„Fundur 8.nóv., 1866“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. <small>{{Fundarbók_1866}}</small> * '''Handrit''': [http://han...) |
m (Fundur 8. nov., 1866 færð á Fundur 8.nóv., 1866) |
(Enginn munur)
|
Nýjasta útgáfa síðan 26. janúar 2013 kl. 21:36
Fundir 1866 | ||||
---|---|---|---|---|
29.jan. | ||||
7.feb.? | 15.feb. | 22.feb. | ||
1.mar. | 8.mar. | |||
5.apr. | 12.apr. | 25.apr. | ||
11.okt. | 18.okt. | |||
1.nóv. | 8.nóv. | 15.nóv. | 22.nóv. | 29.nóv. |
7.des. | 12.des. | 20.des. | •1867• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 8. nóvember 1866
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0020v)
Hinn 8. Nóvember var kvöldfélagsfundr haldinn og var
og var þá í byrjun fundarins lesið upp ávarp nefnd
sem nefnd félagsmanna hafði tekist á hendr að semja
til H. E. Helgesens fyrveranda forseta félagsins, og var
það samþykt með litlum sem engum breytingum.-
Þvínæst var tekið til meðferðar aðalmálið: myrk-
fælkni, hvað er hún? Matt Jochumsson frammælandi. Hún er hræðsla við myrkrið eða
eitthvað í myrkrinu Myrkfælnir menn eru eins og aðrir
menn skapaðir í kross, en sjaldan skygnir. Myrkfælnin
er gömul og er hennar getið svo lángt sem sögur ná.
Myrkfælnin á rót sína í því að það er svo miklu geig
vænlegra en birtan og menn þá ekki geta gjört sjer grein
fyrir því sem í kringum þá, en þarámóti er ímyndunar
afl og hugsmíði mannsins þá næmast og fjölskrúð-
igast, og því hætti þeim við að verða myrkfælnastir
sem hafa glöggast og næmast hugsmíðaafl svo
hjá þeim vakni ósjálfrátt ýmsar kynja myndir
þar að auki má gjöra börn myrkfælin með kynja
og forynjasögum, má aptur venja það frá henni
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0021r)
með skynsamlegum útlistunum, en verra er viðfángs
að venja hana af fullorðnum mönnum. Myrkfælnin
kemur einkum frá hlutunum utanað, en er eigi
meðfædd, og innvortis í eðli mannsins er einum gis
móttækilegleikinn sem tekur við áhrifum hlutanna
utanað. Ofsjónir sem eigi er hægt að neita að opt
hafi átt sjer stað geta og ef til vill stundum valdið
myrkfælni.
Jónas Björnsson. Margt af því sem frummælandi
hefir sagt er satt. Það má taka fram að það sem
menn hræðast er opt gefið t.a.m. draugar svipir drauma
aðsóknir o.s.fr. Eigi er víst að þeir sem hafa-
næmast og glöggast imyndanar afl sjeu móttæki-
legastir fyrir myrkfælni því heimskir menn eru
eins opt myrkfælnir og jafnvel sauðkindur
og hestar og fleiri dýr. Að öðru leiti andaríkið
svo óskilið og dularfullt að það er ef til vill miklu
meira og auðugra en heimspekina nokkurntíma hefir
dreymt um.
Frummælandi Myrkfælni kemur að nokkru leiti
undir landslagi til að minda hvert þar er sljett
lent, eða fjöll og hólar og steinar, eða brimrót og rjúfar
klettar, eða kirkjugarðar sem hvert fyrir sig er lagað
fyrir viltar greinir hugsmíða og hjátrúar.-
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0021v)
Eiríkur Briem Mykrfælnin kemur næmu og veinar
imyndunarafli sem stefnir ofmjög að einni hugsun
Kjarkmenn verða síður myrkfælnir en aðrir. Myrk-
rið er sjálft er orsök til fælninnar og verður því meiri
sem ímyndunaraflið er fjörugra.
Pjetur Guðmundsson. Myrkfælnin á ef til vill rót
sína í fornöldinni, því fornmenn hafi setið um óvini
sína í myrkri og skugga og því muni jafnvel ótti
fyrir myrkri hafa fest rætur frá kynslóð til kynslóðar
Það að auki sjeu þjófar og margar hættur og tálsnörur
miklu hættulegri í dimmu en björtu.
Gísli Magnússon Frummælandi sagði það væri ekkert
gefið sem menn hræðast í myrkri, en orsök til þess
og það er þess vegna breytilegleikinn sem einkum veldur
því að menn óttast myrkrið. Það er og ekkert ólík-
legt að ef menn fæddust og eldust jafnan upp í myrkri
yrði daghræddir. Menn eru ekki fremur hneigðir til
þess sem er óttalegt og hryllilegt en þeir sem er ástúð-
legt og fagurt, þar er þvert á móti, því nær sem mað-
urinn er eðli sínu því minni hræðlu hefir hann
en því fjær sem hann er eðli sínu og því veiklu-
legri sem hann er orðin því gjarnari verður hann til
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0022r)
myrkfælni. Maðurinn er því myrkfælinn, ekki eptir
eðli sínu, heldur á móti því. Ofsjónir geta valdið myrk-
fælni hjá þeim sem eru veikir fyrir, en þeir sem eru-
þrekmeiri og skynsamari, því þeir skeita því eigi og sjá
og fyinna að það er eigi annað en hjegómi. Þar er
Að öðru leiti er það eðlilegt að menn sjeu hræddari
í myrkri en ekki, því þá geta menn eigi gjört sjer
jafnljósa grein fyrir því sem þeir sjá og heyra en í birtu.
Draumar og aðsóknir eru alt annað en myrkfælni.
Menn sem hafa ríkt imyndunarafl eru meðtækilegri
en aðrir fyrir myrkfælni, eins og fyrir öllum áhrifum
og alla hluti ef þeir eru óupplýstir og veikir, en sjeu
þeir upplýstir og hafa andlegann styrk, þá eru þeir eingu
fremur hneigðir til myrkfælni en aðrir menn, nema síður
sje, þó þeir sjeu manna meðtækilegastir fyrir öll fegri
áhrif. Hvað hafa fjelagsmenn grætt á þessari umræðu?
Ákaflega lítið! og Hverjum er það að kenna? Ekki frum-
mælanda, ekki til andmælendum, heldur efninu sjálfu.
Þrátt fyrir það hefir þessi umræða verið allgóð því
með þessháttar umræðum geti menn æfst í því
hvernin taka skuli og tala um þau mál sem fyrir
komi
Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0022v)
Matthias frummælandi: Því verður þó ekki neitað
að því meira sem ímyndunaraflið væri er hjá manninum því meðtæki-
legri sem er hann fyrir myrkfælni og sannar það meðal
annars fýkn sú sem mönnum er lagin eptir kynjasögum
Kristján Jónsson: Trúarbrögð Draugatrú og þessháttar á töluverðan
þátt í myrkfælni. Sumu ímyndunarafli er að minn-
sta kosti undir vissum kríngumstæðum eiginlegra það
sem er dimmt og skuggalegt, því hvers vegna yrkja
sorgarleikaskáldin sorgarleika af öðru en því að þeim
erur þvílíkar hugsanir eiginlegri.
Sveinn Skúlason: Myrkfælnin kemur meðfram af því
að menn i myrkri ekki geta notið skilningarvitanna
eins og í birtu, og að öðru leiti af því að kellingar sem
ekki kunna annað hnoða inn í börnin óendanlegum
draugasögum, en þegar andinn þroskast og menntast
hefur hann sig yfir þetta, I þriðja lagi kemur myrk-
fælnin af því að hjá einstökum mönnum að þeir eru
eru taugaveikir (nervose)
Umræðuefni til næsta fundar er: Hvernin verður forn-
gripasafnið bezt eflt og varðveitt Frummælandi: E Briem
Andmælendur Sv. Skúlason og Sigurður Guðmundsson. -
Fundi slitið
Lárus Þ Blöndal. Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013