Fundur 26.jan., 1872

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 5. febrúar 2015 kl. 15:00 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2015 kl. 15:00 eftir Eoa2 (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 488 4to, 0051r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0051r)
15. fundur. 26. jan.
Fyrst var lesin upp frumvarp til nýrra laga,
er sú nefnd hafði l samið, er til þess var sodin, og
var það talið íhugun félagsmanna til næsta fundar.
Þá var tekið til umræðu um veitingar, -
hús hér á landi; frummælandi Sig. Guðm tók fyrst
til máls á þessa leið; Sæluhús ættu að var þar sem
undir eru vegir, nl. 1.) hjá Kolviðarhól við Hellis-
skarðs- og Lágaskarðsveg; þar mundi það vel
borga sig; þar er vatn, hverir, tún og fl., og
mætti hafa þar hverskyns veitingar. 2.) við Arnar-
vatn á Grímstunguheiði (eða við Norðhúsa-
fljótið); þar er silungsveiði mikil, svo að
jafnvel Borgfirðingar fara þangað til fiskjar. þessi
2 álít jeg nauðsynlegust. Í skaptafellssýslu



Lbs 488 4to, 0051v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0051v)
væru þau nauðsynl. m illt að koma
þeim niðr. Á norðurlandi væri gott
að hafa þau á Öxnadalsheiði, og
Mývatnsheiði, ef það borgaði sig.
Á Vesturlandi á Þorskafjarðarheiði.
Hér er ei eing. átt við sæluhús, heldr
og veitingahús, þar sem maðr byggi.
Í Kaupstöðum þarf og veitingahús, t.d.
Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkis-
hólmi, Eyrarbakka etc. Í sjóplázum
væri og gott að hafa sæluhús, sömul.
ef til vill á fundar og samkomustöðum.
Hvernig þau eiga að vera, er ei gott að
segja; að minnsta kosti ætti það að vera
dálítill kofi, brúkanl., sem allir gætu
haft aðgang að fyrir litla borgun, en
lögákveðna. Reglul. bær ætti að vera
fastur við, og þar ætti að geta



Lbs 488 4to, 0052r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0052r)
fengist matr allr, 6. - 10 rúm *
og sömul. hey handa hestum; húsið gæti
annaðhvort verið opinb. eitgu, sem
ráðsmaðr stæði fyrir (sbr. England-
ingar í *), eða að prívatmaðr
speculeraði í því, eða þ.ví, að hús
opinb. styrkti einhvern inan
til þess. Húsið ætti að vera
þannig lagað:
[uppdráttur af byggingu]



Lbs 488 4to, 0052v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0052v)
þar þyrfti og að blása á lúðra
svo sem 3. hvern tíma, til að
leiðbeina miklum ferðamönnum,
sennil. að hafa alpahunda o. fl.
Andmælandi Jón Borgfjörð:
(skýrzla hans fylgir aktis félagsins).
Helgi Helgesen: Jeg er á því, að hafa
hvergi veitingahús, nema f. í kaupstöðum,
eða þar sem væri sæluhús, því veitinga-
hús eru líka hættul. annars getur vetur
tilefni til að hreifa þessu máli í blöðunum,
til og henda á hvar væri nauðsynlegast að
koma á sælu- og veitingahúsum, og örfa
hið opinb. til að styðja þetta mál.
Síðan var Sig. Guðmundsson kos-
inn til þess, að hreifa þessu máli
í blöðunum (með samhljóða atkvæðum).



Lbs 488 4to, 0053r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0053r)
Hitt aðalmálið: um samanburð á
Íslandi nú á dögum, og öðrum
löndum nú á dögum, var eigi tekið
fyrir og frestað til næsta fundar.
Síðan voru dregnir miðar og á
þeim stóðu þessi fundarefni:
1. Af hvaða ástæðum hafa sjómenn
setið í landi í dag í góðu sjóveðri?
Páll Eyjólfsson: þeir voru beitulausir
2. Hvað er það sem mönnum varð
að skoða á Siglufjarðarheiði?
Sig. Guðmundsson: Fyrsta mandrap
skýastrokks, anan dauðinn, þriðja
hjátrú, fjórða hræðsla, þan fimta trúleysi
í fótunum.
Eiríkur Briem: þar er mikil umferð
og er ei undarl. margir hafi farist
þar. Eggert Ólafson getr þess, að



Lbs 488 4to, 0053v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0053v)
að jarðvegrin þar hafi daun þar
svo óholla, að gætu þeir gætu drepið
menn. Þorleifr Skaptason, er svo
þar mestu, líkl. til þess, að koma
mönnum af þeirri hræðslu, sem men
höfðu á vegin. þess má og geta, að
hann hafði með sér margar klukkur
en hljóð sveiflurnar, sem koma af
klukknahringingu, geta með náttúrl.
orsökum, rutt *hent óhreinu lopti, sem
víða eru dæmi til, t.d. í Neapel.
2. Hvað er svo glatt sem góðra
manna fundur?
Frey: Jeg maal blive spörgeren svar
skyldig.
4. Hvernig hefr Þjóðólfur komizt
að þeim fundargjörðum, sem standa



Lbs 488 4to, 0054r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0054r)
í síðasta blaðiðnu?
Stefán Ojetursson: því get jeg ekki
svarað, og get engar líkur dregið að því.
þá var ákveðið fundarefni til næsta
fundar, nl. Hve mikil mentun er
nauðsynl. fyrir alþýðuman, og hvernig
verðr hún efld hér á landi? Frummælandi
Helgi Helgesen; andmælendur: Jón Bjarna-
son, Jónas Helgason.
Síðan var fundi slitið.
H.E.Helgesen Valdimar Briem.



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 01.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar