Fundur 15.feb., 1866

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 2. ágúst 2016 kl. 17:09 eftir Karl (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. ágúst 2016 kl. 17:09 eftir Karl (spjall | framlög) (→‎Texti)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0008r)


15. febr. 5. ár var enn

haldinn fundur í Kvf. Fyrst mælti Jón

Árnason um verzlunina, og sagði hann

að kauptún hjér á landi megi ekki fjölga

því þá drepi þau hvert annað.

Gísli Magnússon vill að verzlunin

verði innlendari og mundi þá minna skaða

þó verzlunarstaðir fjölgi, því frjálsrar verzl.Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0008v)


eðli er að auka og margfalda auð og af-

rakstur og þó sveitakauptún fjölgaði og þar kynni að

verða nokkur óregla fyrst um sinn þá mundu þeir þó

eflast og mentun með tímanum aukast svo að sóma-

tilfinning manna afmáði óregluna. Svo væri t.a.m. í

Reykjavík; þó óregla væri þar ekki svo horfin sem skyldi

þá væri hún þó miklu minni en margir hygði og orð væri

á gjört, og þó einhverjir segði að embættismenn í Rvk væri drykkisvín þá

gengi þeir ljúgandi og yrði fyrir það að lokunum í helvíti

brennimerktir með logandi eldibrandi á tungu sinni, og

ef einhverjir segði að kaupmenn okkar í Rvk væri drykki-

svín þá væri þeir ljúgandi og mundu verða illa málaðir á

tungunni í Hv.... (Sigurður málar: Ef nokkur málari verður

þar?!!) Síðan fór frumm. mörgum orðum og dæmum

hvernin kaupmenn og aðrir hefði komið góðu til leiðar

menn ættu ekki að horfa í kostnaðinn sem opt væri verið

að stagast á, en reyna heldur koma einhverju skinsamlegu

til leiðar þar að auki ætti að fjölga atvinnuvegum sem

mest mætti, og það væri meðal annars til þess að nokkrir

menn gæti losnað við að sæta hinum hættulegu sjóferðum

sem svo opt yrði mörgum að tjóni. Til þess væri ásamt

öðru kauptunafjölgun vel fallin. En aðalspursmálið væriBls. 3 (Lbs 487_4to, 0009r)


að slík kauptún ekki væri of fá eða of mörg, og í því

tilliti vildi hann stýnga uppá að 2 eða 3 yrði stofnuð

fyrir austan fjall. Credit væri raunar Íslenzkri verzlun

til hnekkis ef til vildi, en Credit væri ekki síður almenn-

ur í öðrum löndum , þetta upplýsti hann með dæmum.

Hjer mætti sjálfsagt auka kaupverzlun, og menn mætti vara

sig á að dæma það sem menn ekki vissi kvennin reyndist

Jón Árnason sagði það væri ný hlið á málinu að koma

á sveitaverzlun, og hann hann ekki væri henni svo fráhverfur

en hann sæi ekki hvernin slíkt gæti á komizt meðan

vegirnir og flutningar væri í því ásigkomulagi sem þeir

nú eru, því þeir væri skilyrði fyrir sveitakauptúnum og

sveitaverzlun. Hann kvaðst í öllu öðru tilliti vera á sinni

fyrri skoðun.

Sigurður málari sagðist eigi vilja fjölga kaupstöðum

nema ef til vill 1. fyrir Skaptafellssýslu, því vottar um

um staðarlíf og yðnaðar o.s.frv. gæti hvergi þrifizt nema

í Reykjavík og Akureyri. Í mesta lagi ætti að vera 1

aðalkaupstaður í hverju amti.

Sigurður Einarsson: sagði sjer þætti kaupstaðir nú sem

stendur heldur ofmargir en offáir. Creditin væri skaðlegust

fyrir bændur sjálfa, því þeir keyptu eða fengi fyrir þá sök

marga hluti sem þeim eigi væri nauðsynlegir og sem

þeir annars ljetu sig án vera.Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0009v)


Frumm. sagði að eins og menn með vegum þeim

sem nú væri reyndu að ná sjer því sem þeir þyrfti

til nauðsynja sinna, eins mundu hinir duglegustu

menn sem tæki að sjer sveitaverzlun, og þá mundi

með meir áhuga og betri ráðum og áhöldum farið

að bæta vegina og verabótalögin.

Forseti sagði sjer virtist frummæladni vera láng-

sýnni en margir aðrir aðra í þessu máli. Hann sagðist

því helzt vilja að kaupstaðir væri sem flestir og þá

mundi þeir kaupstaðir þeir sem eigi sjeu hentugir

eyðileggjast af sjálfu sjer.

en hinir sem sýndu sig að vera í rjettum stöðum

mundir þar á móti aukast og eflast.

Lárus Blöndal sagði að þeir sem væri á móti

kaupstaðafjölgun horfðu ofmikið á einstaklínginn en

eigi nóg á það almenna, og bæri á hinn bóginn of mikið

vantraust til landa sinna, og álitu þá eins og skrælingja

eða börn sem ekki mætti fá ljósið svo það ekki brenni

sig, en almenn verzlun sje þó hvervatna í heiminum talin

nauðsynleg.

Sigurður málari sagði að menn yrði þá að hugsa um

búa til aðalstað og það væri sjálfsagt Reykjavík og margir

kaupstaðir væri því til niðurdreps að fátekni því að

að ein höfn kæmist á Dyrhólum

Nokkrar fleyri umræður urðu um þetta mál.Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0010r)


A næsta fundi talar Eggert Briem um kvennskörunga

á Islandi andm. Jón Þorkelsson og Sv. Skúlason

Fundi slitið

H.E.Helgesen Á Gíslason  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar