SGtilJS-70-07-04

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: ÞÍ.E10:13/07.04.1870 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
 • Safn: Þjóðskjalasafn
 • Dagsetning: 7. apríl, 1870
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð:
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

 • Texti:

bls. 1


Reykjavík 7 Apríl 1870
Hátt virti Góði vin !
Eg kann ekki við annað enn að skrifa yður
fáar línur eins og vant er, þá alt sé hér fremur
dauft og dirðar litið og óvana lega litið efni
til að skrifa um, um forn gripa safnið er það
að segja að nú erum við bún ir að biggja herbergi
firir það fram á kirkju loptinu sem er 9 al.
á leingd, c. 8 ál. á breidd og c. 5 1/2 á hæð, þvi
er skipt i þrent, i stæðsta herberginu eru heingd
upp gömul tjöld alt í kríng að ofan(reflar) og tjald þar i
niður frá, þar eru settar upp 2 gamlar stoðir 5 al.
lángar allar út skornar, þar er gamli stóllinn
á milli þar eru og gamlir skápar og margt inv-
entorium, kirkju merkið út skorið díra tre
og þar yfir 2 ljós sem halda merki á milli
sin hurd 3 al. 16" á hæð með fornum lömum
sem kvíslast um alla hurðina, hurðar hríng-
urinn silfur smeltur og platan undir honum
og kríngum skrár gatið, þegar maður sér
þettað sett upp í reglu þá finst mér maður hafa
miklu glöggvari hug mind um okkar gömlu
húsakinni enn eg hefi áður haft - í næsta
her bergi er sett upp gamalt rúm með rekkjurefli
og á breiðu yfir þar hjá standa á hillum als-
konar á höld kniplskrín kistlar trefla stokkar
trefla öskjur spónastokkar ets. þar á að koma
stór skápur með búníngum frá 18. öld -
í þriðja her berginu er mest af ímsu smá vegis
vopn og þess konar, enn þá hefi eg vegna plássleisis
orðið að láta púlktinn standa her og þar sem eg

bls. 2


hefi best gétað, þettað hefi eg nú gert i vetur,
helmíng urin af safninu var áður pakað niður i
kassá svo ómögu legt var fyrir mig að komast
að þvi til að skrifa um það fram hald af skirslunni,
enn eptir að herbergið var buið (sem eg líka varð að
hafa um sjón með) þá hefi eg haft fult i fángi að
koma öllu fyrir, og það er enn ekki nærri búið
því eg þarf nú að arga i smiðonum að fá smíð
aða skápa og margt fleira fyrir safnið til þess
að það verði sínt, því annars getur það ekki
feingið álit hjá alþiðu né út lendum sem
er það mesta lífs spusmál fyrir safnið,
biggínginn kostaði safnið 88 Rd. og við vórum
komnir í 43 Rd. skuld, þvi það varð annaðhvö-
rt að bogna eða bresta, enda hefir sú vogun
okkar orðið happa sæl, fist stjórnin lét undann
þessir 500 Rd. er góður stirkur í bráðina til
að koma á góðum reksböl, og vernda það sem
komið er, ekki veit eg nær eg gét komist að að
semja skírsluna eg á lít þó það sé mjög nauðsyn
legt að það sé þó enn nauðsyn legra að reina
að koma því sem best fyrir sem komið er svo
það verði sínt - Það er gömul hús eða skála
mind i Bestiarius eða minda bókini í
A. M. safninu mig lángar til að fá að vita
hvört það sést í textanum eða málinu þar hja
i sömu bók hvaða hús mindinn á að tákna
mindina hef eg<image>[mynd af húsi]</image> hún er lík þessu i aðal
dráttonum,
líka lángar mig mjög til að biðja iður um að
útvega mér eftirmind af mindinni af
Valhöll i A.M. safninu i Eddu handriti
frá 1680 og hvaðann handritið er, þettað er mér
áriðandi, (frá Bæ í Hrútaf. til Magn. Jónss. á Leirá
frá [tvö óljós orð] Árna - ritað 1680.

bls. 3


Hér i bænum hefir alt verið mjög dauft
og dirðar lítið i vetur aungvar skémtanir nema 2
tombólur fyrir kaupmenn, og handverks
manna sjóðinn, sem er nú orðinn á 5 hundrað
dali. Einhver óvanalegur kulda kur
til Dana geisar ifir alt land og briddir á
hönum töluvert við og við i blöðunum
framar venju, i smágusum enn þá hefur hann sint sig
mest i verkinu i verslunar samtökunum,
viljann vantar ekki ef ekki fram kvæmdar
higgindinn bresta, þvi sá forni óvinur var
kaupmennirnir er slægari enn þeir, og
mun ekki láta sitt eptir liggja -
Það á að verða dans i skólanum þann 8
Eg hefi von um að öllu for falla lausu
að 4-5 stúlkur fari þángað i níum
Islenskum skautbúníng, sem þær hafa eptir
mínum ráðleggíngum fundið upp og ætla að
reina að hafa sem ball búníng, búníngurinn er al
hvítur nema kringum hálsmálið og ermarnar fremst. og hér um bil alveg sá forni kirtill
að læinu til með hálf ermum (skautermum)
svo við hann má hafa bæði men og arm-
hrínga, hann er allur viðari og letti legri enn
hinn og á betur við dans, alt sama siflur á
að hafa við hann og hinn og eins möttul,
máske maður géti svona smá samann smeigt inn
fornu bóningonum með lægi, eg heiri undir
væng hjá Dansklunduðu drósonum hér
í bænum að þeim þikkir þettað eins konar
óhæfa og "gamla sérviskann úr mér" þ svo eg
bist við að ef af þessu verður að það Dansk
Islenska, og Islenska kvennfólk lendi í

bls. 4


striði útúr þessu, þvi þær Dönsku hafa
gért alt til að spilla þessu með kjaptæði um
bæinn, og er þvi komin kérgja í hinar, eg hlakka
til að sjá hvörninn kvenn þjóðinn stendur sig ef í
strið fer því þettað er orðið eins konar
tegund af frelsis og þjóðernis striði þeirra
á milli, varla dettur þettað mál niður
með öllu
nú hefi eg ekki meira að skrifa að sinni
fyrir géfið þessar fáu línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
13. Bls. 70. Bestiarius (eða Physiologus) er í handr. nr. 673 A, 4to., í hand-
ritasafni Árna Magnússonar. Hann var útgefinn í Aarb. f. nord. Oldkh. 1889, bls.
199 os.frv. af V. Dahlerup, og fylgdu þar með eftirmyndir af handritinu (eða
handritsbrotunum), sem Fornfræðafélagið hafði gert skömmu eftir miðja öldina
og ætlaði þá að gefa út; sbr. XII. bréf hér á eftir. Myndin, sem Sigurður á við,
er á bls. X, við grein um salamöndruna (eðluna) og er sett með tilliti til þeirra
orða úr orðskv. Salomons (30., 28), sem vitnað er til í greininni: "svá sem
stellíó, byggvanda í konunga húsum". - Bls. 71. Hjá orðunum "Myndina hef
eg" hefir Sig. sett í bréfið litla eftirmynd af húsmyndinni í handr. eg enn frem-
ur þessi orð hjá: "Hún er lík þessu í aðaldráttunum". - "Eddu-handriti frá
1680"; Sig. á við nr. 738, 4to.; í safni hans er bók með ýmsum eftirmyndum af
myndum í fornum handritum og er þar í laust blað með eftirmynd, sem hann
hefir fengið frá Jóni, og hefir Jón skrifað skýringar við. Segir hann þar, að
handr. sé komið til Árna frá Magnúsi Jónssyni frá Leirá, en þangað hafi það
verið komið frá Sigurði Gíslasyni í Bæ í Hrútafirði; er þetta eftir upplýsingum
Árna sjálfs; sbr. Katalog Kálunds, II.,


bls 167-70. - "Dans í skólanum þann
8.", þ.e. apríl, daginn eftir að bréfið er skrifað, afmælisdegi konungs, Kristjáns
9., - "skólaballið", sem það var ætíð nefnt. Sig. skýrir hér greinilega frá gerð
og uppruna kyrtilsins. - Má undarlegt heita, að þessi búningur skyldi ekki verða
algengari og ekki tíðkast meira nú en raun ber vitni um, svo fallegur og hent-
ugur sem hann er.


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
 • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar