Fundur 12.des., 1867

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:34 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:34 eftir Olga (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0036r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0036r)


Kveldfundur 12 Desember

Forseti fjelagsins byrjaði tók þá að útlista : hvaða gagn væri að

Kvöldfjelaginu eða fjelögum yfir höfuð, tók hann síðari

hluta spursmálsins fyrst og byrjaði á Adam sem eigi hefði




Lbs 487_4to, 0036v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0036v)


viljað vera einn, og sömuleiðis hefði þjóðfjelögin

myndast fram eptir öldunum af því nauðsyn hefði

knúð mennina til þess, en síðan hefði og jafnan

myndast minni felög innbyrðis innan þjóðfjelaganna og flestöll

nytsöm og stórkostleg fyrirbæri í allskonar framfarir

hvarvetna um heiminn ætti fjelagsskap tilvera sína

og framkvæmd að þakka. t a m járnbrautir raf-

segulþræðir verslun og óteljandi flest margt im að þess

vegna væri það afl og dugar hugur og áræði fram-

kvæmdir, og fyrirsjá sem felögin efldu. Því næst snjeri hann sjer

að kvöldfjelaginu, gat þess hvað það hefði gjört eða

komið til leiðar t.a.m. komið málefninu um

þjóðhátíðina í minningu Ingólfs á fót, liðsinnt

forngripasafninu, reist minningarmerki yfir Sigurð

Breiðfjörð og ýmislegt fl. en einkum talaði hann

um þá andlegu æfingu sem fjelagsmenn gætu fengið

á fundum þess sem bæði hefði verið til froðleiks

og skemtunar og sjer ilagi hjeldi lifandi hinu innra lífi meðal




Lbs 487_4to, 0037r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0037r)


fjelagsmanna. Um alt þetta þótti fundarmönnum

forseta farast orð sannlega og fagurlega. Andmæl

Sveinn Skúlason hjelt þá kapitula er gekk í somu

stefnu og ræða forseta og seinni andmælandi skrifari

sagði einungis "Amen" og með því var umræðunni

lokið

Því næst voru dregnir seðlar.

1. Kristján Jónsson skáld fjekk þetta spursmál "geturðu

sannað að Hrappur hafi verið góður drengur". Taldi

Kristján Hrappi einkum hreinskilni til gildis.

Kristjan Eldjárn fjekk spurninguna "Hvenær kemur

2. póstskipið."

3. Sveinbjörn Sveinbjörnssen fjekk spurninguna: "Hvaða dýr

er ypparlegast næst manninum"

4 Jón Bjarnason fjekk þá spurning Hvert er betra dagur eða nótt

5. Benedikt Kristjánsson fjekk spurningu. "Munur á drykkjumönnum"

6 Sveinn Skúlason: Hvort er rjettara: Öl er annar maður, eða

Öl er innri maður.

Til næsta fundar var var akveðið asamt með víðattu

himinsins sem ekki komst af í þessum fundi sökum




Lbs 487_4to, 0037v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0037v)


lasleika Halldors Guðmundssonar þessi spurning:

"Að hverju leyti hafa Islendingar fengið meiri þátt

ar áður í stjórn landsins við stofnun alþingis og

hvaða þátt á alþing í framförum þess? Frummæl-

andi Sv. Skúlason og Andmælendur H.Guðmundsson

og H E Helgesen.

Fundi slitið

H.E.Helgesen ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar