„Vasabók (SG-03-2)“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(Ein millibreyting eftir einn annan notanda ekki sýnd)
Lína 1: Lína 1:
<small>{{Vasabækur}}</small>
* '''Handrit''': SG 03:2  Vasabók frá 1858-59
* '''Handrit''': SG 03:2  Vasabók frá 1858-59
* '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Þjóðminjasafn Íslands]
* '''Safn''': [http://www.thjodminjasafn.is Þjóðminjasafn Íslands]
Lína 129: Lína 130:
----
----
* '''Skráð af:''': Edda
* '''Skráð af:''': Edda
* '''Dagsetning''': 2013
* '''Dagsetning''': ágúst 2013
----
----
* '''Sjá einnig''':
* '''Sjá einnig''':

Nýjasta útgáfa síðan 6. janúar 2014 kl. 23:11


  • Efni: Vasabók.

Innbundin vasabók með ljósbrúnum spjöldum og brúnum leðurkjöl. 10,2 x 16,2 cm. Fremst í bókinni stendur skrifað með hendi Sigurðar ,,Vasabók Sigurðar Guðmundssonar 1858-9". Skrifað er og í minna mæli teiknað, á hverja síðu bókarinnar. Efni: Þar er fyrst og fremst að finna fjölmargar og margvíslegar búningasögulegar athugasemdir hafðar eftir ýmsum nafngreindum einstaklingum. Er þar sagt frá ýmsu sem áður tíðkaðist varðandi klæðnað og tísku alla s.s. skegg og hár. Þetta er að sönnu langmest um íslensk efni en einnig erlend. Frásagnir fólks um húsakost síðari tíma eru einnig í bókinni, og uppskriftir úr máldögum um húsakost og kirkjur á miðöldum. Orðaforði viðvíkjandi skipshlutum. Listi yfir staði, þar sem fornir munir eru sagðir leynast. Einnig uppskrift á þulum og vísum, er snerta á einhvern hátt klæðaburð. Örfáir fróðleiksmolar um verslun á Íslandi á síðmiðöldum. Teikningar eru einnig nokkrar í bókinni, þar getur að líta: Ýmsa húshluta m.a. brandadyr, húsgafla og dyrasúlur, en líka útlitsteikningar af því fyrr nefnda. Hjálmar og höfuðbúnað frá tímum fornaldar. Höfuðbúnað íslenskra kvenna, hanska og híla. Víkingaskip bæði í heild og að hluta. Að lokum skreytingar á döggskóm, nælum og ýmsum viðlíka gripum. Í bókinni eru þrír lausir miðar. Lýsing á refli er á einum, athugun á líkamsmáli kvenna , en sá þriðji er ræma úr blaði.

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands (Inga Lára Baldvinsdóttir)


  • Lykilorð:





  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:Sarpur

  • Skráð af:: Edda
  • Dagsetning: ágúst 2013

  • Sjá einnig:

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

  • Hlekkir: