Sveinn Skúlason

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Sgundercon.jpg

Kæri erkigrúskari.

Hér á þessu vefsvæði er eitt og annað enn á prjónunum

og það er okkar einlæg ósk að þessi síða verði fullgerð í náinni framtíð.

En þó hvetjum við þig til frekara grúsks.




Æviatriði

Gékk í Kvöldfélagið 18. 10. 1862 <ref group="sk>Sjá: fundarbók Kvoldfélagsins, 1. bindi, 1861-1866, Lbs 486 4to 18. 10. 1862</ref>

Af alþingi.is:

Fæddur á Efri-Þverá í Vesturhópi 12. júní 1824, dáinn 21. maí 1888. Foreldrar: Skúli Sveinsson (fæddur 31. júlí 1776, dáinn 14. september 1824) bóndi þar og kona hans Guðrún Björnsdóttir (fædd 28. september 1783, dáin 11. júlí 1846) húsmóðir. Maki (23. ágúst 1859): Guðný Einarsdóttir (fædd 23. september 1828, dáin 12. nóvember 1885) húsmóðir. Foreldrar: Einar Helgason og kona hans Margrét Jónsdóttir. Börn: Einar (1860), Skúli (1862), Guðrún (1864), Margrét (1866), Helgi (1868).

Stúdentspróf Lsk. 1849. Hóf nám í Hafnarháskóla 1849, lærði málfræði tvö ár, síðan stjórnfræði og hagfræði, lauk ekki prófi.

Skrifari um tíma í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn. Kom út 1856 og settist að á Akureyri, ritstjóri Norðra og forstöðumaður prentverksins þar 1856–1862. Dvaldist í Reykjavík 1862–1868 við ýmis störf, aðallega þó kennslu. Hlaut konungsleyfi til prestsvígslu 1865. Fékk Svalbarð 1868, en fór þangað aldrei, heldur fékk Staðarbakka í skiptum við séra Vigfús Sigurðsson. Fékk Kirkjubæ í Hróarstungu 1883, fluttist þangað 1884 og hélt til æviloka.

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1858–1869.

Ritstjóri: Skírnir (1853–1854). Norðri (1856–1861). Höldur (1861). Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands (1864).

Tenglar

Um Svein Skúlason á alþingi.is

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />