Fundur 13.feb., 1868
Fundir 1866 | ||||
---|---|---|---|---|
29.jan. | ||||
7.feb.? | 15.feb. | 22.feb. | ||
1.mar. | 8.mar. | |||
5.apr. | 12.apr. | 25.apr. | ||
11.okt. | 18.okt. | |||
1.nóv. | 8.nóv. | 15.nóv. | 22.nóv. | 29.nóv. |
7.des. | 12.des. | 20.des. | •1867• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 13. febrúar 1868
- Ritari: Páll Blöndal
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0043r)
Kvöldfundr 13. febr. 68.
Cand. Theol. Eiríkur Briem talaði um "einkenni vorrar
aldar." Tók hann fyrst trúna og trúarlífið
og taldi hann hafa sljófgast, en hjátrúna
hafa eyðst. Siðferði manna áleit hann að
hefði batnað, og af því leyti að menn hefðu blíðara og mildara
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0043v)
hugarfar. Vísindin væru meira útbreid.
en áður, og væri að einkum því að þakka,
að latínan væri niður lögð sem ritmál
Nátturuvísindin hefðu hvað mest auk-
ist, og við það breyzt hagir þjóðarinnar.
Þessi öld hefði útrýmt Sværmerinu,
en skáldin orðið heldur lakari við það.
Stjórnarhættir væru mjög breyttir.
I listum og fögrum mentum væri litlar
framfarir.-
Annar andmælandinn Hannes
Stephensen var eigi mættur en hinn
Jón Bjarnason kvaðst draga þá ályktun
út af ræðu frumælanda, að öld þessi
væri meira critiserandi, (á) og taldi
það aðaleinkenni hennar.
Sigurður málari Guðmundsson and-
mælti atriði frummælanda um kunstina,
og kvað menn geta eins mikil stór-
virki nú og áður. Myndasmíðinni
hefði farið aptur, og kæmi það af því,
að þeir hefðu haft betra tækifæri til
að sjá nakta menn, t.d. við olympisku
leikina.
Forseti tók fram, að sér hefði þókt
frummælandi ekki taka nógu skýrt fram,
að peningahugur væri meiri á þessari öld
en áður, því nú væru peningarnir
fyrir öllu, og taldi ágirndina eða
peningahugsinar aðaleinkenni þessarrar
aldar.
Frummælandi áleit peningahugsinar
hafa verið eins ríka hjá mönnum áður
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0044r)
t.d. Rómverjum.
Halldór Guðmundsson áleit þessa skyn-
semisöld ekki hafa brúkað skynsemina
sem bezt í öllu, og nefndi til þess stríðin,
sem nú væru langtum hættulegri og
mannskæðari.
Þá tók Sigurður Guðmundsson til að leggja út
af "Hvers konar böð höfðu fornmenn". Hann
hóf tölu sína með því að lýsa böðum Rómverja og
Grikkja og lýsti þeim nákvæmlega: Böð R þeirra
voru í stuttu máli svo, að herbergin voru mörg og
var minsta herbergið heitast og leikpláss voru
líka í þessum baðhúsum; þetta voru hitaböðin.
Böð Norðurlandabúa höfðu rót sína eða réttara
eptirmyndun sína frá boðum fornaldarinnar.
Hann taldi upp allmörg dæmi Referöt úr forn-
sögum vorum til að sanna, að fornmenn vorir hefðu
mjög mikið hk líkað baðaferðir sér til hold-
legrar endurhressingar. Þeir höfðu bæði ker-
laugar og náttúrulegar laugar; hinar fyrri tíðk-
uðust í Noregi og sá viður fluttist með landnáms-
mönnum. Menn fóru í böð áður en menn gengu til
rekkju, óvíst hvort þau voru köld eða heit; menn
gætu hugsað sér, að þeir hafi haft bæði þurraböð
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0044v)
og svitaböð, sem kváðu vera nokkuð það samna.
Dæmi frá Sturlureykjum og líka frá Reykjum í
Ölfusi, því líkl. er, að ha menn hafi haft á þess-
um stöðum þurraböð eða svita böð, sem óljóst
er hvort verið hafi. Svitabað hefir líkl. verið þar
hjá Styr, þar sem berserkirnir voru ráðnir af
dögum. Þá eru baðstólar með dyngju af "lökum",
sem mikið hafa verið hafðir á Íslandi; ræðu-
maður kvaðst hafa séð einn í æsku. Því næst
er að ta eru köldu böin; þau höfðu menn að
því leyti, sem menn syntu og léku sér í ám og
vötnum. Þá þoldu menn ekki vel kuldann þegar
kristni kom hingað, því menn létu skírast í laug-
um heitum.
Hvorugur andmælanda var við, og aðrir and-
mæltu ekki upplýsingu þeirri, er frummælandi gaf.
(Fundi slitið.)
Fundarefni til næsta fundar voru á-
kveðin þessi: Hví er bíldinum sjaldnar
beitt í hinni nýrri læknisfræði en
hinni eldri? (Frummælandi P. Blöndal.
Andmælandi forseti og Páll Jónsson)
og: Er það satt, sem Linega segir, að
það sér gætt fyrir ungan mann., að hafa
Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0045r)
þekkt það, sem illt er? (Frummælandi
Benedikt Kristjansson, andmælendur
Jón Bjarnason og Eiríkur Briem.) og:
Í hverju er móðurmáli voru mest
ábótavant, og hver ráð eru til að bæta
það? (Frummælandi Jón Bjarnason,
andmælandi Sveinn Skúlason og Sig-
urður Guðmundsson.)
Fundi slitið.
H.E.Helgesen PJBlöndal
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013