„Fundur 16.feb., 1872“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 85: Lína 85:
[[File:Lbs_488_4to,_0062r_-_124.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/Lbs04-0488#0062r Lbs 488 4to, 0062r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]]
[[File:Lbs_488_4to,_0062r_-_124.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/Lbs04-0488#0062r Lbs 488 4to, 0062r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]]
Bls. 4 ([http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/Lbs04-0488#0062r Lbs 488 4to, 0062r])
Bls. 4 ([http://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/Lbs04-0488#0062r Lbs 488 4to, 0062r])
<br>síðan að stjórna sér sjálfr. Jeg legg  
<br>síðan að stjórna sér sjálfr. Jeg legg fasta
<br>fasta áherzlu á það fastar reglur séu handa
<br>áherzlu á það fastar reglur séu handa
<br>mönnum að fylgja og hlýða að fullu; en
<br>mönnum að fylgja og hlýða að fullu; en
<br>hér er komuð undir því tvennu, fyrst að
<br>hér er komuð undir því tvennu, fyrst að

Útgáfa síðunnar 28. janúar 2015 kl. 12:07

Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 488 4to, 0060v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0060v)
18. fundur. 16. febr.
Fyrst tók Jens Pálsson til máls um hiðaca-
demiska frelsi, sem frummælandi: þá er talað er um
bundið frelsi í latínuskólanum þá er það eigi að skilja
um neinn þrældóm, heldr um þá nákvæmu niðurskipun
og reglu, sem piltum ber að fylgja, en sem er þó ófrelsi
í samanb. við hið óbundna líf, og prestaskólanum.
Hið bundna líf hefur þá kosti, að því er samfara
regla og samheldi, en þá ókosti, að þeirþetta eru of mjög
takmarkaðir í eiginl. tilliti, í skemtunum, og
í lærdómi. Fyrir kennarana hefr þetta þá kosti,




Lbs 488 4to, 0061r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0061r)
að þeir þekkja eða geta þekkt pilta betur, og
náð öllum réttum sínum gagnvart piltum.
þetta líf hefur einnig marga óskosti, og má
til þess rekja það, að það gefr tilefni til þess,
að farið er í kringum þau með mörgu móti,
sem jafnan er þar sem lög eru ströng og ná-
kvæm, og eiga fremur við börn en hálffulorðna
menn, sem hér er. Hér við bætist það, að stjórn-
endurnir beita lögunum út í yztu æsar,
og banna piltum jafnvel að hafa nokkra
meiningu, við öðrum orðum hugsa. Ennfremur
má telja það, að þegar einhver er hneygður til
einhvers sérstaks, þá er honum bannað að
stunda það, en þvingaðr til að stunda af
alefli annað, sem hann er mjög illa lagaðr fyrir.
og getr aldrei orðið nýtur í, og stundum gengur
þetta svo langt, að piltur er settur eptir,
ef hann hefr einum 1/3 of lítið í lat. *
þó hann hefi 4 2/3 út í höfuðeinkunn.
Á prestaskólanum eru meiri mórölsk
bönd, en lagabönd og er því það frelsi sem þar er, miklu
betur notað; þó ýmisl. sé að prestaskólanum
þá leyfir einmitt frelsi hans, að komast




Lbs 488 4to, 0061v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0061v)
undan þeim göllum, sem á honum eru í t.d.
nú sem stendr eru líka miklu frjálslyndari
stjórnendur prestaskólans en latínuskólans.
Andmælandi Sigurður Gunnarsson: Að
vísu þurfa piltar sem engir menn og nær því
börn, nokkuð aðhald, en það verðr að
varast að þrengja ei að þeim um of. Ef
þess er gætt að beggja hálfu, að hvorugir piltar og börnin fara
ekkert út yfir lögin, þá geteur þó það gengið
sæmil. með því fyrirkomulagi sem er.
Viðvíkjandi hinum academiska frelsi,
þá er mest komið undir því, að þeir sem
þess njóta, misbrúki það ekki; en annars held
jeg það sje alls ekkert of mikið frelsi
Andmælandi Jón Bjarnason: Höfuð-
kostr hins bundna lífs í latínuskólanum
er að það er bundið, og höfuðkostr hins
óbundna lífs á prestaskólanum er að það
er óbundið; hvorttveggja þarf með, fyrst
hins bundna lífs, síðan hins óbundna, því fyrst þarf maður að læra að hlýða, en




Lbs 488 4to, 0062r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0062r)
síðan að stjórna sér sjálfr. Jeg legg fasta
áherzlu á það fastar reglur séu handa
mönnum að fylgja og hlýða að fullu; en
hér er komuð undir því tvennu, fyrst að
hinir undirgefnu hlýði, og síðan að hinir
yfirboðnu láti hlýða, en fari þó eigi lengra
en lög standa til. þar þyrfti ef vel
væri að halda skoðunargjörð árlega í skól-
anum, til að controllera bæði kennarana
þá tek jeg til dæmis það, að utanskóla-
menn þyrftu að vera við inntökupróf, engu
síður en en við burtfararpróf, og svo
er um fleira. það er víst engin stofnun,
er eins lítið controllerað sem tínu-
skólinn; piltar eru að vísu nokkuð con-
trolleraðir, en það þarf líka að con-
trollera kennarana, svo ekki kallist á. -
það væri mjög óheppil., ef hið bundna




Lbs 488 4to, 0062v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0062v)
líf, þó það sé gott í sjálfu sér, sé b
brúkað á embættismannaskóla, því
þar þurfa menn að sýna sig í tíma hvort
þeir fara í hundana eða ekki, áður en
þeir verða embættismenn.
Frummælandi Jens Pálsson: Síðari and-
mælandi talaði mjög vel í flestar en mest
fyrir utan efnið. Fyrri andmælandi var
mér í flestu samþykkur. Jeg er því að mestu
samþykkur og ánægður með báða.
Andmælandi Jón Bjarnason: Frum-
mælandi fór eigi síður út fyrir efnið en jeg þar sem hann minnist á fyrirlestrana
á prestaskólanum. Viðvíkjandi þeim hef
jeg það að segja að það er það versta og vit-
lausasta fyrirkomulag sem til er, því það
gjöri ekkert annað en eyða fyrir manni
tíma o.s.frv.
Frummælandi Jens Pálsson: Jeg
skildi ei orð andmælanda; mér heyrðist
hafa á móti því að prestaskólinn væri




Lbs 488 4to, 0063r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0063r)
til, f (Andm.: það var ekki), og að fyrir-
lestrar mundu valda leti (Andm: það
gjörði það á mér); jeg er á allt öðru máli,
því að það eru aðrar orsakir til letinnar. Fyrir-
lestra er nauðsynl. að hafa, því að eigi
eru peningar til að gefa út kennslubækur
svo opt sem þyrfti.
Andmælandi Jón Bjarnason: Til þess
hafa menn lært dönsku, að menn geta þær lesið
danskar bækur, og sé jeg ekkert á móti því
eða að læra þær á því máli, eða hvaða máli
sem eru, sem maður skilur. Maðr þarf
eigi að rígbinda sig við einn höfund, en
á að rannsaka andana. það er mjög efa-
samt hver er sú rétta trú, og hvaða
bækur eru bestar í þessum. - Rational-
isminn Andmæl á að sigra heiminn.
Andmálsmaðr Guttormur Vigfússon.
hann vinnur aldrei guðs ríki.
Frummálsmaðr Jens Pálsson:
það væri óheppil. ef stúdentar hefðu




Lbs 488 4to, 0063v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0063v)
rannsakað alla aðra annara anda, heldur en þeirra kennarans
eigin anda.
Andmálsmaðr Siguðrður Guðmundsson:
það hefði þá farið fyrir þeim eins og Perkins
Frummælandi Jens Pálsson: það væri
heppilegast, ef kennarinn hefði aðrar bækur
við kennsluna til grundvallar, en gæti svo
bætt við af sínu eigin.
Andmálsmaður Snorri Jónsson: Jeg vildi
spyrja, í hverju frelsið á prestaskólanum
er fólgið?
Andmálsmaður Helgi Helgesen:
Ófrelsið í latínuskólanum er fólgið í því,
að tíminn þar er svo rígbundinn, t.d. að piltur
inn má ei líta í aðra bók, en þá sem kennarinn
er að kenna úr; en í ófrelsinu hafa þeir þó
nokkuð frelsi, þar sem menn piltar geta
brúkað allan eptirmiðdaginn hvernig sem
þeir vilja, ef þeir vilja aðeins halda við
skólan, og fraa eigi út. þeir eru þá einnig
bundnir við lektiur, útgöngur, sofa etc.




Lbs 488 4to, 0064r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 8 (Lbs 488 4to, 0064r)
Frelsið í latínuprestaskólanum er fólgið
í því, að stúdentar eigi þurfa að koma
í alla tíma, og jafnvel engan, eru eigi bundin
við lektiur, ei bundir við censor eða skammir,
ei bundnir við háttatíma etc. þeir þurfa
mega koma til Jörunar, en eiga að lifa þar
vel, sbr. nou Hierosolymis fuisce, sed
Hierosolymis bene viexisse, landandum est.
Einhver sagði, að stúdentar væru academ-
iskir borgarar; það er ei að öllu leyti rétt,
þar sem þeir hafa ei fengið neitt köllunar-
bréf til að vera cives academiei:
þá var umræðum lokið um þetta mál.
Síðan las gjaldkeri fjelagsins Óli Finsen
upp reikninga fjelagsins.
Síðan var valið fundarefni til næsta
fundar, og var hætt við málið um gest-
risnina, málinu um fyrirlestra á hærri skól-
um; Frumælandi er Lárus Halldórsson,
andmælendur: Jón Bjarnason og Stefán Pétursson.




Lbs 488 4to, 0064v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 9 (Lbs 488 4to, 0064v)
Síðan voru kosnir frummælendur á
ýmis mál, til síðari tíma.
H.E.Helgesen Valdimar Briem





  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 01.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar