SGtilJS-72-17-10

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/17.10.1872 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 17. október, 1872
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 17 október 1872
Hátt virti góði vin
Eg þakka yður inni lega fyrir sendínguna
sem eg fékk i gær hjá Jóni Guðmundssyni,
það kom i góðar, þarfir því her er alt pint og
kvalið, og eilift áhugaleisi sem von er, því
flestir af þeim heldri hugsa ekki um
ann að enn að kýla vömb syna - eg fer
ekki meira útí það - eg hafði nærri glatt
mig yfir að þið væruð búnir að ná í kvæða
safn Jóns Arna sonar, betur eg hafi ekki glatt
mig alt of snemma eg er enn dauð hræddur
um að hann sé að reina að pránga því
Englendínga fyrir meira verð, hann
er alt af eins og á glóðum um að hann fari
á hreppinn það er ekki ein leikið eg held
að það sé sjúk dómur - (stingið þér hjá
yður)- það væri mjög hörmu legt ef sligt
skildi ské og það á þessum tim um, því
það dregur margfaldann dylk á eptir sér
að safna þannig með odd og egg fornmenjum
um alt land til að pránga því i útlenda
eyði leggur alveg alla til trú landsmanná
til allra ein stakra manna sem safna
bæði forn menjum og gömlum prentuðum
bókum, og ham íngjann má vita i hvaða
tilgangi þeir safna sumir sem nú eru að safna
svo mikið er víst að það mundi fjaska lega
skaða forn gripa safnið þvi aldreiy vantar
tortrigni og á huga leisi landsmanna - og
hvað mundi þá verða þegar helstu menn irnir
sem þeir hafa treist géfa til efni til sliks

bls. 2


það er fjaskinn allur hvað enskir
reita landið af forn menjum eg veit ekki
þriðjúnginn, þvi þeir sem pránga með
þess hátt ar leina mig því sem mest þeir géta
það eru því þau allra seinustu for voð að
safna öllu fornmenjum, bók um þjóðsög-
um einkum æfinn tírum, um örnefni í
sögonum og um marga hætti manna
etc. enn slíkt er ekki hægt nema með
peninga afli og drægist það þá er megnið
af þvi eyði leggíng undir opt orpið. - eg
get valla hreift mig því peníngar safnsins
eru á förum enda heldur stiptamtmaðr
i þá alt hvað hann gétur þvi hann bíst
vist við að við leitum enn á ni til
þíngsins og það þarf sannarlega að géra
hér er fjaska mikið af forn menjum of ann jarðar
sem brýn nauð syn væri að rann saka og friða
og eg held jafn vel það væri nauðsyn á að
fá til vonar og vara laga boð sem bannaði
útlend ingum að grafa i hauga, þvi margir
af þeim hafa verið að hugsa um að þó litið
hafi enn orðið af því - það þarf að reina
að glæða á huga lands manna fyrir fornm-
menjum vorum með ritum með öðru er það
valla hægt - blöðinn eru svo aum að það
er valla eigandi við þaug með neitt eins og
stendur
for látið þér nú þessar línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson
[Úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1929 birtist efnisgreinin hér að neðan til viðbótar við sendibréfið:]
Í skinnbókinni AM. nr. 350 folio, sem ártalið 1363 er á, er við
cap. 1. mynd af presti, sem er að skíra barn, og guðfeðginin eru þar
sýnd. - Eg vildi fá að vita, hver liturinn er á klæðunum, ef hann
er sýndur, og hvort myndin er, hvað klæðnaðinn snertir, hér um bil
samhljóða þeirri prentuðu mynd, á þeim prentaða Kristna-rétti.
S. G.

bls. 3


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
22. Bls. 88. "Sendingin" hefir án efa verið ritlaun frá Bókmentafél. (fyrir
Forngripasafns-skýrslur). - "Kvæðasafn Jóns Árnasonar"; sbr. síðasta bréf, með
aths. - Ekkert varð úr því, að Bókm.fél. keypti handritasafn Jóns; nefndin
virðist aldrei hafa komið fram með neitt álit því viðvíkjandi. Að Jóni látnum
keypti Landsbókasafnið, 2. júní 1891, handritasafn hans úr dánarbúinu og eru
handritin nú nr. 172-86 fol., 528-614 4to og 370-425 8vo Svo í handritasafni þess;
sbr. skrána um það. - Ekki finnst þess getið í minningarriti Landsbókasafnsins
við árið 1891, en þar er sagt (á bls. 153), að safnið hafi árið 1888 keypt nokkur
handrit af Jóni Árnasyni (fyrir 20 kr.); verður ekki séð af prentuðu skránni,
hvaða handrit það hafa verið. - Bls. 89. Viðv. myndinni í A.M. 350 fol. sbr.
næsta bréf.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar