Fundur 19.jan., 1872

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 488 4to, 0047v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0047v)

14. fundr. 19 jan.

Í byrjun fundar bað Jón Ólafsson sjer hljóðs til að hafa yfir

dálítinn leik í þrem scenum sem heitir: „Hjá Jörundi“, þv því næst

las hann það upp og var það lagt við rita fjelagsins.

þá var tekið til verkefnis:

Ísland í fornöld, samanborið við önnur lönd á sama

tíma.

Frummælandi, Sig. Vigfússon, gat þess að upphafi að verk-

efnið væri svo yfirgripsmikið, að sjer þætti það sjer ofvax-

ið. Kvað mega taka það í þrengri og víðari merk-

ingu; hann kvaðst vilja taka það, sem allra þrengst

að verða mætti, og því að eins vilja hafa tillit til Norð-

urlanda

Fyrst lýsti hann stuttl. ástandi Noregs áðr en

Ísland byggðist, taldi gullöld Noregs frá tíð, áðr en

einveldið hófst þar; taldi margt Noregi til ágætis á

þeim tíma, meðal annars það, að Norv. skyldi

þola þann mannvals-missi, sem orsakaðist

af emigrationinni við byrjun einveldisins; því




Lbs 488 4to, 0048r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0048r)

næst minnist hann á þann skaða og þá apturför, er þó

væri sýnileg í Norvegi á eptir, svo að kalla mætti, að Norv.

hefði ekki náð sjer síðan, sýndi fram á hver national

apturför að hefði orðið einveldinu samfara.

Á hið sama bendi hann í Svíþjóð, þar sem

þá ærið þjóðfrelsi hefði áður verið.

Um Danmörk væri það eitt að segja að þar hefði

frá upphafi konung konungsvald, þrælkun og kúgun-

arvandi verið.

þá lýsti hann Englandi og fyrirkomulaginu

þar, og þótti sagan sýna þar hinn sama gang.

Minntist á Ameríku-fund Islendínga, og þótti

það þakkarverk og sómi fyrir Ísland.

Benti því næst á hversu svo hefði farið, eptir

að Ísland byggðist, að engra skálda væri getið

við útlendar hirðir, nema íslenskra; svo þau sýnist

að hafa tekið öllum öðrum fram.

Lýsti því næst hinni glæsilegu rauns og stór-

mennsku á gullöld landsins; benti á auð og höfð-

ingskap heldri manna á þeim tíma; nefndi ýmis

dæmi þar til; t.d. hring þann, er Flosi gaf til liðs sjer, sem

eptir núverandi peningaverði mundi hafa numið

432 rdl

Bendi á, hve mikil og stór bú höfðingjar hefði haft,

og hve ríkulega þeir hefði haldið sig, með hirð eins

og konungar. Hvílíkan liðsöfnuð þeir hefði uppdrifið

opt í svip



Lbs 488 4to, 0048v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0048v)

þá minntist hann betur skálfa íslenskra, og annara Íslend-

inga, er hefðu í stærstu hávegum verið hafðir hjá konungum

erlendis. Nefndi ýmis dæmi þar til; t.d. hversu þeir jafn-

vel hefðu verið hafðir til diplomatiskra sendinga, svo sem Hjalti

Skeggjason, er sendr var til Svíakonungs. Talaði margt,

um það, hvílíkur sómi Íslendingum yfir höfuð hefði verið sýndur

í öðrum löndum, og það jafnvel minni háttar mönnum,

og í hvílíkum veg þeir hafi hvarvetna verið á þeim tímum.

þar næst minntist hann á lagasetning og stjórnarfyr-

irkomulag í landinu. Benti á, hversu lög þeirra, er vart hefðu

átt sinn líka á þeim tíma, og hið frjálsa stjórnarfyrirkomulag, er

jafnvel hefði tekið fram öllu, er hann þekkti hjá samtíða þjóðum,

hefði átt sinn þátt í, að gjöra þjóðina að þeirri afbragðsþjóð,

svo frægri í öllum greinum, sem Ísland hið þáveranda var.

Sýndi það, að þótt þjóð stjórnin væri að miklu í höndum höfð-

ingja, þá hafði þjóðin og sína hönd þátt í bagga með. Taldi

það stóran kost, hve lítið ríkið ex offiris tók inn í öll

forhold, en ljet allt útvíkla sig sem frjálsast. Þótti hon-

um stjórnarfyrirkomul Íslands og status þess yfir höfuð

á þeim tíma bera af öllum öðrum samtíða löndum, er

hann þekkti. -

Loks minntist hann hinna vísindalegu

starfa Íslendinga, hversu þeir hefði t.d. stutt

að segja ritið sögu sjálfra sín og allra Norðurlanda.

Viðvíkjandi sögu sjálfra þeirra gat hann þess, hve ýtarliga og

fagurlega hún sje ritin, og sje þó óefað margt tapað. Lýsti

hann því næst söguritun Íslendinga yfir höfuð, eptir hvaða gögnum

sögur þra yfir höfuð værui ritnar o.s.frv., hve skýrlega og nákvæmt

þær opt væri samdar, og margs gat hann þeim til ágætis fleira.



Lbs 488 4to, 0049r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0049r)

Bar hann sama þá literæru praduksíón Islendinga við pró-

duksíón annara þjóða og kvað þær varla vera um saman-

burð að tala; sýndi rök til þess.

Resúmeraði stuttl. Result Hann kvaðst enn verða að fara

nokkrum orðum um Íslendinga í öðrum löndum en á þessum

tímum. Fór nokkrum orðum um það.

Talaði því næst um orsakirnar til apturfarar Íslands.

Fyrsta og aðalorsökin væri stindómrinn; eigi sjálfs síns vegna,

heldr þar ha hefði verið misbrúkaðr. Xtindómurinn hefði

verið notaðr til að læða útlendu höfðingjavaldi inn í land-

ið. þá innleiðsla konungsvaldsins. Yfir höfuð hefði það steypt

Íslandi; að erlendt vald komst inn í landið.

Loks minntist hann með nokkrum orðum á verknað,

húsabyggingar etc. í fornöld. Lýsti því, og þótti það í mörgu

vera fullkominn vottr um Ísl. hefðu ekki staðið öðrum á baki

hjer; þess mætti enn sjá minjar á Málarans forngripa-

safni. Industri hefði og verið á tilsvaranda stigi, að

því, er kunnugt væri; nefndi dæmi til þess. -

Resumeraði stuttl. resúltatið, og varð það Ísl. til hags.

Andmælandi E. Briem (G. Magn. var eigi við staddr). Gat þess,

að frummælandi hefði sýnt mikla þekking á málinu, sem við

var að búast. Kvaðst í flestu fallast á skoðanir hans, hafa

fátt eina að athuga.

þótti eigi svo glæsil. gullöld Noregs áðr Ísl. byggðist.

þótti of mikið stjórnleysi verið hafa og Separatisme í land-

inu og hefði það eðlil. leiða til einveldisins. þótti

ekki mega skoða konunga Noregs sem týranna



Lbs 488 4to, 0049v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0049v)

yfir höfuð. þeir hefðu verið verkfæri tíðarinnar til að

realísera þær idées, sem gangur viðburðanna gjörði

óumflýjanlegt, að hlytu framgang að fá.

Benti til að eins og Magister Gbr. Vigf. hefði sýnt,

hefði mikill hluti verið eigi norskr að eins, heldr og

írskir; taldi margt þar til sönnunar; sögurnar nefndu

það beinlínis; írsk nöfn bendi til þess. * Benti á ástæðu

þá, sem höf. Landn. hefðu haft til, að gjöra draga heldr

þjóðr yfir hinn írska uppruna Islendinga. - Nefndi

írskar merkar ættir með írskum nöfnum, og spjallaði margt

fagurt um írsskuna í oss Íslendingum. Rangárvellir og

Breiðifjörðr hafi fan tekið upp í sig marga Íra, og þar

hafi mest literær productíon verið; sje það rjett mælt,

þótt ýmsir hafi að því skopað; enda sje þetta factum áðr fram

sett af merkum mönnum (fr. formála Eyrbyggja í Leipzig.)

Bendir til líkingar í karaktér Islendinga og Íra; fleg-

ma-ið, sem sje írskt; stórlyndið sje norskt.

Viðvíkjandi stjórnarfyrirkomul. Ísl. er frummæl. hefði tekið fram

yfir allt samtíða annars staðar, þá sje hann sam-

dóma. Færði dæmi til þess og sannanir ítarlegri,

hversu allt fyrirkomulag hafi skynlegra hjer verið en

annarsstaðar.

Viðvíkjandi lagasetning (fimmtardómur) þá

hafi Njáll verið höf: haus, og var hann írskr að

ætt. Bendi á, hversu nærri hefði legið, að



Lbs 488 4to, 0050r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0050r)

parlamentiariskt fyrirkomulag með þjóðkjörnum

Repræsentöntum hefði komizt á eptir uppást. Njáls.

Gad Gat þess, hve greitt hefði engið að innl. tíund,

bendi á spor til statistik (manntal Gizorar). *

Nefndi klerkavaldið, að það hefði þó aldrei svo ríkt orð-

ið hjer sem annars staðar.

Biskupar hefði lengi verið kosnir hjer af alþýðu.

Og ýmisl. fleira gat hr viðv. *kkjulegum forholdum.

Viðvíkjandi literor störfum Ísl. kvað hn frummæl. hafa talað

svo vel, að hn hefði þar ekkert að kalla við að athuga.

Bendi á, að þó mest áherzla sje lögð á sögvísi Islendinga,

þá hafi þeir þó fylgt með veröldinni í öðru; nefndi þar

til dæmi, af fílosófí, scholastiskum fræðum, classískum

ritum, lesning Óvíðs o.fl., o.fl.

Í kunstinni hefði patres verið daufastir,

samt í Indústríunni kljenir.

Minntist loks á auð Ísl. hann hefði mestr orðið á Sturlungatíð.

Snorri mundi hafa verið milljónær.

Einstök glorios dæmi hafi menn að vísu af afrekum

Ísl í siglingum, ferðum um útlönd o.s.frv., en mest

hafi þeir þó snúið sjer að sjer sjálfum. það sje opt af

hending að þeir hafi um önnur lönd ritið, svo sem

fyllt blað út í sögu hund- Rússans, *

færði dæmi til óhlutdrægni þra í sögum um

viðburði í öðrum löndum.



Lbs 488 4to, 0050v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0050v)

Aðal-forþjenusta Íslendinga hafi verið að mynda á

frjálsan hátt og án skerðingar þess individuella þjóð-

erni og fljóð.

þarnæst sje þra literæru forþjenustur.

þá og það, hve hreinn Xtindómurinn hjá þeim hafi

verið í samanb. við aðra.

Yfir höfuð hafi þeir verið forholdsvís verið fastan

ef ei öllum samtíða þjóðum fremri í allri atgjörfi

andans.

Bendi á eðlilegar orsakir til apturfararinnar,

er lægi í hluta viðburðanna eðli, en ei í ein-

stökum atburðum. -

Frummæl. fór að lokum nokkrum orðum um málið,

og fjellist í flestu eða öllu á athuganir andmælanda. -

Með því áliðið var tíma og málið var útrætt

þakkaði forseti frum- og andmælanda fyrir góðan fróð-

leik og sagði og var umræðum um málið lokið.

Auk spursmáls þess, er eigi varð rætt í kvöld og frestað til næst,

var ákveðið til næst: Ísland b nú á dögum borið saman

við önnur lönd nú á dögum. Frummælandi E. Briem

og andmælendr. Sig. Vigf og sjera J. Bjarnas.

þá gat fors. að Jón Ólafsson hefði tekið að sjer

verkefnið um forhold þverrandi og upp

vaxandi kynslóðar og vorn valdir and-



Lbs 488 4to, 0051r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 8 (Lbs 488 4to, 0051r)

mælendr valdir: G. Magnússon og V. Brím, og

verðr það tekið fyrir, er J. Ól. kemur næst í bæinn.

Fundi slitið

H.E.Helgesen *Jón Ólafsson










  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 01.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar