Fundur 12.maí, 1871
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1871-1874
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 12. maí 1871
- Ritari: XXX
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 488 4to, 0009v)
Fundur 12. mai 1871.
Um gefn.
G. Magnusson: í bókinni Gefn stendr að flestir
þingmenn hafi verið ókunnugir. Þetta er eitt atriði af
miðhryggsliður í lygaveitu Gröndals.
Br. Oddsson: Fylgiskjal.
G. Magnússin: Eitt í þessu riti er varhugavert
nl. hvort Bened. hefur ekki rjett, hvað síðara dæm-
ið snertir. Því hefði allar þjóðir mátt verzla hjer þá
hefði getað komist meira los á þjóðerni vort og mál.
Mín meining er að í þessu sje einhver sannleiksmerki
hjá Benedikt.
Er þörf á að laga Latinuskólann?
Frummælandi W.O. Briem. Fylgiskjal.
G. Magnússon: Jeg hef aldrei heyrt eins hrossalegan
dóm. Orðin ur forordinngunni eru fögur en ómögu-
legt að framfylgja þeim háa sannleika. Mjer sýnist
það lýsa af miklu fjöri eða hroka að dæma
slíkan dóm um svo marga og ekki vitlausari
menn. Jeg veit af því að hef hefi nennt með alúð
og sjeð ávöxt hjá sumum en ekki sumnin.
Að nemararnir sjeu eigi bundnir við kennslu-
aðferðina er ósatt lýgi t.d. að gagna framhjá
Bls. 2 (Lbs 488 4to, 0010r)
því sem þörf er að tala um. Um skólaagann var
sagt að smásöknum væri refsað en stórsökum eigi,
þetta getr vel verið, en þær hafa varla verið fleiri en 6-8
hjer í Rvík. Að illyndi sjé daglegt brauð er lýgi.
H. Guðmundsson: Jeg nam eigi það sem lesið var upp
veg var því svarað að mínu áliti vel en mjer þótti
hann fara að einu leyti of langt. Jeg skil eigi að það
sje mögul að tala eins andskotul. um nokkra
Indretning sem í heiminum er.
V. Briem: ÞAð er egin furða þó andmælendur
klæi við þessu. Þeir eru blindir í sjálfs síns sök.
G. Magnusson: E. Briem: Það gjörir dóma manna
mjög ólíka er það við hvað miðað er. Sterkustu
orðin eru í endanum. Sömu orðin fer Weber
enn alla skóla á Þýzkalandi. nl. að þessi laugia
tíma sem varið er til námsins sje eigi varið
rjettil
G. Magnússon: Varaforseti hefur talað allt til
góðs. Hann sagði að lökustu orðin væri í endanum
en hjer er eigi hægt að gjöra neinn mun á því.
Fyrstu orðin eru maske hin mildustu en þau eru
hörð.
H. Stephensen: Ósannandi að frumálsm. hafi
ekki sagt satt, og sömul. það að frummælandi hafi talað
nógu stillil. allt var bölvað þegar Bjarni var, ergo
nú allt gott þegar B er frá.
G. Magnússon: Að jeg hafi sagt að ekkert hjá
Bjarna dygði er lýgi. Þó allt hefði verið illt hjá B. og B.
væri frá þá leiðir ekki þar af að allt sje gott.
Eiríkur Briem / Páll Ólafsson.
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 2013