SGtilJS-65-25-04

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: Lbs JS 142 b Bréf Sigurðar Guðmundssonar málara
 • Safn: Handritadeild Landsbókasafns
 • Dagsetning: 25. apríl, 1865
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn


(Titill 1)

 • Texti:

bls. 1


Reykjavík 25 apríl 1865
Góði vin !
Eg er nú svo vondur að eg næ varla upp
i nefið á mér sem menn segja, það er eins og
alt rói að þvi öllum árum að ekkert skuli
verða úr neinu mans fyrir tæki, og hvað dugar
hér að hafa nokkurn vilja, eingu verður samt
fram geingt þó maður leggi tíma og penínga i
sölurnar - enn með þessu móti heikjast allir,
við höfum nú i vetur reint með öllu móti
reina auka forn gripa safnið og setja það i
sem besta reglu, það hefur reindar ekki aukist
mikið enn það eru þó kominn 213 No og
víst fult eins miklu er lofað út um landið enn
það sem mest reið á var feingið, því reksbölurinn
var kominn á, og alm enn ingur var farinn
að géfa safninu út um alt land, en þegar
alt geingur svona bíst eg ef til vill við að þeir
heikist líka, og allir sjá hvað þettað hindrar
safnið að hafa einga pen inga til að borga
fluttning á því sem lofað er einga penínga
fyrir púlkt og skápa undir hlutina svo ekki
verður hægt að sýna það sem hér eptir kémur
og ekki eingang sumt af þvi sem komið er, efað einginn
fær að sjá safnið hvað leingi munu menn þá
hafa gaman af því, eða treista þvi að nokkuð
sé nýtt af því, það er það sem riður á að

bls. 2


géta sint sem flestum alt það sem komið
er því það hvetur men mest. Eg ætla
að reina samt að halda lifi i safninu enn
það er mjög ó vist hvort mér tekst það.
Ca[r]l Andersen skrifar að Thomsen hafi mælt
framm með bæna skránni og er eg hiss á að
það skildi ekki duga, eg veit reindar ekki
hverninn sú með mæling hefir verið enn eg
i minda mér að hún hafi verið all góð.
úr þvi sem ráða er þá riður nú hér lífið á að
reina að fá Thómsen til að géfa safninu
dálitíð því það er væri merki legt firir
safnið og mikilsvert enn þá er undir þessum
kríngum stæðum nær þvi mest varið i það vegna
þess að menn gjætu porrað Is lending upp með
þvi að duga betur safninu. hvað á nú að
géra? fara i alþing það er samt varla til
neins; leita sam skota hjá al menn ing það
er heldur ekki til neins á þessari óðu uppastúng
u öld, þar sem men stínga uppa að biggja hús á
þíng velli fyrir alþing! þettað hefir skýlið
vaxið i vetur
, eg benti yður á að við mættum
eiga von á þessu, og furðar mig samt að það
kom ekki fram i stór kost legri mind.
allar þessar vitlausu uppa stúngur géra alm enn íng
alveg rínglaðann, enn hvað haldið þer að
verði seinna? það á sannar lega að fara að
kveikja i blóðinu á Mörlandanum hér er nú<
að koma út stór katólsk trúar játníng á

bls. 3


islendsku, hér eru prestarnir settir
fallega milli tveggja elda milli katolskra
og gamla magnúsar Eiríkssonar hver skildi
trúa þvi að gamli frater hristi kirkjunnar þjóna
með eins hörðum járn greipum, pestarnir róa
eins og menn sem hafa tann pínu tala um bál og
bruna og drekann sem dragi þriðjúng stjarnanna
i halan um (það er Magnús frater) þettað
hugsa þeir um hann þegar hann er maské i sakleisi
að naga hángi kets rif eða hakalls ruðu sem
lítill matur er í bændurnir bölfa stipts yfir völd
onum og öllu, og mun vist liggja við að þeir fari að
prestonum af gremju alt útaf Magnusi Eirksyni
þvi allir ega að sann færa hann, eða eyði leggja.
því annars eru þeir ekki réttir kirkjunnar þjónar.
það er mikið hugsa sér alt Island i baráttu við
þann mikla heros Magnús. hann verður annar
ás lákur hólmskalli i sögunni, og það ó dauð legur,
þvi vig fus viga gGlúmson vantar. ekki er eg samt
hræddur við þettað þvi það þarf eitt hvað til
að vegkja þessa okkar svo kölluðu drottins þjóna.
ur þeirra að gjörða leisi.
Enn mér er alt ver við Braselíu uppþotið og
þenn ann Einar i nesi sem er vist slæmur refur,
hann vill fá menn i það um alt land, og halda
menn fyrir norðann að það géti horft til
land auðnar ef þessi ferð tekst vel. enn
vert er að margir heldri menn að hálfu leiti
fallast á þettað enda er það eðli leg afleið
ing af þessu stjórn leisi sem geingur ifir alt land
Norð lendingar hatast svo við sunn lendínga
út af kláðanum að þeir eru að tala um

bls. 4


i bréfum til mín að fara i her ferð, eða að
gaman væri að géta farið i her ferð moti sunn lend
ingum ef þeir hefðu vopn eins og þegar þeir fóru að Grími,
eg skrifaði þeim að þettað væri hreisti lega hugsað
og óskaði þeim að það hefði ekki verri af leið
íngar firir þá og geingi eins þegjandi af og þegar
þeir foru að Grími, líka óskaði eg þeim að þeim
geingi dálitið betur við sunn ann men enn forðum
á Orlugstöðum.
um þing völl geingur likt og með safnið Dasent
svarar ekki bréfum sem eg hefi skrifað hönum
eptir hans eginn beiðni, og þvi síður veit eg
nokkuð um kortið sem þettað alt hindrar mig
að géra nokkuð veru legt i þvi máli, sam kvæmt
okkar samk samníng þá má eg ekki géra annað kort
þess kyns yfir þíng völl eins og eg hefi skrifað
yður - þar með figldu og yfir 20 auka mindir
sem hann má prenta ef hann vill enn þó er
eg ekki eins bundinn með þær. enda hefði
varla félagið efnið á að géfa mikið út af þess
konar þó margt af þvi sé reindar nauðsinlegt.
að géra rit gjörð ina án korts væri fá viska og er
mér bráð ómögu legt þvi það skilur einginn eg
verð þvi að hika við þánga til efað kortið kjæmi
þvi betra er þá að veifa raungu tré enn aungvu
hvernig sem það verður, eg hefi altaf verið að
safna meiru og meiru og held að eg sé búinn að
safna þvi mesta sem hægt er að fá af munn mæl
um og sögu sögnum enn þá gétur það dulist
enn hér og hvar og er betra að hafa tímann

bls. 5


fyrir sér i þess konar sökum heldur enn að þurfa
strax að skrifa leið réttíngar og við bætina
mig vantar samt tals vert enn sem eg vildi
hafa til sam ann burðar umvið þíng völl þvi eg
hefi fundið að nauð syn legt er að bera
samann hitt og þetta á þing velli við aðra
þíng staði, og hefi eg þvi skrifað i allar áttir
þar að lútandi, og kémur alt af upp nýt og
nýtt sem þarf að at huga samt má ekki fara of
lángt útí það, mér geingur seint að fá svar frá
þeim sem þér lík lega þekkið margt af þessu hefi
eg skrifað sam ann að nokkru leiti enn ekki er
því raðað enda verður það hálf ervitt, eg
hefi ekki haft tök á þvi, þvi maður verður
að hugsa um magann, sjálf sagt er að þessi
ritgjörð hlítur að verða tals vert laun.
þar mætti skrifa um stóra bók. vel gétur verið
að Dasent breiti öllum nöfnum á kortinu
taki sum [tveir ógreinilegir stafir] burt og setji al önnur i staðinn
eða um turni þvi öllu eg bist við öllu ef
til vill, og eftir því verður maður að hegða
sér með hitt (hver veit nema fleiri fjalli
um það) um viki vaka hefi eg ekkert séð
enda væri það orðið of seint mér dettur
að eins i hug Þór hildar eða háfu þóru
leikurinn að hann kynni að hafa sinn
upp runa frá Þóru ljóðum sem þér efa
laust þekkið og sem eru gérð i líkum anda

bls. 6


Kötlu draum ur þar er talað um háfa
konu eða tröll konu er hét Þóra.
hér mætti bæði tala um svo margt forn
fræðis legt og annað að eg sé mér það
ekki fært i þettað skipti eg bið yður að
eins að reina að hjálpa eitt hvað með
safnið sé það hægt, þvi ílt er ef að
það verður að hætta núna strax.
ekki tjáir að hugsa um margt í einu þó öll
þorf væri á þvi þvi ekkert kémur út af
þvi, ennda geingur ekki svo greitt með
þettað fáa sem maður hefir reint til að
koma til leiðar. kvenn bún ingur inn er það
einasta sem nokkurn veginn hefir miðað
áfram enn sem komið er og það litur út
að það ælti að minsta kosti first um sinn að
halda á fram ekki sé eg enn mót til
annars enn ekki er leingi að skiptast
veður i lopti enn maður verður að vera
von goður og þolinn móður
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 7


[Athugasemdir og skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1930]
3. Bls. 96. Þetta er eina bréfið, sem nú er víst, frá Sig. G. til J. Sig. frá
árunum 1865-67, og ekki eru heldur vís bréf frá Jóni Sig. til Sig. G. frá þeim
árum. Carl Andersen, fóstursonur og frændi Þórðar háyfirdómara Jónassens, að-
stoðarmaður við Þjóðfræðissafnið í Höfn og síðar umsjónarmaður Rósenborgar-
safnsins; d. 1883. - Thomsen var forstöðumaður forngripasafnsins í Höfn. -
Bls. 97. "Byggja hús á Þingvelli fyrir Alþing". Hin gamla hugmynd frá endur-
reisnartímum Alþingis. Ekki blés nú betur en fyr. - Hugmyndin er ekki gleymd
enn og sennilega kemst hún í framkvæmd, þegar þjóðin er orðin nógu "þjóð-
leg". - "Katólsk trúarjátning", þ.e. Útskýring um trú katólsku kirkjunnar,
Rvík, 1865. - Magnús Eiríksson gaf út þetta sama ár rit sitt, Jóhannesar guð-
spjall og lærdómur kirkjunnar um guð. Þeim lenti síðan saman í ritdeilum,
katólsku prestunum og Magnúsi. - Einar í Nesi, Ásmundsson, er síðar samdi
verðlaunaritgerðina "Um framfarir Íslands", sem Bókmenntafélagið gaf út
(1871). - "Grími", amtmanni Jónssyni. - "Á Örlygsstöðum", í hinum alkunna
bardaga 1238, þar sem þeir féllu feðgarnir, Sighvatur Sturluson og synir hans
fjórir. - Bls. 98. "Þórhildar- eða Háu-Þóru-leikurinn"; um þá leiki sjá "Ísl.
vikivakar og vikivakakvæði, Kh. 1894, bls. 97 o. s. frv. og bls. 137 o. s. frv. -
Þóruljóð eru í "Ísl. þulur og þjóðkvæði", Kh. 1898, bls. 92-94, og Kötludraumur
er s. st., bls. 4-29. - Í greinargerð sinni um Háu-Þóru-leik vitnar höf., Ólafur
Davíðsson, í bréf frá Sig. Guðm. til Jóns Sig. 1864; hefur það verið annað bréf
en þetta og er nú óvíst, hvar það er komið niður.
Í skýringum við 9. bréf í Árb. 1929, bls. 103, stendur af vangá Páli bókb.
Sveinssyni fyrir Páli stúdent Pálssyni.
Matthías Þórðarson.


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
 • Dagsetning: ágúst 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar