Fundur 3.jan., 1863

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 29. ágúst 2015 kl. 18:14 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2015 kl. 18:14 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Umræðuefni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0044v)


Ár 1863, laugardaginn hinn 3 janúar var fundur haldinn

í félaginu og voru allir á fundi nema Páll Sigurðssin,

Gísli Magnússon, Hjörtur Jónsson, Jónas Jónassen, Þorsteinn

Jónsson, Hallgrímur Sveinsson.

1. Undirskrifuðu fundarmenn hin nýu lög félagsins.

2. Las skrifari upp bréf frá E. Magnússyni, er hann hafði titlað

skrifað til barns, en l sent félaginu.

3. Var samþykt í einu hljóði að bjóða þessum mönnum inn-

göngu í félagið: Halldóri skólakennara Guðmundssyni, Páli skrifara

Jóhannessyni, Sigurði assistent Einarssyni og Eggert stúdent

Sigfússyni; skyldi Sveinn Skúlason bjóða Halldóri, skrifari PáliBls. 2 (Lbs 486_4to, 0045r)


forseti Sigurði, og varaforseti Eggert Sigfússyni.

4. Voru sagði ýmsir draumar og draugasögur

5. Var kosin 3 manna nefnd til að stinga upp á í 2. kapp- 3.

ræður efnum 1., en fundurinn kom sér saman upp um að félag-

ar héldi endrum og sinnum þennan vetur. Í nefndina voru

þeir kosnir í einu hljóði: Jón Þorkelsson, Sveinn Skúlason

og Jón Hjaltalín. Skyldi nefndin koma fram með uppá-

stúngur sínar á næsta fundi, en haldinn yrði í næstu viku.

6. Las skrifari upp nýársvísur er hann hafði ort.

7. Hreifði varaforseti því, að menn hugleiddu hvað gjör skyldi

til minningar Íngólfi, er nú færi að líða að því að þusund

ár væri síðan hann kom til Islands, og nam land í Reykjavík og urðu um það nokkr

ar umræður.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tenglar