Málþing 2012

Dagskrá og efnislýsingar

Dagskráin á PDF-formi

Um málþingið á Víðsjá (RÚV) 13.3.2012

Hljóðrit frá málþingi: Fyrri hluti og Síðari hluti

Fundarstjóri: Elsa Alfreðsdóttir, þjóðfræðingur

10:00-10:15 
Inngangur og yfirlit

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
Karl Aspelund, lektor við University of Rhode Island

10:15-11:15
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

„Hvad udad tabes, skal indad vindes“: Orðræða um danskt og íslenskt þjóðerni á tímum Sigurðar málara
Í fyrirlestrinum mun ég ræða hvernig danskir og íslenskir menntamenn og menningarpostular töluðu um þjóðerni um og uppúr miðri 19. öld, eða á þeim tíma þegar hið danska samsetta konungsríki leystist upp.

Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands

Winckelmann og menningarviðleitni Sigurðar málara
Johann Joachim Winckelmann (1717–1768) hafði mikil áhrif á þróun fornleifafræði og listasögu á 18. og 19. öld. Hugmyndir hans um tignarlegan einfaldleika og fagurfræði forngrískrar og rómverskrar listar urðu þekktar víða um lönd, en á þeim voru byggðar ýmsar viðmiðanir sem fræðimenn, menningarfrömuðir og listamenn lögðu til grundvallar í verkum sínum. Afstaða Winckelmanns til menningarminja bar í senn vott um vísindalega nákvæmni og innblásna túlkun og er forvitnileg til samanburðar við viðhorf og aðferðir Sigurðar Guðmundssonar málara.

11:15-11:30 Hlé 

11:30-12:30
María Kristjánsdóttir, leikhúsfræðingur

 Sigurður málari í Listaakademíunni
Hvað og hverjir mættu Sigurði Guðmundssyni þegar hann innritaðist í Listaakademíuna í janúar 1851? Reynt verður að draga upp mynd af akademíunni, kennsluháttum og hugmyndafræði kennara en þetta eru mikil átakaár í sögu skólans og lista- og menningarlífi Kaupmannahafnar.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent í safnafræði við Háskóla Íslands

Íslenskur arkitektúr, dönsk kúgun og Sigurður Guðmundsson
Í þessu erindi verður fjallað um skoðanir Sigurðar Guðmundssonar til danskra yfirráða á Íslandi, með sérstöku tilliti til þess hvernig hann leit á íslenskan arkitektúr sem táknmynd þess valds.

12:30-13:15 Hádegishlé

13:15-14:15
Karl Aspelund, lektor í hönnun og búningafræðum, University of Rhode Island

„Skáldskapur þjóðanna“: Siggi séní og sköpun menningarmarka með kvenbúnaði í nýju samfélagi 19. aldar
Hvers vegna var endurreisn þjóðlegra kvenbúninga það fyrsta sem Sigurður málari reyndi að fá áorkað á Íslandi eftir margra ára akademískt listnám í Kaupmannahöfn? Hvers vegna tókst  honum og samstarfskonum hans það sem ekki hafði tekist í hálfa öld og engum nema þeim tækist aftur næstu 150 árin: Að innleiða nýjan þjóðlegan kvenklæðnað á Íslandi, þvert á ríkjandi klæðatísku? Hér mun leitt líkum að því hvers vegna áhersla var sett á búningurinn, hvernig hugmyndafræði og gróska Dönsku „gullaldarinnar“ frjóvgaði hugmyndir Sigurðar og hvers vegna hugmyndirnar skutu nær umsvifalaust rótum í íslensku þjóðfélagi.

Sveinn Einarsson, leikhúsfræðingur og leikstjóri

Hver var leikhússýn Sigurðar málara?
Sigurður Guðmundsson málari verður að teljast fyrsti leikhúsmaður Íslendinga. Í fyrirlestrinum verður kannað hvað kann að hafa kveikt leikhúsáhuga hans, mótað leikhússýn hans og ennfremur hvernig hann vann úr þeim áhrifum eftir að heim er komið.

14:15-14:30 Hlé

14:30-15:30
Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Ástandið í þjóðsagnasöfnun þegar Sigurður kemur heim 1858
This lecture will provide a brief examination of the position of folk tale collection (þjóðsagnasöfnun) in Iceland when Sigurður Guðmundsson returned from Copenhagen. In 1858, almost all other neighbouring countries had published one if not two major national folk tale collections, in the wake of the appearance of the Grimms’ Deutsche Sagen in 1816. The Icelanders, meanwhile, had shown little interest in the appearance of Jón Árnason and Magnús Grímsson’s small volume Íslensk æfintýri, which had come out in 1852. In 1858, collection had largely ground to a halt. Why was this? What was so different about the situation in Iceland compared with Norway, Denmark, Scotland and Ireland, for example?

Eiríkur Valdimarsson, MA, þjóðfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands

 „…að lífga anda sinn á þann hátt, er samboðinn sé andlega og  siðferðislega menntuðum úngmennum.“ Nokkur augnablik frá fundum Kvöldfélagsins
Í erindinu verður fjallað um fundarbækur Kvöldfélagsins og tekin dæmi af umræðuefni fundarmanna. Þar verður sýnt fram á fjölbreytileg hugarefni fundarmanna, formleg jafnt sem óformleg.

15:30-15:45
Lok og umræða um framhald verkefnisins