðkápa, þá er önnr rögg féllr
ofan yfir aðra, en þessar röggvar vóru af skéljum,
önnur hver rögg var af kaskéljum, en önnur hver
af hörku skeljum, svá þíkkt sett, at hver lók aðra„
auð séð er að það er hér lekíð fram sem eítt hvað sérstak=
legt við þessa heklu að hún var með röggvum, og
bendir það á að heklur hafi ekki vana lega
verið með röggvum, mart af frá söguínni um
þessa heklu er mjög sérstaklegt, en vér verðum
að tjalda því sem til er.

bls. 9


auk sníðsíns var heklan að mörgu leítí
frá brugðin flestum örðum yfir höfnum er
fronmen báru , first má telja það að heklan
var opt skreitt með annar legu móti t.d.
öll út saum uð sem segir um hekluna Gunn=
ars helmíngs, at hún var gjör af skarlati
ok saumuð öll brögðum, 1) einnig mætti skilja
á þa hátt vísuna um hekluna þorgils höllu=
sonar að sú hekla hafíeinnig veríð saumuð með
brögðum, og gétur verið orða leikur í vísunni
þar næst var það eín kenni legt við al
hekluna framifir flestar eður allar aðrar yfir=
hafnir að hún var opt flekkótt, í Landnámu
kap 14
austfyrð: segir að Stein uðr en gamli gaf
Ingolfi Arnarsini „ heklu felkkótta„ fyrír
ítri hluta Rosmukvalsness, samanber Grettlu
kap 12
, í Örvar oddssögu kap 19 segir að
óðin var í blá flekkóttri heklu, í Völsúngu
kap 3
segir að óðin hafði heklu flekkótta,
einnig mun meiga segja, að þær heklur er vóru
saum aðar brögðum, hafí verið flekkóttar
ef til vill, eg hefi hvergi séðí sögonum að
aðrar yfir hafnir en heklur, eða heklu
tegundír hafi verið flekkóttar, og munu
men því géta með sanní sagt að það
hafí verið ein kénni legt við hekluna.
í Harðarsögu kap 15 segir að Oðín var
í blárendrí heklu, og mun það hafa verið
ein kénni legt víð hekluna að hún hefir
opt verið blá rend, og með ímsum sterkum
og marg breíttum lítum. að äðrar yfir hafnír

[Eftirfarandi innskotssetning er á hægri spássíu og á við númer 1) hér að ofan í textanum:]
1) brögð hígg eg sé =hagleiks
minda út saum ur sjá Froum V bl 34. 5. þátt af
Rauðólfi kap 6
þar er tálað
umMegin görð á róðu(= krossm
arki) þar segir „ sú gjörð var öll
fáguð með brögðum ok undar
lígum hagleik, at því er þér þótti,
=sum rístin eptír fornum sögum,
þér índist þar á [[Heimildir_Sigurðar_málara | saga Sigurðar
Fafnis bana ok Harladar hildi
tannar, ok er nokkut af verkum
Haralds hárfagra,
samanbr. flateyar bók II.
bls 299
.

bls. 10


en helk heklur hafi verið rönd óttar
hefi eg skjaldan séð í sög onum í Sturlu:
7 þátt kap 57
er gétið um„ yfir hófn stríp-
renda„ er Guðmundur Ormsson var í, en
hvert það var hekla eður eður önnur yfir=
höfn gétur sagann ekki um,
Heklur höfðũ og ímsa aðra sterka liti, þær
þær voru bláar, grænar, og hvítar, heklan
er Þorgils Höllu son varí var blá, hekla
sú er þorsteínn svarti var í var blá Laxd.
kap 63.
heklan sú er Ljótur hin beliki var í
var og blá, í Þorsteíns sögu víkings sonar
kap 11
segir að báðir þeir Gautan og Ogautar <ref>[ath! skrift]</ref>
vóru báðir í blám heklum, í Völs úngu
kap 11
segir að Ódin var í blárri heklu,
Hekla sú er forinjan hefir er gétið er um í
Fær eyínga sögu var græn, í þættín um af
Norna gésti kap 6
segir að Oðin var í
heklu grænni er han bjargaði skipum
Völsúnga úr sjáfar háska, í Sögu þorsteíns
víkíngssonar kap 22
segir að Brennír
Vífilsson föður bróðir þorsteins „var í grænni
heklu„ hekla sú er Helgi sels eysta var
í var kvít Fostbr kap 14. [∫] hvert heklan
sú er Öggmundur díttur hafði hefir veríð
gjör af rauðu skarlatí víta men ogjörla því
skarlat hafði ímsa líti, af öllu þessu má
sjá að heklurnar hafa haft mjög marg=
brottna líti og það fram yfir felstar eður
allar aðrar yfirhafnir,

[Eftirfarandi innskotssetning er á vinstri spássíu og á við innsteningarmerkið [∫] hér að ofan:]
[∫] í Drop laugar sona sögu
hinni laungu kap 22
segír
að Gunnar þiðrandabani
varí grárri heklu
í Króka refssögu er tekíð
fram að refur varí vondrí
heklu,

bls. 11


af þessari merki legu yfir höfn, dregur
fjallíð Hekla nafn sítt, líklega af því
að hún er á sumrín hvít flekkótt, og með
snjó hött upp af
Hekluna báru jafnan heldri men, og guðírnir
eru látnír bera hana, og er því ó hætt að telja
hana með Skart yfir höfnum höfðíngja,
heklann mun vera æfa gömul yfir höfn, því
það er auð séð að hún stendur í ein hverju
nánu sam bandí víð hin a fornu trú á Oðin
og Æsi, viðast í sögonum þarsem list er búníngi
Oðins; er han látin vera í heklu, þá er hann
bírtist mönnum firir stór tiðíndum, eður er han
ræntí men sígri, sjá völsúngu, en af því Óðin bar
opt heklu og heklan var jafnan með hött upp af
þá munu nöfn Odíns standa í nal nánu sambandí
víð hekluna, hann er kallaður síð höttur grímnir
og grímur. men höfðu heklur er men bjuggust til víga
því það hefir veríð hægt að fela vopn undir henní,
eíns báru men heklur er men vildu dyljast, fyrir
mönnum, því hötturin gérði þá ókénni lega, eður
víð laun víg, vofur eru jafn vel látnar bera heklur,
og galdra men eru látnir bera heklur sem þeir
Gautan og Ogautan í Þorssteíns sögu víkíngs
sonar
, [∫] það kveður svo ramt að með þessa forneskju
og töfra krafts trú á heklonum, að þær eru látnar
hveða vísur, og segja fírír stórtíðíndí, þær
standa yfir höfuð í sam bandí við það sem á
að vera hulíð, af og finnast jafnan í sambandi
víð svik og pretti, af öllu þessu er auð séð
að heklan stendur í eín hverju sambandí
víð hína fornu heíðnu trú, en hvert það optar

[Eftirfarandi innskotssetning er á hægri spássíu og á við innsetningarmerkið [∫] hér að ofan:]
[∫] það ræður að líkindum að
það hafi aukíð töfra trú manna
á heklunum þegar hún var öll út
saum uð brögðum eður mindum
sem heklan Øggmundar, og ef
til vill með rúnum og galdra
stöfum.

bls. 12


Stendur í nokkru sam bandi við það að
hökullín er orðin eín kénnis bún íngur presta
um það þori eg ekki neitt að segja, en fróðlegt
væri að grenslast eptir hvernig hökullín er
orðin presta eín kénni uppruna lega, eínkanlega
ef það sannast að han hafí verið almennur
bæði á körlum og konum í heíðni, eður seinna
sem sögurnar benda á.<ref>[Hér hefur Sigurður tekið ofangreindan kafla og afmarkað hann, hvort sem að hann hefur ákveðið að taka hann út eða notað hann í annan texta.]</ref>
og gétur það vel hafa atvikast þannig að
þeir fornu heiðingjar hafi þekt hökulinn sem presta
búning hjá þeim krístnu, og hafi þeir því haft
törfa trú á hönum af því hann var helsti búníngur
kristinna klerka sem voru þeirra vestu mótstöðu
menn í trúar efnum, á sama hátt festu menn galdra
trú á öllumörgu því sem var heiðíng legt eptir að
kristni var orðinn rót gróínn á Norðurlöndum
hökullinn eða humerale var uppruna lega stór yfir höfn er
heldri menn Róm verskir báru, hann huldi
allann líkam ann alt í kríng og ofan að jörð
og var hann ímist festur með spenn um á báðum
hliðum upp á axlirnar til hægðar þeim er bar,
ellegar að sá sem bar hann varð að mátt lipta honum
upp til beggja hliða og bera hann í olboga –
botonm, seinna varð hann gérður opinn
á báðum hliðum til hægðarauka.
Assyrin menn höfðu og yfir höfn eins lagaða og
hökul, opopinn á erma lausa og opna á hliðonum
með eins konar herða blöðku, eða hettu á fastri við
sem lafir ofan á herðarnar, þessi yfir höfn sést
á þeirra stein mindum. ekki er ó liklegt að
Gyðingar hafi þaðann haft hökla þá sem biblían
gétur um dómara bók kap 17, 5v. og kap 18 og viðar

ef það annars er rett útlagt svo það verði hér
tekið til greina

[Á vinstri spássíu stendur eftirfarandi:]
gyðíngar og persar
höfðu hökla


Skauthetta

bls. 1

Skauthetta


auk heklunnar vóru til tvær yfir hafnir
sem að mínu áliti, er rétt að telja sem heklu
tengundír, önnur af þessum yfir höfnum er
Skauthettan, henni er svo ná kvæmlega
líst í sögonum, að men géta valla verið í
efa um hvernig hún hefir verið,
Sumar hettur er fornmen báru vóru svo
síðar og stórar að men géta með réttu, talið
þær með yfir höfnum, þett vottar sagan af
Finboga ramma kap 4
þar segir að Finbogi
varí sölu voða brókum ok hettu er han girði
níðr í brækurnar, í Kjalnesínga sögu kap 7
segir að„ Kollfíðr [sic] var svá búín at hann
var í kollhettu ok hafði knept blöðín milli
fóta sér han hafði ökulbrækur„ í sögunni
af Gésti Bárðarsyni kap 7
[∫] segir að Oðín “hafði
flekkótta skaut hettur[ok]<ref>[Hornklofi er í
frumskjalinu]</ref>
2) knepta
níðr[i]<ref>[Hornklofi er í frumskjalinu]</ref>1) mílli fóta
fóta sér„ eingin gétur efast um hvernig þessi
hetta hefir verið, hún hefir veríð eíns konar
stutt hekla opín á báðum hlíðonum og með
hött uppaf sem nafnið sannar, hún hefir og verið
með laungum skautum eður hornum bæði
að neðan, bæði bak og fyrir, þessum skautum
kneptu men tíðum saman á milli fótanna. af
þ | þessum skautum hefir hettan dregið nafn
sítt Skauthetta, hínar tvær fír nefndu hettur
sem gétið er um í Finbogasögu og Kjalnesíngasögu
hafa efalaust einnig verið ksaut hettur, first þær
vóru svosíðar, Finbogi girði sína hettu ofaní
brækurnar og Kollfíðr kneptí saman blöðín
á sinni hettu milli fóta sér eins og Oðin gerði á sinni skauthettu

[Eftirfarandi viðbætur eru á hægri spássíu ýmist númeraðar eða eiga við innsetningarmerki í textanum:]
[∫] hóla útg.
1)kaupm. útg 1860
2)öll bestu handrít sögunnar hafa
skaut hetti og mun það vera
réttara en skaut heela hekla,
því allar heklur munu hafa haft
skaut, enn ekki allar hettur, og
varð því að taka það fram,
þarað auki veít eg ekki hvert
nokkuð handrit hefír skauthekla
í Kaupm.h. útg. stendur það sem
gétgáta

bls. 2


helsti mun urin sem hefir verð á þessum
þrem ur hettum er það, að hetta sú er óðín
hefði hefir líkast til veríð með stút first
það er ekki tekið fram að það var kollhetta
en hetturnar þeírra Finboga og koll Kollfiðs
hafa báðar líkast itl verið kollóttar um
hvírfilín, þvi sem nafnið koll hetta sannar,
hettur með strút þóttu lángt um veglegrien
kollhettur, og þess vegna er það beínlínis
tekíð fram í Sturlúngu að tvær foríngjur sem
þar er líst höfðu kott hettur, því það þótti háðug
legt, og þess vegna er það tekið fram að Kollfiður
hafði kollhettu, að það þótti honum sam boðið
sem fíbli, skatu hettan var einkanlega að
því leiti frá brugðín heklunni að hún var
stíttri, og krept saman milli fótanna, en að
öðru leiti mun hún hafa veríð lík, Oðín
er látin bera skaut hettu líklega af því
að hún hefir hérum bíl verið eins og heklan,
enda hefir og skauthettan það sam eiín legt
við hekluna að hún er flekkótt, en einga
aðra yfir höfn þekki eg sem hefir þettað sam
egínlegt víð hekluna eg á lít því að bæði
lægið og líturín á skaut hettunni; og eíns það
að Oðin er látin bera hana, sé meðal annars
sönnu firir því að heklan hafí verið með
þeím hætti er eg hefí fír sagt,

Kjafal

bls. 1

Kjafal


Sú þriðja heklu tegundin er kjafal 1
það var Írskur Skottsskur búningur, en kémr samt firir í
norræn um sögum, í Sögu þorfíns Karlsefníss
kap 7
er gétið um tvö Írsk [∫] þræla hjú er [∫]skottsk
þorfinnur hafði á skipi sínu þau hetu Haki
og Hækja, Olafur konungur Triggvason hafðí
géfið honum þau til figldl figldar. þeirra
búníng er þannig líst „ þau höfðu þat klæði
er þau kölluðu kjafal,1) þat var svá gért at
hottr 2) var á upp, ok opíð á hliðonum, og
eingar ermar á,3) knept saman milli fótanna,
með knappi ok nezlu, en ber voru þau
annar staðar„ þessi lísing er svo nákvæm að
það er óþarfi að auka þar nokru við, men géta
seð hér um bil með vissu, að sú yfir höfn er
ÍrarSkotar kölluðu kjafal, hefir að læginu til veríð
hérum bil eins og sú yfir höfn er Íslendíngar
kölluðu Skauthettu, eg vil benda mönnum
á, hvaða lísíngin á þessari yfir höfn er mjög lík
lísíngunni á heklunni Bragða Mágusar, og
bendir það meðal annars á, að heklan hafí verið
mjög lík þessari yfir höfn, en talsvert leíngri
sagann segir að þau kölluðu þettað klæði kjafal, en áður
er sagt að þau væru skottsk, það bendir á að nafnið sé Skottskt
eður Celtnest, Finnur Magnusson heldur það sé Angelsaxiska
og hefir bentmönnum á lík orð i því máli, en sem þó hæfa
alt aðra merkingu, og sanna þess vegna mjög lítið.4)
____________________________________________
1 kjapal, bíafal, 2 höttr 3 reimar,
4) Grönl. kist. mind.<ref>[ath! skrift]</ref>

Kápan

bls. 1

Kápan


Sú þriðja aðal yfir höfn er hinir fornu Íslendíngar
báru var kápan, sú yfir höfn hafði 2 kosti
fram ifir aðrar yfir hafnir, sem vóru í því folgnir
að hún var skraut fat á höfðíngjum og einnig
eitt hvert hið besta skjólfat í íllviðrum, því
hún var optast bæði með hött(= hettur) og
einnig með erm um, og með því var kápan
einkénni líg frá öllum öðrum skartyfir höfnum,
því sögurnar géta aldrei um hött eður ermar á
feld möttli euður vesli, en þar á móti hafði
heklan
hött en eíngar ermar.
Sögurnar votta að kápan hafði ímíst 1 eður2
ermar í Banda manna sögu 16 bl. segir um
Úfeig karl Skíðarson er han var á alþíngi:
„han var í svartrí erma kápu, ok var hon
komin at sliti; eín var erm á kápunni,
ok horfði sú á bak aptur, han hafði í
hendi staf og broðdí; hafði síðahettuna
ok rak undan skygnur„ það er hér tekið fram
að þessi kápa var komin að sliti, og þess vegna
mundu sumir á likta af því, að önnur ermin
hefði firír elli sakir verið slítin af kápunni,
en sögurnar sanna að þettað var ekki af því
að kápan væri slítin, heldur var það gért
með vilja, að láta hana vera með 1 erm,
þettað fínst víðar í sögonum í Landnamu,
vestf; kap 28
segir um Ljót hín spaka
„ han var í kápu, ok var höttrin
lerkaðr um hálsin ok eín erm á„
1 erm var á Flekkunni hinni mörendu er
Hallur Ara son steypti yfir Sturlu
Sighvatsson fyrir örlug staða fundín
sjá Strunlúngu 6 þatt kap 17 af öllu þessu er auð
séð að kápan hefir opt verið með einni erm
og ef til víll aðrar yfir hafnir þær sem vóru
með ermum

bls. 2


en á þessum stöðum er það tekið fram að þær voru með 1 em af því að
líka hafa veirð til kápur með 2 ermum, sem
Knyttínga vottar kap 92 þar segir„ siðan sjá þeir
Knútur konúngr) hvar mað hljóp fram úr skóg
inum .... Steipti han af sér blárri kápu er
hann var í ok reif af ermina aðra„ það var
vísbendíng til manna Magnúsar Nikulás-
sonar er áttu að drepa Knút, sama vottar
þáttur af Loð brókar sonum kap 1 þar segir
um Ragnar er han bjó sig til að vinna ormin
„ þá fór han i raggaðar klæði brækur og
kápu, ok ermar á ok höttur„ auð séð er að
þessi kápa hafði bæði ermar og hött,
að kápan hafi verið með ermum vottar Bjarnar
saga hítdæla kappa einnin kap bl 49

þar segir„ Björn var í blárri kápu ok gyrði
han at utan„ (Sverðið) er han barðist við
Þorð Kolbeínsson, ekki gat han gírt sverðið
utan að kápunni nemað því aðeins að kápann
hafí verið með ermum eður götum á hlionum
er mátti stínga handleggjonumútum,
sama vottar Eyrbyggja kap 67 er Snorri goði
heim sótti Björn breyðvíkínga kappa með
marga men og vildi drepa han þar segir svo
Snorri goði var í blárri kápu ok reið first,
þat var fánga ráð Björns ..... at han gékk ut
Snorra ok tók annari hendi í kápu ermina 2
er þeir snorri fundust en annari hvefaði han
knífín ok hélt sem honum var hægast at
leggja firir brjóst snorra„ auðséð er að þessi kápa
hefir haft eína erm en þó líklega tvær en
þá sést það ekki með vissu, i Ans sögu
bagsvüss<ref>[ath! skrift]</ref>
kap 4
segir svo um An er han bjó sig til að
glíma við Björn hirðman„ An var þá komín í loðkápu
er móðir hans hafði géfið honum, ekki hafði han
belti um sik, en hún var svá Síð at han dróg
hana eptír sér, meir en álnar lángt, tóku ermar
fram áf höndum honum„ en er han skildi taka fáng=
fáng brögðum víð Björn lág han þegarfallin, því
kápan hindraði han, „An lét(þá) at sér belti, ok
stytti sík upp, ok braut upp ermarnar„ og þá gat
han felt Björn,

[Eftirfarandi athugasemdir eru á vinstri spássíu og eiga við númeramerkinguna 2 hér að ofan:]
2 eptir2eða 3 handrítum

bls. 3


þess má og géta til saman burðar að í sögu
Hjálmtérs og ölver
er loð kápan sú er Hörður
varí látín vera víð og mjög sið og með hettu,
og án efa hefir hún áttað vera með ermum þvi
Hörður er í loð kápunni er han glímir við
bláman og mun han einnig hafa girt hana aðsér
meðan han glímdi, í Gaungu hrólfssögu kap 4
segir að„ ermar voru á„ káponum Vefregju nautum<ref>[ath! skrift]</ref>,
ver þurfum því ekki að orð leíngja þettað því hér
eru nægar sannanir firir því að kápan hafi ætíð verið eður optast
með 1 eður 2 ermum en einga á tillu hefi eg
firir því að hún hafi verið erma laus, nemað það
sem segir í Banda manna sögu að Úfeigur varí
erma kápu og sannar það þá lítið því vel gétur verið
að i sögunni hafi staðíð upprunalega ermar kápa(=sópa
með 1 erm) og sé það tekið fram eínungís vegna þess að
kápurnar vóru opt með 2 ermum, og til að greíníngar,
eg held því að kápan hafi aldrei verið erma laus, en er marnar á kápunni munu hafa haft [Sjá 1]
Það annað er einkéndi kapuna var það að hún var
ætíð með hött áföstum víð háls málið að aptan,
þan hött settu mne upp yfir höfuðíð i íll víðrum,
eður ef men víldu díljast, en annars létu men
höttin lafa aptur á bakið, þettað sanna sögurnar
og þær géta optum að men létu slúta kapuhöttin er men
vildu ekki láta þékkja sig, eins og áður er sagt um Úfeig
karl og um Ljót hin spaka er áður sagt að han hafði
kápu höttin „lerkaðan um hálsin„ það er sama sem
bortin i fellíngar og bundið bandi utanum kápu=
höttin um hálsin eður han hefir veríð samandregin
um hálsin því að lerka og brjóta merkir sama en
í dag í voru máli, í Gísla sögu Súrssonar
bl
segir er þeir Börkur hin digri og hans félagar
höfðu drepið þórð en haglausa, og hugðu að það
væri Gísli sjálfur því þórður hafði farið í kápu
Gísla þá bláu til að villa þá„ nú er frá því at segja
at þeir Börkur koma at blá kápu manninum
ok draga af honum kapu höttin, ok þikir nú
minna kappi en þeir ætluðu, því þeir kéndu
þar Þórð hín huglausa, er þeir ætluðu Gísla.
þessi kápu höttur hefir auðsjáanlega að mestu leiti
hulið andlitið, að kápurnar hafi verið með hött
vottar einnig saga Olafs Triggfasonar Forum kap 80,

[Eftirfarandi innskotsetning er á hægri spássíu, númeramerkt hér:]

[Sjá 1] það lag, að þær hafa verið talsvert
víðar og svo lángar að þær
múnu hafa náð fram firir góma
er kalt var, og munu þeir hafa
brett uppá ermarnar likt og
vér gerum á úlpum en í dag
þettað verður eins konar uppslag
sem er haganlegt.
ní greín


bls. 4


er Olafur fékk Gyðu drottníngar þarsegir svo:
„han hafði vós klæði sín ok loð kápu yst ok steipti
Steypti hettinum„[∫]réttá eptir segir er Gíða virti
firir sér man þraungina er hú átti að kjósa sér
man úr: „ er hún kom firir Olaf lyfti hún upp
kápu hettí hans, ok sá uppí andlit honum„ hér
má og sjá að þessi kápa hefir haft hött, og að kápu
höttur hefir verið svo stór að han hefir að mestu
hulið andlitið í Gaungu Hrólfs sögu kap 4 segir
um kapurnar Vefreyju nauta: „ þær vóru svo gérðar
at ermar vóru á, ok höttr uppaf, ok grímur fyrir
andliti, bæði vóru þær víðar ok síðar„ stundum
segir um stundum annarstaðar í sögunni um kápurnar
Vefreyju nauta að þær vóru loð kápur, og að
Hrólfur hafði síðan kápu höttín erhan vildi
diljast, án þess að það sé gétiðum að han hafi
haft grímunar, og hefir gríman átt að vera laus, og
hefir han gétað losað hana víð höttin þegar hun
vildi eins og men gátu lostað þær við kufl hettína
eg hígg því að grimur hafi adlrei verið fastar á kápum
eður verið hafðar á þeím í staðínn firir ,hött þótt svo
hefði nú áttað vera á þessari töfra kápu, því firir
því hefi eg eingar sannanir,
en frem ur segir í sögunni af Katli hæng kap 5
Kétill hængur hjó höttin af kápu sóta
víkíngs, stigamans.
að Sótistigamaður hjó
hattin af loð kápu Kátilshaugs
alt þettað er eg hefi nú til fært úr sög on um
sinist mér sanna nægilega að það tvent hefir
verið aðat einkénni kápunnar að hún var með
hött, og ermum 1 eður 2, en það tvent fínst aldei samein=
að á örðum skart yfir höfnum. [∫]
Ver höfum áður til fært tvo staði i sögonum
er sína að men gírtu tíðum að sér kápurnar með
beltum en mönnum þóttu þær flaxast of mikið,
en þettað mun hafa verið undan tekning helst
síður í ill víðrum, eður ef men áttu von á að
men kínu að þurfa að verja sig, en endrar nær
er men báru kápur til skarts munu men optast, mun
men oþl
hafa boríð þær á þann hátt, að men
vóru ekki í ermonum, og létu þær lafa lausar
aptur á bakíð hvert heldur sem 1 eður 2 ermar
vóru á káponum og eínín hafa men látið kápu-
höttin lafa aptur á bakið er gott vorveður

[Eftirfarandi innskotssetning er á vinstri spássíu og á við innsetningarmerki [∫] í textanum hér að ofan:]
[∫]samanb Skálholts útg

[∫]Kápu höttur hefir án alsefa
verið með strút, eins og
kufl hötturin og aðrir lausa=
hettir, og hefir sá strútur
imíst staðið upp eður beigst
niður á við og mindað lángt
skott, þannig eru optast
hettir á þess kins kápum enn
í dag.

bls. 5


þannig bar Ufeigr hall<ref>[ath! skrift]</ref> sína kápu á alþíngi
sem fir er sagt sjá Bandamanna Sögu,
en hattin hafði han ifir höfðínu þvíað han
víldí diljast, [∫] þanníg báru men kápurnar opt
í fornöld, og þannig bera men þess kíns kápur
en í dag í útlöndum
men géta hugs aðsér að men komi með þá mót báru
á móti þessu, að sögurnar segi að menn steyptu yfir sig
og af sér káponum sem kugtlínga<ref>[ath! skrift]</ref> vottar kap 92
og Svarfdæla kap 2 þar segir að þorsteínn=
svörfur„ steypti yfir sig„ loðkápunni er þórólfr
bróðir hans gaf honum, einig segir í Bósasögu
kap 8
að„Bósi steypti kór sinni yfir þrælin„
af þessu kinnu men að vilja á likta að kápan hafi
opt verið heilað framan er men steyptu henni
yfir sig sem belg hempum, en þettað er þó eingin
sönnun því þettað gétur verið ónákvæmni
hjá sögu ríturonum, og einnig gétur verið að
kápan hafi tíðum verið knept saman með
nokrum knoppum á brjóstínu og hafi men ekki
ætíð nent að hneppa upp öllum knöppunum
er men fóru úr páponum [sic] og í þær, heldur munu
men opt hafa steipt ser úr þeim og í þær, sem var
hægt því þær vóru bæði víðar og efnis miklar
þettað sannar að nokkru leiti eitt handrit áf Eyrbyggju
þar segir að Björn breyð víkíngakappi„ greip annari
hendi í kápu knappana fram aná brjóstinu„
á Snorra Goða og han mindaði sig til að leggja
með annari hendí með kníf firir brjóst hönum
sem fir er sagt þettað bendir á að kapan hafi
stundum verið knept saman á brjóstinu
og það hígg eg að þær hafi optast verið, og þanníg
hefir að mínsta kosti sá ímindað ser kápuna
er rítað hefir þettað handrít af Eyrbyggju
en aldrei mun kápan hafa veríð knept níður í gégn
heldur einúngis á ofan verðu brjóstinu, það er þessu
til stirkíngar að ríddarar á enskum legsteinum
frá 13uöld 1343
sjást mindaðir í þess kíns kápum, sem
eru þanníg kenptar saman með 4 eða nokkrum knöppum
allra efst ssaman ber [[Heimildir_Sigurðar_málara | Laxdælu kap 75



[Eftirfarandi innskotssetning er á hægri spássíu og á við innsetningarmerki [∫] í textanum hér að ofan:]

[∫] þannig lítur út að Sighvatr
Sturluson hafiog borið sína
kápu, sjá Sturlúngu 4 þátt
kap 30
þar segir um sighvat
er han gékkum völl sín upp
frá húsum á Grund: „han
var í kyrtli ok hafði kápu
yfir sér„ en er han sá þá Rafngil=
ínga riða að garði:„snéri han
í móti þeím ok bráat hendi
ser kápunni„ hefir han
vafið kapunni um handlegg=
ín og ætlaðað hafa hanafirir
skjöld ef han ef hinir sæktu,
að honum, sem fornmen gérðu
opt, bendir þettað á að han
hafifleigt kápunni lauslega ífir
sig án þess að vera í ermonum,

[∫] þarsegir um Haldór Ólafsson að
han„ hafði yfír sér samda<ref>[ath! skrift]</ref> skikkiu
ok á nist laung sem þá var
tíðt„ en er haldór var sestur niður
á völlin þá settust þeir Eyol þorkéll
Eyúlfsson og þosteínn, Kuggason
svo nærri hönum á sínu hönd hver
að þeir sátu á skíkkjunni, en er þeir
vildu veita honum afriki þá spr
spratt haldór upp svo hart„ at
nistín rifnaði af skíkkíunni„
þessi nist sem hér er um talað
hafa að mínu á liti verið margar
smá spennur eður eins konar hr=
röð sem hefir haldíð saman kap
skikkjunni, en rifn aðí úr þá haldor
stóð upp.

bls. 6


en óvandaðar kápur géta men vel hugsað sér
að hafi verið heilar allra efst við kverkína,
svo sem rúma þverhond niðura brjóstið
líkt og s´set á þesskíns kápum á helgra manna
míndum til dæmis í altarís töblunni
á Skarðí á Skarðsströnd
í einutveimur handríti af Eyrbyggju segir að Snorri
goði vari blaðakápu en hin handrítinn segja
að han varí blárri kápu þettað mun einungís
láta til þess að, kapan hefír opt veríð með klofa
eður uppí að aptan eður blöðum, til þess að
kápan gæti þess betur blofíð sig um hestin er
men vidu það var nauðsin lekt á jafn síðri
yfirhöfn, er gérðvar til að ríðaí, en ekki
mun þettað vera tekið fram vegna þess að það
hafi verið óvana lekt að kápan hafi verið
opinn að framan eður með blöðum því það
mun hún ætið hafa verið. [∫]
i Laxdælu kap 63 segir að Lambi Þorbjarnarsson hafði
yfir sér fellíkápu gráa, i öðru handriti heitir það feldkápa
þettað mun ekki merkja annað en það að hann hefir
haft yfir sér víða kápu er féll í fellíngum meira
en vant var, eður hitt að han hefir haft ifir sér
vana lega feld, er hér er kallaður feldkápa
og mun þettað ekki vera nein sér sérskild kápu tegund,
kápurnar hafa opt veríð mjög dírar því þær hafa
verið optast úr mjög vönduðu efni því þar vóru höfðíngja
yfir höfn, en skjaldan hítt egað mikið skraut hafi
hafi verið borið á þær, hvergi í áreiðan legum
sögum hefi eg seð getið um að þær hafi verið hlað=
búnar, en í örvar Oddssögu kap 23 segir að
kápan Öggmundar flóka var„ hlaðbúín á hlið=
um báðum þettað saman ber sögu því ersegir
í Sögu Sörla sterka kap 11 þar segir að Hálfdán
Brönu fóstri varí kápu þeirri er öll var hlöðum
buín„ er han stóð við siglu á drekanum skrauta,
öll sagan um kápuna öggmundar ver mjög lígilega eins
og sagan sjálf, og eins má segja um sörla þáttín
og þess vegna g géta men ekkí talíð þettað eingaungu
gildar sann anir firir því að kápan hafi optverið
hlaðbúín, er hinar á reíðan legu sögur géta als
ekki um það, og ein hver staðar mundu men

[Eftirfarandi innskotssetningar eru á vinstri spássíu:]
á þjóð verskum riddra mindum frá 1123 s
jást og yfirhafnirkapur með 2 nístum
eður skjöldum sem þær eru
festar saman með á hlíðinni
öxlinni

Ey byggja mun vera rítuð á
firri hluta 12 aldar


[∫] í sturlúngu 5 þátt kap 8
segir að Jon Birnason varí
bað kápu ok lín klæðum„
er han kom út baðí ekki
sést hvernig þessar bað kápur
hafa verið en þó er líklegt að
það hafi ekki verið annar
mun ur á þeim og örðum kápum
en að þær hafí veríð skjól
betri en vana lekt var,

bls. 7


verða varir við þaðí í sögonum hefði verið
vana legt að hafa kápurnar hlaðbúnar eíns og getið
erum að skikkjur og feldir vóru hlaðbúnir, en
en þá vil eg ekki með öllu neíta að kápur kunni
að hafa verið til hlaðbúnar
en þara móti hafa men gildar á stæður firir því að
kápan var skreítt með alskonar vönduðu fóðrí
sem gérði þær mjög dírar þær hafa verið fóðraðar með
als konar díra skinn um og jafn vel með grá skinnum
sem jónsbók vottar þar segir svo „sá semá
80 hundrað má bera ólpu eður kápu tvídregna
fyrir utan grá skín„ en auðséð er að þeir sem voru ríkari
máttu hafa kápur fóðraðar með grá skinnum.
tví dregin kápa merkir hér kápa sem er með tvöföldu
fóðri, af þessu er auð séð að kápurnar hafa verið
fóðraðar með dírum skinnum á seinni hluta 13 aldar
og i kringum það er Jóns bók kom út, og öll líkindi eru
að sami síður hafi veríð á 10 og 11 öld er kápan var þá
önnur sú helsta yfir höfn er höfðingjar báru
ó vandaðar kápur voru með flosfóðri eður eins konar
röggvum er síðar mun sagt verða,
kápan hafi næst eptir feldin verið ein hver sú helsta
höfðingja yfir höfn votta sögurnar best, það má svo að
orði kveða aðá meðal Íslendínga var kápan alveg
þjóðar yfir höfn, er höfðíngjar báru meir en flestar
eður allar aðrar yfír hafnir, þeim hefir þótt það
hispurslaus og fagur búníngur sem það var ein kenni=
við kápuna er hinir fornu Íslendíngar báru að hún
var jafnan blá eður blásvört þaðer athuga vert
að Íslendíngar létu sína þjóðar yfír höfn vera jafnan
hafa þjóðlítín sem var dökkblátt, felstir þeir
mestu og bestu Íslendíngar riðu jafnan í blám kápum
sem Íslendíngasögur votta
Njall reið til alþingis i blárri kápu Egill Skallagrímsson
reið til þíngs i blárri kápu með giltan hjálm Snorri goði
reið jofnm i blárri kápu og tiðum i svartri loð kápu,
Ingimundur gamli vatns dæla goði reíð blárri kápu,
Ófeígur Járn g érðarson úr Skörðum höfðíngi reykdæla
reíðí blárri kápu er han heim sótti Guðmundríka
Gunnar föður farðir Gunnars á hlíðar enda reíð í
blárri kápu er han hefndí Steíns hins snjalla bróður
síns Hraf i Einars höfn landnamsmaður reð í
blárri kápu

[Eftirfarandi innskotssetningar eru á hægri spássíu:]
1282 segir í réttarbót
Eiríks konúngs Magnuss.

að skraddarar skuli
takafyrir tvi byrða kápu
15 penn ínga vegna
Norges gamle love III
No2 bls. 16.


1384 áttu skraddarar
i Noregi aðtaka i laun
fyrir tvibyrða kápu 6
penínga uttan silki
Norges gamle love III. No. 120 bls 219.
i rettar ar bót Hákonar konúngs
Magnússonar
, áttu skraddarar
að laka i launfyrir tvíbyrða
kapu örtug Norges gaml
love III. No 59 bls 142.

bls. 8


Síðu hallur reiði blárri kápu, þorvarður Höakuldsson
þorgerissonar ljósvetn ínga goða reið á Hegranesþíng
i blárri kápu, Gissur jarl reiðí blarri kápu þorlákur
biskup var jafnan í blári kápu eður svartri Úfeigur skíðason
var i svartri kápu á þingi, þorkéll trefill var í kápu
öll þessi mikil menni ög stór höfðíngjar Islendínga riðu
i blám kápum og þár að auk mörg af þjóðskáldum
þeirra og hetjum það er talið til gildis Gísla Súrssyni
aðhan reiðjafnan í blárri kápu, Björn hítdæla kappi
vari blárri kápu, þórður kolbeinsson var i blárri kápu
þormóður kolbrúnar skáld vari blarri kápu
hér að auk vóru yngri skraut menni opt í blám kápum
til dæmís þráin sigfusson bolli prúði þorgilshölluson
vestein mágur gísla súrssonar, og fleiri sem oflángt
írði að telja, af öllu þessu er augljóst að það avr<ref>[ath! skrift]</ref> ein =
kenni legt við kápuna, auk þess að hún var hofðingja ífirhöfn
að hún var optast blá, eður blá svört
það er næsta athuga vert að i öllum Íslendínga sögum
sem ek þekki ogsem eru sannar, veít eg ekki nem að 2
dæmi til að kápán hafi annan lít en bláan eður svartan
i Viga glúms sogu kap 26 segir að Glúmur var i
grænni kápu er han reíð uppfrá þverá, en þáreið
glúmur jafnan i blám feldí er Vigfús hersir móður=
faðir hans hafði géfið honum og han hafði á trúnað á
er han bjóst til stórr ræða, i Laxdælu kap 77
segirum Bolla Bollason að„ han hafðí ysta
skarlats kápu rauða en það er tekið fram að han
var þá níkom ín út úr Mikla garði, enskömu
eptir það tók hann upp þan gamla íslendsk síð og
reið i blárrí kápu til mannfunda sem sagan
vottar. hjá Norðmönnum hafði kápan eins
og allar aðrar ifir hafnir marg breittari liti,
i Noregs kon únga sögum er kápan mjög skjaldan
nefndari saman burði við á Íslandi en þær sem eg man eptir
að þar sé g étið um höfðu vóru gráar eður rauðar
Sigurður sýr hafði gráa kápu en það er líka tekið fram
um leið að han var eingin skart maður sjá sogu Olafshelga
kap 47
i sama kapi tula segir að Sigurður sýr var í
skar láts kápu rauðrí en ekki er gétið um vhörnin
hún var til þess verður að géta að i sögonum hafir
skarlat og purpuri ekki ætíð rauðan lít þó að það
værí sá rétti litur það er getið um brúnan og hvitan
purpura [∫] og eins er jafnan tekið fram í sögonum þegar
men höfðu rauða skarlats kyrtla af því skarlatíð sem
þeirkölluðu hefir opt haft annan lit, lilkt og hjá oss en ídag [∫∫]


[Eftirfarandi innskotsetningar eru á vinstri spássíu og eiga við innskotsmerki [∫∫] og [∫] í textanum hér að ofan:]


[∫∫] vér köllum vandað klæðí
optskarlat.
i haraldarsögu
harðráða kap 1
segir um
harald að han hafði rauða
kápu er han fliði úrlandí
eptir orustuna á slíkla stöð
um.

[∫] húngur vaka kap 5