Fundur 22.feb., 1866
Fundir 1866 | ||||
---|---|---|---|---|
29.jan. | ||||
7.feb.? | 15.feb. | 22.feb. | ||
1.mar. | 8.mar. | |||
5.apr. | 12.apr. | 25.apr. | ||
11.okt. | 18.okt. | |||
1.nóv. | 8.nóv. | 15.nóv. | 22.nóv. | 29.nóv. |
7.des. | 12.des. | 20.des. | •1867• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 22. febrúar 1866
- Ritari: Árni Gíslason
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0010r)
Fundur haldinn í Kvöldfjelaginu þann 22 febr 1866
Gjaldkeri fjelagsins lagði fram reikning yfir fjárhag fjelagsins
Stud.theol. Eggert Briem talaði þarnæst um skörungar á Íslandi
a 10 11 12 13 15 16 17 18 og 19 old. -
Taldi hann á 10du öld: Egil Skallagrímsson Þórð Gellir og Mið-
fjarðar Skeggja._ A 11tu öld: Snorra Goða og Guðmund ríka og
Isleif biskup._ A 12tu öld: Gissur biskup, Jón Loptson og Hvamm-
Sturlu. _ A13 öld: Árna biskup Rafn, og Sturla Sighvatsson
Á 15 öld Torfa Jónsson í Klofa, Teit ríka Gunnlaugsson og
Olöfu Loptsdóttir (ríka) A 16 öld: Jón Arason. Daða
í Snóksdal og Jón lögmann Sigmundarson, A 17 öld Brynjólf
biskup Sveinsson, Árna Oddsson logmann og Ara Magnusson í Øgri.
A 18 öld Pál Vídalín, Jón Arnason og Skulia Magnusson fogeti
A 19 öld Blöndal Sýslumann Isleif Einarsson og Amtmann
Havstein
Sveinn Skúlason: samþykkti að Eigill Skallagrímsson væri talinn
þó hann vantaði marga góða kosti sem til skorungskapar lyti
Samykkti Þórð Gellir en motmælti Skeggja _
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0010v)
Hönum líkaði Guðmundur ríki þó hann ekki væri
hraustur, en Isleifur biskup hefði ekki verið skörungur
en þaramóti hefði Gissur sonur hans hefði átt að
vera talinn. A 13 öld Árni biskup vel valinn.
Sighvatur ekki meiri skörungur en Kolbeinn ungi nema
miður væri. Rafn Oddson minni maður en Þorvaldur
Gissursson og Snorri Sturluson og Þorgils skarði. -
A seinni oldum hefði öllu fremur átt að telja Guðbrand
biskup fremur en Brinjólf biskup. þó síður væri góði Páll Vídalín var
eigi skörungur en Jón Árnason biskup þarf eigi að
gánga fyrir Jóni Vídalín biskup. Um þessarar aldar
menn vildi hann eigi tali, en áleit að öðru leiti að
þeir sem frummælandi tók fram væri vel valdir.
Frummælandi talaði síðan nokkuð um skörunga á þessum
öldum, ásamt Sv. Skúlasyni.
Gísli Magnússon: sagði sjer hefði þótt frummælandi
hefði bundið sig ofmikið við spursmálið hefði ekki átt
að binda sig við 3 á hverri öld, heldur nefna alla þá sem
landið hefir átt síðan það bigðist ekki of marga og ekki of
fáa, en gleyma ekki hinum veglyndu og framtakssomu en
telja ekki þá er lítið kvæði að, : nefndi hann Bergþóru
sem átt hefði að telja og Magnús Stephensen, en Jón
biskup Árnason ætti að vera ótalinn sem sannur skörungur
A þessari öld væri jafnframt þeim sem taldir væri mætti
Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0011r)
þá ekki gleyma Jón Sigurðssyni Tómas Sæmundssen og Þorð
Sveinbjörnsson en að öðru leiti ætti ekki við að tala um menn
á þessari öld.
Forseti sagði sjer hefði þótt nátturlegt þó frummælandi
þó hefði bundið sig við spursmálið eins og hönum hefði
mátt sjá að á sumum öldum hefði hann nauðugur að taka
þá 3 menn sem hann hefði talið en stundum hefði hann
jafnvel haft fleyri en 3 góða menn sem skörunga en
hann nefndi, til að fá 3 í töluna.
Jón Árnason: stóð þá upp til að taka frammi fyrir nafna
sinn biskup; taldi hann höndum til gildis að hann fyrstur
hefði komið í verk umsjón á fjárhag kirknanna sem
sem Jón Vídalín hefði mjög forsómað.
Sveinn Skúlason: gat ekki fallizt á að Jón biskup Árnason
þo hann hefði nurlað saman fje handa kirkjum, hefði verið neinn
skörungur, nema hann hefði komið fram sem höfðingi
ríkur við hofðingja og aðgjörðum sínum. Sveinn vildi
því álíta Jón Vidalín meiri höfðingja og skörung
Páll Melsteð Hjelt að Jón Árnason hefði verið gætinn
og nákvæmur í búskap og fjárhaldi og reglusemi, en Jón
biskup Vídalín hefði þar á móti verið örlátur höfðinglegur
og skörungur í lund, og því vildi hann telja hann
meiri skörung en nafna sinn Árnason
Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0011v)
Gísli Magnússon: var í tilliti til þessara 2ja biskupa á
sama máli og Sv Sk. og P.M. Því eins og menn hlyti að
kalla Cicero skörung, það er að segja í andlegu tilliti
eins yrðu menn að álíta Jóni Vídalín væri sannur
meistari í andlegum skörungskap hjá oss, og það væri
þí hin betri hlið skörungskaparins.-
Síðan urðu nokkrar athugasemdir og umræður um bókaflutning
og safn Arna Magnússonar. Atyrtu sumir Árna Magnússon fyrir
að hann hefði dregið fræðirit vor út ur landinu, en margir
urðu til að taka málstað hans, þar eð bækur þessar annars
margar mundu nú alveg undir lok liðnar, og þó um það
mætti margt tala með og móti þá sögðu þó með mælendur
Árna Magnússonar að hann mætti telja sjálfsagðann skörung
sinnar aldar á Islandi.-
Á næsta fundi verður Matthías frummælandi ámælinu sem
hvernin stytta megi eymdarstundir útigángshesta og annara
heilsulausra aumíngja: andmælendur L.Blöndal og Jón Arnason
2° Sveinn Skulason um kvennamenn drykkjumenn og átmenn
frá sköpun heimsins Andmælendur G Magnusson og J Árnason
Fundi slitið
H.E.Helgesen Á Gíslason
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013