Bréf (SG02-108)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 12:56 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2015 kl. 12:56 eftir Olga (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit


Texti:

bls. 1


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.

Ási 12. Dec. 1866

Góði frændi!

Hafðu kærar þakkir fyrir tilskrifið af

22 Marts í vor, sem eg mun aldrei hafa

svarað. Nú er Sigurður gullsmiður búinn

hreinsa fyrir sínum dyrum, og senda mér

pörin og fleira smíði uppá 57rdl. (57)

þaraf skrifar hann mér að þú hafir borgað

10rdl og Rabol 2rdl. Við gjörðum upp

reikninginn í fyrra, og þá mynnir mig

ekki betur, en eg teldi uppá, og þá líka

að þú hefðir borgað honum í fyrravor

25 Aprí koffur sem þú sendir mér þá,

en nú stendur það í reikningnum,

og seinast lofaðir þú mér að borga

honum 5rdl. þegar hann væri búinn

að senda mér beltið, og það er nú lík-

lega ógjört enn; svo eg er nú í 45rdl.

skuld við hann eptir þessu; um það

gætir þú kannske hugsað og talað svo

við hann fyrir mig, því eg vildi helst

ekki þurfa að borga honum neitt,

fyrr en eg fynn hann sjálfur í sum-

ar ef eg lifi; því á Alþing vil eg koma

í annað sinn ef eg verð ósjúkur og

þá skaltu fá skerborðið, því það er ekki

tapað.


bls. 2


Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.


Já, eg minntist á, að eg mundi koma

í Reykjavík ef eg gæti, en eg veit eg á þar

þó fáa vini, einkanlega fyrst eg var einn

af þeim sem fylgdi skoðun Jóns Sigurðs-

sonar með að fella fjárhagsmálið;

hvernig tala þeir um það núna í Vík?

og hver er sá sem skrifar alla þessa

löngu skammarollu um okkur meiri-

hlutann í Þjóðólfi? Það er ekki Jón

Guðmundsson, því það er ekki hans

stíll; er það Sveinn Skúlason? Mér

þykir núna vest, að hafa ekki fengið

að sjá Félagsritin, (þau eru víst

komin til ykkar) því mér þykir

líklegt að Jón skrifi þar eitthvað

um þetta góða mál. Gandreiðina

hef eg fengið; hún er nógu góð í þá

skuld. Héðan er fátt að frétta, hey-

skapur í minnstalagi í sumar en nýt-

ing góð; bærileg vetrartíð til þessa,

enn þó kominn æðimikill gaddur á jörð.

Fyrirgefðu þetta flýtirisp.

Þinn frændi

Ó. Sigurðsson.




  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar