Verkefni (Lbs489,4to 18r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 29. nóvember 1869
- Ritari: H. E. Helgesen, Skúli Magnússon, Jón Ólafsson, Eiríkur Briem
- Efni: Verkefni (Skjöl Kvöldfélagsins)
- Lykilorð: umræðuefni, spurningar, þjóðmenning, Danmörk, sparisjóður
- Efni: Tillögur að umræðuefnum. Menntun, ferðasögur, "hvort er oss nær að hata eða elska Dani?", bókmenntir og þjóðmenntun, þjóðareinkenni Íslendinga, listasaga Íslands (Sigurður), samband Íslands við önnur lönd, dásemd náttúrunnar, stofnun sparisjóðs, smásögur. Erfið skrift.
- Nöfn tilgreind: Kristján Eldjárn, Jón Ólafsson, Eiríkur Briem, Sigurður Vigfússon, Sigurður Guðmundsson, Júlíus Friðriksson, Guttormur Vigfússon, Jacob ?, Skúli Magnússon
Texti

Vér undirskrifaðir, er kosnir vorum í nefnd til
að stinga uppá umræðuefnum í kvöldfélaginu fyrir
yfirstandandi vetur, höfum átt 2 fundi með oss og
kom sér þá saman um eptirfylgjandi umræðuefni.
Jón Ól? 1. Að hve miklu leyti er það æskilegt, að ein æðsta?
menntastofnun eða embættismannaskólar komist
á í landi hér?
Eldjárn Guttormur 2. Nokkrar ferðasögur um Ísland
Jón Ólafsson 3.Hvort er oss nær að hata eða elska Dani?
J. Ólafsson 4. Hversu er ástatt með bókmenntir og þjóðmenntun
á landi hér í samanburði við aðrar þjóðir og
hvað mætti gjöra þessu til eflingar?
Jón Ól. 5. Er sjálfsforræði eigi ofvaxið oss Íslendingum?
Briem 6. Að skýra frá eðli og fyrirkomulagi lífsabyrgðarsjóða
yfir höfuð og hverja þýðingu þeir sérstaklega geta
haft fyrir oss Íslendinga?
HEH 7. Er það
hagur
gagn
eða
óhagur
ógagn
fyrir Reykjavík að hafa
fengið upp skóla(ólæsilegt) á þann hátt sem orðið er?
Sigurður Vígfússon
8. hvert er þjóðareinkenni vor Íslendinga?
Sigurður Vigfússon 9. Landnám Ingólfs og ættmenna hans?
10. Er, eptir því sem nú eru tímarnir orðnir, haganlegt,
að 2 séu deildir hins íslenska bókmenntafélags og
hin kraftmeiri deildin í Kaupmannahöfn?
Júlíus 11. Getur matvælasali (spekhoger?) sett sig hér niður svo að
það verði hagur af því fyrir hann og bæjarbúa?
HEH12. Hver er hin eðlilega notkun Bazar og Tombola
og hvernig rímar hin árlega Tombla kaup-
mannafélagsins sig? þar við?
Sigurður Guðm. 13. Listasaga Íslands?
Sigurður Vigfússon 14. Staða kvenna í fornöld í réttarlegu tilliti og
eptir?
samkvæmt þjóðarandanum í samanburði við
það sem nú er?
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: