SGtilJS-71-27-11

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/27.11.1871 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 27. nóvember, 1871
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 27 Nóvember 1871
Hátt virðti góði vin!
Eg þakka yður fyrir sendinguna með næst
seinasta skipi, hún kom sér einkar vel
þvi öll um sjón forngripa safnsins næst
liðið ár og þar á undann hefir orðið mér
næsta þúng bær því eg hefi orðið að hafa
besta timann í safnsins þarfir, fyrst til að
semja skírsluna, þar næst til að sjá um
smíðar á skáponum og á her bergjunum,
og siðast að raða safninu, þettað mátti
ekki dragast því þá var á huga landsmanna
á safninu öllum lokið, það vildi vera mjög
mikið gagn fyrir safnið ef skirslann kæmi
svo fljótt út sem auðið er, því á hugi lands
manna á safninu er altaf eins og að mínka
bæði af eins konar lausúng, og af þvi safnið hefir
nú verið til nokkur ár, og svo líka af hinu
að skýrslann kémur ekki út, þeir segjast
ekki vita hvað við gérum við hlutina og sumir
vilja jafnvel fá þá aptur, og standa á okkur
eins og hundar á roði; neinínginn er
að þeir vilja fremur sjá nafn sitt á prenti
enn géra föður landinu gagn - eg
held lika að þessi skírsla sé ekki ónítur hluti
af safni til sögu Islands, þvi i henni er
mikil lísing á búníngum og háttum manna
hér á landi einkum eptir 1500, sem mörgu
hvurju er furðann lega örðugt að smala samann,
og er ekki til annarstaðar, það er eins og stendur að eg
held, ekki hægt að lýsa siðum manna hér

bls. 2


á landi eptir 1500 ítar lega eða á annan hátt því það eru
fjarska miklar eiður i þekkingu manna i
þeim efnum, maður verður fyrst að safna
til þess af alefli og er þá efa samt hvort
menn fá það næi lega rann sakað með ann
tími er til, hér er ekki þvi að heilsa að maður
géti beinlínis farið eptir útlendum siðum.
Siðann alþíng hætti er hér öllu slegið í
dúnalogn, það sést ná lega ekkert lífs-
mark á mönnum, einasta heirist kraftlaust
nöldur út úr veitíngu dómkirkju brauðsins
og sameiníngu Mýra og Borgar fjarðar sislu.
einginn visa hefi mér vitann lega verið kveðinn,
það er eintómt sólskin og blíða i hjörtum manna
enn einginn Dana hrollur, Norska versl-
uninn er á hausnum eins og stendur, og er
valt að sjá hvað Borg firðingar nú géra, Sigfús
liggur i rúminu; einhver hreifíng er i vestann
mönnum, og einkum Skag firðingum þeir
austann vatna tala um að kaupa Grafaróss
verslunar hús, enn þeir vestann vatna tala
um að biggja búð á sauðar krók þeir
hugsa vist um sjálfs verslun; að austann heyr
ist ekkert lífsmark. - nýa blaðið fórá hausin
það fégst ekki það hálfa af áskrifendum
sem þurfti, það er batt að berjast við slíka
alþíðu - nú eru (eins og þér sjáið af Norðann-
fara Nr. 42-43) konurnar farnar að taka hönd í
bagga með, að reina að halda við

bls. 3


þjóð erni voru, máli, búning, þjóðlegum
nöfnum, og fleiru; það ætti að stirkja þær
og hvetja á allar lundir til að géra sama
yfir alt land, eg hefi skrifað þeim, enn það
eingöngu mun verka litið, opt hefir mér dottið i
hug að leita yður álits um hvort ekki væri
tiltök til að prenta smá samann fáeina
búníng uppdrætti sem væru reindir og útvaldir
það gæti verið i smá heptum t.d. 10-12 i hepti,
eg þikist sjá fyrir að flestir þeir uppdrættir er
eg hefi gért líði undir lok ef eg dey, því
því þeir eru litið sem ekkert hyrtír þegar
búið er að brúka þá, þvi flestum þikir
hægurinn hjá að leita til mín ef eitthvað
þess konar vantar, enn farið gétur svo að þettað
blissi, þettað gæti ekki að eins leiðbeint kvenn-
fólki um alt land jaft og bætt þess smekk, enn
það gætu líka eins gull smiðir söðlarar og
þeir sem grafa horn, og kopar og skéra i tré
haft gagn af því eins og kvenn fólkið,
eg þikist skilja að þettað væri einúngis tiltök
ef maður gæti látið Autografera það,
það gæti varlla orðið dýrt, enn mér er ekki
ljóst hvað mörg exemplör maður gétur
Autograferað með sömu plötu, um þettað væri
gaman að forvitnast, slikir uppdrættir þirftu
ekki að vera neitt serlega fínir bara að
lægið sé rétt - opt hefi eg orðið var við
i mörgum greinum að það er ímsu til
tálmunar að okkur vantar greinilega
ritgjörð um karlmans búnínga i fornöld

bls. 4


meðal annars þá er eg viss um að karlmenn
tækju þá upp af sjálfu sér meir eða
mina forn búnínginn, menn tala nú
margir um það einkum i seinni tið, enn
öll slík fyrir tæki þurfa að standa á
föstum sögu legum grundvelli; þvi annar
verður einginn föst stefna til að fara eptir,
og mótmælendur géta með meira afli nitt
það alveg sannana laust og gért úr því
enda laust hringl; þettað vildu menn géra
við kvenn búnínginn enn gátu það ekki
því þá báru menn fyrir sig með ritgjörðina
um kvennbúninginn og sögðu hana enn óhrakta,
og eins óhrekjann legar mindir og hluti sem
eru á forngripa safninu - Eg tala
um þettað bæði í gamni og alvöru enn
vildi samt heyra á lit yðar um það
þvi eg held að það sé þess vert, það gétur
að visu verið meinínga munur um það
að hvað miklu leiti að það sé rétt að taka
hér upp flesta okkar fornu þjóðbunínga,
enn hitt alit eg sjálfsagða skildu að reina
að þekkja þá ef það er unt og efni eru
til þess- þó það séu ekki nema 14 stúlkur
sem eg hefi sagt til i uppdráttar list, þá vona
eg samt að það lægi ögn þeirra smekk og verkn að,
og stirki hin fyr greindu mál efni.
fyrir gefið alt þettað uppa stúngu rugl
yðar
Sigurðr Guðmundsson
[Texti kemur fyrir á vinstri spássíu pappírsins]Sverrir hefir bigt stórt stein hús suðrí vogum sem er alveg komið undir þak það er gott.

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
19. "Veiting dómkirkjubrauðsins"; það var þá veitt (4. sept.) Hallgrími
Sveinssyni, síðar biskupi. - "Sameining Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu" var á-
kveðin 11. okt. og var Theodor Jonassen þar sýslumaður. - "Norska verzlunin",
þ.e. "Hið íslenzka verzlunarsamlag í Björgvin". Um það sjá t. d. "Fréttir frá
Íslandi" 1871, bls. 33, 1872, bls. 21-22 og 1873, bls. 25, og í Þjóðólf, XXV., bls.
89. - Bls. 84. "Búnings-uppdrætti"; Sig. gjörði marga uppdrætti til að sauma
út eftir á kvenbúninga. Hann ræðir í þessu og næstu bréfum töluvert um útgáfu
þeirra. Komst það fyrst í verk eftir fráfall hans, en þó að eins að litlu leyti, sjá
ritið "Um íslenzkan faldbúning, með myndum, eftir Sigurð Málara Guðmundsson.
Búið hefir undir prentun og útgefið Guðrún Gísladóttir. Kh. 1878". Því miður
munu uppdrættir Sigurðar, sem útg. kveðst hafa fengið heimild til að fá í sínar
hendur, nú eyðilagðir, og sömuleiðis bók sú er útg. kveðst hafa áður teiknað í
flesta uppdrætti hans undir hans umsjón (sbr. bls. 12 í ofangr. riti). - Eftir
annari uppdráttabók o.fl. hefir nú tekizt að hafa upp á flestum, eða jafnvel
öllum uppdráttunum og þeir teiknaðir í nýjar uppdráttarbækur, sem tilheyra nú
Þjóðminjasafninu, eru með tölumerkinu 10134(a-b.) - "Ritgjörð um karlmanns-
búninga í fornöld"; Sig. skrifaði raunar sjálfur töluverða ritgjörð um þá, en lauk
ekki við hana áður en hann féll frá; er hún í safni hans. Loks kom bók eftir
Hjalmar Falk um þetta efni 1919, "Altwestnordische Kleiderkunde". - "Ritgjörð-
ina um kvenbúninginn"; hún er eftir Sigurð og er prentuð í Nýjum félagsritum,
XVII., 1-53. - Bls. 85. "Sverrir", - Runólfsson, steinhöggvari. - "Steinhús
suður í Vogum"; það er á Hábæ.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar