Fundur 14.mar., 1873

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 25. febrúar 2015 kl. 14:41 eftir Eoa2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2015 kl. 14:41 eftir Eoa2 (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 488 4to, 0128v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0128v)

14. fundur, 14. marz.

Jón frá Melum (í málinu um barbarismos in

lingua patria): þetta mál verðr eigi útkljáð

með skynseminni einni, því tilfinningin á hér

mikinn þátt í því. Álit mitt um þetta er: að

hverri þjóð beri að halda uppi sínu þjóðerni,

og eitt hið helzta af þeim atriðum sem Styðja

þjóðernið er málið. Vjer Íslendingar höfum

sjerlega ástæðu til að halda upp á mál vort,

þar sem þjóðin talar enn í dag hið sama

mál, sem forfeður hennar á næstliðinni

öld. Jeg verð að vera á móti því, að tekin

sjeu upp ný útlend orð í íslenzku, þar sem

mögul. er að koma því við, heldur vil jeg

láta mynda ný orð úr íslenzkunni sjálfri

þar sem eigi eru til gömul orð. Nú hefur

komið upp stefna, sem vill taka upp sem

flest útlend er orð án þess að taka eða




Lbs 488 4to, 0129r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0129r)

mynda góð orð í málinu sjálfu. þessi

stefna kemur fram hjá ritstjóra Gönguhrólfs,

og finnst mjer það bæði óþarft orð má fá

í málinu sjálfu sjálfa, og óhentugt af því

að þjóðin skilur það ekki. Jeg get ekki

skilizt svo við þetta mál, að jeg ekki

minnist á þann ósið, sem hjer hefur komið

fram, nl. skrípanafninu, hálfíslenzk. (t.d.

Þorlákína, Guðbrandína, Björgvin,

Gunnjóna, Friðdóra, Þjóðgata etc.). þessi

skrípanöfn og öll hálfútlend orð vil

jeg nema úr íslenzkunni, til til þess

að varveita þjóðernið.

Jón Ólafsson: þetta er mál heyrir undir

skynsemina en ekki undir tilfinninguna.

Það hafa svo margir spolerað sínu sproki

fyrir þessa vitlausu national tilfinníngum.

það mál sem frummælandi og se*r[blekklessa]




Lbs 488 4to, 0129v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0129v)

menn vilja skrifa er þjóðernisleg lygi,

nl. það mál, sem var úrelt á dögunum

stjórnar Snorra Sturlusonar, en ekki

það sem lifir á tungumálirótum

þjóðarinnar. Menn vilja ekki er brúka annað

eins orð og að brúka, sem allir menn brúka!

Hann (frumm) vildi útrýma ýmsum orðum úr íslenzku,

en því vildi hann ekki útrýma málinu

líka. Hví skyldum við Ísl. vilja láta

einhverja hugsun taka sig út öðruvísi en aðrar

þjóðir? Hvað á að þýða það að vera að

taka upp óendanleg eitt íslenzk orð fyrir eina

hugmynd. Hann talaði um Gönguhrólf; en

hvað skilur almúginn betr andleg en object.

Hann nefndi reformera, en hvaða ísl. orð er

til yfir það. Hvað vill hann kalla renolition,

eða revolutionera; æramenn tiler annað enrevolitioner.

Hví skyldum vjer, verstu skítbuxur verald-

arinnar, ekki geta látið oss nægja þau sömu

orð, sem allar þjóðira hafa? Ekkert orð




Lbs 488 4to, 0130r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0130r)

er verra nje betra fyrir það hvort það er

innlent eða útlent. Photograp er kallað

ljósmyndari, en skaparinn er eiginl. ljósmynd-

ari, en photografinn ekki. Úr og byssa

eru útlend, sem ekki eru verri en þó hefði

verið mynduð ný orð yfir. Jeg bífell allt,

sem ekki er óbrúkandifrá asthetikurinner

eða praktikurinnar standpúnkti.

Gísli Magnússon: Jeg hef líklega fátt að tala.

Frummælandi talaði vel. Andmælandi

Andmælandi talaði eins og óður maður.

Frummælandi talaði eins og skynsamur,

hægur maður; hann sagði þó að þetta mál

ætti fremur undir tilfinningu en undir

skynsemi, en það á jafnt undir hvorttveggja.

það má gjöra sólina svarta með því að bera fyrir

hana potthlemm. Mjer finnst það sem frummæl.

sagði vera nokkuð óskýrt. Málið er nokkuð en

sú bezta guðsgjöf, sem til er, og Ísl. eiga

sóma skilið fyrir að hafa varðveitt sitt mál

meðan allar þjóðir svívirtu sitt mál.




Lbs 488 4to, 0130v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0130v)

Lúters mikilleiki var að birta alþýðu ritn.,

sem var hulin, Caesar að breyta tímataki

Rómverja. Mjer fannst frummálsmaður

gjöra of lítið úr því að útrýma orðum úr

málinu; í mínu ungdæmi voru brúkuð orð eins

og item og dto. Ritst. Gönguhrólfs er tilfinn-

ingamaður; hann talar um að eitthvað sé óþýtt

af því hann er ekki vanur því. aposioþesis hef

jeg útlagt sem þagnarmynd; triarii er þriðju-

raðamenn. Þegar útl. maður talar, heyrum við

við ekki hvað hann segir, af því að orðin eru

óþýð. Hver veit hvað er seil? Hver veit hvað er

hald? Hver veit hvað er þretlandi? Halld.

Friðr. er enginn meistari í að mynda orð. Andm.

bregður mér um andlag, en hver skilur object?

Þegar J. Ól. kveður fegurst, þá talar hann bezt

mál. Sumt er rangt í merkingunni er=þó,

því það er ventrum af samr. Það er

dæilegt þegar barnið legst á eitt með

föðurnum að misþirma móðurinni. Þegar

jeg var í skóla var brúkað að tvíula, for-




Lbs 488 4to, 0131r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 488 4to, 0131r)

tvíula, stóla, stóla uppá. Þetta er svívirðing.

Jeg vil spyrja hvað vill hann kalla Góðrar-

vonarhöfða. Jeg Hekúla lenti á þrak-

skaga, og þar viltist hún og varð að tík og

var grafinn í Tíkarhaug (Kepnosama*). Dégas

Polamai er ekki = Geitafljót, heldur Geitálar.

Thermolaipylai = Vermimúli. þetta á að

taka upp, og það veldr engum ruglingi.

Jeg gef formönnum skít fyrir að kalla

Hippodromos: Padreim. Þegar jeg var

í skóla var brúkað máske, nú þetta helvítis-

eftilvill; það er: má vera, kann vera. Póst-

skip er orðið svo fast í málinu, að það

verður varla reynt úr málinu; það er eiginl.

=dyrastafaskip. B Mjer er obrið á brýn

að jeg sje s vilji hafa gamalt, en það er lygi.

Meining vil jeg ekki hafa. Hvenær er rjett að

kalla hafa forlagningu fyri rframan nefniorð?

ástæða er ekki rjett, því að standa á er ekki til í

samsvarandi merkingu. Afmeyja er gott orð




Lbs 488 4to, 0131v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 488 4to, 0131v)

afeysta líka gott: hreystra fisk og spyrða

er málhelgi. Við ættum af hatri fyrir Dönum

að forðast dönsk orð. Latínuletrið hefur

orðið til þúsundfaldrar bölvunar um

allan heim. Timeo Danaos et dana ferentes,

það er haft það er; það er eptirepja. Í

Ölvusi í mínu ungdæmi voru 70 hórdóms-

menn, (3/4). Frakkar byrjuðu á þessu bölvuðu

„il“. Það er flekkur á Heiberg, hvað hann

hefur flekkað málið. Baggeren og Odenseh,

dto., Grundtvig hefur vakið englaflokka.

Bölvað þvaður er í Sibbern og Mortensen.

Schewing hafði viljann en ekki máttinn. þetta

helvítis eins og, sem Halldór Friðr. ber fram;

hið tilvisil. fornafn er er. Jeg læri dönsku

á Bessastöðum. það er þægil. fyrir mann,

sem á gamla konu að eiga gott við vinnukon

una. Hvað margir prestar drukku í mínu

ungdæmi? Í Arnessýslu drukku þá 8 af 13,

nú 3 eða 4; líður er ekki gott orð. Akur-

yrkjan stynur undir oki arbeidskallanna.




Lbs 488 4to, 0132r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 8 (Lbs 488 4to, 0132r)

Við frá eldri tímum megum harma að

hinir nýju leiðtogar vilduja spilla öllu

sem ekki er spillt. Gísli Brynjólfsson er

föðurlandssvikari, verri en verið hefur

í 300 ár. Rask skökvar að málið sé að

mestu óbreytt; en þó er það svo óbreytt að

engin þjóð á eins óbreytt mál. Hvað kemur

til að við ekki töllustum við. Halld. er kenndur

við hreyfingar, en er enginn hreyfingamaðr,

en situr eins og guddaðr klár freðnum

hrosshaus. Jeg fæ mjer staup; hvað gjörir mjer

það? Tilfinningin kemur þar til greina.

Jeg hef sið andmælanda nokkuð svíraðan.

Fyrirgefning er ekki manglar. Manneskja.

Manneskja er humanitas: þegar búið er

að bera á völl má tala um taðneskju.

Jeg er strákur og segi nómer, en ekki númer,

og af því hef jeg fengið andstyggð á öllum

útlendum. Danir gjörðu menn á Dampvagn

og Loeumatio*. Hvað er telgraf? Svívirðing

nýju málanna eru útlendu orðin í þeim.




Lbs 488 4to, 0132v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 9 (Lbs 488 4to, 0132v)

Bandit er sá maðr, sem á að setja í bönd,

Bajanet veit enginn nema jeg. Lengi

lifi gamli Bjarni. Bölvuð fari

sú nýja kynslóð, sem er að rísa skríða

upp. triremis er þríæringur eða þriggja-

raða skip. Kristján í Skógarkoti átti börn

með frillu, og sagði við Sveinbjörnsen:

Svona hefur kóngurinn það, svona hafði

Davíð það. Enska og franska eru

þau svívirðilegustu mál.

Jón Ólafsson: Mikill Fölelsessag er mathe-

matikin, a+b+c(!!!). Hann bar mig saman

við páfann, sem vildi byrgja ljósið, en

það er þvertámóti. Alþýða skilur ekki betur.

þessi svokölluðu íslensku orð, en útlendu

orðin sjálf. G. M. vildi heldur hafa böggladuggu

en póstskip. það er barnaglingur að

vera að berjast fyrir þessu, sem

ekkert er í varið, og sem ekkert er nema

vani. Skiljanlegleiki er fornuftsag, en




Lbs 488 4to, 0133r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 10 (Lbs 488 4to, 0133r)

en fegurð tilfinningasag. Ástæða er rétt

er í riti nl það ef það er rétt í tali, og rétt í

í tali ef það er rétt í riti; þjóðin

er talar ekki eptir grammatik, en gramma-

tikin lagar ekki eptir sjer sig eptir þjóðinni.

Frummælandi Andmælandi vill ekki

hafa dönskuleg orð af hatri við hatri Dani:

það er samkvæmt öðru hans bulli. Enska

er eitt hið dýrðlegasta mál. Englendingar

væru enn í dag barbarar, ef þeir hefðu verið

að gefa sig þessu grammatikurgutli. Jeg

vildi að andmælandi ættu spánýjan

krakka, og hann yrði 90 ár að kenna

honum að tala eptir sinni theorie.

Gísli Magnússon: Jeg svara andmælanda engu.

það er eitthvað líflegt eða hressandi að

bregða þeim fyrir sig. Egilsen sagði að enginn

talaði betra mál en Gísli Magnússon.

Jón frá Melum: Fyrsti andmælandi

sagði að þetta sé ekki tilfinningamál, en að fegurðin




Lbs 488 4to, 0133v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 11 (Lbs 488 4to, 0133v)

sé líka tilfinningarmál, en þetta er þó

tilfinningar mál, sem snertir fegurðina,

og fegurðartilfinninguna. - (þá var útrætt um málið.)

Næst var ákveðið að tala um „stúdentalífið“,

og sömul., „um útgáfu Kristjánskvæða“; frum-

mælandi Ól. Björnsson; andmælendur:

Jón Ólafsson og Jens Pálsson.

þá var fundi slitið.

H.E.Helgesen Valdimar Briem



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 02.2015

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar