Fundur 23.feb., 1872

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 24. mars 2015 kl. 21:44 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2015 kl. 21:44 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Bls. 11 (Lbs 488 4to, 0069v))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0064v)

19. fundur, 23. febr.

Fyrst var tekið til umræðu um samband hinnar

vaxandi og þverrandi kynslóðar, og var Jón Ólafsson

frummælandi; hann mælti hér um bil á þessa leið:

þetta mál má taka bæði almennt og sérstakt,

og mun jeg fyrst tala um hið almenna. Tilgangr

manna er að ná andl. og líkaml. velmegun, og miðar

mönnum annaðhv. aptr á bak eða áfram. Hinir yngri

sem hafa það fram yfir hina eldri, að þeir hafa

meira fjör og interesse, en hinir eldri hafa reynsluna

og æfinguna fram yfir hina. Hinir eldri eiga

þó óhægra að snúa snúa sér við, og eru orðnir

áhugalausir um flest, hinir yngri þar á móti

lifa betur í tímanum, og eintrjánast ekki upp.

Reynslan er ei reynsla hvurs einst. mans,

heldr alls sem á undan honum er, og

þá reynslu hafa framm hinir yngri enBls. 2 (Lbs 488 4to, 0065r)

hinir eldri andl. dauða eintrjáningar. Svo er

opt, að ungr maðr hefr meiri eigin reynslu

en ga en hinn gamli, þó gamlir hafi vanal.

meiri eigin reynslu, en það er líka hið eina,

sem margir menn hafa fram yfir hið hina gömlu.

hinir yngri eru miklu liðugri, eins liðug skrúfa,

þar sem hinir gamlari eru eins og forskrúfuð

skrúfa. það er viðurkennt, að öll hin eldri stefna

í kennslunni sem nú er hér á Ísl. sé

í hafandi, t.d. menn eiga að læra 36 tíma í

vikunni í 6 ár til að læra latínu, sem fæstir

hafa gagn af; of mikið er einnig lesið af grísku,

mathematik, náttúrusögu o. s.frv., en þar á

móti langt of lítið af dönsku, þýzku, ensku,

etc. Menn sjá t.d. Benedikt Gröndal hrósa

því sem er þó enn verra, nl. Bessastaðarskóla,

og er það gott dæmi upp á hvernig menn

stagnerast. Í poliitisku tiliti eru hinir

yngri heldri, en hinir gamlari conservativerBls. 3 (Lbs 488 4to, 0065v)

eintrjáningsfauskar. Fátt er alveg fordæmal.

og það má þó segja sem þá conservative,

því þeir hugsa svo, að sjaldan fer hefur þá

brett er, og með því viðurkenna þeir einnig,

að þeir sem ei menn til að gjöra breytingar,

og eigi skjóta þannig málinu til hinna yngri.

Samb. milli hinna yngri og eldri má

tákna með því, að hinir yngri ganga mann-

eskjugang áfram, en hinir eldri krabbagang aptr-

á bak

Síðan fók Helgi Helgesen til máls: Frum-

mælandi talaði vel, en eigi full ljóslega, sem

að mjer þótti, og vildi jeg helzt að hann

talaði lengur og skýrði málið betur. Mjer

líkaði eigi, að hann sagði að hinir gömlu gangi

krabbagang aptr á bak, en því að það

er víst, að þeir fylgja miklu betur tímanum

margir hverir en hinir yngri. Jeg vil nefna

eitt fagurt dæmi upp á gamlan man, sem

fylgir vel tímanum, það er Thiers,Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0066r)

Hinir mestu framfaramenn í Frakklandi

fylgja ooptast nær hans ráðum. það eru ein-

mitt opt hinir eldri menn, sem mest gjöra,

sem náttúrl. , *eiga þeirrar reynslu, sem

þeir hafa fengið sjálfir og hjá öðrum og með

bókum, og líka eru þeir orðnir minna bundnir

af hégóma lífsins. Hjá hinum yngri verðr

margt í fumi og flaustri, og hrapar um koll,

þegarþað, sem þeir ætla að fara að spreyta

sig áfram. Bezt fer þó á, að engir menn

og gamlir lifi og vinni í samvinnu; hinir

gömlu mega ei litilsvirða fjör hinna ungu,

og hinir ungu ei þekking og reynslu hinna

gömlu; þeir vilja líka fara áfram, en

á annan hátt, en spursmálið er: hvort

er réttara?

Jón Ólafsson. Jeg álít það fremr

undantekningu, þegar gamlir menn fylgja

tímanum. Hvað er Thiers snertir, þá eru

nú komin á hann elliglöp, því það erBls. 5 (Lbs 488 4to, 0066v)

ei að marka, þó hinir barbarísku

Frakkar fari hlaupi stundum eptir

honum; heldr mætti nefna sómamenn

eins og Bismark, Moltke, Vilhjálm keis-

ara o.s. frv. - Gamla menn á að fara vel

með, eins og útlifaða karla, sem t menn

halda í lífinu, fyrir það sem þeir hafa

gjört á hinum yngri árum. það væri

ó náttúrul. ef maðurinn færi að verða nýtari

þegar oglíkams og sálarhæfileikar

manna fara að dofna, svo að þeir hafa

ei annað að bera fyrir sig en reynsluna,

sem fylgir stagneruðum principum

úr forfeðranna gröfum.

Síðan var umræðum álitið lokið um

þetta mál. Þá tók Jón Ólafsson aptur til

máls; að skýra frá hinni nýjustu nýjung:

Hin nýjasta nýung er hið islenzkaBls. 6 (Lbs 488 4to, 0067r)

þjóðvinafjelag. það er stofnað í lok

alþingis í sumar af alþingismönnum

það er tilgangr þess að efla hag þjóðarinnar

eptir því sem þeim flokki þykir hæfa, sem

hafa, sem hefr stofnað það. Jeg vil því

skora á fjelagsmenn að skora á ganga í fje-

lagið, en til þess þurfa þeir að þekkja það,

og vil jeg ráða fjelagsmönnum til að kynna

sjer þau nákvæmar. (Hjer lýsti hann tilgangi

og fyrirkomulagi fjelags þessa nákvæmar.)*

Eptir að rætt var um þetta nokkra hríð

aptr og áfram, án þess að komist yrði að

nokkurri niðurstöðu, var málið fellt við

að sinni. -

Síðan tók Árni Jóhannsson til

umræðu um gestrisni. (sem frummælandi):

Íslendingar eru kallaðir gestrisnir, og

eru það einnig; raunar gengur gestrisni þeirraBls. 7 (Lbs 488 4to, 0067v)

nokkuð vítt, þar sem verið er að troða í

menn kaffi og ýmsum, enn maðr hefr

enga þörf á. Svo teljast menn við þetta

bæði veitendur og þyggjendur, og veitendur

bíða talsverðan skaða á efnum sínum. Miklu

fremr ætti að sjá betrog eða greiða fyrir

langferðamönnum, en gjört er. Gestrisnin

er raunar optast sprottin af góðum vilja,

þó hún sé misbrúkuð; en sumir menn

verða eru gestrisnir til að fá á sig orð fyrir

gestrisni, en það er ei hin sama gestrisni,

en það er ei hin saa gestrisni sem sanna

gestrisni er að veita hinum mest þurfandi

hið þarfasta, og af góðum hug. það er margr

siðr, að bjóða brennivín, og margt, sem

manni er óhentugast, og getr jafnvel drepið

menn. Hin sanna gestrisni er einnig fólgin

í því, að greiða fyrir fólki á allan hátt,

og gjöra ferð þeirra þægilegri, og þess þarfBls. 8 (Lbs 488 4to, 0068r)

sannarl. með hér á landi. Með hinni röngu

gestrisni sviptir maðr ei sig, sjálfan

og efnum, veitog þyggjanda, optlega mörgu

góðu, heldr einnig mannfélagið. það er

ei rétt, að neyða fólk til að þyggja beina,

nema því aðeins að brýn þörf sé á því.

þetta álít jeg að séu herumbil takmörkin.

Þorvarðr Kerulf (andmælandi): Jeg

er frummælanda samþykkr. Gestrisnin á

að sýna sig í fylgdum, veitingum þarfra

vista, góðri aðhlynningu og hjúkrun o.s. frv.

En að vera að gefa flökkukindum og kjellingum

með sér, álít jeg við óbrúkandi. Einnig kemur

gestrisnin fram í því að vera eigi fúll

heldr skrafhreifinn við gesti sína.

Guttormur Vigfússon (andmælandi):

Jeg hef opt verið heimskr en aldrei heimsk-

ari en nú. Kellingar eru kellingar,Bls. 9 (Lbs 488 4to, 0068v)

og kerlingar hafa alltaf þörf.

Menn rísa upp á móti spjátrungum

og lygurum og dönskum dönskum dónum

og bjóða þeim allskonar beina.

þegar þeir fara að ham heiman, eiga

þeir að fara þeir að fara búa sig út

með millión, og svo á að taka af þeim

60 rd. fyrir nóttina. þjóðvinafélagið

ætti að hreinsa ossa af þessum

útlendingahroða, af því þeir eru

hundar, eiga þeir að fara með fund hund-

um, og fara í hundana. Hver sem vill

viðurkenna sig sem menn, á að skrifa

sig í þjóðvinafélag, sem er sá besti

gestr, og hýsir ei nema góða gesti;

það er gott og elskul. ungmenni og

bezta mannsefni. Jeg gat ei rekið á
Bls. 10 (Lbs 488 4to, 0069r)

þetta endahnútinn. æ! æ! æ!

Jón Ólafsson: Mjer er nú ver við

gestrisnina en hinum; hún er ölmusa,

og ekkert annað. Ferðamenn eiga eins að

borga eins og aðrir. það ættu að vera

lög um, hvað allar veitingar og greiði

ættu að vera dýrar, og skylda þá fólk

til að veita og greiða. Eins og kunningjar

selja hver öðrum hluti, eins eiga

þeir selja hvor öðrum greiða. Slíkt

af öllu vil jeg gjöra kerlingum gott,

og umrenningum. Borgunin getr verið

sá einasti mælikvarði fyrir því hvað hver

þarf, og hver ekki þarf.

Jón Bjarnason: Þú ei ligur að pakk

og illþyði rasar um landið, og ganga

eins grenjandi ljón um allar sveitir,

Bls. 11 (Lbs 488 4to, 0069v)

svo það er eilífr flakkara circulus

in infinitum; þetta bölvað pakk gjörir

allt illt, sbr. Sölva Helgason etc.

þetta drepr meðal annars niðr sveitirnar.

þessir manndjöflar vilja heita mánuði

á bæjum og jeta allt á húsganginn, og

verðr þeim ei komið burt, nema með

því að stuta þeim. Flakkararnir fá þorra

yfirvaldanna gagnst. öllum guðs og

manna lögum. Hver hreppstjórinn

þykist góðr, ef hann getr ekið af sér ein-

hverju drægslinu á annan hreppstjóra.

Kaffiveitingarnar eru óbrúkandi, og

fæla þær suma presta frá að sækja

um brauð þó geti það verið nauðsynl.

þegar kaldast er. Til þess samt að

koma misbrúkun þessa af, væri

Bls. 12 (Lbs 488 4to, 0070r)

æskjandi, að flytja kkjuna* frá

bæj kirkjustöðunum. En að setja

fullar skorður við þessari vitlaustu

gestrisni er ei gott. Sumir gjöra lang-

ferðamönnum mest gott, af þeir borga

helzt fyrir sig.

Þangað til næst var bætt við þeirri

spurningu, hvort Ísland, stæði nær civili-

sation og eða barbarii. Frummælandi:

Stefán Jónsson. Andmælendur; Sig. Guðm,

og þá Guttormur Vigfússon.

Jón Ólafsson tók að sjer málið um

rjett verkamanna gagnast vart auðmönnum,

og sömul. málið um embættaskiptan. Í fyrra

málinu voru andmælendur kosnir: Eiríkur

Briem og Sig. Guðm.; í hinu síðara

Gísli Magnússon og Magnús Stephenssen.

Síðan var fundi slitið.

H.E.Helgesen Valdimar Briem
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 01.2015

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar