Fundur 24.jan., 1873
Fundir 1873 | ||||
---|---|---|---|---|
24.jan. | 31.jan. | |||
7.feb.? | 14.feb. | 21.feb. | 28.feb. | |
7.mar. | 14.mar. | 28.mar. | ||
18.apr. | 25.apr. | |||
27.maí | 30.maí | •1874• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1871-1874
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 24. janúar 1873
- Ritari: Valdimar Briem
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0102v)
7. fundir
24. jan.
Fyrst tók Sig Guðm. til máls á málinu
um skemmtanir í Rvk. og mælti han um til
þannig: Nógar geta verið skemmtanir her
i Rvk. á vetrum ef fólkið er eins og það
Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0103r)
á að vera. Það þyrfti að byggja hús,
sem yrðu haldnar í Comedíur, dansar,
grímudansar, söngvar, fyrirlestrar
etc. Dans er hé rmjög ófullk., en söngr
nokkuð í góðu lagi, nema það vantar
góð, handhæg hljóðfæri. Húsið er nú fengið
til bráðabyrgða, en faist ekki bygð föst
scena við það, er það máske verra en ekkert.
Nú er um þrennt að gjöra: 1.) að fjelag sje,
sem eigi scenuna, 2.) að félag sé, sem leigi scen-
una, 3.) að einn einst. maðr eigi scenuna.
Í Uppsölum og Lundi hefr það gengið líkt
og hér. Gæti maðr nú fengið hús bygt,
þá þyrfti fjöldinn af menntuðum mönnum
að leggja saman til að semja eða út.l.
leikrit, eða halda fyrirlestra eða sýningar.
Væri góðr áhugi manna á scenu, þá
hlytu menn að sjá að hun er mjög merkil.
í þjóðl., historisku, æsthetisku, músicelsku
og öllu framfara tilliti, og vilji menn
Bls. 3 (Lbs 488 4to, 0103v)
menn viðurkenna þetta, þá á ekki að verða
örðugt að koma upp fastri scenu, sem
varla getr kostað meira en 7-800 rd.
Jeg legg áherzlu á það að hann lýsa alla
leiki á útlendu máli; þeir verða fyrst
og fremst að vera góðir og svo útl. og
það vel útl. Meðal skemmtana í Rvk.
má og telja skotfélagið og skautaferðir,
og eru það góðar skemmtanir, þó sitt
sé efasamt að hvað miklu leyti félög
geta komið slíku til leiðar. Skíðaferðum
mætti og koma hér á, ef búin væri til
góð skíðabrekka. Knattleikara á ís væri og góð
skemmtun. Semmtanir á sumrum hindrast
á því, að vegir eru hjer svo slæmir
í kring, en slíkt er nú að lagast.
Sömul. mætti og keyra hér í kring. Svo
þyrfti og að prýða hér staði í kring,
með því að planta skóga (birki, reyni og þil).
Væri komin brú yfir Hellisárnar
Bls. 4 (Lbs 488 4to, 0104r)
þá mætti fara upp fyrir þær. Það mætti
hugsa sér félag, sem plantaði skóga
og leggði vegi í þessum tilgangi. þá
er enn ein skemmtun, nl. að sigla sér skemmt-
unar. Sömul. yrði það til skemmtana, ef
menn fara eitthvað að ferðast í vísindal.
tilgangi. þá er sund, sem er bæði til gagns og
skemmtunar. Það er einhver hin mesta
háðung, að það skuli ekki einu sinni
sinni vera fært hundum inn í laugarnar.
Eiríkur Briem: það er skoðað sem sérl.
merkil. atriði í stefnu tímans, að planta
skóga og hlynna að fuglum etc., og það
helst til þess, að fuglarnir deyðist ekki og
eyðist. Þar sem skógar eru, er og mikið
hreinna lopt, en annarstaðar. Mönnum er
kunnugt um það, hversu margir útlendingar
koma hér til að skoða náttúruna, en hve
fáir Íslendingar gjöra það?
Bls. 5 (Lbs 488 4to, 0104v)
Jón Bjarnason: Skógarplöntun á Ísl.
er allt annað en á Egyptalandi og Ameriku,
það væri gaman að hafa skóga, en
hvort það er mögul. er óvísst.
Síðan var rætt aptur og fram um
skógarækt á Íslandi, (sem eigi þótti þörf
á að skrifa).
þá var álitið útrætt um þetta mál. amen!
Næst var ákveðið, að skyldi tala um
„stefna tímans“, og „provincinonlismus,
patriotismis og kosmopolitismus.“
Þá var fundi slitið.
Eiríkur Briem
Vf. Valdimar Briem
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Elsa
- Dagsetning: 02.2015