SGtilJS-68-11-07

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 11 júlí 1868
Góði vin!
Eg þakka yður kærlega fyrir tilskrifið og sendíngarnar
eg hefi þegar náð í bæði pakkann og skirslupakkann
og kassann með græn lenska dótinu og þikir mér
það að mörgu fróðlegt, en vest verður firir mig
að géta sett það allt saman helst tjaldið þvi það hefur tölu vert
ruglast í kassanum og tölurnar ekki alstaðar réttar enn eitthvað fær maður samt
út úr þvi, þó að þetta séu ekki íslenskir forngripir
þá skira þeir samt okkar fornsögur sem segja frá siðum
skrælíngja til dæmis Þorfinssögu karlefnis og
Eyrikssögu rauða og er það fróð legt þá sem
ekki hafa verið erlendis eða þekkja það
Eg hefi laus lega blaðað í skýrslunni og
líkar mér hún að öllu mikið vel, maður getur
ekki í eins vanda sömu siglt fyrir öll annes
eða ábyrgst að allt sé rétt hjá að minsta kosti fyrir
augum sumra hérna heima þvi þeir eru svo kritiskir
að þeir sumir álita alla fornfræði hemsku, og
loptkastala, og ómögulega, og lika fer maður
viða einúngis eptir annara sögu sögnum og verður
maður að lata þær gilda þángað til annað meira
á reiðann legt hrindir þeim. mér þótti vænt um
að fá ráð yfir miklu af skirslunni þvi hún kémur
sér vel, eg hefi þegar géfið nokkur af þeim ymsmum
austann mönnum sem nú og i firra og aðrir hafa útvegað
safninu hluti og hafa þeir þegið það þakklát lega
eg er viss um að það stirkir safnið, og eg er enda á því
að lata ein stöku fá skirsluna án þess að þeir hafi
géfið safninu ef þeir unna forn fræði og vilja stirkja það

bls. 2


i orði og verki allra helst ef þeir ekki hafa
efni á að vera i bók menta félaginu mikill
fjöldi af þeim sem mest hafa géfið safninu
eða útvega því enn einmitt i bókmentafélagnu
og þurfa ekki skirslu, litið held eg maður géti selt
af henni hér heima allra helst i þessu árferði enda
liggur ekkert á að koma henni fljótt út nema i þeim
tilgángi að uppörfa menn til stirktar við safnið.
eg á örðugt með að á kvarða hvað muni vera sanngjörn
ritlaun fyrir skirluna þvi eg veit ekki hvað mikils
menn meta þessháttar rit gjörðir i saman burði við
aðrar, eg veit að eins það að eg hefi haft töluvert
mikið fyrir henni og hefi mátt til að eiða við hana
hentugasta tímanum safnið hefi yfið yfið höfuð
orðið mér tölu vert dýrt, eg þarf þvi á öllu minu
að halda og sama er að segja um bokmentafél-
agið eg hefi því hugsað mer 10 - 12 rd. fyrir örkina
ekki ósann gjarnt eftir þvi sem félagið borgar
öðrum fyrir afskriptir og útlenggingar, þér ráðið þvi
Jens bróðir yðar skrifar yður víst um hvernig
geingur að útvega pening, eg veit ekki um það
nema hvað eg iminda mér að það gángi illa Jens bróðir yðar hefir borgað mér 50 rdl 13 júli og sendir yður kvittering, eg hafði heirt að deildin hér væri peningalaus.
Eg hefi eingin skeiti feingið frá Vorså
siðann i haust að eg sendi hönum bréfið honum
hefir maské ekki líkað það vel. safnið hefir
auðgast tölu vert i vetur af goðum hlutum
það er nú orðið 580 Nr. i útsinníngnum i vor
blésu upp 6 dys suður hjá Hafurbjarnarstöðum
og fanst í hverju maður og hestur nema í því stæðsta
2 menn hundsbein og hestbein i þvi disi fanst
spjótsoddur, kjapta mél úr járni,

bls. 3


skrautsverð með silfur lögðum og smeltum hjöltum og með
silfur vöfðum meðal heilum og efra hjaltið var
lagt með silfur plötum og flétt ing um og
döggskórinn hafði verið giltur og úr bronsi
með mjög vonduðum órmahnutum þar fanst og
brot af hjálm inum utaná hauskupunni, hárgreiða
4 bein leingjur grafnar með hnútum í öðru dysi
fanst spjotsoddur brotinn járn kétill með
stórri höldu i 3ja dysi fanst axar blað mjótt,
spjótsodd úr brotinn, járn hringja, þessir hlutir
eru allir komnir enn skirlsann um þá er mjög
ó ná kvæm hún sést í Baldur hinum góða
nokkru leyti nema hvað gétgátann um aldur
þessara hluta er þar alveg raung, þvi þessi hlutir
hvað lag og utskurðar anda við vikur sverja sig í
ættina að þeir eru frá okkar elsta tíma bili og
sama er að segja um fyrir komu lag dysanna og
járn ketilinn samann ber Hildishaug og að
berja nestið eg fékk og nýlega atgeir sem fanst í
Skaga firði hann er nokkuð skémdur enn mikið má
samt sjá af laginu á hönum fleira hefi eg feingið
tölu vert gamalt og gott, þettað sýnir hvað safnið
er nitsamt þvi ef það hefði ekki verið þá mundu að minsta
kosti flest vopnin hafa verið glötuð eins og skeði þángað
til safnið var stofnað þvi ekki er á stæða til að halda
að meira finnist nú af vopnum enn áður enn enn mun-
urinn er sá að nú er því haldið til skila sem
finst. eins mundi margt af öðru sem til er á
safninu hafa verið glatað ef safnið hefið enn
verið óstofnað, enn varla sent til Hafnar

bls. 4


Eg ætla að drepa á fá hluti sem hér hafa við borið
síðann seinast, og sem öðrum kinnað þikja varla þess verðir
þvi sumir hugsa hátt? fyrir ofann lækinn er nú verið
að byggja 5-6 hús flest upp með veginum og 1 kot
Hafsteinsbúina nyju 1 hús vestur með Hliðar húsastigunum
og 1 kot þar norður af það er byrjað að biggja Skólavörðuna
og eru komnar 4 ál. af henni hún er nú lögð i kalk og er
það sem komið er gért eptir þeirri mind er þér sáuð hjá
mér þannig verður öll neðri tasíann að mestu, og líklega
sú efri samt er eg ekki alveg viss i nema þeir kunni að fá
einhvörja utúrdúra aður enn likur, það er ekki gott
að ráða við þá. kirkjugarðurin er gerður nærri helmingi
stærri suðr á við og priðir það mikið. kaupmenn hafa sett upp
skothús ekki ósnoturt enn lítið sunnann við bakara túnið.
nú er lagður 8 al. breiður þrað beinn vegur fram yfir öll
túninn vestur frá Hliðar húsum og sett stakkit með
honum að of ann. mikið var hér í vor þjarkað um hvor
ætti að leggja nýann veginn inn yfir holtið uppúr bænum
sumir vildu hafa gamla veginn aðrir skólavörðuveginn
og þriðju þar mitt á milli. samt varð endirinn að vegurinn
var lagður inn yfir holtið frá skóla vorðunni og nú eru
þeir að rífast um hvort egi að halda hönum áfram ofann
í bæinn flestir munu vera á því enn þeir Haldór
Friðrikson og Jón Guðm. eru mest á moti því og bera
þeir helst fyrir sig að bæjar stjórninni hafi aldrei hugsast
að leggja veg á þeim stað er það ástæða? hvað sem
nú öllu því liður þá er ódyrast, fallegast, stilst beinast,
best að halda veginum við, og hann verður altaf þur, ef
hann er lagður upp hjá skóla vörðu og þaðann inna
öskju hlið þraðbeint og það verður líklega gért mikið
af þvi i sumar eða haust. það hefir tölu vert
verið gért við veginn frá öskju hliðinn að Arbæ
ein 220 faðma laung brú og önnur um 70 faðmar.
þettað alt sýnir þó eitthvert lif ekki i betra arferði
enn er, nu man eg ekki fleira að sinni. fyrirgefið
mer þennann flitismiða yðar vin
Sigurðr Guðmundsson.

bls. 5


Mér gleimdist að skrifa yður að eg hefi séð
allmerka ritgjörð i sinni röð, sem Brynjólfur
Jónsson á Minna núpi hefir samið i vetur hún er um
Þjórs ar dalinn og filgir henni lauslegt kort
yfir dalinn enn þó all vel gjört og þarað auki mindir af
öllum þeim fornu bæa rústum sem þar finnast
með við skrifuðu máli við hvern vegg, maðurinn er
þar nauða kunnugur og þvi ekki víst að manni
bjóðist seinna öllu betri ritgjörð um það efni,
og held eg því að það væri stór nauð syn á fyrir
bókmenta felagið að ná i þessa ritgjörð (eg hefi að
sönnu lauslega litið á hana) enn ef soleiðis ritgjörð
væri prentuð þá væri nauðsynlegt að prenta
með henni mindirnar þvi annars tapar hún hálfu
gildi. Það uppörfaði manninn sem er fátækur og
eins ef til vill aðra fleiri til að skrifa um þess-
háttar. enn alt strandar á peningunum allra helst i
þessu ar ferði, eg er lika altaf á þvi að menn ættu að
géra meiri gáng skör að safna örn efnum i sögon
um þvi ör nefninn tapast altaf meir og meir, og
eg er viss um að ef við og við væru prentaðar
ritgjörðir i þá stefnu að þá færu menn að vakna
og skrifa meir um það efni og mundi margur láta
félagið fá þess háttar rit fyrir litið með tim anum
enn það kostar alt pening þó ekki sé nema prentunin
Það er ekki gaman að styrkja félagið þótt maður
vildi i þessu ári, þvi alt er að hálfu leiti á
hausnum, forngripa safninu hafa bæst mjög litil
sam skot og alþingishúsið nefnir hér einginn
á nafn síðann í haust og margir helstu menn

bls. 6


sem eiga að heita bölfa alþingi og segjast
helst vilja géfa penínga til að það væri
eiði lagt þettað gétur maður kallað framfara
anda? Mér liggur líka við að segja einsog
aumingja dónarnir nefnilega að yfirvöldinn
hugsi um litið annað enn að skara eld að sinni
köku heimta launa viðbót skipta sér af sem fæstu
svo þeir verði vel liðnir sleikja eptir titlum
og öðru stjórnar agni og víst er það að dón
arnir vaða hér uppi sem illkveli, aldeilis taum
lausir nema ef það eru þeir aumustu sem þeir
kunna að hafa hug til að elta þannig vóru
pólitíinn á fleyi ferð að elta vorn sæla
Ingi mund krol hér fyrir fám dögum hér um
göturnar, eins og þegar Akkilles elti Hektor
forðum, þángað til Ingi mundur leitað sér til vigis
i stiga og fekk um leið slag og datt afram og
sögðu sumir hann hefði halsbrotnað og svo mikið
er vist að aldrei stóð hann upp framar. þá má
telja það með öðrum politi greiða sem dónarnir géra
að þeir brjóta alt af allar rúður í nýa skothús
inu og rista upp allann gras svörð á melanum
þó það sé bannað nú um þessar mundir. Þettað
er ögn af okar skugga hlið framfarirnar
eru komnar áður.
[Viðbótin birtist á vinstri spássíu pappírsins.]Laugarnar eru að flytjas nema gért sé að í tíma eg hefi mikið argað í því
við eigendurnar þó enn árang urs litið.

S. G.

bls. 7


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
7. Bls. 55. Um Hafurbjarnastaðafund er skýrsla á bls. 67-68 í Skýrslu um
Forngrs. II. - Bls. 56. "Baldri hinum góða", þ. e. Baldur, mánaðar- og hálfs-
mánaðar-blað; kom út 1868-70. Skýrsla (séra S. B. Sivertsens á Útskálum) "um
dysjarnar á Hafurbjarnarstöðum" er í 1. árg., 6. tbl. Er þess getið þar til, að
þarna hafi verið dysjaðir fylgdarmenn Kristjáns skrifara, þeir er Norðlendingar
drápu á Kirkjubóli 1551. - Hildishaugur var (og heitir svo enn) fyrir austan
Kirkjubæ á Síðu, sjá Kr. Kálund, Hist. Topogr. BEskrivelse, II., bls. 316-17, Árb.
Fornlfél. 1894, bls. 19 (sbr. einnig 1888-92, bls 67-68), og Skýrslu um Forngrs.
1., bls. 46 og 50. - "Atgeir, sem fannst í Skagafirði"; hann er nr. 585, fannst við
vegagerð á Vatnsskarði og gefinn safninu af Jóni Árnasyni, bónda á Víðimýri,
6. júlí 1868. - Um Hafsteinsbúð sjá "Þegar Reykjavík var fjórtán vetra", Safn
til sögu Íslands, V. b., nr. 2, bls. 53-54. Hún er nú hluti af verzlunarhúsi
þeirra Johnsons og Kaabers við Hafnarstræti. Var kend við eigandann, N. Chr.
Havsteen. - Um bygging Skólavörðunnar sjá Andvara XXXIII. ár, bls. 9-12,
og Þjóðólf, XX., 45, sem þar er vitnað í. - "Skothúsið" stendur enn, er á horn-
inu við Skothúsveg og Suðurgötu. - Hinn 8 álna álna breiði vegur "fram yfir
öll túnin" er Vesturgata, vestari hluti hennar. - Vegir þeir sem nefndir eru neðst
á bls. 56 og efst á bls. 57, eru nú lagðir niður að mestu, en sjást þó vel enn.
Sigurður minnist en á þessa vegi í næsta bréfi, bls. 59. - Bls. 57. Ritgerð Br.
J. kom út í Árb. Fornlfél. 1884-85. - Ingimundur krókur var Jónsson. - Bls.
58. Ingimundur dó ("varð bráðkvaddur") 2. júlí; hann var þá 61 árs gamall.



  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar