Fundur 20.feb., 1863

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.



Texti


Lbs 486_4to, 0047v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0047v)


Ár 1863 20 febrúar var fundur haldinn í kvöldfélaginu

og voru 18 félagsmenn mættir á fundinum. Varaforseti stýrði fundinum

1. Lagði gjaldkeri fram skyrslur um fjárhag kvöldfélagsins

frá Októbermánuði 1862 til januar mánaðarloka 1863 og















Lbs 486_4to, 0048r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0048r)


átti félagið þá alls 86 rd 2 ? voru þar af 70 rd á vöxtum

og 16 rd. 3 ? í sjóði hjá gjaldkera

2. Fóru fram kosning til að velja menn í nefnd til að

koma málefninu um minningu Íngólfs í hreifingu

voru í hana kosnir þessir Sigurðr Guðmundsson með 16 Sv Skúlason með 14 atk Jón Arnason með 16 G

Magnusson með 16 og Jon Þo??son með 13 atk

var tekið fyrir kappræðuefnið um hljóðstafi og stuðla og

3. Þessu næst skoraði varforseti á M. Jokkumson að koma

með bögur án hljoðs höfuðstafa og stuðla, sem hann ekki hafði

neitað um á síðasta fundi, en Matthías hafði ekki haft tíma

til að yrkja þær vísur. Miklar umræður voru haldnar í

þessu máli með og mót.

4. Hjelt Þorsteinn Jónsson kappræður um að

maðurinn væri dýr í öllum skilningi orðsins

Andmæltu hönum forseti og Hallgrímur Sveinsson

en þar eð ekki var tími til að ljúka ræðum um

þetta mál var umræðunum frekari frestað til næsta fundar

Jón Árnason Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar