Fundur 10.maí, 1862

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:12 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2013 kl. 21:12 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


Lbs 486_4to, 0037v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0037v)


Ár 1862, laugardaginn hinn 10 Maí var fundur haldinn í fé-

laginu, voru allir á fundi, nema O. Finsen, J. Jonassen

sem álitnir voru sökum anna í lifsstöðu sinnar vorn undan þegnir sektum

og Sigurður málari Guðmundsson og Br. Tomasson. Hinn

fyrri varð 1v sekur af því hann kom kl. 8 1/2 en hinn

síðarnefndi, nefnil Sigurður málari Guðmundsson

varð 2 v? sekur er hann ekki var kominn kl. 8 1/2 og

ekki hafði afsakað sig.

Fyrst undirbjó forseti þá, er samþykkt hafði












Lbs 486_4to, 0038r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0038r)


verið á síðasta fundi að bjóða í félagið til þess, að ganga í félagið og

er þeir hofðu kynnt sér lögin, gengu þeiru undir þau

með undirskrifuðum nöfnum sínum.

Í öðru lagi var rætt um að hve miklu leyti Eggert

Olafsson Briem, sem með bréfi 20. apríl þ.á. hefir

gengið í félag vort og sent því 1 rd. í árstillag,

skyldi greiða þenna 1 rd. í sjóð félagsins fyrir þetta

félags ár eða ekki og var samþykkt í einu hljóði,

að árstillag þetta skyldi vera tillag fyrir næsta

ár félagsins. Enn fremur var akveðið að senda

felagsmanni þessum log félagsins með fyrstu

ferðum er birt féllu mep bréfi frá forseta og skrifara.

Í þriðja lagi lagði gjaldkeri fram skyrslu um fjár-

haf felagsins og átti það við síðasta mánaðar

lok í sjóði 57, 28

Í fjórða lagi var rætt uppástúnga J. Hjaltalíns um

að betur mundi fara úr hendi að bóka gjörðir

fundanna eptir fund og lesa hana síðan funda-




Lbs 486_4to, 0038v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0038v)


bókina upp á næsta fundi á eptir, en sín uppá-

stúnga var felld með öllum atkvæðum gegn 2.

Síðan voru dregnir miðar með ræðuefnum á

og var góð skemmtun.

Fundi slitið.

H.E.Helgesen E. Magnússon











  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar