Vasabók (SG-03-4)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search


  • Efni: Vasabók.

Innbundin með svörtum spjöldum og svörtum kjöl og er á honum hólf fyrir blýant. 7,7 x15,8 cm. Fremst í bókinni stendur skrifað með hendi Sigurðar ,,Vasabók Sigurðar Guðmundssonar 1862-63 til 17. ágúst.* Skrifað er og í minna mæli teiknað á hverja síðu bókarinnar. Meginefni texta: Lausavísur og tilvitnanir í spakmæli úr ýmsum áttum. Uppkast að ræðu um landnám Ingólfs. Því fylgir teiknuð hugmynd að styttu Ingólfs. Töluvert er af teikningum af skipum og einstökum hlutum þeirra, með nöfnum til skýringar. Einnig myndir af ýmsum sérstæðum verkfærum íslenskum og miðaldavopnum með tilheyrandi skýringum. Ýmsar athugasemdir um húsakost fyrr á tímum oft með skýringarmyndum og tilgreindir heimildarmenn fyrir upplýsingum. Ýmsar athuganir á Reykjavíkursögustaðsetningu bæjar Ingólfs; Reykjavíkurkirkju og sagnir viðvíkjandi því og öðru, yfirleitt eru heimildamenn nafngreindir. Frásagnir nafngreindra heimildamanna á ýmsu viðvíkjandi þingstöðum, sérstaklega varðandi rústir og dómkirkju. Getið er um fornar rústir og forna muni í fórum fólks, en suma þeirra hefur Sigurður náð í fyrir Forngripasafnið. Listi yfir sérkennileg viðurnefni og hnyttin tilsvör. Af myndum ber fyrst að telja skýringarmyndir við texta. En þess utan er riss af rómverskum eða grískum köppum og súlum frá þeirra tíma. Einnig er mynd af kvenbelti fagurlega skreyttu.

Í bókinni eru þrír lausir miðar. Á þeim fyrsta er blómamunstur, teiknað í vínrauðum lit, öðrum upphleypt mynd af franskri mynt og á þeim þriðja, sem upphaflega hefur verið reikningur frá Havsteed Handel Reykjavík eru minnisatriði og riss af landslagi.

  • Sigurður gefur þessari bók númer!

Heimild: Þjóðminjasafn Íslands (Inga Lára Baldvinsdóttir)


  • Lykilorð:





  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:Sarpur

  • Skráð af:: Edda
  • Dagsetning: 2013

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:

<references group="sk" />

  • Tilvísanir:

<references />

  • Hlekkir: