SGtilJS-72-22-03

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/22.03.1872 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 22. mars, 1872
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 22 Martz 1872
Hátt virti góði vin !
Nú er lítið í fréttum, nema nógar til raunir
til verslunar sam taka yfir hérum bil alt
land, þar um er ekkert hægt að segja fyr
enn það sýnir sig - einginn skamma kvæði
svo að segja; pólitíkinn heldur dauf
enn þá er samt alt af heldur að kvikna
i þeim kolum - hér var leikið í vetur
og fleiri, Islensk leikrit munu nú vera til
ef vel væri leitað, og irðu lángt um fleiri
ef kúltúr saga Islands væri ekki eins ó þekt
og hún er, skáldin vantar alla þekking í
sliku sem við kémur háttum manna, til
dæmis um viki vaka, leiki, vopn, búnínga
biggíngu og lángt um fleira um dag legt
og opin bert líf manna, einkum frá 1300 - 1800
forn öldin er þó ljósust enn hvað vantar þó
ekki þar okkur vantar bein línis Islandssögu
og sv oþar að auki ritgjörðir greinilegar um
margt hvað þar að lútandi lengri enn þær gætu
orðið i nokkurri sögu - forn gripa safnið
bætir að visu mjög mikið úr sumu af þessu
og gæti gért það miklu betur, ef það hefði
meiri kraft þvi glæddist; enn það er ekki þvi að
heilsa hann virðist að fara altaf, því meira
mínkandi sem safninu að öðru leyti miðar
áfram af hverju sem það er, þér sjáið af
>Islensku fréttonum Valdi mars Brims að
safninu hefir lítið bæst fyrir farandi ár
og þó er mikið af þvi keipt, eg er hræddur
um að það géri mikið til að skirslann ekki
kémur þvi margir géfendur hafa sent boð
að þeir sjái hvergi þess getið að þeir hafi
gefið, þvi það sanna er að margir géfa bara
til að sjá nafn sitt á prenti enn ekki af
föður lands ást

bls. 2


eg er viss um að skírslann mundi nokkuð
glæða til finn íng manna fyrir safninu, þvi hún
gérir til gáng safnsins ljósari; og mundi
heldur aptra mönn um frá að selja og
géfa útlendum forn menjar eins hroðalega
og þeir géra nú, er það ekki hörm u legt
að sjá að menn skuli næst liðið ár hafa fundið
3 sverð heil og smiðað ur einu, selt útlendum
annað, og óvíst að þvi þriðja verði bjargað.
þar að auki géta hálfu fleiri vopn hafa fundist
þó eg ekki viti það, um slikt þar að koma i
ritum ár lega, svo það berjst sem allra fyrst
inni menn til finn ing fyrir slíku, það er þó
komið svo lángt og mörgum þikir þettað ljótt
eg vona að þer gerið yðar besta i þessu máli -
alt af mið ar búníngum áfram um alt land
og her i Vík eru altaf þær Danskklæddu að
fækka, eg vona það komi laglegir búníngar á
sýnínguna héðann Svo það verði ekki mikið
til skammar verði alt búið i tima
annar s mun það verða lít ið sem héðann kemur
enda gerir það með fram sam göngu leisið
fyrir gefið þessar fáu línur
yðar
Sigurðr Guðmundsson

bls. 3


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
20. Bls. 85. "Hér var leikið í vetur"; sjá Þjóðólf, XXIV., bls. 33; skóla-
piltar léku þá (í 1. sinn) Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson, síðustu dagana í
>desember, og Heimkomuna eftir Ólaf Björnsson frá Bægisá. - Næsta vetur
færðist miklu meira líf í leiklistina í Reykjavík, sjá Fréttir frá Ísl. 1873, bls. 31-
32. - Fleiri íslenzk leikrit munu nú vera til, ef vel væri leitað". Sigurður átti
eitt í fórum sínum, eftir sjálfan sig; það heitir Smalastúlkan, er til enn. - Sig-
urður var lífið og sálin í þessum sjónleikjum, málaði leiktjöldin, sá um útbúnað
á leiksviðinu og leiðbeindi um búninga o.fl. "Mundi allur útbúnaður á sjónar-
leikum hér á landi hafa verið mjög fátæklegur, hefði hans eigi að notið", segir
séra Valdemar Briem í Fréttum frá Íslandi. - Bls. 86, 5. l., "að", hr. "og".


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar