Skjöl (Lbs489,4to 2v-3r)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Nefndarfrumvarp til laga Kvöldfélagsins

Texti

í félaginu er nemi einum ríkisdal. Skal því gjaldi jafnan lokið fyrir

greiðslu, svo og þá, er skera skal úr einhverju því máli, er varðar

einstaka menn persónulega, eða meirihluta fundarmanna ósk-

ar þess.

G9.

Félagar greiði fyrir nýár árstillag sitt í félaginu, er nemi ein-

Sþ 21 atkv samhl. um ríkisdal. Nýir félagar, er inn koma í félagið fyrir mitt félags-

árið, gjaldi sama tillag, en þeir, er síðar koma, skulu undan-

þegnir gjaldi það félagsár.

G10

Félagsmenn mega gefa burtförnum félagsmönnum upplýs-

Sþ samhl 21 atkving um ástand félagsins, ef þeir óska.

G11

Einn er forseti í félaginu; sé hann valinn á hverjum fyrsta haust-

fundi. Á síðasta ársfundi skal hann skýra frá efnahag, ástandi

og framförum félagsins. Hann stjórnar fundum og kallar menn

til þeirra með boðunarbréfi og getur þar í helstu fundarefna,

skipar fyrir umræðum fundanna. Hann stýrir atkvæðagreiðslu

og hefir úrskurðaratkvæði, þegar atkvæði eru jafnmörg.hann

slítur jafnan ársfundarhaldi félagsins síðast í maí mánuði


og skulu hann þá afhent skjöl félagsins, bækur þess og fénað,

sem í sjóði er. Forseti skal annast skjöl félagsins. Sþ í einu hl. með 21 atkv.

G12. Ef fjórðungur eða fleiri félagsmanna óska aukafundar, tilkynna

þeir það forseta; kallar hann þá menn til fundar með boðunar-

bréfi, er gengur á milli félagsmanna, ekki seinna en daginn áður,

en félagar riti nöfn sín á það.

G13.

Á fyrsta haustfundi skal jafnan kjósa auk forseta einnig skrifara

og gjaldkera félagsins. Samfara þessum kosningum skal kjósa vara-

embættismenn félagsins. Enginn einn má hafa nein tvenn af störf-

um þessum á hendi í senn.

G14.

Skrifari ritar í gjörðabók félagsins það, sem framfer á fund-

um. Í fundabók er fundargjörðin upplesin, ef þess er almennt

óskað, og rita forseti og skrifari undir. Skrifari gefur árlega Sþ með 22 atkv

skýrslu um, hverjir eru félagsmenn það ár, erog skal skýrsla sú fylgja reikningum

félagsins. Hann heldur og skrá yfir ritgjörðir þær, er félaginu berast.

G15.

Gjaldkeri heldur bók yfir fjárhag félagsins og gjörir skýrslu um hann

á fyrsta fundi í febrúarmánuði. Svo gjörir hann og á síðasta vorfundi



  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: