SGtilJS-70-30-11

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/30.11.1870 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 30. nóvember, 1870
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 30 Nóvember 1870
Háttvirti vin!
Eg ælta i fáum orðum að drepa á hvað gérst
hefur verið síðann seinast, forngripa safnið er nú
búið að fá i stand 2 herbergi sem eru til
samans 16 alnir á leingd og vel há og breið, ð
þaug eru á fram kirkju loptinu, lika hefir
stipts bóka safnið verið stækkað alt að helm-
íng, svo bæði þessi söfn hafa fyrst um sinn nóg
húsrúm þó einkum stipts bóka safnið; alþingis
tiðindin og bókmenta félags bækurnar eru
fluttar upp i skóla bibliótek, og þar kom mönn-
um samann um að væri hentugt með tímanum að búa til
herbergi handa því uppá lofti sem gæti orðið
bæði stórt og hentugt Jens bróður yðar hefir vist
skrifað yður um þettað. Þannig held eg að
þessu sé nú komið fyrir svo hentugu sem
unt er fyrir öll þessi félög eins og stendur.
svo að öllu þessu sé þannig bjargað í
nokkur eptir fylgjandi ár - safnið hefir nú
feingið alt að 830 Nr i alt og eru þau mörg
góð; eg er búin að kasta upp allri skírslunni
um alt það sem komið er til datum, og ætlast
eg til að eg géti sent það með fyrsta postskipi
í vor, það mun alt verða alíka stórt og fyrri

bls.2


bæði eru Nr. fleiri og og svo mörðg af þeim
merkari, eg held að þaað se nauð synlegt
einkum i byrjuninni að skrifa nokkuð
ítarlega um þá hluti sem komnir eru, einkum
þá sem skjald gæfir eru og óþekktir af alþiðu;
það skírir fyrir mönnum til gáng safnsins og
og kann að auka áhuga alþiðu á safninu
sem mér finst að heldur sé að minka eins
og á öllu því sem hefir staðið nokkur ár;
þvi þá vilja menn fálma eptir nýju.
Líka þarf að géfa skírslu um þá hauga sem
hefir verið grafið í nýlega og jafnvel að skrifa
eins konar leið beiníngar hvernig grafa á
i hauga, eg hugsa mér skírsluna eins og
eins konar tegund af forn fræðiss annál,
og jafn framt einskonar ruslakistu til
kúltúr sögu Islands, einkum frammá
15 öld sem maður geti með tímanum
fundið í lísíng af vopnum, biggingum, og
búíngum, etc. einkum fram til 1500 og
séð flesta þá hluti á safninu, eða þá gamlar
mindir af því, enn það sem við víkur
forn öldinni og alt að 1500 verður að
útskírast sér í lagi að undann teknu sumu
t.d. sumum vopnum og kven skarti

bls. 3


sem sést á safninu, það er auð vitað
að þettað gétur ekki orðið nein alveg samann
hángandi heild, enn litil byrjun getur þó
verið betri enn ekkert til a ðvekja áhuga
manna; og þess vegna held eg það væri mjög nauð
sýnlegt að skýrslann gæti komist út i vor
ef unt væri. eg vona að þér hafið feingið frá
mér bréfið um dúkkuhausin, eg fer nú
að láta smíða stórann skáp fyrir þess-
kyns dót, það er svo er ervitt að fá hér nokkuð
gért að maður brúkar þréfalt meiri tíma til
als enn annars væri þörfá -
Hér er alt slegið í dúnalgn einkum siðann
Jón Olafsson fór, alt virðist mér hér sofandi
og að gjörða laust, svo eg er dauðhræddur um
að allar þær fram kvæmdir sem byrjaðar voru
i fyrra safni nú alveg útaf, vitleisann
vakir sámt þar sem eru tómthúsmennirnir og
spítalagjaldið. verslunar samtökin eru
sára dauf allir þeir heldri svo að segja
geispandi og sofandi og hirða um ekkert,
eitthvað eru samt vestfirðíngar, Húnvetníngar
og Borgfirðíngar enn vakandi þeir síðast
nefndu samt helst af þvi að kaupmenn voru
heimskir að senda upp í borgarfjörð
fyr verandi Skúla Norðdal til að rukka
miskunar laust alla sindara þeirra

bls. 4


hann var trúr i þvi og stefndi jafn vel
dauðum kérlingum að sagt er, Borgfirðíngar
drógu að þessu dár mikið og ortu um ferð
Skúla drápu dróttkveðna, áður voru
men búnir að irkja um han grílu kvæði
og siðast reistu þeir honum níð vestur hjá
Garð húsum og klæddu út brókarkvísl og
og Skirðu Skúla, það var þegar hann var að
exikvera spitalagjaldið. eg hefi skrifa 4 bréf
norður og 2 austur i múlasýstur til að reina
að porra menn upp til verslunar samtaka
einkum við Norðmenn því eg vil þeir fai versl
un kríngum alt land og það sem fyrst það gér-
ir okkur geig væn lega bæði við kaup menn
og stjórnina og með þvi gétum við best sem
stendur hefnt okkar á þeim, hér dugar
einginn góð menska, mikil neið er að hafa
hér ekkert blað sem neitt dugar það þarf
að segja sann leikann óskrælaðann þvi annars
tekur einginn eptir hönum
ekki ætlast eg samt
til að menn segi alt hugsunar laust -
er það satt að Gröndal se orðinn ein roða
tíkínn Dana? eins og Gisli; og jafnvel
Jón Olafsson eg er hreint hissa á kinslóðinni
þeir vilja helst vera eins og kamarshurðar
snerlar sem má snúa i allar attir, maður
getur eingum treist; fyrir gefið þessar línur
yðar
Sigurður Guðmundsson

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
17. Bls. 80. "Fyrverandi Skúla Norðdal"; um Skúla Norðdal sjá Sýslu-
mannaæfir, II., bls. 750. Hann varð sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu næsta vor, en í Dalasýslu 1877; dó 1881, tæplega fertugur. "Gísli", Brynj-
ólfsson.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar