Fundur 5.apr., 1872
Fundir 1872 | ||||
---|---|---|---|---|
5.jan. | 9.jan. | 12.jan. | 19.jan. | 26.jan. |
2.feb. | 9.feb. | 16.feb. | 23.feb. | |
1.mar. | ||||
5.apr. | 12.apr. | 18.apr. | ||
25.okt. | ||||
1.nóv. | 8.nóv. | 22.nóv. | 29.nóv. | |
6.des. | •1873• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1871-1874
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 5. apríl 1872
- Ritari: Á. Jóhannsson
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0073v)
21. Fundur 5. apríl
Fyrst bað Jón Ólafsson sjer hljóð,
og las hann upp Epos nokkurt, er hann
gaf fjelaginu, og var það lagt við skjalasafn fjelagsins.
Síðan var tekið til umræðu, hvort Island stundi
nær Civilisation eða Barbarie.
Frummælandi Stefán Jónsson: þær þjóðir, sem
ljós menntunar hefur náð að skína á, og hafa haft
tækifæri til, að færa sjer þá menntun í nyt, þær
hafa blómgast, bæði að stjórnarskipun og lifnaðarhátt-
um og fl., en eigi vil jeg telja Ísland með þess-
um þjóðum, en barbariskar þjóðir vil jeg kalla þær
þjóðir, sem eru alveg viltar, en sumar þjóðir stunda
mitt á milli, en brátt mun vera beinlínis að
ákveða til hvors flokksins Island heyri. Hjer vantar
ýmislegt sem til civilisationar heyrir, einkum
í því verklega; hjer vantar verksmiðjur, góða
vegi og margt fleira, og yfir höfuð í þessu tilliti held jeg Ísl.
standi nær Barbarie. Í andl. tilliti eru Islend-
Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0074r)
ingar eigi á eptir öðrum löndum, hvað alm.
uppfræðingu snertir, og víst munu Íslendingar
hafa hæfilegleika til, að taka móti menntun,
eigi síður, en aðrar þjóðir Norðanalfunnar.
Yfir höfuð held jeg Island standi nær Civi-
lisation en Barbarie, enda væri það eigi
hrósvert fyrir dönsku stjórnina að eiga bar-
bariska þegna.
Andmælandi: Sigurður Guðmundsson:
Jeg er ei alveg sammála frummælanda
jeg álít Ísland standa nær barbarie og í
öllu verklegu eru Íslendingar hreinir bar-
barar. þeir kunna eigi einusinni að aka skít
á tún, veita vatni upp a´móti, bera upp hey etc.
Um al síðustu aldamót stóðu þeir jafnhliða
mörgum öðrum þjóðum, en síðan hefur öðrum
löndum fleygt fram, en Islandi þvert á mót
síðan þann tíma eru Íslendingar hreinir
barbarar. Nokkuð er kennt í skólunum, en
ekkert af því dugar neitt, t.d. enginn er svo
Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0074v)
góður í mathematik, að hann geti tekið
kort yfir tún, og allt er í hundunum.
Aukmálsmaður Jón Ólafsson: Spurn-
ingin er mjög undarlegt og skil jeg ekkert í
hversvegna þessi spurning hefur komið fram.
Jeg er hvorugum þeirra, sem talaði, samdóma,
en þó felli jeg mig heldur við frummælanda.
Jeg vil telja Jeg felli mig við slokkaskip-
un frummælanda, en jeg tel Íslendinga til 1. fl.
og það gjörði Schleisner sálugi forðum, því
hann sagði Islendingar væru ein hin civiliseraðasta
þjóð í Evrópu. Eigi fellli jeg mig við það, að
það sje svo mjög komið undir stjórninni, hvað
þjóðin sje menntuð, það er þjóðiðn sjálf, sem
á að mennta sig. Jeg tel upp þá flokka, sem
þjóðir skiptast í. - það eru þá lærðir menn, borg-
arar, og skrýllinn, en þegar vjer erum skoð-
aðir sem þjóð, þá hverfur hjer um bil öll flokka
skipun hjá oss, o gþá er það yfir höfuð, að alþýðan
á Islandi, er talin meða móts við lærða menn
Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0075r)
erlendis. það var talað um að 18. öldin hefði
verið miklu betri, en hin 19., en jeg sje eigi, í
hverju hún var fremri. þá drápu menn sllri
menntun niður, og yfir höfuð þekki jeg ekkert
merkilegt frá 18. öld, nema, ef vera skyldi þau
minnismerki, er vjer höfum frá þeim tíma.
þeir sem talað hafa gjörðu lítið úr andlegri
menntun, t.d. málaraíþrótt og skáldskap,
en í skáldskap er stendur Ísland ekkert á baki
öðrum löndum, og það liggur í ytri forholdum,
en eigi hæfileikum þjóðarinnar, að þetta eigi
hefur komið í ljós. þjóðin er ein hin mest,
civiseraða þjóð, en yfir oss vantar yfir höfuð
allan hinn lærrða flokkeða menntaða flokk.
Allur okkar flokkur, eða öll okkar þjóð, svarar
til mið=flokksins annarstaðar, sem þar er hinn
fjölmennasti flokksins; svo ÍSland er fullkoml-
civiliserað.
Forseti: Um skilningin á þessu spurs-
máli má margt segja. Frummælandi finnst
mjer hafa tekið mikið rjett í þetta mál, og í
sumu hefur aukmálsmaður einnig gjört það.
Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0075v)
Andmælandi Sigurður Guðmundsson:
Aukmálsmaður hnýtti mjög í 18. öldina, og þekkti
t.d. enga nýtilegt rit, sem út hefði komið á
þeirri öld. En jeg vil t.d. benda á ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, ræður
Jóns Vídalíns o.fl. Skáldskapur nú finnst
mjer ekkert standa framar nú, en á 18. öld.
Sem sagt, það er fullkomið Barbarie hjer,
því hjer vantar yfir höfuð allt, sem til civili-
sationar heyrir, það er eigi nóg að hafa hæfi-
legleika.
Jón Ólafsson: Jeg þakka forseta fyrir
bendinguna, en jeg álít, að jeg hafi gengið
út frá því rjetta. Bæði frumæl. og andmælandi
kenna allt ytri forholdum. það er ekkert undir
stjórninni komið, og þó stjórnin gjöri svínari, þá
er það eigi Íslendingum að kenna, og ef hún gjörir
eitthvað gott, þá er það eigi Íslendingum að þakka.
Civilisationin og stjórnin eiga ekkert skylt sam-
an, hún liggur í þjóðinni sjálfri. Viðvíkjandi rit-
um 18. aldarinnar, það er það að segja, að Eggert
Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0076r)
og Bjarni voru bölfaðir slóðar, þá er kortið
hans Gunnlögsens á þessari öld nokkuð betra.
Mjer finnst bæði frummælandi og andmælandi
hreint misskilja, hvað Civilisation er. Hvað bygg-
ingar hjer snertir, þá eru Íslendingar eigi ept-
irbátar annara þjóða. Scheisner segir að sú þjóð
sem sje civiliseruð, sem hafi „Hjerte og Forstand.“
Sigurður Guðmundsson: Jeg mótmæli alveg.
af því, að sú einkenning, sem aukmálsmaður nefndi,
eigi hjer stað. Hjer er allt á lægsta stigi, eng-
inn kann neitt að gjöra, en hið verklega heyrir
beinlínis til civilisationar.
Forseti: Um þetta má tala í hið óendanlega.
það má eigi kalla okkur barbara, þó einstöku
sjeu það innan um; og þó margt sje hjer bar-
bariskt, þá stöndum vjer virkilega mjög nærri
Civilisation, og hver getur neitað því, að jafn-
vel hjá hinum mest civiliseruðu þjóðum eigi
sjer stað hið mesta barbarie innan um t.d.
í Frakklandi. Vjer erum allt af færast nær civi-
lisation, og stöndum virkilega nálægt henni.
Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0076v)
Sigurður Guðmundsson: það er eigi rjett
að tala hjer um, að vjer sjeum að nálgast civili-
sation, heldur er hjer að tala um, hvað vjer erum.
Jón Ólafsson: Hinn síðasti sem talaði, lagði
mikla áherslu á það, hvað vjer erum, en jeg finn
ekkert barbariskt hjá þjóðinni.
Seinast var með atkvæðum afgjört, að Ísl
stæðu nær Civilisation; og var síð umræðum lokið.
Til næsta fundar var ákveðið auk „kosts og lözts á ísl. tungu“ að taka „um
embættismenn“. Frummælandi: Jón Ólafsson
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á. Jóhannsson.
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Elsa
- Dagsetning: 01.2015