SGtilJS-61-28-09

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Björn Gunnlaugsson (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður.

  • Texti:

bls. 1


Reykjavík 28 september 1861
Heiðraði vin!
Eptir til mælum iðar i bréfi til
herra Bjarna Gunnlögssonar <ref group="sk"> Björn Gunnlaugsson (1788–1876) stærðfræðingur og kortagerðamaður. Sigurður teiknaði brjóstmynd af Birni. Sjá einnig: Halldór Jónsson. Mannamyndir Sigurðar málara. Árbók HÍF 74. árg. 1977, bls. 15. </ref> , tok eg mér ferð á hendur
austur á þingvöll sem eg varð að géra til að minda
steinin <ref group="sk"> Skýring úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. 42. árg. 1929, bls 98: "Bls. 34 , 'steininn', þ.e. hinn svo- nefnda 'álnarstein', sem er fyrir framan kirkjuna á Þingvöllum; sbr. niðurlag bréfsins. - Hann er raunar enginn 'álnarsteinn', ekki markað á hann neitt alinmál. Rákirnar á honum eru eftir augu eða holur í berginu." </ref> því eg átti einga mind af hönum, enn fremur
var eg þar í 6 daga með herra Birni hönum til
aðstoðar sem valla mun hafa veitt af, því
hann er nú orðin bæði sljófur og sjón daufur <ref group="sk"> Björn var á 73. aldursári. </ref> sem
von er, og valla orðin til þess konar hluta fær,
og þvi miður skortir hann alveg alla sögulega og
vísínda lega þekkingu á staðnum, sem er þó mest á ríðandi
ef ekki á að sleppa því hálfa, annars er ekkert á hlaupa
verk að minda þingvöll , og mikið spurs mál hvernin
maður á að géra það. Það er auð vitað að Þingvöllur
verður ekki fullkom lega síndur nemað með 2 eða 3
kortum 1)yfir þingvöll og alla þingvalla sveit austur
á laugar vatns völlu og beitivöllu, suður firir vatn
og vestur firir bláskóga heiði, og norður á Skjaldbreið
til að sína hofmannaflöt og vellina efri og alla forna
og nía vegu sem liggja að Þingvelli þvi þetta
alt heirir bein línis til þingvelli og vantar á
stóra kortið, 2) þar næst þirti að vera annað kort
ifir sjálfann þingvöll er sindi allar seinni alda
buðir en þriðja kortið ifir sögu öldina,
nu er spursmál um hvað ifir grips mikið það á að
vera, því miður gleimduð þér að á kvarða það,
eg hefði viljað að það hefði suðrá vatn
og nokkuð norður firir foss því það gérir staðin
enn skiljan legri og fegurri, enn til þess þurfti raunar
tals vert leingri tíma og meiri rannsókn, sem er örðugt
fyrir gamal menni,


bls. 2


þar næst er spurs mál hvað á maður að sína af
manna virkum eða búðum, á maður einúngis að sína
þær sem eru greini legastar og men vita firir víst
að eru búðir? þetta vilja sumir, enn aptur á móti
á lít eg að men ættu að sína alt er men halda að
gætu verið búðir eður búða leifar, því það gétur
ekki skaðað heldur hjálpar það þeim til að finna
búðirnar á staðnum er betur vilja rannsaka það,
eptir til mælum iðar þá sagði eg herra Birni nöfn
á öllum búðum og er mér vóru þá kunnar, og léði
hön um upp kast af korti með búða nofnum er eg hafði
þá gért og hefir hann sumpart notað það en
sumpart ekki, heldur hefir han sett þær sjálfur eptir
Catastasis <ref group="sk"> Katastasis (gríska) Kata= "Niður" (í merkingunni "að ofan og alveg niður")+ Stasis=Staðsetning: Niðurröðun, skipulag. </ref> <ref group="sk"> Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 4. árg. 1884-1885, bls 139, er "Alþingis Catastasis" eftir "handriti í bók, sem Bjarni amtmaðr Thorsteinsson hefir átt... Catastasis er þannig tilfærð með hendi Bjarna amtmanns: 'Alþingis Catastasis, eður um búðastöðu á Alþingi, af lögmanni Sigurði Björnssyni. Pag. 1´ " </ref> er eg léði hönum, og vil eg benda iður á
að að gæta vel sumar búðirnar firir vestan ána er
hann hefir sett eptir Catastasis hvort þær eru sam
hljóða Catastasis, eg veit ekki betur enn allar búðirnar
firir austan ána séu réttar og eins búðirnar vestur í
gjánni frá níustu tímum, og eins örnefni, en sum af
þeim eru mjög völt. t.d. flosa hlaup og flosa gjá
um það ber mönnum ekki samann, það gérir líka
lítið til,
Mér er ekki hægt að géra mínar skoðanir
og hugsanir skiljan legar nema því að eins að eg
gérði kort eptir mínu egin höfði, en til þess hefi eg ekki
kríngum stæður að svo stöddu, og heldur eing á skorun
frá ykkur, auð vitað er að nákvæm skrif leg lísing
ætti að filgja með, sem lísti hverju einu sér stöku
á þíng velli, en okkar tími leifði það ekki enda væri það
nokkuð vanda samt og snúnínga samt verk,


bls. 3


annars er eþað ekki einúngís þíngvöllur
sem þörf er að minda, heldur eru það
allir þing staðir og vil eg samt helst nefna
Þingskálaþíng <ref group="sk"> Þingskálar: Forn þingstaður á Rangárvöllum, austan Ytri-Rangár, vettvangur ýmissa atburða í Brennu-Njáls Sögu, m.a. í 106. kafla þegar Ámundi blindi (Höskuldsson Njálsonar) fær sjónina nægilega lengi til að hefna föður síns og vega Lýting á Sámsstöðum. Á Þingskálum sjást gamlar búðatóttir, og eru kallaðar Njálsbúð, Gunnarsbúð og Marðarbúð. (Sjá Nat.is Þingskálar.) </ref> þar eiga að sjást um 100 - 150 búðir
og er þar sind Njáls og Gunnars búð það mundi
ekki lítið stirkja þingvallar rannsóknina ef men
hefðu góðar mindir og skírslur einkanleg um
þíngskála þíng, og einnin aðra þíngstaði
hér með sendi eg iður mind af álnarsteininum og
filgir þarmeð mæli kvarði (dönsk alin) og vona eg
að men géti valla misskilið það, hér með læt eg
og filgja mind af blót bollanum eða hvað það
er, af öllu þessu leiðir að eg verð að fá borgun
hjá ykkur firir hest og mat, matar reikningr
minn er í sameiníngu við reikníng Gunnlögsens
þá verður það sem mér á að borgast, firir
hest í 7 daga og 4 mörk um dagin
ef eg á annað borð tek þóknun firir mína aðstoð
þá gétur það ekki verið minna en 2 dalir um
dagin
eg bið kjærlega að heilsa konu iðar <ref group="sk"> Guðlaug Aradóttir (Ara læknis frá Flugumýri)(d.1873) var seinni kona Björns. Hann kvæntist henni 1844, en var áður kvæntur Ragnheiði Bjarnadóttur (d. 1834). Björn og Guðlaug áttu engin börn sem upp komust. Björn og Ragnheiður áttu Ólöfu, sem giftist Jens Sigurðssyni rektor, bróður Jóns forseta. Ragnheiður átti son áður, Bjarna Jónsson (Jóns aðjúnkts Jónssonar, d. 1817), en Bjarni var rektor menntaskólans á undan Jens. (Sjá: Björn Gunnlaugsson Andvari, 9. árg. 3-16.) </ref>
iðar
Sigurðr Guðmundsson


bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
Bréf Jóns til Sigurðar eru flestöll í vörzlum Þjóðminjasafnsins, sum í bréfa-
safni þess, sum í safni Sigurðar; að eins eitt, nr. VI, er í handrs. Jóns í Lands-
bókasafninu, nr 144 fol. Bréf Sigurðar til Jóns eru nú í Þjóðskjalasafninu, í
bréfasafni Jóns, sem þar er.
1. Bls 34, "steininn", þ.e. hinn svo-nefnda "álnastein", sem er fyrir fram-
an kirkjuna á Þingvöllum; sbr. niðurlag bréfsins. - Hann er raunar enginn
"álnasteinn", ekki markað á hann neitt alinmál. Rákirnar á honum eru eftir
augu eða holur í berginu. - Bls. 35, "uppkast af korti", sbr. 2. bréf. - Kata
stasis, nefnilega Sigurðar lögmanns Björnssonar, frá 1700; sjá Árb. 1887, bls 45
46. - Um Þingskálaþingstað sjá Árb. 1888-92, bls. 54-60, og Árb. 1898, bls.
13-14 með uppdrætti. - "Mynd af blótbollanum"; þessi bollasteinn kom til Þjóð-
minjasafnsins síðar, 1881; er með tölumerkinu 1929 í safninu. Hann kann að
hafa verið vatnssteinn, fyrir vígt vatn, og tilheyrt kirkju á Þingvöllum í kaþólsk-
um sið. Sumir slíkir bollasteinar hafa sennilega verið notaðir til að myja í, eða
eins konar mortél, sumir mundlaugar. - Jón Sigurðsson áleit hann vera gamlan
"Ólafsstein", sbr. athugasemd við bréf nr. IV.



  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar