SGtilJS-70-07-09

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

<math>Insert formula here</math>* Handrit: ÞÍ.E10:13/07.09.1870 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara

  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 7. september, 1870
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavík 7 september 1870
Háttvirti góði vin,
Eg þakka yður margfaldlega fyrir allar mind-
irnar sem mér líkuðu mikið vel, eg þarf þær ekki
betri né meiri upplisíngar um þær, að sinni
mér þótti líka mikið vænt um að fá Bestiarius
af því að eg hafði ekki áður allar mindirnar
úr hönum maður ætti að safna að sér sem
mestu af islenzkum mindum til forngripasafn-
sins að þær séu þar til hvað sem fyrir kann
að koma eg hefi þegar all gott safn af þeim
þó mig vanti margt - kvenn mindirnar úr 345
er ágætt að hafa feingið þvi þar sést allur búníngur
inn frá 16 öld greini lega, og líka silfrið þesskins
koffur, belti, brjóst spennur og sylgjur sem þar
er sínt hefi eg þegar gétað feingið frá 16 öld
og þar að auki möttuls nisti eða skildi, og gamla
laufa prjóna sem þó eru ef til vill nokkuð ingri
samt er það óvist. Uppá þennann máta
gétum við sett upp búningin frá 16 öld þegar
hver vill ef við höfum efni á þvi, og eins
ætti maður að géta feingið flesta búníngana
frá 18 öld ef lands menn vildu dálítið
hjálpa til, enn það er eins og áhugi þeirra á
safninu fari alt af minkandi eptir því sem
safnið eikst og þær meiri krapt, Islendingar
eru furðannlega lauslindir og vilja alt af
hlaupa frá einu til annars, þvi það
er eins og þeir haldi að alt gángi af sjálfu sér
og ef það bregst þeim þá fellur þeim allur
kétill i eld (enn það hlítur að bregðast)

bls. 2


Þó gétur verið að harðindin, og sam gaunguleisið
sem kom af illri verslun sé mikið orsök í því
enn þó varla ein gongu, því þeir fást varla til
að skrifa bréf eða svara bréfum nema einstöku
og það eptir margar atrennur þeir virðast að vera
orðnir miklu daufari enn first safnið hefir nú
802 Nr. i alt það geingur seint - þessi deifð lísir
sér reindar i öllu eða réttara sagt þrótt leisi,
verslunar sam tök Norð lendinga birjuðu að sönnu
stórt enn hafa hjaðnað, allir þikjast vera
kúgaðir af kaupmönnum (og það eru þeir) enn
einginn held eg sé sá sem hefir þrek til að
vinna það til að minka kaffe og brenni-
vins kaup til að losast ögn undan rassinum
á kaupmönnonum hér vantar enn alla
kérgju og alvöru jeg vil ekki seigja hatur þótt
það sé næst minu skapi, samt gétur það
orðið útúr að gamanið fari að grána allra
helst ef Danir fara óvarlega og og það géta þeir
varlega fara heimskir skjaldann, eg held
það sé kominn mesta í lands menn við
þá konúng kjörnu biskupinn mun verða
eitthvað var við það í seinni tið, Islendingabrags
málið hefir vakið megna óánægju hjá alþiðu
bæði hjá körlum og konum og ekki minst hjá
konunum eg hefi orðið var við bæði fundar-
höld og als konar sam drætti á norður landi
út úr því - þér minnist á félög hérna i
Reykja vik það er verst að þótt menn hafi
alt þá vantar mikið, verkmenn hér eru ekkert
Handverks menn eru þó dállitið, þeir hafa
þó líklega best geingið fram i að koma á
stað verslunar samtökonum

bls. 3


og það var þeim að þakka að Sigfús komst
til Nor vegs það er þó dálítið, enn það versta
er að þeir tor triggja hver annann svo hroða lega
að einginn trúir öðrum, þeir képpast lika um að
smjaðra sig upp við embættismenn af á bata von
og eins við kaup menn, þó eru undann tekningar
enn fáar þá eru tomthús mennirnir þar
tekur nú ekki betra við þar er ofur megn
heimskunnar og eiginn girninnar þeir hafa
opt reint að hafa samtök enn eg held altaf
til ils og skammar og þá hefir þeirra samband
alt af slitnað sem reindar er von þvi foringinn er
ekki góður Þér þekkið vist Jón i Hákoti
hann er búin að géra þá hreint vitlausa út
úr spítala löggjöfinni, mjér líst mjög illa á
það mál og það er undar legt að Haldór friðriks.
skuli máské mest blása að þeim kolum að æsa
vitlausasta flokkin i þvi sem eg held að vest
gégni - allir þessir flokkar eru svoleiðis að
eg hefi aldrei getað séð ráð til að nota þá
veru lega til nokkurs gagns eða fram kvæmda
og hefi eg oft reint það bæði munn lega og eins
með að láta lista gánga þeir skorast alt af allir undan
öllu peninga til lagi enn vilja láta aðra kosta alt
og, þess vegna gat tom bolann geingið af því
það var að fara i annara vasa enn ekki þeirra
það vóru líka ekki nema 2 eða 3 af öllum flokknum
sem vissu af þvi að verslunar samtökin vóru
stirkt af þeirra sjóð, vilji maður geta brúkað
þess kyns fólk þá verður maður að brúka tóma
slægð sem þeir ekki geta séð við, það þarf enn
þá að kreppa meira að löndum okkar til þess þeir
betrist, skildi þá ekki vera snjallast þótt ljótt sýnist

bls. 4


að koma þeim í sem mest illindi við Dani
sem þeir géti ekki smokkað sigsér útúr nema
með dugnaði og sam tökum hér vantar kérgju,
og af því kérgjan var komin i verslunar sökonum
þess vegna hafa Islendingar þó sínt dálítin dugnað
i því máli, eg held að menn verði að fara að
láta skríða til skarar og sigla með gapandi höfðum
og gínandi trjónum á Dani.
Eg bist við að Vorsaa fari undann i flæmingi
þótt við skrifum hönum, og gaman væri að fá
eitthvað. enn satt að segja þá hefi eg varla skap
til að né krjúpa hönum hvað eptir annað þegar
að han hefir ekki dreing skap til að halda orð
eins og ærlegur maður hann lofaði biskupnum að
senda okkur og mér og yður hefir hann géfið góðar
vonir - eg er hræddur um að það dragi ein hvörn
dylk á eptir sér að að eiga við hann, enn pláss
hefðum við líklega fyrir það þegar búið er að
laga til her bergi safnsins hvað brúðu höfuð
inn snertir þá held eg að þau þirftu ekki að vera
sér lega dýr þvi þaug meiga flest eða öll vera
hár laus nema ef menn vildu syna búning frá
elstu timum, mest kémur uppá að höfuðinn séu
frið og vel gérð og væri best að hafa nokkuð
háfan topp topp upp af enninu <image>[portrettmynd af brúðuhöfði]</image> til þessað faldurinn
tolli betur, eg þarf að fá 2 höfuð gérð á þann
hátt, og svo 1-2 gérð á annann hátt
Eg vil biðja yður að útvega mér 1 höfuð
hal hár laust og sendi eg hér með 3 Rd
sá sem skrifaði á móti mér um biggíngarnar
hét H. Hoff aðjunt við ein hvern skóla eg gét
ekki sem stendur fundið bókina innanum skóla skirslu
ruslið á bóka safninu fyrirgefið þessar línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
16. Bls. 77. "Íslendingabrags-málið", út af hinu alkunna níðkvæði Jóns
Ólafssonar. - "Sigfús", þ. e. Sigfús Eymundsson ljósmyndari. Hann o.fl. voru
þá að reyna að koma á fót verzlun við Norðmenn. Komst á fót "Hið íslenzka
verzlunarsamlag í Björgvin". - Jón í Hákóti var Þórðarson, Gíslasonar. Hákot
var hér vestur-undir Garðastræti, sem nú er. Hann var þurrabúðar- eða "tómthús"-
maður, sem kallað var, varð bæjarfulltrúi; dó 1902; talinn merkur maður; sbr.
Sögu Reykjavíkur I., 271.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar