Fundur 7.feb., 1866

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 1. janúar 2015 kl. 13:56 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. janúar 2015 kl. 13:56 eftir Olga (spjall | framlög) (→‎Texti)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0006v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0006v)


Fundur haldinn 7. janúar [sk 1] 1866,

og hóf frummæl. G. Magnússon að tala

um kosti og ókosti við verzlunarhag

vorn. Hann vildi sama ókosti verz-

lunar með dæmum frá eldri tímum

þegar vezlun Islands var bundin

og bágstödd, þegar kaupmenn

fjeflettu bændur í skjóli l óguð-

legra laga c: heimsku og egingirni




Lbs 487_4to, 0007r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0007r)


harðstjóranna), og ljetu hýða þá, ef

þeir seldu rokk eða vetling á öðr-

um stað en þeim, sem hann var

við bundinn. - Kosti vezlunar sannaði

hann og sýndi með því að úttlista fram-

farir þær sem eðlilega spretta af frjáls-

um viðskiptum, frjálsri verzlun, og

einkum frjálsum siglingum. Flest

sýndi hann með dæmum, enda má

hjer margt um tala. Það taldi stór-

mikin hnekkir nú á dögum fyrir

verzlun, að stærstu kaupmenn vorir

vilja helzt flytja sig, sjaldan una sjer

hjer og við það dregst fjár aflin út

úr landi voru; þó er þetta ekki ætíð

að lá og eru orsakirnar opt auðsjenar,

t.d. kvönföng, viðskipti erlendis og það

að Dönum þykir skemmtilegra heima en hér.

Eptir að frummæl. hafði talað langt mál

(á við 2 Jonsbók.lestra) um galla verzl.

hóf hann upp að tala um kosti hennar

og fann hann engan. Þó má geta

þess, að frummæl. segir að svo ognist sem

talsverðir skildingar komi inn í landið

við það að "fallit" menn eru innlendir

en Creditarar erlendis; svo geti og kaup-

menn í öðrum löndum opt fengið vörur




Lbs 487_4to, 0007v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0007v)


sínar ódýrar við það að þeir enn er-

lendis á mörkuðum þar. ve.

Sigurður Sæmundsen mælti þá nokkrum

orðum og hafði á móti creditsystemi

þessa lands sem hann kallaði til niður-

dreps, eyðilyggjandi efnahaginn og aldandi

ómennskuna og freystandi til refja

og orjelegheita; - Frummælandi

stóð þá upp aptur og fjelst á mál and-

mælanda og vildi hverki kenna bændum

nje kaupmönnum um það eingöngu, og

fór þar um ymsum fróðlegum

orðum. Frummæl. tók fram að sumstaðar

væru kaupstaðir of strjálir. Sveinn Skúlason

studdi þá meiningu, að á því ryði að fjölga

kauotúnum, til að hleypa upp atvinnu-

vegum, því verzlunin er hvervetna

hin mesta hvöt til dugnaðar, þar sem

hún er frjáls og ábatasöm.

Jón Hjaltalín tók fram þann galla á

verzlun vorri, að engin munur

væri gerður á góðum vörum og

slæmum, og mun það fremur

vera kaupamönnunum að kenna

Lárus Blöndal tók það fram, að ekki mættu

menn efa eða uoogefa verzlunar "principið"

fyrir það, að ónytjungar slæðist sam að




Lbs 487_4to, 0008r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0008r)


kauptúnum vorum. Þesskonar smá-

gallar eiga einmitt að halda kaupmönn-

um vakandi í því að efla hag og

f dugnað, eftir eðli og skyldu vinnan

stjettar. Kaupmenn bæði eiga og geta

eflt, stutt og hvatt alla atvinnuvegi

með ótal móti. Jón Árnason

vill hafa sem fæsta kaupstaði,

vegna þess þeir ali ómennsku og sje

því til tálma að gagnlegur aðalkaup-

staður eða höfuðstaður komst upp.

Þetta hvað hann ekki að kenna verzlun-

inni heldur landsmönnum sjálfum.

Framhaldinu var frestað til næsta fundar.

Fundi slytið

H.E.Helgesen MatthJochumsson



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

  1. bókhaldsvilla

Tilvísanir

Tenglar