Fundur 24.mar., 1871

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 23. júlí 2016 kl. 03:26 eftir Karl (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júlí 2016 kl. 03:26 eftir Karl (spjall | framlög) (→‎Bls. 2 (Lbs 488_4to, 0002v))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1871-74.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 488_4to, 0002r)

Fundur. 24. Marts 1871.

Málið um þjóðbúning karla (framhald)

Gísli Magnússon: Þetta mál finnst mjer í

alla staði óviðráðanl. Það er svo lagað að þó vjer höf-

um hjer 1 mann sem þekkjum þetta vonum betur

þá fannst mjer þó þessi maður tala svo dapurl.

og fátækl. að ekkert yrði gjört. Jeg ritaði upp 8. No.

Mjer fannst frummælandi komast að þeirri niður-

stöðu að astæðar væri til að koma upp þjóðbún-

ing karla NB ef þjóðin vildi. Þetta er þvaður.

Mjer finnst eigi þurfa að spyrja hvort Pjetri

eða Páli líki heldr fylgja sannleikanum beint á-

fram ef ástæða er til þess. - Breyting á kvenn-

búnaði þótti frumæl. lítil. en mjer fannst

hann aðeins tala um þessa öld, en lítið um 10-

17. öld og um það vildi jeg beiðast upplysinga

hjá frummæl. hvort menn viti nokkuð um

þessar aldir eða eigi. Saga frá Bergþorshvoli

á tímum Njáls um svuntu eldabuskunnar

þar.- Frummæl. sagði að húsbúningr hafi

aukist í 12 ár. Það getr eigi verið nema sú sje

mein. að húsbúningr sem sparibúningr hafi

aukizt. - Hann sagði að Principið í buningnum

væri að búningr karla og kvenna væri sem lík-

astr en ef búningarnir væru eins, þá vildi jeg

sjá hvernig færu um skemmtigöngur o.s.frv.

Jeg umynda mjer að ólíkindi á buningnum

sjeu af því að mönnum þótti nauðsynl. að

hylja líkama kvenna og limalag meira en

karla. I austurlondum huldu menn allan lík-

amann en þetta hefur þótt ervitt og því hafa karlar


Bls. 2 (Lbs 488_4to, 0002v)

f orðið svona hálfhuldir allir, en kvenn

menn lítið huldir að ofan en alhuldar að

neðan. (Dæmi: 7 pils með bryddingum hvert

upp af öðru á móður Ara Pjeturssonar) - Laga-

menn eru skrautlegar búnir en aðrir. Þeir

ganga allir gylltir en lærðustu menn vorir

eins og svörtustu sauðir. Þetta finnst mjer

heyra málinu til að tala um. - Mjer fannst frum-

mælandi taka það sem seima að breyta búning

og koma upp einkennilegum búning, en þetta

finnst mjer sitt hvað. Menna geta haft karlmanna

buning án þess hann sje íslenzkul. einkennis-

búningur. Kæmust menn allir á það að

taka upp danskan buning t.d. eins og embættis-

menn þá yrði það islenzkur einkennisbúningur

-Frummælanda finnst mjer vanta ala þekk-

ingu á búningnum nema á 1 1/2 öld.

Frummælandi (Sig. Guðm) andmæl. efaðist

um að húsbuningr hefði aukist á síðustu 12 ár

en á Norðurlandi var buningarnir svo eins og

allar þjóðir vru þar komnar saman. Þá voru

6 peisur í Eyjaforði. Gefin regla að karla og

kvennabuningr sje sem líkastr en kvennabún-

ingr nokkru síðari. Allir fæðast eigi nokkr

eins og frummæl. sagði því barnfæddist á 16. öld

með skó á fótum (tekið úr kvæði á 16. öld). Sömu

leiðis annað barn cfr kvæði sera Olafs á Söndum

það er eðlil að buninga kvenna og karla sje svo

ólíkur en það kemur af því að þeir eru

alveg ósamkynja, sinn úr hverro heimsálfu.

Jeg skoða eigi einkennisbúning z þjóðbúning.

Karlmenn hafa hjer engan þjóðbúning nú en

búninginn sem var á 18. öld gæti ver kall-

ast þjóðbúningur þó hann væri útlendur.

Því út af honum er húsbuningurinn sprott-

inn nl. af buningi skolapilta í þá daga.


Bls. 3 (Lbs 488_4to, 0003r)

Andmælandi sagði að jeg hefði gleymt fyrri

öldunum en það er fyrir utan spursmálið nema

þar sem þarf að taka það til samanburðar.

Svunta er hjer eigi til fyrri en líkl. eptir 1600.

Þó sveipa sjé í Lax. pvet lagt út = svunta þá

kemur það fyrir í svepinum um hofuðbúning

(líkl. út striga eða gæruskinni)

Jón Bjarnason: Frummæl. sagði fyrri

kvelið að ísjárvert væri að væri að reyna að

koma upp búningi því óvíst væri að hann

yrði tekinn upp. Mjer finnst mega gjöra uppá-

stungu um einhvern búning hjer í fjelaginu

og gæti menn tekði hann upp ef hann líkaði.

Ekkert er á móti að hafa 2 búninga.

Sigurðr Guðmundsson (málari frummæl.).

Jeg talaði eigi um að það væri asjarvert að reyna

að koma upp buningi karla, en það eru miklu

meiri breytingu sem þurfi á buningi karla

en þær sem gjörðar hafa verið á kvennbúningnum.

Gísli Magnússon: Frummæl. segir að vjer

getum eigi talað um þjóðbúning karla á 19. öld

heldr á 18. öld þetta finnst mjer óviðkunnanl. Mjer

finnst bændabúningurinn hjá oss vera yfir höfuð ein-

kennisbúningr Islendinga. Peisa er orðið bosom

=brjóst Brækur= bracae (á latínu). (fleiri dæmi)

Þetta sýnir að allt er útlent. Sp Svuntan er eigi meg

því slátrarar höfðu praligatorium, præcinctorium

cinctorium hjá Rom. sem er = svunta. Sveipa var

eins og frummæl. sagði líkl. heldr höfuðbúningr. Mig

furðar á því að frummæl. hefur eigi enn komið með

neina uppástungu. Hann segir að ekkert verið

gjört nema menn viti hvað áður hefur verið

brúkað, en þessu verð jeg að neita menn þurfa

ekkert af hinu gamla að hafa, heldur reyna

að fá sjer með skynsemi og hagsýni nýan ísl.

þjóðbúning t.d. hafa skirtu, nærbuxur, peisu

buxur, skó, eins og við höfum hafa eitthvert bolfat

sem hneppist vel upp um hálsinn


Bls. 4 (Lbs 488_4to, 0003v)

síðan belgfat ekki mjög sítt en sem nær

niður á mitt læri. Eitthvað á höfðinu helzt

hettu. Helzt vildi jeg að búningr opni og

hvern dag væri sem líkastur

Sigurðr málari: þjoðbuningr kvenna

er kominn af búningnum á 18 öld og því finnst

mjer hann fremur þjóðl. en þessi sem nú er.

Næsti fund. Jónas Hallgrímsson um vinnu

við haskolann í Kaupmannahöfn: GAndmæl-

endur. G. Magnússon, H.E.Helgesen. og Gísli

Magnússon kostir og ókostir Íslands í saman

burði við önnur lönd Andmælendur Snorri

Jonsson og H. Guðmundsson.

H.E.Helgesen Páll Ólafsson.
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar