8 greinar: Páll Briem, Andvari 15, 1889

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search


Texti

bls. 1

Sigurður Guðmundsson málari. Tréstungan eftir Hans Peter Hansen (1829-2899). Myndin er framan við æviágrip Sigurðar í Andvara.

(Timarit.is)

I

Sigurður Guðmundsson málari.

Fyrir liðugum fimmtíu árum fæddist Sigurður Guðmundsson málari, 13. marz 1833, á Hellulandi í Hegranesi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Guðmundi Ólafssyni og Steinunni Pjetursdóttur, þangað til hann var 16 ára. Þá sigldi hann til Kaupmannahafnar og var í nokkur ár í listaskólanum í Kaupmannahöfn. Sumarið 1856 kom hann hingað til Íslands og ferðaðist um á Norðurlandi. Um haustið fór hann aptur til Kaupmannahafnar og var þar þangað til vorið 1858. Þá fór hann aptur til Íslands, ferðaðist um Vesturland, en fór um haustið til Reykjavíkur, settist þar að og var þar, þangað til hann dó 8. sept. 1874, 41 árs að aldri.


Meðan hann var í Kaupmannahöfn, lærði hann málaralist, en hætti svo að miklu leyti við hana og fór að rannsaka, hvernig kvennbúningar hefðu verið hjer á Íslandi í fornöld, og skrifaði síðan ritgjörð um þetta, er kom út í Nýjum fjelagsritum 1857.


Eptir að hann var kominn hingað til Reykjavíkur, hætti hann smátt og smátt nærri algjörlega við þá list, er hann hafði lært, en var að grafa upp, hvar fornir munir fynndust í landinu, og safna þeim saman. Hann hjálpaði til þess að búa út leiki, sem leiknir voru hjer í bænum, en hafði annars enga atvinnu. Menn sáu

bls. 2

(Timarit.is)


hann ganga fátæklegan um göturnar í Reykjavík, heyrðu að hann fengi gefins að borða tímakorn á veturna í húsi einu í bænum, og því er ekki að furða, þótt sumir menn hristu höfuðin, þegar sáu hann. þeir sáu ekki annað í honum en ónytjung, sem ekki hefði dugað til þess, sem hann hefði lært í æsku, og þeim var illa við hann, því að þeir vissu, að hann var tannhvass og fór stundum ómjúkum orðum jafnvel um þá, sem völdin og fjeð hafa.


En þó var þessi maður mikils metinn af beztu mönnum landsins; vinur Jóns Sigurðssonar, vinur skálda og menntamanna. Þegar hann var á listaskólanum í Kaupmannahöfn, höfðu ágætir listamenn af Dönum, prófessor Jerichau, prófessor Constantín Hansen og prófessor Hetsch mætur á honum, kenndu honum ókeypis og hjálpaðu honum á margan hátt. Og þegar hann dó, fylltust margir miklum harmi, yfir að missa hann á ungum aldri, og skáldin ortu saknaðarljóð um hann, en þjóðin setti legstein á gröf hans, til þess að eptirkomendnrnir skyldu eigi gleyma, hvar bein hans hvíldu.


Það sýnist vera erfitt að koma þessu heim og saman, og þó er þetta ofur einfalt, því að hjer er að eins gamla sagan um þá, sem vilja koma á einhverju nýju.


Þegar Sigurður málari dó, var kominn á smekklegur kvennbúningur um allt land, bæði hversdagsbúningur og hátíðabúningur, forngripasafnið var þá þegar orðið mikið og merkilegt safn.


Hjer voru leiknir sjónleikir vetur eptir vetur og hafði Sigurður mikil störf við þá, og auk margs annars, er síðar mun verða getið um.


Störf hans voru eigi lítil, en orsökin til þess, að þessi störf veittu honum svo lítið í aðra hönd, að hann hafði ekki daglegt brauð, var þessi gróðalitla náttúra, sem opt einkennir andans menn, þessi óeigingirni á aðra hliðina, en harka á hina hliðina; þessi náttúra, að hugsa ekki um sinn eiginn hag og leggja allt í sölurn[ar]

bls. 3

(Timarit.is)


fyrir málefnið, en hins vegar að beygja sig eigi eina ögn fyrir þeim, sem völdin hafa og fjeð, heldur, ef því var að skipta, fara um hvern, sem í hlut átti, háðuglegum orðum, sem svíða afarmikið.

Sigurður var enginn gætnismaður í orðum, en þótt þetta væri hans ógæfa í veraldlegum efnum, þá var það þó hins vegar þessi hörkunáttúra og kjarkur, sem voru þess valdandi að hann varð eigi kotbóndi í Skagafirði, sem jeg nefni eigi af því, að sú staða sje neitt lítilfjörleg, heldur af því að sú staða hefði eigi átt við skapsmuni og andlega hæfilegleika Siguiðar; og það var fyrir þessa hörkunáttúru, að hann ekki ljet hugfallast og lagði árar í bát.

Þessa hörku hefur Sigurður að öllum líkindum haft frá föður sínum, en festuna frá móðurfrændum sínum, en gáfurnar frá báðum foreldrum sínum. Þau voru bæði kominn af góðum bændaættum, en langt fram voru höfðingjar í ætt þeirra, Jón Arason, Hrólfur sterki Bjarnason o. s. frv.

Móðir Sigurðar var Steinunn dóttir Pjeturs Björnssonar í Ási í Hegranesi og höfðu forfeður hans búið þar lengi, enda býr Ólafur Sigurðsson umboðsmaður, bróðursonur Steinunnar, þar á föðurleifð sinni. í þessari ætt kemur fram fastlyndi, eins og hjá Sigurði, en harka kemur aptur á móti fyrir í föðurættinni; er til brjef frá Guðmundi Ólafssyni, föður Sigurðar, sem sýnir að hann hefur ekki verið mjúkur við son sinn.


Foreldrar Sigurðar voru fátæk bændahjón ogi átti hann að vinna, eins og títt er um fátæk bændabörn, en það var um hann, eins og sagt er um Víga-glúm í uppvexti, hann «skipti sjer ekki af um búsýslu; þegar ann átti að sitja yfir fje, fór hann að búa til, tálga og sverfa myndir, og þegar hann var við heyskap, var hann þá og þegar farinn að teikna.

bls. 4

(Timarit.is)


Um fermingu var hann farinn að búa til pennateikningar eptir myndum í Nýju Fjelagsritunum, furðu góðar af ungum dreng; hann bjó til lágmynd af Gísla Konráðssyni úr blágrýtisteini með þjalaroddi, og er sú mynd til sýnis á forngripasafninu; á sama hátt gjörði hann mynd af Níels skálda. Enn fremur hefur hann farið heim að Hólum í Hjaltadal, og búið til pennateikningar af sumum myndunum í Hólakirkju, og eru frummyndir þeirra sumar glataðar nú.


Þessar pennateikningar eru enn til í eigu forngripasafnsins.


Við þetta var hann öllum stundum, svo að faðir hans sá, að ekki mátti svo búið standa, enda eggjuðu ýmsir hann á að láta Sigurð sigla til að læra málaralist.


Verzlunarmaður var þá í Hofsós, sem Holm hjet, og venjulega kallaður gamli Holm, allra mesti gæðamaður. Hann átti bróður í Kaupmannhöfn, sem málaði stofur og búsgögn, og þar átti að reyna að koma Sigurði fyrir. Málari er málari, hugsuðu menn, og fór Sigurður með skipi Gudmanns kaupmanns úr Hofsós og kom til Kaupmannahafnar 20. sept. 1849, og var hann þá 16. ára að aldri.


Nú fer hann til Holms málara, en þótti málaralist hans ekki betri, en bæjavinnan á íslandi. Kom nú eðliseinkunn Sigurðar fram; honum varð sundurorða við Holm og fór frá honum eptir 5 daga. Skaut þá þvottakona ein skjólshúsi yfir hann og var hann hjá henni fram á jólaföstu lítt haldinn.


Nú komu frjettirnar heim til Íslands og þóttu foreldrum hans ekki góðar. Skrifaði faðir hans honum brjef, sem er dagsett 11. febr. 1850 og er til í eigu forngripasafnsins; það ber bæði vott um, að Sigurður hefur haft ást hjá foreldrum sínum, en föður hans þótt ástæða til að áminna hann. Jeg tek að eins þetta upp sem, sem gefur ljósa hugmynd um, hvernig útlitið

bls. 5

(Timarit.is)


var fyrir drengnum: «Holm (o: í Hofsós) klagaði sáran», segir í brjefinu «að hann hefði fengið ijótar ákúrur frá Gudmann og bróður sínum líka (o: Holm málara) fyrir sendinguna (o: Sigurð), og munu þeir hafa sagt honum frá óánægju þinni, og mun honum hafa fallið illa; hann sagði líka, að það, sem þú áttir að taka fyrir, væri kostnaðarlaust, en þar á móti, ef þú skyldir taka annað hærra fyrir, kostaði það víst 4 eða 5 hundruð dali á ári, og sjer þú nú sjálfur, hvort þjer muni vera fært, að hleypa þjer í soddan; hann gjörir ráð fyrir, það kosti ei minna en 2000 dali í allt, og væri þjer betra að koma aptur, eins og þú fórst, og er þó ekki sómalegt. Jeg verð að vona, það rætist eitthvað úr fyrir þjer, allra helzt ef þú kemur þjer vel, og líka ef þjer fer fram í því, sem þú tekur fyrir. Og áminni jeg þig nú (máske í seinasta sinni) fyrst, að þú reynir til að koma þjer vel eptir mögulegleikum, og þar næst, að taka eitthvað það fyrir, sem er nytsamt og kostnaðarlítið*.


Þetta var seinasta áminning föður hans, því að hann dó 5. apríl 1850 næst á eptir, en áður en brjef hans kom til Hafnar var farið að rætast úr fyrir Sigurði; hann hafði náð í landa sína í Höfn. Konráð Gíslason þekkti ættfólk hans og hafði hann gengist fyrir því, að prófessor Jerichau, myndasmið í Kaupmannahöfn, voru sýndar myndir þær, sem Sigurður hafði gjört hjer á íslandi, og leist honum svo vel á, að hann bauð Sigurði til sín og kenndi honum fyrir ekki neitt.

Fór hann nú frá þvottakonunni og var hjá Jerichau fram að jólum, að æfa sig í því að draga upp mannshöfuð. Einhvern dag skömmu fyrir jólin kom hyggingameistari Hetsch, prófessor við listaskólann í Khöfn til Jerichaus, og sá, hvar Sigurður var að teikna mannshöfuð sín, og þótti honum svo vel gjört, að hann bauð Sigurði á listaskólann, en nokkru síðar bauð hann honum ókeypis kennslu heima hjá sjer.


bls. 6

(Timarit.is)

Jeg hef tekið þetta fram til þess, að sýna kjark Sigurðar, þegar hann var barn 16 ára að aldri. Þetta leikur enginn, sem ekki hefur bæði hugrekki og vilja. En það er í þessu sem öðru viljakrapturinn, sem gefur sigurinn.


Um sumarið fjekk Sigurður 300 kr. upp í arf eptir föður sinn, er alls átti að nema um 600 kr. Þetta var nóg til þess, að hann gæti lifað þetta árið, en það var lítið upp í 2000 dalina, sem faðir hans hafði talað um, og því þurfti hann að fá eittvhað meira. Ur 1. bekk í listaskólanum fór hann upp í 3. bekk, og þótti það fáheyrt. Jón Sigurðsson og fleiri íslendingar gengust pá fyrir samskotum handa honum, sem alls munu hafa orðið um 400 kr. Dálítinn styrk hafði hann frá stjórninni, en samt hafði bann næsta lítið. En hvort sem það var mikið eða lítið, pá var hann þó á listaskólann næstu ár. Þar gekk honum einkar vel, svo að margir fjelagar hans öfunduðust yfir, en Sigurður var óhlífinn í orðum, og var enginn vinur margra þeirra.


Það varð þó ekki málaralistin, sem varð æfistarf hans, og því vil jeg eigi fara mörgum orðum um hana. Þegar hann var búinn að vera nokkur ár á listaskólanum, fór hann að mála myndir með olíulitum af ýmsum íslendingum 1) , er pá voru í Höfn; mynd af sjálfum sjer málaði hann, og setti hana á myndasýningu í Höfn, og þótti myndin prýðisgóð. Svo voru námsárin á enda. En einmitt þessi tími er einhver þinn hættulegasti fyrir listamenn. Þegar menn koma af skólanum, er undir því komið, að þeir geti haldið áfram við list sína, og unnið sjer eitthvað til frægðar.


1) Meðal annars malaði liann mynd af Arnljóti presti á Bægisá. Einu sinni var sú mynd út í glugga á gamla spítalanum. Gekk Bjarni rektor þáframhjá, hugðisthann sjá Arnljót í glugganum og tók ofan fyrir honum með mestu virktum.

bls. 7

(Timarit.is)


Sigurður ætlaði að mála viðburði úr fornsögunum, og vakti það miklar hugsanir hjá honum um búninga og forngripi, og fór hann því að lesa fornsögurnar af miklum áhuga.


Það getur hver skilið, hversu þetta var hættulegt fyrir áhuga hans á málaralistinni. Sögurnar áttu að vera honum hjálparmeðal, en það fór svo, að sögurnar urðu meira, enda kom nú og annað fyrir. Hann fór hingað til Íslands vorið 1856 og ferðaðist um á Norðurlandi. Þá sá hann með eigin augum, hvernig búningar kvenna voru ópjóðlegir, ósmekklegir og jafnvel beinlínis afkáralegir. Þessir búningar voru svo fjarstæðir hugmyndum þeim, er hann gjörði sjer um búning fornkvenna, eða því, er honum þótti vel fara, að hann gat eigi látið málið afskiptalaust.


Eptir að hann var kominn aptur til Hafnar haustið 1856, skrifaði hann ritgjörðina um kvennbúninga á Íslandi, sem kom út í Nýjum Fjelagsritum vorið 1857. Það má segja, að þá er teningunum kastað fyrir Sigurði. Hann var kominn að þröskuldinum á völundarhúsi menningarsögunnar, og hann gekk hiklaust inn. Það var enginn þráður til að beina honum út aptur að málaralistinni. Hann hjelt lengra og lengra áfram, án þess að snúa við.


Það er einkennilegt að sjá vasabækur Sigurðar málara eptir þennan tíma. Sumarið 1856 eru ýmsar smámyndir í þeim af hundum og hestum o. s. frv. því næst hverfur þetta og smámyndir hans snerta mest eitthvað úr menningarsögunni, búninga karla og kvenna, vopn, skip, hús, fornt skraut o. s. frv. Þetta er allt blandað hvað innan um annað, en mest ber þó á smámyndum af földum á árunum 1858—59, sem sýnir, hversu hann hefur þá hugsað um búninginn. Um 1860 eru ýmsar myndir af húsum fornmanna, enda komu þá rjett á eptir skálamyndir hans í útleggingu Dasents af Njálu. Árin 1863—1864 er mest myndir af vopnum fornmanna

bls. 8

(Timarit.is)

og skipum, en þess ber þó að geta, að þar sem hann hefur gjört nákvæmar rannsóknir einkum um búningingana, þá sjest eigi að hann hafi nema lauslega rannsakað, hvernig skipin hafi verið.


Eptir þennan tíma eru það búningar og borgaskraut, sem hann hefur hugsað mest um, eptir vasabókum hans að dæma.


Sigurður málari er merkilegt dæmi þess, hversu menn eru samvaxnir þjóð sinni, og hversu andans menn skapast af sínum tíma. Þegar hann er barn, hefur hann svo mikla löngun til þess að læra málaralist, að ekkert getur hamlað honum frá því. En eptir því sem honum vex aldur, verður föðurlandsástin ríkari í huga hans, og þegar hann er búinn að ferðast meðal manna og finna til þess, að málaralistin er ekki það sem getur hafið þjóðina, af því að hana vantar helztu skilyrðin til þess, fegurðartilfinningu og auð, getur þetta beygt hörkuna og festuna hjá Sigurði og snýr honum út af braut hans að því, sem hann finnur að þjóðin muni geta skilið; hann finnur, að hann getur með þessu móti gjört þjóð sinni gagn, en ekki á annan hátt.


Þegar ritgjörðin um kvennbúningana kom út, tóku sumir henni vel, en margir ljetu sjer fátt um finnast. Eptir að Sigurður var sestur að í Reykjavík haustið 1858, lagði hann mest hug á að koma kvennbúningnum á, og það er ekki tilviljun, að búningurinn var tekinn upp af kvennfólki hvarvetna um land. Menn fá af brjefum til Sigurðar ljósa hugmynd um, að hann hefur gjört nærri ótrúlega mikið, fyrst til að koma búningnum á, og svo til þess að fleiri og fleiri konur tæki hann upp. —


Árið 1863 skrifar Sigurður til vinar sín í Khöfn: «jeg hef lokið verstu baráttunni með búninginn, en nú er komið í staðinn barátta með að koma á forngripasafni hjer í bænum».<ref group="sk">Sjá: 1_bréf_(SG-02-219) Bréf Sigurðar til Steingríms Thorsteinssonar, 10. okt. 1863</ref> Þetta er einmitt það rjetta orð,

bls. 9

(Timarit.is)


að kalla það baráttu. Og það sýnir, að Sigurður veit vel út í hvað hann fer, án þess að hann hafi þó þá getað gert sjer hugmynd um, hversu ströng baráttan mundi verða. Þetta sýnir líka, að Sigurður hefur vel þekkt eðlisfar sitt.


En þó sýnir ekkert betur, hversu Sigurður gat vel dæmt um sjálfan sig, og þá, sem hann átti við að skipta, heldur en stofnun forngripasafnsins.


Hann var farinn að hugsa um þetta mál, er hann var í Kaupmannahöfn. En síðan grennslaðist hann eptir forngripum, hvar sem hann gat, en lætur þó líða ár eptir ár, án þess að koma fram með skoðanir sínar.


Vorið 1860 finnast hinar merkilegu fornleifar á Baldursheimi, og þegar hann eptir nærri tvö ár er búinn að fá nákvæmar lýsingar af þeim, kemur hann fyrst fram með skoðanir sínar í Þjóðólfi, 24. apríl 1862. Nú á hann fornleifarnar á Baldursheimi vísar, og svo verður Helgi Sigurðsson á Jörfa til að gefa sína forngripi. En þó kemur Sigurður málari ekki fram sjálfur gagnvart yfirvöldunum, heldur er það Jón Arnason, sem skrifar til stiptsyfirvaldanna og fær samþykki þeirra til þess, að þau taki að sjer yfirumsjón gripanna.


Sigurður fann að hann mátti sem minnst koma fram sjálfur, því að þá voru vísar allskonar vífilengjur, heldur urðu aðrir að koma fram í hans stað. En óðara en fyrstu gripirnir komu á safnið, þá biður Jón Árnason um, að Sigurður sje skipaður meðumsjónarmaður, og þá gátu engin mótmæli eða vífilengjur komið fram. Með þessari aðferð komst safnið á fót, og það sýndi sig síðar, að þessi aðferð var á góðum rökum byggð, því að þegar Sigurður var orðinn sverð og skjöldur safnsins, þá ætluðu yfirvöldin að svipta safnið húsrúmi á kirkjuloptinu, en það var þó húsrúmið, sem var hið eina, er safnið varð aðnjótandi af hálfu hins opinbera. Barátta Sigurðar fyrir safninu var löng og hörð, og

bls. 10

(Timarit.is)


það var fyrst eptir dauða hans, að það fór að fá nauðsynlega aðhlynningu. —

Eins og áður er um getið, voru iðulega leiknir sjónleikir hjer í bænum, meðan Sigurður var hjer; voru leiknir bæði skáldleikir eptir ágæta höfunda í útlöndum og nokkrir frumsamdir af íslenzkum skáldum. J>að er fullkunnugt, að Sigurður málari var lífið og sálin í þessu.


Sjálfur bjó hann til «lifandi eptirmyndir» af atburðum í fornsögunum; hann málaði veggtjöld, bjó út leiksviðið, og leikendurna að búningum og öðru.


Þetta allt gaf honum mikinn starfa, og það var einmitt, meðan hann var að mála veggtjöld, að hann kenndi þeirra veikinda, er hann drógu til dauða.


Sigurður hafði hinn mesta áhuga á leikjum og vakti áhuga annara fyrir þeim, enda er það engin tilviljun, að íslenzku skáldin fóru hver um annan að reyna sig á, að búa til sjónleiki, Mattías, Kristján, Valdimar Briem, Jón Ólafsson og Indriði Einarsson, allir hafa þeir búið til skáldleiki, og þetta hafa þeir gjört annaðhvort fyrir beinlínis eða óbeinlínis áhrif Sigurðar.


Þetta þrennt búningurinn, forngripasafnið og leikirnir var það, sem gaf Sigurði sjórmikið að starfa, og þó -£er ótalið, hvað Sigurður hefur starfað mikið til að safna að menningarsögu íslands, með því að rannsaka fornsögurnar og allt, sem gat verið til stuðnings í þessu efni. Þegar maður les vasabækur Sigurðar, dettur manni ósjálfrátt í hug Árni Magnússon, því að Sigurður hefur safnað sögusögnum um hús og búninga með mikilli nákvæmi.


Sem verk er snerta kvennbúninga, eru afarmargir uppdrættir til hins íslenzka skautbúnings. En til menningarsögunnar heyrir meira og minna, er hann hefur safnað til ritgjörða: Um búninga karlmanna til 1400. Um búninga kvenna í fornöld til 1400 o. fl.


Það er enn fremur ótalið hversu mikið Sigurður

bls. 11

(Timarit.is)


hugsaði um að prýða Reykjavík, og að hann hefur ort bæði kvæði og skáldleikinn Smalastúlkuna, sem eigi er fullgjörður. —


Það hefur verið sagt um Sigurð, að hans bezta gáfa væri ekki skapandi ímyndunarafl, heldur hvass, prófandi skilningur. Þetta er að nokkru leyti rjett, því að Sigurður var mjög gjarn á að prófa, hvað sem var. Það er þannig einkennilegt, að lesa í blöðum Sigurðar um skoðun hans á karlmönnum og kvennmönnum, löngu áður en hjer þekktist nokkuð um jafnrjettis kröfur kvenna, en svo eru orð hans: «Allur þessi aðskilnaður á dyggðum •og hæfilegleikum karla og kvenna hlýtur að vera vitlaus, og er skrítið að menn skuli alltaf vera að reyna að vega í sundur það, sem þó er svo náskylt; því konan er jafnskyld karlmanninum og karlmaður konunni, bæði andlega og líkamlega».


En hins vegar er ekki rjett að gjöra lítið úr hans skapandi ímyndunarafli, því að Sigurður var mikill hug- sjónanna maður. Hann hefur bæði ritað um búning- ana, um Þingvöll og skýrslur um forngripasafnið. I skýrslunum kemur ef til mest fram fróðleikur hans og skarpleiki, en í hinum ritunum kemur greinilega fram hans skapandi ímyndunarafl. Honum er eigi nóg að prófa og rannsaka, heldur verður hann að skapa sjer ákveðnar hugmyndir um, hvernig bæði búningurinn og Þingvöllur hafi nákvæmlega litið út í fornöld.


Hans skapandi ímyndurafl kemur og ljóslega fram í uppdráttum hans af kvennskrauti. Hann fer par nýjar brautir, en hin frjófgandi áhrif dregur hann út úr forngripum þessa lands. Það kemur einnig ljóst fram hið skapandi ímynd- unarafi Sigurðar í því, hvernig hann hugsaði sjer Reykjavík. Hinn 12. ágúst 1864 kom grein í Þjóðólfi. um að prýða Reykjavík með líkneski Ingólfs á Arnarhóli í minningu þúsund ára hátíðarinnar, og segir í

bls. 12

(Timarit.is)


greininni að «allir ættjarðarvinir ættu að kappkosta, að hún geti haldið fullum sóma sínum sem Ingólfsbær». Þessi grein er eptir Sigurð. Hann hefur í vasabók sinni búið til teikningu af líkneski Ingólfs, er standa skyldi á Arnarhóli og horfa til hafs, en aðalbæinn hafði Sigurður hugsað sjer á hæðunum kringum tjörnina; stórbyggingar landsins áttu að standa sem hæst, en höfn hugsaði hann sjer kostnaðarminnst gjörða og fegursta, með því að grafa tjörnina upp með vjelum; getur hver maður eptir þessu ímyndað sjer, hvernig hann hugsaði sjer Reykjavík, að því viðbættu, að hann vildi hafa goshrunna 1) í brekkunum og trje fram með vegum að tjörninni.


Meðan Sigurður málari var á listaskólanum í Kaupmannahöfn vaknaði hjá honum sterk og heit ást á ættjörðu hans, og það var þessi ást, sem sundurdreifði kröptum hans, svo að hann hefur gefið sig við margvíslegum störfum. Hann var jafnvel fulltrúi fyrir Reykjavík á Þingvallafundinum 1873. Þegar Magnús Eiríksson gaf út rit sitt um Jóhannesar guðspjall, þótti honum hætta búin fyrir þjóðtrú íslendinga og skrifaði grein á móti honum. En þar hefur hann þó fundið, að hann var kominn nokkuð langt frá verkahring sínum og eigi látið prenta greinina. Þetta bendir á, að hann hafi fundið, hvar hann átti heima, því að það er sannast að segja, að þó verk hans sjeu margvísleg, þá var gáfum hans og hæfilegleikum markað ákveðið svið. Sem fornfræðingur mundi hann vafalaust hafa gert sjer margt til frægðar, ef honum hefði auðnast aldur, en það er þó eiginlega sem fegurðartilfinningarinnar maður, sem hann er mestur. Það má skoða ættjarðarástina eins og fráhrindingaraflið, er dreifir kröptum hans, en fegurðartilfinninguna sem aðdráttaraflið, er sameinar þá, og það



1) Sigurður hefur skrifað nákvæma ritgjörð það, hvernig vatn yrði leitt hingað til Reykjavikur.

bls. 13

(Timarit.is)


er sem fegurðartilfinningar maður, að hann mun hafa mest áhrif fyrir síðari tíma.


Fegurðartilfinningin var svo rík hjá honum, að hann miðaði nærri ásjálfrátt allt við þessa tilfinningu, og honum þótti jafnvel sem allt böl íslands væri sprottið af skorti á henni. Þannig segir hann: «fátækt landsins, sem einkum sprettur af óræktinni og illri meðferð á skepnum, er í raun og veru komin af smekkleysi; deyfðin og uppburðarleysið er líka komið af smekkleysi. — — En sjer í lagi er heilsuleysið komið af óprifnaði, en óþrifnaðurinn er eintómt smekkleysi». (Um ísl. faldbúning Kh. 1878 bls. 7).


Sigurður málari var fegurðartilfinningar maður, og að því leyti er hann svo langt á undan sínum tíma, að vjer stöndum allt of nærri, til þess að geta dæmt hann rjettilega.


Sigurður málari vakti nýjan smekk, sem margir skildu eigi og gátu eigi skilið, en það sýnir, hversu fylginn hann var, til að koma sínu fram, að búningurinn var tekinn upp af velflestum konum þessa lands á fáum árum.


Sigurður miðaði allt við hugsjónir sínar og var því opt beiskorður mjög um það, sem honum þótti fara fjærri þeim. «Þykir mjer þú vera of tannhvass»,skrifaði vinur hans honum frá Kaupmannahöfn hingað til Reykjavíkur 1859. <ref group="sk">Sjá bréf frá Magnúsi Stephensen lækni frá 4. jan. 1859 </ref> Og var þetta satt. En margir tóku harðar á dómum hans, en ástæða var til, því að þeir voru ekki miðaðir við hversdagslegan mælikvarða. En beiskyrði hans voru honum mikið til hindrunar í lífinu. Þeir mega kasta pungum steini á hann sem vilja fyrir þau. Vinir hans fundu kjarnann fyrir innan skelina, eins og Steingrímur Thorsteinsson, er ef til vill þekkti hann betur en nokkur annar, segir um tár hans yfir sárum ættjarðarinnar.


«Þau huldust undir hrímgri
ró þar hjartans lindir vaka,

bls. 14

(Timarit.is)


svo leynt og djúpt,
en logheitt þó sem laug und pínum klaka».


Sigurður átti eigi láni að fagna í lífinu. Hann skrifaði vini sínum í Kaupmannahöfn árið 1863: «Dyggðin verður að betla krjúpandi á knjánum um náð hjá löstunum, segir í Hamlet, svo var það á 16. öld og svo er það nú».<ref group="sk">Sjá: 1_bréf_(SG-02-220) Bréf Sigurðar til Steingríms Thorsteinssonar, 24. nóv. 1863</ref> Hann vissi vel, hvernig átti að komast áfram í heiminum, en hann gat þó eigi farið þennan veg.


Sigurður var elskaður af vinum sínum og kemur það ljóst fram í æfisögu Sigurðar eptir vin hans og styrktarmann, skólastjóra H. E. Helgesen, og í minningarljóðum skáldanna eptir hann, hversu sorg þeirra var mikil yfir að missa hann á bezta aldri, 41 árs, og get jeg eigi endað betur þessi æfiatriði Sigurðar en með því að endurtaka orð Steingríms Thorsteinssonar um hann:
«Og haltu minning, móðurláð!
Þess manns í hreinu gildi,
Sem hefði blóði feginn fáð
Hvern flekk af þínum skildi.»
Páll Briem.


  • Athugasemdir:

  • Skráð af: o.
  • Dagsetning: 24.07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar