„Fundur 14.nóv., 1867“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[File:fundarbok1866-71.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
[[File:fundarbok1866-71.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
<small>{{Fundarbók_1866}}</small>
<small>{{Fundarbók_1867}}</small>
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0487 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866]
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0487 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]

Nýjasta útgáfa síðan 6. janúar 2014 kl. 22:33

Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0031v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0031v)


Kveldfundur 14. Nóvember 1867 Á fundi þessum mættu 11 aað meðtöldum 2ur nýjum fje- lagsmönnum, stud. theol Jón Bjarnason og stud. theol. Benedikt Kristjánsson, er boðið hafði verið í félagið. Las forseti upp lögin fyrir þeim, og rituðu þeir nöfn sín undir þau. Forseti skýrði því næst frá, að hann sæi eigi fært að ræða hið nýja frum- varp til laga fyrir fjelagið, eins og ákveð- ið var á síðasta fundi, af því að svo fáir væru mættir af fjelagsmönnum. Las þó forseti upp þetta nýja frumvarp fyrir þeim er mættir voru, svo það yrði þeim kunnugt. - Því næst skýrði varaforseti frá, hvernig nefnd sú, er sett var í fyrra til að athuga frumvarp þetta, hefði litið á það, og hverju hún vildi breyta í því. Af því að eigi vera annað fundar- efni fyrir eptir boðunarbrjefinu, þá stakk forseti upp á því að menn skyldu hafa sér til skemmtunar að draga seðla með spurningum, og var það samþykkt. Voru þá dregnir seðlar, og hlaut forseti þessa spurningu til úrlausnar:




Lbs 487_4to, 0032r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0032r)


Hvort er nauðsynlegra að kunna sam- lagningu eða frádragningu? Torfi Magnús- son hlaut svohljóðandi spurningu: Er það satt að manninn sé ekki lengi að bera að konunni? Gjaldkeri félagsins hlaut (spurninguna) seðil með þessu á: Fátt er bezt um flest. Þýðing þess. Vara- skrifari fjekk seðil, og var þetta á: Sittu við eldinn sje þjer langt. Voru spurning- ar þessar og spakmæli rædd á ýmsa vegi, og komust menn á ýmsa niður- stöðu. Síðan voru kosnir 5 menn í nefnd, til að semja nýjar spurningar og velja úr hinum eldri, og voru þessir kosnir: Sveinn Skúlason með 9 atkv. Helgi Helgesen - 8 - Halldór Guðmundsson - 6 - Eiríkur Briem - 6 - Gísli Magnússon - 5 - Fundi slitið. HEHelgesen PBlöndal



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar