„Fundur 7.des., 1866“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
(Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. <small>{{Fundarbók_1866}}</small> * '''Handrit''': [http://han...)
 
 
(Enginn munur)

Nýjasta útgáfa síðan 26. janúar 2013 kl. 21:36

Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0026r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0026r)


1866 Kveldfundur 7 Desember.

(14 fjelagsmenn á fundi)

Samkvæmt boðunarbrjefi til þessa fundar var á fyrirtekið

málefnið um forngripasafnið.

Jón Árnason gat þess að hann hefði fært það í tal við

utgefanda Þjóðólfs hvort hann ekki vildi taka að sjer faðerni

og umönnun á skýrslu um seinustu gjöfum til forngripa

safnsins, en hann hefði aðeins gefið kost á því fyrir

14 rdl tillag. Einnig hefði hann spurt Einar prentara

um hvað hann vildi hafa fyrir að prenta hálfa örk

af slíku blaði með 3 pelitdálkum, og hefðir hann sagt

að prentun og pappír á slíku blaði mundi kosta 11 rdl

4v 8/. fyrir utan kostnað á útrendíngu þess._Varð þá

almennt álit á fundinum að hinn seinni kosturinn

eigi yrði ljettari en hinn fyrri, þegar öllu væri á botn-

inn hvolft. Þess var getið að tveir menn í fjelaginu

hefði hefði boðizt til að rita áskorun til landsmanna

um forngripasafnið í Þjóðólf og Norðanfara.-

Því næst var borni upp til atkvæða sú uppastúnga nefndarinnar sem fer

fram á fjelagið láti semja og prenta á sinn kostnað askorun

í boðsbrjefsformi til samskota handa forngripasafnsins

og var það samþykt í með 13 atkvði móti 1.

Ennfremur var borið upp til atkvæða kvert fjelagið ætti




Lbs 487_4to, 0026v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0026v)


að láta prenta á sinn kostnað sem viðaukablað við

Þjóðólf hálfa örk með 3 petildálkum sem skýri frá

gjöfum þeim sem forngripasafninu hafa verið sendar

og eigi hafa verið auglýstar á prenti, og var það sam-

þykkt með 13 atkv. móti 1.

Ákveðið var að nefndin skyldi semja boðsbrjefið með að minnsta

kosti 5 undirskriptum.

A næsta fundi: Haldór Guðmundsson, um eðlisfræðina.

Fundi slitið

Lárus Þ Blöndal. Á. Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar