Fundur 8.feb., 1862
Fundir 1862 | ||||
---|---|---|---|---|
11.jan. | 18.jan. | |||
1.feb. | 8.feb. | 15.feb. | 22.feb. | |
1.mar. | 8.mar. | 15.mar. | 22.mar. | 29.mar. |
5.apr. | 12.apr. | 26.apr. | ||
10.maí | 24.maí | |||
8.okt. | 18.okt. | |||
1.nóv. | 8.nóv. | 24.nóv. | 29.nóv. | |
5.des. | •1863• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 8. febrúar 1862
- Ritari: Eiríkur Magnússon
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0031v)
Ár 1862, laugardaginn hinn 8. febrúar mán. var fundurn
haldinn í félaginu. Allir á fundi nema þessi:
a. Þessir, en afsakanir höfðu sent:
Gjaldkeri, sem með afsökun sinni hafði sent reikning yfir
fjár ástand félagsins, og skriflega uppástúngu um sektir
félaga frá 25. janúar, ennfremur höfðu afsakað sig
frá fundarhaldi Matthías Jochumsson, Eyjólfur Jónsson,
Markús Gíslason.
b. Sigurður málari hafði ekki afsakað sig bréflega, en var álitin
sektar frí og frátekinn fyrir því að borga þær sektir er á hann voru
fallnar.
Uppástúnga gjaldkera um að menn skuli verða 1 ? sektar sekir
allir fyrir útivist frá fundi 25. Januar. En þar mönnum
kom saman um, að þá hefði verið fundur haldinn í fé-
laginu og allir á fundi, var sekta uppástungunni hrundið.
Uppástúnga Eiríks Magnússonar um að félagið skyldi gangast
fyrir að Sigurður málari sækti til stjórnarinnar um styrk
til að ferðast hér á landi til að safna fornum menjum m. fl.
Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0032r)
var rætt, og kom mönnum saman um að félagið skyldi
hafa uppástungu þessa bak við eyrað þangað til að tími
þækti kominn til að fara þessa á leit og kringum-
stæðurnar yrðu því meðmæltari-
Seðlar ræddir og síðan fundi slitið
H.E.Helgesen E. Magnússon
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013