Fundur 22.nóv., 1872

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 12. febrúar 2015 kl. 13:21 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. febrúar 2015 kl. 13:21 eftir Eoa2 (spjall | framlög)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0090v)
4. fundur
22. nóv.
Fyrst var tekið til umræðu um málið:
De mortuis nil nisi bene
Frummælandi G.M. Dauðinn er sá versti
andskoti, sem jeg þekki; hann tekur alla með sinni
krókóttu sigð; þessi gamli Satan er mannl.
eðli hvimleiður. Þegar við deyjum sjálfir,


Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0091r)
þá hugsum við ekkert svo, en þegar aðrir deyja,
þá hugsum við heldur gott til hans, nema ein-
hver ótó; þetta hafa margir haldið, og af því
er þessi spurning komin; jeg tala hjer ei um
alfarin aldurmenni, en yngri menn, jafnvel
þó þeir sjeu fimlegir, sextug ár og jafnvel sjötugir;
jeg er nú ald orðinn gamall, og hef heyrt mörg
mannslát; jeg vil minna á versið: Forðastu
svoddan fíflskugrein - frumleiðina manns að
lasta hinn etc. Nokkuð líkt liggur í þessari
latinskri reglu; en viðvíkjandi þessa þarf
að gjöra greinarmun á góðu og illu umtali.
Þegar menn dæma um menn, þá fara eptir
því, hvort er ofan á, gott eða illt. Þegar
menn tala illa um menn, þá finna menn að
hvernig þeir hafa verið, og finna jafnvel að
því sem eigi er vert, og ennfremur sverta
þá, og ljúga uppá þá; þetta illa umtal
vill enginn almennil. maðr kannast við.


Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0091v)
það er til annarskonar illt umtal, sem menn
kalla, þ.e. þegar menn finna að því,
sem verst er og gjöra það eigi í illu skyni.
Slíkt umtal er eigi eingöngu leyfilegt,
heldur rjett. Þann mann, sem að einhverju
er merkilegur verður að dæmast, bæði frá
hálfu hins góða og illa í fari hans,
öðrum til eptirdæmis og viðvörunar.
Lífið færist fram á lopaskap* á þessum,
einkum hjá preststjettum, og ræðum
þeirra. Þeir taka á öllu með dönskum
silkivetlingum utan yfir ísl. labbandi vet-
lingum. Maðr á 6-8 syni; einn er
er kominn undir tvítugt, bölvað ótó,
gengr drekkandi og drabbandi bölvaður.
andskotinn þýtur í hann, og svo fer
hann að drekka og dubla. hvað á maður
nú að segja um þennan pilt, þegar hann
deyr? það á hvorki að lofa hann né lasta,


Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0092r)
Faðirinn á að taka hin hornin og segja í
svona fór nú bróður ykkar, hann fór nú í hund-
ana þarna upp á baksal í Hrökkála*-
seli, og hinn veraldl. Satan tók hann til sín.
Jeg Þegar jeg var ungur að læra hjá
sjera Búa í Hvammi í Norðurárdal;
þar var prestur, gáfulítill skefur, en
in vænasti maður, var með aptur kembt
hár; þar át jeg beztan mat á æfinni.
Je Han sagði mjer að biðja guð að mig
áður en jeg færi að blessa. þannig á
presturinn eða faðirinn að taka þetta
dæmi unglingsins, sem fór til helvítis,
og setja söfnuðinum fyrir sjónir, að
fara ekki í hundana eins og helvítis
hrækvikindi. Fátt er manni nær en sjálfur
hann; jeg er nú gamall skólakennari,
sem á marga lærissveina, og sumir þeirra
eru mótaðir djöflinum, og geta ekki


Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0092v)
annað en farið fjandans til í hundana.
Jeg horfi á þennan fagra og fríða hóp,
en sú gleði blandast af því, að djöf-
ullinn skuli geta kærkrækt sínum
helvíska heykrók milli herðanna á þeim.
Að jeg hafi farið í uppruna orða óhálf-
an tíma, það lýsi jeg hjer með hátíð-
lega lygi. Til þess að áminna skyn-
samlega, dugar eigi að taka almenn dæmi,
eða taka einhver slóðaviðrini til dæmis;
heldur á maður að taka hina djöflana,
og þá á að lasta og skamma, bæði lifandi
og dauða. Þegar maður deyr, þá er synd
að bæta synd að bæta sorg á sorg ofan.
Einkenni þessarar aldar er trúarkák, sem
er verra en trúarleysi. Þegar jeg las officia
þá hef jeg látið heyrt pilta lasta hann
fyrir mótsagnir, en það sem á við á
öðrum stað og á ekki við á hinum.


Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0093r)
Helgi biskup hefr verið með fyrstu prjedik-
urum hjer á landi. Hann helt ræðu yfir
bölvuðum ungling, sem drapst um tví-
tugt, og skammaði alla, svo enginn drakk
í heilt ár. Jeg vil nefna eitt dæmi úr stjórnar
skipun Íslands frá fyrri tímum. Bj Vigfús
á Hlíðarenda, sem var svín, og barði konu
sína. Tesetugr maður biðr Vigfús hjálpar,
fær skammir, missir grigríbíldótta á, sem
hann stal, er hýddur, það er gjört linlega
sýslumaðr tekur við, og lemur 3 högg,
svo maðurinn var dauðr kl. 8. það er
ei sama sama hvort maðr drepi föður
sinn eða hund. Maðr deyr í Kpmh.; kona
hans er fjáð; sonur þeirra er dóni, hann
drepur hana, ætlar til Ameríku, en
náðaður og settr í tukthús. þegar rektor
skilur við pilta óskar hann þeim vanal.
góðs, en hann ætti að sýna þeim fram á
hvernig aðrir hafa farið í hundana,


Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0093v)
og vara þá við slíku, og mundi slíkt
bera góðan ávöxt. Kesnltatið* hjá mjer
er að þetta máltæki de m etc sje hálfsatt; það
má ekki úthúða þeim, og ekki heldur
gjöra úr þeim mininríkisása.
J. B. Jeg vildi spyrja, hvort það
væri þ sama „de mortuis nil nisi bonum
og „de mortuis nil nisi bene
G. M. Nei það er nokkuð annað, og er það
mikið skarpt að taka það fram.
þá var álitið úttalað um þetta
mál, og voru allir fundarmenn samþykkir frum-
mælanda, og mælti enginn í móti.
þá var tekið til máls í málinu
um stefnu tímans.
Frummælandi Jón Ólafsson (Frum-
mál hans liggur að aetu).
Á næst þegar frummál var búið,
var orðið svo framorðið, að andmæli voru


Bls. 8 (Lbs 488 4to, 0094r)
eigi hafin. Á næsta fundi var en fremur
ákve ákveðið, að ennfremur skyldi tala um
„hvort nokkuð gott gæti komið frá Kaup-
mannahöfn;“ andm frummælandi Jón frá
Melum, og andmælendur Jens Pálsson og
Snorri dýralæknir.
H.E.Helgesen Valdimar Briem




  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 02.2015

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar