SGtilJS-71-29-03

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/29.03.1871 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 29. mars, 1871
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 29 Marts 1871
Góði vin !
Nú sendi eg yður skýrsluna um forngripa-
safnið eins og eg síðast, sagði eg mundi géra, eg
hefi vandað hana eins og mér var unt, og haft
(mer er óhætt að segja) mikið fyrir að smala samann
mörgu af þvi sem i henni er, eg vona að menn géti
séð af henni að safnið er ekki orðið eins þiðíngar
laust fyrir kultúr sögu landsins og margir hugsa,
í henni held eg finnist tölu vert um flesta aðal
karla og kvenn búninga sem hafði vóru hér
á landi eptir 1500 og ýmisleg sögu leg data
sem eg held að mönn um séu ekki jafn vel
alment kunn; þannig hefi eg hugsað mér að
væri mjög hentugt svona við og við að géfa
út eins konar safn til kúltúrsögu Islands.
jafn óðum, og maður fær upplisíngar um hlut
ina, þvi það vantar að upplýsa svo fjaskalega
margt i þeim greinum; enda higg eg að það sé
ómögulegt eins og stendur að skrifa nokkuð i
þeim greinum i heild, meðann svo fjarska mikið
vantar, aptur á hinn bóginn er nauðsynlegt
að festa eitthvað af þess hattar sögulegum
rannsóknum á pappír, að þær ey allar glatist
sem annars gétur hæglega skéð, enda er þá
hægra að bæta við, Einnig venur þettað
alþiðu á að hugsa ögn um þettað mál með alvöru
eg álít þvi að það væri mjög æskilegt og jafnvel
nauðsynlegt að géfa út að minsta kosti 2-3
skírslur svona ýtarlega, til að reina að porra
menn upp, þá gætu menn ef vildi farið að
stitta þær, enda stittast þær af sjálfu sér þvi þegar
einu sinni er búið að skrifa um svo margt þá
þá þarf víða ekki annað enn vitna fram og til baka,

bls. 2


yfir höfuð taka menn ekki alment eptir því
að við vitum máské mest um okkar kultur sögu
i forn öld; enn nærri því, því minna sem nær okkur
kémur, i þessu erum við alveg gagnstæðir
flestum öðrum þjóðum, það er ef til vill ómögu-
legt að vita og þekkja margt það allra almennasta sem
tiðkaðist á 18 öld, það er kval ræði að eiga við
menn þvi þeir fást ekki til að géfa skýrslur
um neitt og þess vegna eru víða ímsir gallar
á skýrslunni t.d. um lýsíngarnar á haug
onum þær eru of ónákvæmar, eg ætla svo
ekki að tala meir um þessa skýrslu þvi þer sjáið
best sjálfir að hvað miklu leiti hún er nauðsyn-
leg eða ekki.
Eg hefi feingið brúðu hausinn og þótti mér
hann góður að öllu, nema að því leiti að hann
var ekki í fullri stærð sleppum því núna -
Eins og eg spáði seinast þá hefur hér verið mjög
dauft og dírðar lítið í vetur, að sönnu er
lífsmark og náunginn broltir ögn og reinir
að klóra í bakkann (enn það er einsog blindir
hvolpar) heldur stirkjast þó alt af verslunar
sam tökinn og eg hefi góða von með þau ef
Norðmenn ekki bregðast, ekki urðu alveg
árángurs laus bréfinn okkar austur því þau
settu alt austur land i upp nám svo alt
land er nú í einu verslunar upp námi,
kaupmenn eru alveg hættir að hæða og
skamma, mér finst þeir liti mig hálf
skrítnu horn auga í seinni tíð, þeir hafa
ef til vill ástæðu til þess, ja eg vildi þeir hefðu
hana enn meiri áður enn líkur,- kvenn fólkið
er hér líka að ímsum sam tökum Það vill

bls. 3


líka vera með, sumt af þvi er skin sam legt
eins og að læra ögn upp drátt, og reina að kénna
eitthvað sem gagn legt er fátækum, annars er
eg hræddur um þennann kenna skóla að hann
verði eingöngu i Þjóðólfi, þvi hér held eg að sé
of mikið byrjað aptan frá? eg efast ekki um að
stúlkur géta lært i Reykjavik forfínelsi og
að vera óþjóðlegar, því miður er enn mest af
því, enn fátt held eg þær læri hér sér til
veru legs gagns að minsta kosti mun verða
svo mikið af ógagninu að það standist á
kosnaður og á bati. i öllu falli verður örðugt að
teima alla þjóðina híngað og það mun verða til
lítils gagns eins og stendur, - handverksmenn eru
dálitið að klóra i bakkann þeir hafa aukið sjóð
sinn í vetur svo hann er orðinn ´1000 rd-
tómthús menn eru eins og eg gat um síðast andlega
og líkam lega i skítnum - þeim er varla við-
hjálpandi eins og stendur, því þeir láta Jón í
Hákoti (sem nú er af dankaður) og Jón Guðmunds.
son og hans legáta teima sig í eilífar ógaungur
og vitleisur eg var orðinn hræddur um að þeir
mundu undir grafa bæði þjóð og þing, enn flesta
ofhasaði svo af heimsku þeirra að þeir vildu
ekki nota sér af henni þjóðinni í óhag, þó
þeir mundi hafa gétað það. og viljað.
S hér eigaað að komast í gáng kapp siglíngar
það er samt ekki tómt hús nönnum að þakka
mér er til efs að það verði nokkuð gagn af því eins
og það er stofnað, allra helst ef ekki verður reint
nema 1 siglíngar lag (sprit siglíng) sem efa-
samt er hvort þá er sú besta sem orðið
gæti, látum sjó mennina um það.

bls. 4


Hér hafa verið haldnir fyrir lestrar í vetur
i sögu, landa fræði, og nátt uru fræði, og trúar
sögu, einkum fyrir handverksmenn, og tómt hús menn,
og það hefir þá verið all vel sótt, þett að er
gott og nyt samt
Slæm ur er Gröndal, eg er alveg á yðar
máli að eins stórkost legar vitleisur géti
varla gért okkur neinn veru legann skaða,
eg held ekki að alþíða sé svo spilt (þó er ekki
að vita) þó maður skrifaði háð grein um hann þá
eru ekki til tök að fá það i blöðinn þvi þér sjáið
að bæði Þjóðólfur og Norðann fari fylgja
alveg sömu reglum, og eru litið eða ekkert
betri, það er auð séð að það vantar Baldur
þó íllur væri þá var hann þó skárri, það er
ósköp að sjá slik blöð, og svo mikið er vist að ef
þjóðinn þolir þaug öllu leingur þá er hún
spiltari enn sjálfir blaðaskröggarnir, hér er
nú talað um að géfa út blað og þikir eg held
öllum þörf á þvi - yður að segja þá erum við
nálægt 50 i þeim samdrætti flest íngri menn <ref group="sk"> Á tíunda ári Kvöldfélagsins 1870-1871 var fjallað nokkuð mikið um útgáfumál og þá hvort og hvernig félagið ætti að koma sínum skoðunum og vitneskju á framfæri. Voru nefndir settar á laggirnar og þær hugmyndir ræddar á mörgum fundum. Menn veltu fyrir sér ýmsum blöðum á borð við Gefn, Fjölni og Þjóðólf og jafnvel komu upp hugmyndir um að félagið myndi kaupa Þjóðólf, en úr því varð ekki. (Eiríkur Valdimarsson og K.A. Svipir Kvöldfélagsins: Menningarleg sólarupprás við nokkur sólsetur 1861-1874 Þjóðarspegill 2012) </ref>
maður verður að fara var lega því þjóðinn er
svo óá reiðann leg, og spilt af hinum fyrri
blöðum og fleiru að hamíngjann má vita
hvörnin það geingur, eg sendi yður eitt boðs bréf,
ef að hér væri frjáls prent smiðja þá væri gaman
að géfa út Islenska Géfn til einkaða Grönd
al og stjórninni, eg er viss um að það gæti orðið
bragð að I. heptinu þvi hér eru að flækjast íms
kvæði og visur um Stjórnina og Danir Berg, og biskup og eg held um sjálfann
Gröndal sem sumir segja að yfir gángi Islendíng
a brag eg hefi samt ekki klófest það i heild og ekki heldur
drápuna um Skúla Nordal nema svo fjaska afbakaða
sem eg ekki vildi senda, yðar,
Sigurðr Guðmundsson

bls. 5


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
18. Bls. 80-81. "Skýrsluna um forngripasafnið"; líklega fyrir árin 1868-
1870; skýrslan fyrir 1867 virðist hafa verið send áður, sbr. 10. br., bls. 66. -
Þessar skýrslur gaf Bókmentafél. loks út 1874, og var Sigurður þá orðinn full-
þreyttur á biðinni; sbr. bls. 91. - Bls. 81-82. Nokkrar konur í Reykjavík skor-
uðu á menn að skjóta saman fé til að stofna þar kvennaskóla; sbr. t. d. Fréttir
frá Íslandi 1871, bls. 39, og 1872, bls. 31. - Bls. 82. "Slæmur er Gröndal"; Sig.
á við Gefn. - "Berg og biskup", Þ. e. Bergur Thorberg og Pétur biskup Pét-
ursson. - Bls. 82-83. Hin umgetnu kvæði munu nú glötuð.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar