Fundur 12.apr., 1862

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 486_4to, 0035v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0035v)


Ár 1862, laugardaginn hinn 12. apríl var fundur

haldinn í félaginu. Allir á fundi nema Jonas

Jonassen sem hafði afsakað sig með skyldustörfum

og var sektarfrí samkvæmt lögunum og

M. Jochumsson og M. Gíslason , hinn

síðasti var álitinn samkvæmt lögunum 1 ??

sektar sekur hinn síðari frí.

Gjaldkeri lagði fram skýrslu um fjárhag















Lbs 486_4to, 0036r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0036r)


félagsins fyrir Marts mánuð 1862 og átti þá

félagið alls til: í sjóði,

1. í skuldabréfum_____ 49 ?

2. í sjóði____________ 7-8 56 ? 81

2. Lagði nefnd sú, er kosin hafði verið á fundi 5. marz Apríl

til að ákveða hverjar verðlaunaspurníngar leggja skyldi fyrir

félagið til næsta árs, fram álit sitt, um þetta mál

skriflega, og ákvað sú nefnd að þessar spurníngar

skyldi leggja fyrir félagið:

1. að næsta ár skyldi heitið verðlaunum fyrir hvert það

bezta episka kvæði eða þá beztu skáldsögu, og

2. fyrir hið bezta leikrit

3. fyrir hinu beztu vísindalegu ritgjörð sem inn

yrði send og sem ætlast væri til verðlauna fyrir,

Þannig:

að hið episka kvæði ekki megi vera styttra

en hundrað erindi episk eða 400 vísuorð í heyamet??,

skaldsagan ekki styttri en 5 arkir skrifaðar með

vanalegri skript og leikritið ekki styttra en einn

þáttur eins og þvílíkir leikir eru vandi að vera

að lengd.




Lbs 486_4to, 0036v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0036v)


Öll þessi niðurlags atriði nefndarinnar voru

samþykkt með yfirgnæfandi atkvæðafjölda eptir nokkr-

ar umræður.

3. Gaf M. Jochumsson félaginu kvæði út-

lagt, yfir 11. Od. Hor. II. bók, og sömuleiðis

las hann upp kvæði, sem hann hér að

gefa félaginu seinna, og hljóðaði um

Íslands fornu hefð, og frægð, þess miðalda

ánauð og hinn nýja fjörkipp, ssem

þjóðina snart sunnan að og fram úr um síðustu

aldamótum.

4. Amvað félagið, samkvæmt sem fengið hafði

bréf, frá Markúsi Gíslasyni dags. í dag um að framlengja

lánsfrest leyngíngarfrest hans með á láni því, er han hefir

frá félaginu, og var ákveðið, að forseti og vara-

forseti skyldu, eptir að gefa taka að honum nýja

Obl. fyrir lánsupphæðinni, þegar hinn uppruna

legi gjaldfrestur væri úti og vextir lánsins

er þá væri fallnir í gjalddaga, væru greiddir




Lbs 486_4to, 0037r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 486_4to, 0037r)


og skyldi hið nýja lán ná til 31. 1. ágúst í sumar og

þá greiðast umboðsmönnum félagsins forseta eða vara-

forseta. Hinar sömu ákvarðanir voru teknar fram

um lán það er gjaldkeri félagsins hefir tekið að

því. Fundi slitið.

H.E.Helgesen E. Magnússon










  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar