Vasabók (SG-03-6)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search


 • Efni: Vasabók.

Innbundin með svörtum spjöldum og kjöl og er á honum hólf fyrir blýant. 7,2 x 16,1 cm. Fremst í bókinni stendur skrifað með hendi Sigurðar ,,Vasabók Sigurðar Guðmundssonar 15. júní 1864"*. Skrifað er og í minna mæli teiknað á velflestar blaðsíður bókarinnar. Efni: Frásagnir nafngreindra aðila um rústir á Þingvöllum og ýmsar sagnir tengdar staðnum. Einnig um aðra þingstaði. Frásagnir um uppgröft á Arnarhóli, Ingólfsstein, lausafundi, rústir og forna muni í fórum fólks. Vasabókin virðist hafa verið notuð sem eins konar frumaðfangabók fyrir Forngripasafnið. Frásagnir nafngreindra heimildarmanna um Reykjavík, skip og fylgja því skýringarmyndir, húsakost og búningasögu. Teikningar eru nokkrar aðallega af kirkjum og kirkjuturnum og súlum úr fornum skálum. Einn laus miði er í bókinni. Bréfkorn frá Páli Sveinssyni til Sigurðar. Á bakhlið þess er ýmiss konar riss og minnisatriði.

 • Sigurður gefur þessari bók nr. 3

Heimild: Inga Lára Baldvinsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands


 • Lykilorð:

 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd:Sarpur

 • Skráð af:: Edda
 • Dagsetning: 2013

 • Sjá einnig:
 • Skýringar:

<references group="sk" />

 • Tilvísanir:

<references />

 • Hlekkir: