SGtilJS-63-09-10

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: lbs JS 142 b Bréf Sigurðar Guðmundssonar málara
 • Safn: Handritadeild Landsbókasafns
 • Dagsetning: 9. október, 1863
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð:
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind:

 • Texti:

bls. 1


Reykja vik 9. october 1863
Hátt virti góði vin !
Eg þakka yður kærlega firir bréfið og
lögbergis gaunguna. tregt geingur mér að safna
samann upplísíngum um Þíng völl, enn þá
hefi eg feingið talsvert siðann seinast sem mér
þikir þá mikis vert, þó það sé ekki bein linis
um það forna þing, þá má margt biggja á þvi
og eins var það mis skilning, hér er um að géra
að fá sem flest vitni að öllum sögunum
til þess að komast hja liga sögum, enda er
þá síður orsök til að reingja sagn irnar, eg sé
að ekki eru til tök að géra nokkuð verulegt
i þessu máli fir enn menn hafa safn að öllum
þeim sögum ög snn un um er men vita að
hægt er að fá með góðu moti, þviða verð eg
enn sem kom ið er að reingja sagnirnar og veit
eg ekki hver segir réttast þvi sum staðar eru
2 á móti 2 eða 1 á moti 2 eða bræðrum ber
ekki sam ann, en þó er það fátt sérlega á ríðandi
sem mestur ágrein íngur er um, eg hefi orðið svo heppin
að ná í eitt gamalt kort af þing velli sumt er það
eins og það er nú frá 18 öld (liklega snemma) þettað
kort er ekki vel yfir grips mikið en samt sannar það
ljóslega margar minar á liktanir . og skirir full vel margt
sem áður var ó ljost, enn hrindir gjör sam lega mörgum
sögnum sem mér hafa verið sagðar þar á sést lag þing valla
staðar
og kirkjunnar sem er kross kirkja gjör af timbri


bls. 2


þar er sind lögrettann með klukkunni og þara sést
lag á þrens konar tjoldum og eins hlaðnar búðir etc.
eg hefi og orðið var við að ann að kort hefir verið til
enn það er til allrar ó hamingju líklega glatað
eða að minsta kosti finst það hvergi, og átti það þó
reglu menn. skildi nokkuð vera að græða á Alþíngis
bókonum við vvikjandi þing velli nemað það sem þér
hafið sett i lög sogu manna talið. þér eruð vist mjög
kunnugir þeim? en eg er það ekki. og sé mér valla
fært að eiða tima til að leita að þvi eða öðru enn
þvi sem eg man úr sögonum eða dett ofan a við að
fletta þeim, eg geri það sem eg gét, enn miklar vonir
megið þer samt ekki géra yður um minn dugnað.
Þér hafið séð af þjóð ólfi að eg hefi þegar
komið þvi til leiðar að forngripa safnið okkar
er þegar að nafninu stofnað, og öllu þvi sem enn er
feingið er skipu lega komið firir i 2 púltum með
glerloki og er annað alveg fult af fornum vopnum
enn hitt fult af als konar hlutum ur málmi og er sumt mikið
gamalt þar að auki höfum við feingið tals vert af
tré verki eða eigum von a þvi og fleiri vopn um er
eg hefi frétt að fundist hafa ní lega (sverð firir austan) ef til vill
frá forn öldinni, eg hefi ekki enn gétað auglíst
nærri alt sem kom ið er eða eg á von á sem eru
ifir 100 hlutir frá íms um öldum þettað er
góð birjun ef það gæti haldist, enn til þess
þarf pen ínga afl þvi valla gétur það vakið nægilegann
áhuga þjóðarinnar fir enn safnið eikst og þvi er
þolann lega firir komið, þá first skilur alm enningur


bls. 3


það og hefir gaman af því, enn i birjuninni
hlæja men að því - það væri æski legt ef
þeir við forn gripa safnið í Höfn vildu
hlaup undir bagga með okkur og hjalpað oss
um hitt og þettað t.d. bronze og stein vopn sem
hér er alls eingin von á að til sé - líka þurfum
við að fá sumt eptir gért sem þeir hafa í safninu
frá Islandi enn þar á móti vona eg að við
gétum með tím an um stirkt þá i mörgu með
okkar skirslum, og frætt þá um hitt og þettað
sem þá vantar, og jafn vel eptir gért sumt
sem við kunnum að fá og þá vantar.
þettað held ég sé rétt.
Eg hefaði i sumar tekið saman capítula er
ætaði að senda Cultusmínist ernum í líka
stefnu og þér ráð leggið enn eins og þér munuð
vita þá var eg einn mins liðs þvi Þór Arnason
var þá í Einglandi, enn þing ann irnar sem
þá stóðu yfir bönn uðu mér ekki að eins alla
hjálp, heldur líka gérðu þær ó mögu legt
að koma málinu í kríng. svona fór það enn eg
kém þvi á fram færi þegar unt er
1 bolla steinn eða ólafs brauð held eg sé á Múnka þverá
ef eg man rétt eða að minsta kosti þar i grend i Eyja firði.
gaman væri að géra dukkur (brúður) með
Islends kum búning frá öllum oldum enn oss
skortir bæði peninga og þekking til þess enn sem
komið er, þvi miklu meiru þarf að safna af forn menjum
og forn bókum og mindum enn enn er gert ef það á að géta orðið
gért áreiðann lega eða svó í lagi fari.


bls. 4


það væri öldúngis nauðsin legt að verfa sem flesta men
til að skrifa örnefni i sögonum til dæm is um
Egilssogu i borgar firði og Laxdælu. Thorlasius
sagðist þekkja vel örnefni i Gisla sögu súrssonar og mundi
hann fást að skrifa um hana. Sira Pall i Hvammi
í Laxár dal er að skrifa um örnefni i Skagafirði
sem koma firir í sögunum. Páll i Ar kvörn hefir
verið að skrifa um örnefni i Njálu og safn a til
þess, enn hann er nú veikur svo hans lifi og heilsu
er mikil hætta búinn sem stendur, og er það skaði.
viljið þér ekki skrifa þessum mönnum og hvetja þá
ef þér hafið ekki áður vitað af þessu eða gert
það (en látið min ekki verða við gétið) eg
hefi og nokkra von um að skrifað verði um
örnefni og þing staði i aust firðinga fjórðúngi
NB. Það væri sann ar lega óskandi að menn vildu
leggjast a eitt bæði utann lands og innann að
hjálpa hver öðrum i að safna forn menjum,
eða i öllu sem gétur komið þjóð vorri upp, eða
orðið henni til sóma bæði að fornu og nýu,
i staðinn firir að men vilja hlaupa sinní hverja
áttína eins og ótemjur - eða reka hvern annan
af stalli eins og grað hestarnir hans Ofeigs
gamla i skörðum, eg vildi óska að þeirri þjóðlegu
óöld færi bráðum að linna. yður ein lægur vin
Sigurðr Guðmundsson.


bls. 5


[Athugasemdir og skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1930]
Í síðustu árbók Fornleifafélagsins, 1929, voru á bls. 34-98 öll bréf, sem þá
var kunnugt um, að farið hefðu á milli þeirra Jóns Sigurðssonar forseta og
Sigurðar Guðmundssonar málara. Því miður urðu þau 3 bréf, sem hér eru birt,
útundan þá; þau voru ekki komin í leitirnar. Þau fundust í nr. 141 fol. í hand-
ritasafni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafninu. Þótti réttara að láta ekki dragast
að prenta þau úr því að þannig stóð á, þótt þau gætu því miður ekki komizt í
rétta röð með hinum bréfunum.

1. Bls. 92. Bréfið er svar við bréfi frá J. Sig., dags. 17. sept. s. á.; það er
prentað í Árb. 1929, bls. 44-45, sbr. aths. á bls. 100. - Safn Sig. Guðm. af
ýmsum upplýsingum um Þingvöll o. fl. er nú í vörzlum Þjóðminjasafnsins; þar
er með þetta gamla kort, sem hann nefnir, og sem prentuð var mynd af aftan-
við Árb. 1921-22. - Það "annað kort", sem Sig. nefnir, mun vera lítið kort,
sem hann segir annars staðar, að Bjarni Thorsteinsson hafi átt, sbr. Árb. 1921-22,
bls. 2. - Bls. 93. "Lögsögumannatalið", ritgerð J. Sig. í Safni til sögu Íslands,
II. b., sem prentað var 1860-61. - Um stofnun Forngripasafnsins sjá Árb. 1912,
bls. 3-4, og Skýrslu um Forngripasafn Íslands, I., bls. 5 o.s.frv. - Viðvíkjandi
bréfi til "kultusministersins" (menntamálaráðherrans), "Ólafsbrauðum" og bún-
ingsbrúðum sjá bréf Jóns 17. sept., ásamt aths., enn fremur bréf 5., VI., IX. og
7. í Árb. 1929, ásamt aths. við þau; - "verva", dönskusletta (hverve), fá. -
Sigurður kemur hér fram með mjög merkilegt mál. Jón Sigurðsson tók þetta til
meðferðar og kom árangurinn fram í ýmsum ritgerðum í 2. b. af Safni til sögu
Íslands, enda höfðu birzt þar 1861 tvær slíkar ritgerðir áður, aths. við Egils-
sögu og skýringar um örnefni í Landnámu og Eyrbyggju. - Bls. 94. Thorlacius,
Árni, í Stykkishólmi. - Séra Páll í Hvammi var Jónsson. Hann varð 1866
prestur á Höskuldsstöðum og dó þar 8. nóv. 1870. - Fæddur 15. jan. 1818.
Ókunnugt er, hvað orðið hefir um ritgerð hans um örnefni í Skagafirði. - Páll
í Árkvörn var Sigurðsson; f. 17. okt. 1808, d. 18. ág. 1873; hann var alþingis-
maður 1851-63. Ritgerð hans kom út í Safni, 2. b., bls. 498-557. - Séra
Sig. próf. Gunnarsson skrifaði ritgerð um örnefni í austfirðingafjórðungi; hún
kom einnig í Safni, 2. b., bls. 429-97. - "Graðhestarnir hans Ófeigs gamla í
skörðum", sjá Möðrvellinga-sögu, 7. kap. (Ísl. forns. I., bls. 135).


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: archive.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
 • Dagsetning: ágúst 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar